Árroði - 01.04.1935, Blaðsíða 47

Árroði - 01.04.1935, Blaðsíða 47
ARROÐI 47 Auk oss trúna. (Lúk. 17. — Mark. 9). Postularnir sögðu við Drottin sinn og lærimeistara: Auk oss trú. — Petta er áríðandi páttur í lífi voru, kristinna manna, að biðja hann að auka vora veiku trú. Og þetta hefir verið bæn allra kristinna játenda. Ég trúi, herra, en lijálpa þú vantrú minni, sagði faðir hins tunglsjúka, er plágaður var af illum anda, er lærisveinarnir gátu ekki læknað sökum trúleysis þeirra. Par til purfti einlæga trú og bæn, að vitni sjálfs hans. Og þessa purfa allir að biðja, sbr. ísl. sálmv.: Trúna Guð inér tendra hjá, svo hún mér í brjósti brenni, brynjuð gef að sál mín henni pína falli fótskör á. Voit mér styrk, að staðið fái’ eg stöðugur, unz lífið pver, og um síðir öðlast nái’ eg endalausa dýrð hjá pér. Leiðrétting við Árroða. 1. bls. 1. d. 9. línu neðan frá: sagnig- ar, les: saðningar. Sömu bls. 2. 5- línu neðan frá: myna, les: mynd. — 2. bls., 2. d., 8. línu neðan frá: annað, les: annan. — 3. bls. 1. línu vantar orðið »fyr- ir«. Sömuleiðis finnast á stöku stað víðar stafvillur, sem góðfús lesari umbiðst að leiðrétta með sjálfum sér. Ennfremur 3—4 bl. vantar »ekki«, les: mátti ekki eta. Bæn um að geta beðið réttilega. Miskunnsemi Guð, himneski faðir! Frá pér kemur öll full- komin gjöf. Einnig sú, að geta beðið pig réttilega! Æ, pú pekkir kviklyndi og veikleika hjarta míns, og veizt, að pegar ég ætla að biðja pig og pakka pér, pá vill hugur minn svo oft hvarfla hingað og þangað og hugsanir mínar verða hégómlegar. Virstu, Drottinn, að senda mér anda náðar og bænar. Láttu mig verða gagntekinn af lotn- ingu fyrir pinni eilífu hátign og innilegu pakklæti fyrir allar pín- ar óteljandi velgjörðir, andlegar og líkamlegar. Láttu hjarta mitt verða sund- urkramið af angri og hygð yfir minni syndasekt. Láttu mig setja alla mína von til pin og þinnar iniskunnar í Jesú nafni, svo að ég nálgist pig með auðmjúku, iðrandi og trúuðu hugarfari.

x

Árroði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árroði
https://timarit.is/publication/757

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.