Árroði - 01.04.1935, Blaðsíða 39

Árroði - 01.04.1935, Blaðsíða 39
ÁRROÐI 39 ins fyrsti morgunroði, sem skyldi boða og undirbúa dagsins komu. Vér megum því ekki lítilsvirða það orð, sem Guð talaði til feðr- anna fyrir spámennina, pó hann tali ljóslegar og kröftuglegar til vor fyrir soninn. Nei, í Gamla Testamentinu eru fyrirheitin um Krist, og í því Nýja uppfylling þessara fyrir- heita. Og hvernig mundum vér geta skilið Jesú og hans postula kenningar, nema oss einnig væri kunnugar Móse- og spámann- anna bækur? Og hvílíka gnægð inniheldur ekki G.-T. af lærdómsríkum dæmum, upplífgandi lofsöngvum og vísdómsfullum lífsreglum! En ekki uaegum vér hneyksl- ast á pví, pó vér finnum par ekki svo ljósa von eilífðarinnar, svo eðallegar huginyndir um Guð, allra manna föður, svo hreinan og háleitan kærleiks- lærdóm, sem í N.-Testam. Pað væri eins og að hreyksl- ast á pví, að sólin ekki skín eins skært um morgunbirtinguna eins og um hádaginn. Vér hljótum pví að bera sam- an innihald G.-Testam. við JeBÚ og hans postula fullkomnari lær- dóm, sem eiginlega skal vera lífsregla fyrir oss kristna menn. Ef vér gerum petta, pá mun einnig lestur Gamla-Testamentis- ins verða oss til mikillar og sannrar uppbyggingar (2. Tim. 3, 15). 3. Slít aldrei neina grein í Biblíunni frá hennar rétta sam- hengi. Gæt heldur nákvæmlega að tilefni og tilgangi sérhverrar greinar eður ræðu. Pegar t. d. postulinn Páll segir (Róm. 3, 281: »Vér rétt- lætumst af trúnni án lögmálsins verka«, pá er hann að mótmæla þeim hofmóð, sem ekki finnur hjá sér neina pörf fyrir Jesú evangelíum. En pegar Jakob segir (Jak. 2, 24): »Vér réttlætumst ekki af trúnni einungis, heldur af verkunum«, pá er hann að mót- mæla peirri hræsni, sem kallar eintóma útvortis játningu Krist- indómsins trú á Jesúm. — Peir brúka pá petta orð, trú, í sinni merkingunni hvor, og mótsegja pví ekki hvor öðrum. 4. Samanber pá óljósari staði Biblíunnar við aðra, sem tala uin sama efni, til hverra vísað er í henni sjálfri, pá finnur pú oft pá upplýsingu, sem pú leit- ar að. Ef nokkur t. d. skelfist, eins og Jesú lærisveinar, við pessi orð hans hjá Matt. 19, 24: »Hægra er úlfaldanum að ganga í gegnum nálaraugað, en ríkum manni inn í Guðs ríkic.

x

Árroði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árroði
https://timarit.is/publication/757

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.