Árroði - 01.04.1935, Blaðsíða 46

Árroði - 01.04.1935, Blaðsíða 46
46 ÁRROÐI hans, og hinn sanni skoðari hjarta hans og heyrandi tungu hans. Pví að andi Drottins fyllir heimsbygðina, og hann, sem heldur öllu saman, veit alt, sem talað er. Fyrir því getur enginn dulist, sem ranglæti talar, og refsandi réttlætið mun ekki ganga frám hjá honum. Því Guð hefir manninn skapað til óforgengileika og gjört hann •ftir mynd sinnar eigin veru. En fyrir öfund djöfulsins kom dauðinn inn í heiminn. Á hon- um fá fteir að kenna, sem eru hans hlutskifti. En sálir réttlátra eru í hendi Guðs og engin kvöl fær snort- ið |>ær. í augum heimskingjanna sýn- ast f>eir vera dauðir, og burtför þeirra talin aö vera ógæfa, og viðskilnaður þeirra við oss tor- tíming. En þeir eru heilir á húfi. Því að (>ótt þeim fyrir manna sjón- um væri refsað, þá voru þeir samt vongóðir um ódauðleika. Og eftir litla hirting munu þeir öðlast mikla sælu. Því að Guð hefir prófað þá og reynt, að þeir voru sér mak- legir. Hann hefir reynt þá sem gull f deiglu, og tekið við þeim með þóknun sem alfórnargjöf, og af þeim mun Ijóma á vitjunartíma þeirra. Eu þótt réttlátur maður deyi fyrir tímann, kemst hann til hvíldar. Því að virðulega ellin er ekki sú, sem flest á misserin, né heldur er hún metin eftir árafjölda. En spekin er mönnunum hin- ar sönnu hærur, og ílekklaust líferni hinn rétti ellialdur. Af því hann var orðinn Guði þekkur, var hann elskaður af honum. Og af því hann lifði meðal syndara, var hann í burt numinn. Hann var hrifinn burt til þess, að ilskan skyldi eigi breyta hugarfari hans, né hrekkvísin tæla sál hans. Því að töfrar vonskunnar varpa skugga á hið góða, og víma fýsnanna umhverfa hrekk- lausum hug. Fullnumina á stuttum tíma lauk hann við löngu skeiðin. Því að sál hans var Drottni þekk. Fyrir því flýtti hann för hennar burt úr þessum vonda heimi. En fólkið sá það og skildi það ekki og lagði ekki slíkt á hjarta, að náð og miskunn veit- ist hans útvöldu og umbun hans guðræknu.

x

Árroði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árroði
https://timarit.is/publication/757

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.