Morgunblaðið - 18.02.2009, Síða 19

Morgunblaðið - 18.02.2009, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 2009 Í fermingarblaði Morgunblaðsins er fjallað um allt sem tengist fermingunni og fermingarundirbún- ingnum ásamt því hvernig þessum tímamótum í lífi fjölskyldunnar er fagnað. Blaðið í ár verður sérlega glæsilegt og efnismikið. Fermingarblaðið verður borið út á hvert einasta heimili á höfuðborgarsvæðinu ásamt nágranna- byggðum. Meðal efnis: • Veitingar í veisluna – heimatilbúnar eða keyptar • Mismunandi fermingar • Skreytingar í veisluna • Veisluföng og tertur • Fermingartíska, stelpur og strákar • Fermingarförðun og hárgreiðsla • Fermingarmyndatakan • Fermingargjafir – hvað er vinsælast? • Hvað breytist við þessi tímamót í lífi barnanna? • Hvað merkir fermingin? • Viðtöl við fermingarbörn • Fermingarskeytin • Ásamt fullt af spennandi fróðleiksmolum Auglýsendur! Allar nánari upplýsingar veitir Katrín Theódórsdóttir í síma 569 1105 eða kata@mbl.is Tekið er við auglýsingapöntunum til kl. 16.00, mánudaginn 2. mars. fermingar – tollir í tískunni Fáðu þér áskrift að Morgunblaðinu á mbl.is/askrift kemur út föstudaginn 6. mars Efnismikið sérblað Morgunblaðsins um Rúnar Kristjánsson á Skaga-strönd rýndi í spjöld sög- unnar: Margir á 18. öld voru menn með afburða vit og getu. Þá börðust Prússar við pilsin þrenn, Pompadour, Maju og Betu! Þá fetuðu menn í frelsisátt og fjarlægðust konungshylli. Þá Voltaire og Rousseau risu hátt og rituðu margt af snilli. Þá gerðist margt sem varð grunnur að því gengi sem birtist síðar. Þó fáir vilji nú virða það á villuför seinni tíðar. En frelsisræturnar finnast þar í fortíðar hljóðu safni. Og benda okkur enn á sigursvar í sannleikans góða nafni. Jóna Guðmundsdóttir orti á limrublogginu eftir yfirlýsingu Jóns Baldvins Hannibalssonar um helgina: Hljóður og skelfdur varð skarinn er skundaði Jón Baldvin þar inn. Telja þó gestir trúlega flestir hans tími sé kominn – og farinn. VÍSNAHORN pebl@mbl.is Af frelsi og fortíðinni Eftir Svanhildi Eiríksdóttur Garður | „Ég var bara að leika mér á netinu og rakst á samskipti rækt- enda á dýraspjallinu. Þannig kvikn- aði áhuginn,“ sagði Auður Franz- dóttir, 11 ára hamstraræktandi í Garði, um upphaf áhugans. Hún hef- ur nú ræktað Syrian-hamstra í kringum eitt ár. Auður býr á miklu dýraheimili. Heimilishundurinn Fífa af ungversku Vizslu-kyni er þar í heiðurssæti en nýlega bættist við kötturinn Ketill sem Auður tók að sér, en hann hafði þá verið heim- ilislaus um nokkurt skeið. Eftir páfa- gaukarækt sem Auður hóf ung að ár- um er einn páfagaukur eftir en í herbergi heimasætunnar eru sex hamstrar. Þegar blaðamaður fór í heimsókn til Auðar var von á hömstrum úr nýju goti. Markmiðið með þessu goti er alveg skýrt, Auður vill fá fleiri blonde hamstra. „Blonde-liturinn er sjaldgæfur og fá- ir til á Íslandi. Núna blandaði ég saman Black banded-mömmu og blonde pabba og vonast til að fá fleiri blonde.“ Auður sagði að allt frá einum upp í 12 unga gætu komið úr hverju goti, en talan 7 væri algengust. Það var auðheyrt á Auði að pabbinn, Santo, væri í miklu uppáhaldi hjá henni. „Hann er svo athugull og forvitinn og líka svo rólegur.