Morgunblaðið - 18.02.2009, Page 4
Eftir Silju Björk Huldudóttur
silja@mbl.is
„VIÐ eigum að vinna að því að hér
verði fjölþjóðleg svæðismiðstöð eftir-
lits á hafinu undir forystu Landhelg-
isgæslu Íslands.
Fjármunum til
öryggismála verði
varið til þess frek-
ar en til að reka
Varnarmálastofn-
un enda geta
borgaralegar
stofnanir tekið við
verkefnum henn-
ar,“ sagði Björn
Bjarnason, fyrrv.
dómsmálaráðherra, á málþingi sem
Samtök um vestræna samvinnu og
Varðberg stóðu fyrir um auðlindir og
hagsmunagæslu á norðurslóðum.
Björn sagði Varnarmálastofnun Ís-
lands vera tímaskekkju. „Með Varn-
armálastofnun er verið að leggja rækt
við leifar liðins tíma,“ sagði Björn. Að
hans mati er það í senn sjálfstæðis- og
öryggismál að standa vörð um Land-
helgisgæslu Íslands og störf hennar,
þótt á móti blási í opinberum fjármál-
um. Sagði hann að forgangsraða ætti í
hennar þágu, þegar hugað væri að
varnar- og öryggishagsmunum Ís-
lands. Benti hann á að með nýrri flug-
vél og varðskipi til handa Gæslunni
yrði hún færari en áður til að taka
þátt í samstarfi af því tagi sem óhjá-
kvæmilegt væri við nágrannaþjóðir
Íslands á norðurslóðum og boðað
væri í skýrslu Thorvalds Stolten-
bergs, fyrrv. utanríkisráðherra Nor-
egs, sem fjallar um aukið samstarf
Norðurlanda í öryggis- og utanrík-
ismálum.
Erum í fremstu röð
„Skýrsla Stoltenbergs fellur vel að
stefnu okkar sem höfum lagt höfuð-
áherslu á nauðsyn þess að treysta
borgaralegt öryggi í norðurhöfum.
Hún gerir Íslendingum kleift að verða
virkir þátttakendur í nýju norrænu
samstarfi,“ sagði Björn og benti á að
Íslendingar væru í fremstu röð á
þessu sviði, hefðu bæði tæki og mann-
afla, og að Íslendingar gætu sinnt öll-
um verkefnum, sem væru borg-
aralegs eðlis.
„Stoltenberg-tillögurnar eru um
séum þátttakendur í umræðunni
enda eru hagsmunir okkar ríkir. Við
eigum að leyfa okkur að spyrja
spurninga, bæði nýrra en líka á að
vera leyfilegt að spyrja gamalla
spurninga sem áður þóttu ekki tækar
eða voru hálfgert tabú á tímum kalda
stríðsins. Sú öld sem rétt er hafin
kallar á nýja sýn og við þurfum að
setja punkt aftan við kalda stríðið.
Við eigum ekki að burðast með það
lík í lestinni inn í 21. öldina.
Norræn samvinna, sem mörgum
hefur þótt á undanhaldi á umliðnum
árum, getur vel gengið í endurnýjun
lífdaga og þau gildi sem kennd eru
við velferðarsamfélagið eiga brýnt
erindi við þá kynslóð sem nú er að
vaxa úr grasi. Kynslóð sem tekur við
samfélagi sem að mörgu leyti er brot-
ið og með hrunið efnahagskerfi í
fanginu. Markmiðið á að vera að
draga úr hernaðarumsvifum hvers
konar og leggja þess í stað aukna
rækt við uppbyggingu innviða, frið-
samlega sambúð þjóða og öryggi og
velferð íbúanna,“ sagði Árni.
Morgunblaðið/Golli
Ný sýn Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanefndar, sagði öldina sem rétt er hafin kalla á nýja sýn.
