Árroði - 01.04.1935, Blaðsíða 8

Árroði - 01.04.1935, Blaðsíða 8
8 ÁRROÐI hinn fyrsti konungur þeirra, og andi Guðs kom yfir hann, og hann varð þeim liandgenginn og gjörðist fyrirliði þeirra í bardög- um við óvini þeirra, og varð sigursæll að byrja með. Peir höfðu þá oft átt í höggi við herskáa þjóð, er Filistear nefndist, og höfðu oft farið hall- oka fyrir þeim, og vildu nú ná hefndum. Meðal Filistea var risi einn mikill og vel búinn að vopnum og voru ísraelsmenn hræddir við hann. Sá hét Golíat. Hann gekk fram og aftur og skoraði á pá aö mæta sér, en enginn porði. Loks gaf sig fram unglings- drengur, fór á fund sál kon- ungs, en svo hét fyrsti konung- ur þeirra. Piltinum var í fyrstu aftrað af konunginum og öllum lýðnum, en hann var svo hugrakkur og treysti Drottni Guði sínum. Fékk hann svo leyfi til að reyna sig, og allur lýðurinn bað fyrir hon- urn. Hann var vopnlaus. Pilturinn, er gætti sauða föður síns. lét nú fáeina steina í tösku sína, tók meó sér svo kallað slöngvuband, festi í það steini, og slömrvaði lionum í enni ris- ans, svo hann féll til jarðar. Hljóp |iá Davíð litli, en svo hét pilturinn, eins og örskot að risanum, tók af honum sverð hans, brá því og hjó af honum höfuðið. Pá gullu við siguróp, og allur Israelslýður geistist fram til bar- daga við Filistea, er þá flýðu, því þá voru þeir orðnir höfuð- laus her, er foringi þeirra var fallinn. Israelsmenn unnu nú frægan sigur og tóku nú herfang inikið — og alt varð þetta fyrir at- beina og hugrekki smaladrengs- ins og fyrir tilstyrk Guðs þeirra, er með honum var. Og fyrir þetta frægðarverk beindUt hugur alls fólksins að honum og söng honum lof og þakkir, næst Guði sínum, og varð hann þegar í hugum margra inetinn framar konungiuum sjálf- um. Pað var nú ekki laust við að honum, konunginum, gremdist þetta, þótt hann í aðra röndina virti hann mest allra, og léti hann njóta þeirrar virðingar að gefa honum dóttur sína. Og Jónatan, einn soimr Sáls, festi örugt, trygða- og vináttu samband við hann. En fyrir róg og öfund vondra manna fór svo, að lál konung- ur fór a«' sitja utn líf Davíðs — hélt ið h'ann mundi sitja á svik- ráðuni við sig-, og mundi vilja fella sig frá ríki. En það var fjarri Davíð að

x

Árroði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árroði
https://timarit.is/publication/757

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.