Árroði - 01.04.1935, Blaðsíða 41

Árroði - 01.04.1935, Blaðsíða 41
ÁRROÐI 41 og pessi lönd, eða vora núver- andi háttu og siði. En það er og avo einungis pað, sem útvortis er, sem uinbreytist. Andinn, eða sannleikinn sjálfur, er og verður ætíð hinn sami. Til dæmis: Fótaþvotturinn, sein Jesús brúkaði við lærisveinana, var Austurlandasiður; þetta er það útvortis — bókstafurinn — sem umbreytingu er undirorpið. En sá auðmýktar lærdómur, sein Jesús hér með gefur oss, að vér aldrei megum álíta oss of góða til að þéna, jafnvel þeirri iítil- mótlegustu nianneskju. Petta er andinn, sem aldrei umbreytist. Pað oí'fur, sem Jesús heimtaði af hinum ríka unglingi (Matth. 19, 21); »Viljir þú verða algjör, þá sel eigur þínar og gef þær fá- tækum«, var nauðsynleg fyrir hvern þann, sem á ofsóknatím- um vildi vera kristindómskenn- ari; en — er það ekki á öllum tímum heilög skylda kristinna ffianna, að meta Guðs ríki meira en öll tímanleg auðæfi? Sú aðvaran, sem Páll gaf þeitn kristnu í Korintuborg (1. Kor. 8), að enn þótt þeir vissu, að afguðir væru ekkert, mættu þeir þó ekki taka hlut í heiðingjanna offu'rmáltíðum, svo þeir hneyksl- uðu ekki þá breyzku, — á ekki, eftir bókstafnum, heima hjá oss, þar sem vér ekki lifum á meðal heiðingja. En er ekki öllutn oss harla nauðsynleg sú aðvaran, sem hér í er fólgin: að vér ekki megum misbrúka hið kristilega frelsi öðrum til hneykslis, og eigum heldur að neita sjálfum oss um leyfilegar ánægjusemdir, en gefa bróður vorum nokkra ásteytingu, að allir þeir, sem vilja lifa grandvarlega í Jesú Kristi, muni ofsóktir verða, seg- ir Páll postuli, að vísu raeð til- liti til þeirra tíma, sein hann lifði á, sem voru ofsóknartímar. En er ekki sífelt stríð milli Ijóss- ins og myrkurs, Krists og Beli- als ? Og sama er að segja um þau í Biblíunni fram settu dæmi, að Jóhannes skírari hafði svo frábrugðinn Iífernismáta; að post- ularnir gengu um kring, frá einni borg til annarar, til að útbreiða herrans Jesú Krists evangelíum, sein fylgdi þeirra sórdeilis köll- un, og sú sjálfsafneitan, sú stað- festa og trúmenska, sem þeir létu í ljóti í sínu merkilega verki. Pau eiga einnig að vera ríkj- andi í sálu vorri við öll vor verk, hversu lítilmótleg sem vera kunna. Pví gáfur og emb- ætti eru ýmisleg, en hinn sami er andinn (1. Kor. 12, frá 4. v.).

x

Árroði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árroði
https://timarit.is/publication/757

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.