Virkir í nýju samstarfi
Í senn sjálfstæðismál og öryggismál að standa vörð um Landhelgisgæsluna
Draga á úr hernaðarumsvifum og leggja fremur rækt við uppbyggingu innviða
4 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 2009
„HVAÐ varðar umhverfisvernd stöndum við frammi fyrir nýrri og breyttri
mynd. Vitað er að við komum aldrei í veg fyrir óhöpp. Við þurfum hins
vegar að finna leiðir til að draga úr líkum á þeim og undirbúa og æfa við-
brögð við slíkum tilvikum,“ sagði Kristján Geirsson, deildarstjóri á sviði
umhverfisgæða hjá Umhverfisstofnun. Í erindi sínu ræddi hann samhæfð
viðbrögð við bráðamengun sjávar með hliðsjón af fyrirsjáanlegri aukinni
skipaumferð á Norður-Atlantshafi. Sagði hann í bígerð, með styrk frá
Norðurlandaráði, að útbúa samhæft siglingarvákort af öllu N-Atlantshaf-
inu eftir fyrirmynd þess vákorts sem Umhverfisstofnun hefur látið útbúa
fyrir suðvesturströnd Íslands. „Viðbúnaður og viðbrögð við stórum meng-
unaróhöppum er eitthvað sem eitt ríki gerir ekki einsamalt. Það er til sam-
starf og við erum aðilar að því en við þurfum að sinna því aðeins betur og
bæta búnað okkar til að vera gildandi í því samstarfi.“
Ný og breytt mynd
ALLS höfðu 5,8%
þeirra sem tóku
þátt í könnun
MMR, sem unnin
var dagana 11.
og 12. febrúar,
misst atvinnuna
vegna krepp-
unnar og 12,5%
svarenda sögðu
starfshlutfall sitt skert.
Þá óttuðust 13,9% aðspurðra að
missa vinnuna og 25,3% sögðu
kreppuna hafa kostað einn eða fleiri
fjölskyldumeðlimi vinnuna.
Sé litið til kyns, aldurs og búsetu
sést að áhrif kreppunnar hafa verið
meiri á atvinnu karla, þá sem yngri
eru og þá sem búsettir eru á höf-
uðborgarsvæðinu. Þannig hafði
7,1% karla misst atvinnuna vegna
kreppunnar á móti 4,4% kvenna og
16,7% karla sögðu starfshlutfall sitt
skert samanborið við 8,2% kvenna.
Hlutfall þeirra sem óttast að missa
vinnuna er 15,4% á höfuðborgar-
svæðinu samanborið við 11,5% úti á
landi. Í yngsta aldurshópnum (18-29
ára) segjast 8,6% hafa misst vinnuna
samanborið við 6,1% fólks á aldr-
inum 30-49 ára og 2,3% einstaklinga
á aldrinum 50-67 ára. annaei@mbl.is
Áhrif krepp-
unnar mest á
unga fólkið
LAUN hækkuðu
um 30% á al-
mennum vinnu-
markaði á ára-
bilinu 2005-2008,
að því er fram
kemur í Launa-
greiningu ParX
Viðskiptaráð-
gjafar IBM. Hækkuðu laun mest
hjá fjármála- og tryggingafélögum
á tímabilinu, eða um 39%. Þá
hækkuðu laun í framleiðslu og iðn-
aði um 29% og 20% í verslun og
þjónustu.
Frá semptember 2007 til septem-
ber 2008 hækkuðu laun um tæp
11% og var hækkunin mest í sölu-,
afgreiðslu- og þjónustustörfum og í
iðnaðar- og tæknistörfum, eða 15%.
Jón Emil Sigurgeirsson, umsjón-
armaður Launagreiningar ParX,
telur líklegt að fram komi tölur um
launalækkun á næstunni og færa
megi rök fyrir því að ný viðmið við
launaákvarðanir á almennum
vinnumarkaði hafi nú skapast.
annaei@mbl.is
30% launa-
hækkun árin
2005-2008
Eftir Magnús Halldórsson
magnush@mbl.is
„ÉG hef heyrt í aðilum sem þessu
tengjast og þá fyrst og fremst til
þess að setja mig inn í nákvæmn-
isatriði. Málið er fyrst og fremst á
borði Seðlabanka Íslands og það
verður leyst á þeim vettvangi,“ segir
Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra
um jöklabréfaeign erlendra fjárfesta
í íslenskum krónum hér á landi.
