Árroði - 01.04.1935, Blaðsíða 4

Árroði - 01.04.1935, Blaðsíða 4
4 Á R R 0 Ð I eta. Því nær sein þú etur af því, skaltu vissulega deyja. En illur andi, er áður hafði faliið frá hlýðni sinni við skap- arann, og var því útrekinn í myrkur vonleysis og villu úr hinum himnesku bústöðuin. Hann fékk vitneskju uin sköpunina nýju, og af öfund yfir vellíðan hinna nýsköpuðu manneskja og hefndarhug við skaparann, tókst hann það áform þegar á hendur að tæla hinar nýsköpuðu mann- eskjur til falls og fordæmingar, uieð óhlýðni gagnvart skaparan- um. Til þess að fá sínum illa vilja framgengt, ætlaði hann að læð- ast eða fljúga í eiturpöddulíki til þeirra inn í aldingarðinn, og er hann sá sér ekki fært að ganga í berhögg við manneskj- urnar sjálfar, tók hann það ráð að læðast í iriunn eins sofandi orms og hafa þar aðsetur sitt, til að tala þaðan freistandi fagur- gala-orð til vorrar fyrstu frum- móður, Evu, til að svíkja hana og tæla til að neyta ávaxtanna af forboðna trénu. Og hún gaf manni sínum þar af, og hann át. Petta fyrsta óhlýðninnar at- vik á svo að vera orsök alls hins illa, sem svo hefir runnið í merg og bein okkar Adams og Evu sona og dætra, andlega og líkamlega öld eftir öld. Ég var áður búinn að minnast á, að Guð faðir hefði þegar boð- að sitt orð hinum fyrstu börn- um sínurn. Pað leiddi af eðlileg- um ástæðum, að þau þá þegar þektu Guð sinn skapara, eins og við þekkjum fyrst og best okk- ar jarðnesku foreldra þegar á okkar fyrstu árum. Enda talaði hann iðulega. við þau, eins og við tölum við okkar nánustu.— Hann hefir víst tekið þeim vara fyrir vélráðum hins illa óvinar, ásarnt öðru, þó að svona færi. Hann talaði til þeirra og birti þeiin dónr þeirra strax eftir frá- fallið, með útrekstri þeirra úr Paradí8, hvatti þau með sínum heilaga anda til að gjöra iðrun og yfirbót fyrir afbrot sitt, og huggaði þau síðan með hinu dýrðlega fyrirheiti um sendingu sonar stns í heiminn, til að frið- þægja íyrir syndir allra manna, sem með iðrun og lifandi trú vilja tileinka sér þær dýrustu náðargjafir hans og reyna af frernsta megni að lifa kærleiks- ríku og dygðugu lífi. — Petta liefir verið hin rétta kenning orðsins á öllum tímum, kenning hins eilífa lífsins orðs. 1 því var fyrirmyndaður hinn annar Adam af hirnnum, Drott- inn vor Jesús Kristur.

x

Árroði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árroði
https://timarit.is/publication/757

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.