Árroði - 01.04.1935, Blaðsíða 37

Árroði - 01.04.1935, Blaðsíða 37
ÁRROÐI 37 voru þeir börn. Þá hlaut þeirra föðurlegi fræðari að gefa þeim einungis mjólk, en ekki þyngri fæðu. Hann hafði mikið að segja þeim, sem þeir voru ekki ennþá móttækilegir fyrir. Hefðu þeir nú snúið hjarta sínu frá honum, þegar hirðirinn var sleginn og sauðirnir tvístr- uðust, þá hefði það litla ljós, sem kveikt var í sálum þeirra, bráðum útsloknað. En þeir viðhéldust sem kvistir á víntrénu, hverju þeir voru eitt sinn innplantaðir, og báru þess vegna ypparlega ávexti. Pannig hljótum vér einnig að halda oss stöðuglega við vís- dómsins uppsprettu, ef vor augu skulu opnast fyrir þeim dýrðlegu fjársjóðum, sem hún inniheldur. Og hér til leiðir oss Guð sjálfur með sínum föðurlegu óminning- um, ef vér að eins viljum gefa gætur að hans bendingum. Hann leggur á oss kross og þjáningar, svo að vér skulum finna vora þörf fyrir hans orð, og í því leita hvíldar vorum sálum. Hann lætur oss reynast í ýmsum andar freistingum, svo vér ekki skulum byggja vora trú og von á sandi mannlegs vÍ8dóms, heldur á bjargi því, sem stendur stöðugt í stormin- um. Hann minnir oss iðulega á forgengileika vors jarðneska lífs, svo vér skulum halda oss því frekar til »hans, sem hefir ord eilífs lífs«. Hann særir vor hjörtu með ástvinamissi, svo vér skulum leita oss lækningar við huggun- arinnar og vonarinnar uppsprettu. Hver sem nú veitir eftirtekt þessum Drottins áminningum, svo að hans sálar þörf leiðir hann til Guðs orðs, hann lærir að yfir- vega heilaga Ritningu á annan hátt en fyr. Hann finnur í henni það, sem hann aldrei áður fann. Mörg grein, sem áður var hon- um myrk og óljós, verður hon- um skiljanleg. Það, sem honum áður fanst lítið umvarðandi, verður honum mikilvægt, og það, sem honum fyr sýndist kjarnalaust, verður honum nú þýðingarfult. — Pví nema oss hungri og þyrsti, leið- ist oss jafnvel sú hollasta fæða. Og það er einungis sálarþörf sú, er vér sjálfir finnum til, sem skal krydda þá andar fæðu, hverja Biblían fram býður. Svo satt er það, sem Jesús segir (Jóh. 6, 44); »Enginn fær til mín koraið, nema minn faðir dragi hann«. Og hann dregur, áminnir og aðvarar alla; en, því miður, að svo margir heyra ekki hans köllun. Sælir erum vér, ef vér veit-

x

Árroði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árroði
https://timarit.is/publication/757

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.