Samtals eru á gjalddaga jöklabréf
upp á meira en 200 milljarða króna á
þessu ári. Auk þess eru innstæður í
bönkum í eigu erlendra fjárfesta um-
talsverðar en samkvæmt heimildum
Morgunblaðsins nema heildareignir
400 til 500 milljörðum króna.
Gylfi segir líklegt að þetta fé færi
út úr hagkerfinu á skömmum tíma ef
ekki væri fyrir gjaldeyrishöft, sem
myndi þýða mikið gengisfall krón-
unnar.
Féð gæti farið snögglega
„Ef ekki væri fyrir gjaldeyr-
ishöftin þá gæti þetta fé farið úr
landi snögglega með miklum
skammtímaáhrifum, þótt ekkert sé
öruggt í þeim efnum. Ég tel að það
þurfi að leita leiða til þess að binda
þetta fé í landinu. Ef það er gert rétt
þá ætti það að verða íslensku hag-
kerfi, ekki síður en erlendum eig-
endum bréfa og innstæðna hér á
landi, til heilla.“
Samkvæmt heimildum Morg-
unblaðsins hafa nokkrar hugmyndir
um hvernig hægt yrði að leysa úr
stöðunni verið ræddar að und-
anförnu innan stjórnkerfisins, á vett-
vangi ríkisstjórnarinnar og í Seðla-
bankanum. Meðal annars hefur verið
rætt um að bjóða þeim sem eiga
hagsmuna að gæta hér á landi að
þeir yfirtaki eignir banka eða ís-
lenskra lífeyrissjóða fyrir þá upphæð
sem þeir eiga í íslensku hagkerfi.
Gylfi segir engar beinar viðræður,
þar sem „tilboðum er kastað á milli“,
hafa farið fram svo hann viti til.
Frá því Glitnir, Kaupþing og
Landsbankinn voru yfirteknir af
skilanefndum Fjármálaeftirlitsins í
október hefur gengi krónunnar
gagnvart öðrum gjaldmiðlum fallið
mikið. Krónan veiktist töluvert allt
síðasta ár en hrundi síðan eftir að
bankarnir féllu. Frá þeim tíma hafa
aðgerðir íslenskra stjórnvalda og Al-
þjóðagjaldeyrissjóðsins fyrst og
fremst miðast við að styrkja gengi
krónunnar. Gjaldeyrishöft voru sett
á til að flýta þeirri þróun og koma í
veg fyrir að gengi krónunnar félli
enn meira. Fyrirtæki og heimili í
landinu eiga mikið undir í þeim efn-
um en skuldir í erlendri mynt hér á
landi nema mörg hundruð millj-
örðum króna. Gengisvísitala krón-
unnar stendur nú í 190 en hún var
216 í byrjun árs.
Brýnt að leysa úr málum til
að minnka þrýsting á krónuna
Hugmyndir komið fram um að binda fé í landinu til að hindra frekara gengisfall
MAÐURINN sem lést í vinnuslysi
í Hafnarfirði fimmtudaginn 12.
febrúar sl. hét Sigurður Þórir
Hansson, til heimilis að Miðmunda-
holti 1 í Ásahreppi í Rangárþingi.
Sigurður heitinn var fæddur 18.
maí 1949. Hann lætur eftir sig eig-
inkonu, tvö uppkomin börn og fjög-
ur barnabörn.
Lést í
vinnuslysi í
Hafnarfirði
Björn Bjarnason
margt merkilegar og sögulegar.
Segja má að þær séu að hluta til
sömu ættar og utanríkis- og varnar-
málastefna vinstrimanna á Norð-
urlöndum allt kalda stríðið og verða
að því leyti eins konar uppreisn æru
fyrir þá stefnu,“ sagði Árni Þór Sig-
urðsson, formaður utanríkismála-
nefndar. Sagði hann næstu skref
framundan eiga að vera að meta
raunhæfni einstakra tillagna út frá
íslenskum hagsmunum og hefja við-
ræður um útfærslur, að meta kostn-
að við einstaka liði og setja þá í þjóð-
hagslegt samhengi, að stilla saman
norræna strengi og hlusta eftir sjón-
armiðum annarra ríkja og hvort al-
mennt sé vilji til að þróa framkomnar
tillögur áfram að hluta eða öllu leyti.
„Það er brýnt að við Íslendingar