“ Ákveðnar reglur gilda við rækt- unina sem ræktendur verða að fara eftir, eins og aldur mömmunnar og fyrri got og þess vegna þarf regluleg endurnýjun að eiga sér stað. Auk þess er líftími hamstranna ekki lang- ur, 1- 4 ár. Nú hefur Auður hug á því að flytja inn hamstra til að fá nýja liti í flóruna. Góð þjálfun í við- skiptum og samskiptum Tegundin sem Auður ræktar heit- ir Syrian-hamstrar og þeir koma upphaflega frá Sýrlandi. Þeir flokkast í tvær tegundir, loðhamstra og gull- hamstra, sem eru snögghærðir. Auður segist blanda þeim saman í ræktuninni og fá þá ýmist loðhamstra eða gullhamstra. Auður tekur ekki undir að þetta sé mikil vinna, enda væri hún ekki að þessu nema sér fyndist þetta skemmti- legt. Hún hefur lengi verið mik- ill dýravinur og þó að stund- um fylgi svona mörgum hömstrum lykt sér móðir Auð- ar, Hildur Vilhelmsdóttir, margt jákvætt við þennan áhuga Auðar. „Hún þjálfast bæði í viðskiptum og mannlegum samskiptum,“ en ræktendahópurinn, sem í eru á bilinu 6 til 10 manns, heldur sam- bandi bæði á netinu og með því að hittast reglulega á svokölluðum „nagdýrahittingi“. Stundum eru þau að selja hvert öðru ákveðið litaafbrigði en við- skiptin ganga líka út á að finna kaup- endur sem vilja eignast hamstra. „Ég þarf að eiga mörg búr og mat, ílát og leikföng handa öllum,“ sagði Auður og nefndi jafnframt að hamstrar væri í eðli sínu einfarar og vildu því helst vera einir í búri. „Sumir geta þó verið saman, eins og þessir tveir,“ sagði Auður og benti á Tristan og Dodda. -Hvað getur gerst ef maður hefur tvo saman? „Þeir geta meitt hvor annan með því að bíta og slást.“ Auður sagði líka mjög mikilvægt að fylgjast vel með mömmunum eftir got því ekki síður þar getur orðið óhapp. „Það mega ekki vera nein læti í húsinu eftir got. Mamman getur stressast og það kemur fyrir að hún éti ungana sína. Ég lenti í því einu sinni og mamman var búin að drepa fimm unga. “ Auður sýnir blaðamanni Skýja- Krókus, Black banded-hamstur sem slapp úr þessum hremmingum, en Auður bjargaði honum undan móður sinni og mataði sjálf. Hann er mun minni en hamstrar almennt. Auður tekur því ekki vel í þá umleitan blaðamanns að fá að koma í heim- sókn eftir gotið sem von var á innan fárra daga frá viðtali og taka myndir af nýjum Skýja-hömstrum. Skýja er ræktunarnafn Auðar. Auður er dug- leg að kynna hamstararæktunina en í haust tók hún þátt í sýningu sem haldin var í Garðinum auk þess sem hún heldur úti vefsíðunni www.skyja.bloggar.is. Hamstrarækt með ákveðin markmið Ræktun ekki mikil vinna fyrir mikinn dýravin Dýraáhugi frá unga aldri Auður Franzdóttir fékk áhuga á ræktun hamstra eftir að detta inn á dýraspjall á netinu. Hér er hún með uppáhaldið sitt Santo. Bjargað Auður bjargaði Skýja Krókus úr gini móður sinnar. Hann er mun minni en aðrir hamstrar úr ræktun Auðar. Pása Tristan fær sér gott í gogginn eftir spretthlaup í hjólinu. Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir ÚTLITIÐ er ekki fullkomnað fyrr en rétti fylgihluturinn, oft hand- taska, er fundinn. Á tískuvikunni í New York var Carlos Miele meðal þeirra sem sýndu og voru hand- töskur hans áberandi. Reuters Fínir fylgihlutir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.