Árroði - 01.04.1935, Blaðsíða 15

Árroði - 01.04.1935, Blaðsíða 15
ÁRROÐI 15 maður ekki nefni alt gáleysið og saurlif naðarorðbragðið, sem marg- ir leika sér að, svo sem öðru tafli. En alt slíkt var talið ósæmi- legt kristnum inönnum fyr á tímum — öllum þeim, sem krist- ið nafn bera. Og slíkir menn láta ekki Krists orð ríkulega búa hjá sér. En hvern dag á hver kristinn maður að offra Guði lofgjörðinni •— því að Þurfamaður ert þú, mín sál, þiggur af Drottni sérhvert mál, fæðu þína og fóstrið alt, fyrir það honum þakka skalt. H. P. Og án hans aðstoðar megnum vér ekkert. Frá honum er allur vor styrkur til lífs og sálar. Og Sú von er bæði völt og myrk, að voga freklega’ á holdsins styrk. Án Guds náðar er alt vort traust óstöðugt, veikt og hjálparlaust. Og Bænin má aldrei bresta þig, búin er freisting ýmislig. Þá líf og sál er lúið og þjáð, lykill er hún að Drottins náð. H. P. Maðurinn liíir ekki af einu- saman brauði, heldur af sér- hverju orði, sem fram gengur af Guðs munni. En þér þykir þeirri stundu illa varið, sem þú gefur Guði, eða biður hann um bless- un og aðstoð sína. En hvern afguð gjörir þú sjálfan þig? Meinar þú að einnar stundar erflði dragi þig meira en aðstoð hans, sem á 6 dögum skapaði hið dásainlega stórvirkí himins og jarðar, auk annara óteljandi almættisverka, bæði á himni og jörðu, og sem með hinu sama almættisorði getur á augabragði kollvarpað þér og öllu þessu, ef honum þóknast. 0, að vér gætum allir synd- ugir menn öðlast þá náð að biðja hann óaflátanlega um endurnýj- un anda vors, til þess að lesa og íhuga kostgæfilega sannleiks- orðið lians eilífa, sem oss öllum er gefið til tímanlegrar og and- legrar velferðar hér stundlega og annars heims eilíflega. Lærum af Frelsara vorum að biðja óaílátanlega og ekki að þreytast, og með lærisveinum hans: auk þú oss trúna, svo að vér verðum fúsir til að nálgast hann ineð sannri iðrun og lof- gjörðarfórn. Pá fer andi hans að bera vor- um anda vitnisburð um að vér séum hans friðkeipt og útvalin börn og erfingjar hans dýrðar- ríkis. Hann virðist af sinni mikilli

x

Árroði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árroði
https://timarit.is/publication/757

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.