Árroði - 01.04.1935, Blaðsíða 28

Árroði - 01.04.1935, Blaðsíða 28
28 ÁRROÐI akiljum ekkert. Hver sem því les Guðs orð án bænar til Guðs, hann fyllir, þegar bezt tekst til, minnið, en hjartað er tómt. Pví hvaðan skal sú sanna blessun koma, nema frá Guði? Og hvern- ig fáum vér hana öðlast, nema vér biðjum um hana? Ef þú þess vegna vilt leita þér and- legrar uppbyggingar í heilagri Ritningu, þá verður þinn Biblíu- lestur að vera rétt samtal við Guð. Hann talar við þig í sínu orði, og þú átt að tala við hann í heilagri andakt, með því að gera það sem þú les að hjartan- legri bæn, fyrirbæn og þakkar- gerð. Bá raunt þú reyna, að á þér uppfyllist Jesú fvrirheit: »Ef þér, sem vondir eruð, tímið að gefa börnum yðar góðar gáf- ur, hversu miklu fremur mun faðir- inn á himnum gefa þeim heilagan Anda, sem hann þar um biðja? (Lúk. 11, 13). 4. Ileimfærðu alltíð upp á sjálf- an þig það, sein þú les í Biblí- unni. Guðs orð er sá spefrill, í hverjum vér eigurn að skoða sjálfa oss. Það er oss ekki gefið til þess að dæma aðra eftir því, heldur vort eigið hjarta og líferni. Hver einn stendur og fellur sín- um eigin herra (Róm. 14,4). Og í Biblíunni talar þinn herra til þín ó, manneskja! Þú ert mað- urinn, sagði Nathan við Davíð (2. Sam. 12. 7). Og af því að Davíð þekti sína eigin mynd í þeim spegli, sem fyrir hann var settur, þá sneri hann sér til Guðs og hans sáia frelsaðist. 5. Notaðu Biblíuna til þess, sem hún er þér af Guði gefin. Ekki hefir hann gefið oss sitt orð til þess, að vér hefðum nokk- uð að grufla út í, eða stæra oss af, eða halda kappræður um, eða að nota til dægrastyttingar. Nei, hver sem les Biblíuna ein- ungis til þess að grufla út í það undrunarfulla, sem hún inniheld- ur, eða til að skeinta sér við það frábrugöna, svo sem í frá- sögunni um Samson og Jephta, eða til að vilja í einhverri bók Biblíunnar — svo sem Jóhann- esar opinberunnm — hnýsast inn í hið ókomna, þvert á móti postulans Péturs aðvörun (2. Pét. 1, 10), sem kennir oss að spá- dómarnir verði ekki útlagðir fyr en þeir uppfyllast, — eða til að sýna vísdóm sinn í samkvæm- um, eða til að geta vakið orða deilur móti sínum náunga, smán- að hann og fordæmt sein villu- mann, — sá ónýtir ekki einung- ir tímann, heldur og misbrúkar þá beztu gáfu Guðs. Hann út- dregur ólyfjan af því, sem oss er gefið til lækningar vorum sál- um. »Til lærdóms, til sannfær- ingar gegn mótmælum, til leið-

x

Árroði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árroði
https://timarit.is/publication/757

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.