Árroði - 01.04.1935, Page 35

Árroði - 01.04.1935, Page 35
ÁRROÐI 35 þeBS betur fáuui vér skiliö peirra orð. Pá skiljum vér t. d. það orðfæri, sem svo mörgum pykir undarlegt að heyra, er Páll brúkar í 1. Kor. 1. kap. frá 18. v. — og 3. kap. frá 18. v. um »beim8Íns vísdóm«, — sem sé heimska fyrir Guði«, um »að verða fávís, til að verða vís«, o. s. frv. Ef vér lesum heilaga Ritningu með hjartanlegri bæn til Guðs, þá hlýtur margt að upplýsast fyrir oss, sem annars væri oss óskiljanlegt. Frá Ijósanna föður verður Ijósið að koma, og vér biðjurn hann aldrei forgefins þar um. Hann er nálægur þeim, sem hann ákalla, og ákalla hann af alvöru (Sálm. 145, 18). »Bæn hins réttláta megnar mikið, þegar hún er alvarleg« (Jak. 5, 16). Við hana verður oss það fullkomin alvara, ad leita að lífsins vegi. Yið hana eykst vor andar kraftur; við hana skerpist vor sálarsjón. — Vor hjörtu opnast þá fyrir sann- Ieikanum og sannleikurinn gerir oss frjálsa. Ef vér lesum heil. Ritningu til að breyta eftir því, sem vér lærum, og framkvæmum það líka, þá fyrst upprennur oss það sanna ljós, og glæðist þá meir meir í sálu vorri. Hvað er öll vor þekking án eigin reynslu? — Iteynslan er, jafnvel í líkamlegum efnum, sá besti lærimeistari, hversu marg- ar bækur sem einn bóndi hefir lesið um jarðyrkju, — ef hann sjálfur gerir aldrei neina tilraun þar með, þá verður öll hans þekking ekki einungis fánýt, heldur líka ógreinileg og óljós. Eitis gengur það til í andleg- um efnum. Hversu kostgæfilega sem vér höfum lesið Biblíuna, ef vér ekki látum það Guðs orða sæði, sem í henni finst, falla í akur vort hjarta, og ekki rækt- um hann, svo hann geti borið ávöxt, þá verðum vér sífeldlega hofmóðugir heimkingjar, sem ekkert vita. Vér lærum þá, en koinum8t aldrei til sannleikans viðurkenningar (2. Tím. 3, 7). Nei — af því að verða orðs- ins gjörendur, en einungis þess heyrendur eða lesendur, lærum vér fyrst rétt að skilja það. Einungis með þvi að gera Guðs vilja, fáum vór, eftir Jesú fyrirheiti, (Jóh. 7, 17) þekt, það er: af eigin reynslu fullvissast um, hvort lærdómurinn er af Guði, eða hann talar af sjálfum sér« (sem manneskja). Guðs orð er ekki innifaliö í dauðum bókstöfum, heldur í anda, líti og krafti. Og einungÍB sá, sem sjálfur reynir þess kraft

x

Árroði

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árroði
https://timarit.is/publication/757

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.