Árroði - 01.04.1935, Blaðsíða 9

Árroði - 01.04.1935, Blaðsíða 9
ÁRROÐI 9 vilja aðhafast slíkt, og varð hann nú að yfirgefa konu sína og heim- ili, til að forða lífi. sínu. En Guð var með honum og verndaði líf hans fyrir ofríki Sáls og fyrir öllum prautum, er hann varð að þola. Og pegar svona var komið, gat hann ekki lengur verið brjóst- skjöldur tengdaföður síns móti óvinum pjóðar þeirra. Og af því Sál var farinn að hafa ilt í hyggju gagnvart Davíð, fór hinn góði Guðs andi frá houum og hann fór að verða punglyndur og kvíðafullur um framtíð sína, og óhæfur til að stjórna ríkinu, eins og með þurfti, og þá fór nú líka að fara margt miður en skyldi meðal þjóðarinnar. Og nú bar stríð að höndum, og það olli honum og þjóðinni kvíða, og af því hinn góði Guðs andi var vikinn f-á honum og hann gat þess vegna ekki snúið sér til hans að leita ráða og fulltingis. En nú vildi hann vita fyrir- fram hvernig bardaganum mundi reiða af. Sneri hann sér þá til galdrakonu og beiddi hana að leita frétta af framliðnurn. En alt slíkt var harðlega bannað í lögmáli Drottins. Að áeggjan Sáls náði konan sambandi við hinn mikla fyrirrennara hans, dómarann Samúel, sem smurði hann til konungs, og varð hon- um það ekki til hugarléttis. Hann var harðlega átalinn fyrir tiltæki sitt af anda Samú- els, sem líklegt er að hafl frem- ur verið illur andi en hinn göf- ugi andi þess framliðna, þótt hann birtist í líkingu hans. Og í annan máta sagði liann fyrir ósigur lians í bardaganum og fall sjálfs hans og sona hans og margra góðra liðsmanna. — Og þetta alt kom fram. — Og Da- víð var tekinn til konungs eftir hann að ráði hins alvísa Guðs. Og Davíð er víst hinn merkasti konungur, inaður eftir Guðs hjarta, sálmaskáldið mikla. sem eftirlét kírkju eða helgidómi Guðs heilaga söngva, sem skráð- ir eru í hinni helgu bók vorri, heilagri ritningu. Eftir hann kom sonur hans, viðurkendur að vera hinn vitr- asti konungur sinnar tíðar. Og vér eiguin í hinni helgu bók skráð Spakmæli Salómons, sonar Davíðs. Salómon bygði fyrstur hið helga musteri, sem við hélst að mestu fram yfir daga frelsara vors. Ýmsir af sálmum Davíðs kon- ungs hafa verið færðir í búning okkar sálmakveðskapar, svo sem sálmurinn: Sæll er sá maður, er ekki gengur í ráð hinna óguð-

x

Árroði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árroði
https://timarit.is/publication/757

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.