Morgunblaðið - 18.02.2009, Síða 24
24 Umræðan
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 2009
Morgunblaðinu hefur borist mikill fjöldi greina og pistla frá lesendum um ástandið í efnahagsmálum landsins.
Margir höfundar lýsa áhyggjum sínum af þróun mála og margir gera tillögur um leiðir út úr efnahagsvanda þjóð-
arinnar. Morgunblaðið leggur áherslu á að gera þessum umræðum góð skil í blaðinu á næstunni.
Skoðanir fólksins
Ef hins vegar fólk
hyggst eiga núverandi
húsnæði áfram og sér
fram á að ráða við af-
borganirnar þrátt fyrir mikla hækk-
un þeirra, er trúlega hagstæðara
að halda í erlenda lánið og halda
áfram að greiða niður höfuðstól-
inn, þótt ótrúlegt kunni að virðast
nú um stundir.
’
FJÖLMIÐLAEIGN á Íslandi er að miklu
leyti í höndum þeirra sem taldir eru eiga að-
ild að þeim stórfelldu misgjörðum og ólög-
mæta atferli er leiddi til efnahagshrunsins. Ef
kosningar eiga að hafa einhverja þýðingu
verður að tryggja að almenningur fái tím-
anlega vitneskju um:
Hvað vissi Fjármálaeftirlitið og aðrir
eftirlitsaðilar, og hvenær?
Gjafir (í hvaða mynd sem er).
Fjölskyldutengsl milli embættis- og
stjórnmálamanna, bankanna og hlut-
aðeigandi fyrirtækja.
Öll grunsamleg lán, úttektir, og milli-
færslur í bönkunum síðustu vikurnar
fyrir hrunið.
Hvers vegna Landsbankinn lét ekki
breyta IceSave reikningunum í Eng-
landi í breskt dótturfyrirtæki, eins og
breska ríkisstjórnin hafi farið fram á.
Hvort eignir bankans voru seldar á
sanngjörnu verði, og ef ekki, hver ákvað
að salan gengi fyrir sig.
Hvorki ríkisstjórnin né bankarnir hafa tek-
ið markverð skref til að rannsaka ofangreind
atriði, eða ef það hefur verið gert hefur tekist
að halda upplýsingunum vel földum frá al-
menningi.
Dómsmálaráðherra skipaði fyrr í mán-
uðinum sýslumanninn á Akranesi sérstakan
saksóknara til að rannsaka mál sem án efa er
flókið alþjóðlegt fjármálasamsæri (hér er ekki
verið að halla á sýslumanninn, en ætla má að
í málið þurfi her sérfræðinga, innlendra og
bankanna?… FME er vanhæft í því verk-
efni.“
Nema einhvern hugrökk sál – okkar eigin
„Deep Throat“ – gefi sig fram, verða íslenskir
kjósendur að gera ráð fyrir að allir kjörnir
fulltrúar beggja stjórnarflokkanna hafi beint
eða óbeint tekið þátt í þeim atburðum sem
leiddu til hrunsins. Fulltrúar stjórnarandstöð-
unnar ættu að þurfa að útskýra hvers vegna
þeir sjálfir rannsökuðu ekki bankakerfið
þrátt fyrir margítrekaðar viðvaranir inn-
lendra og erlendra sérfræðinga undanfarin
ár.
Enginn sagði að lýðræði væri auðvelt, en
við sennilega ímynduðum okkur aldrei að það
gæti verið svona erfitt. Okkar eina von nú eru
friðsæl umskipti frá spilltri auðvaldsstjórn til
þess ábyrga, frjálsa lýðræðis sem við höfðum
talið okkur trú um að við byggjum við. Þó lík-
urnar virðist ekki hagstæðar, veita friðsamleg
mótmæli síðustu vikna von um að Íslendingar
muni taka landið aftur frá þessari smáklíku
mikilmennskubrjálæðinga og að samfélags-
og réttlætiskennd þjóðarinnar muni að lokum
vinna bug á græðginni sem svo lengi hefur
einkennt stjórnmál þessa lands.
* Dr. Juris J.Henry Lee, Sr. Legal Editor, WestPu-
blishing.
taka ábyrgð á? Mun hann skýra frá allri vitn-
eskju sem hann býr yfir eða var afsögn hans
bara pólitískt bragð til að búa í haginn fyrir
komandi kosningar?
Það er jákvætt að stjórnin skuli vera fallin,
en miklu meira þarf til. Það er til háborinnar
skammar að ekki skuli vera búið að hreinsa
út úr SÍ, FME og bönkunum. Núverandi eft-
irlitsaðilar eru sama fólkið og það sem lagði
blessun sína yfir loftkastalagerðina og Davíð
og fjárhættufíklarnir sem lögðu efnahag og
orðstír þjóðarinnar í rúst með glórulausa
græðgi að leiðarljósi sitja sem fastast.
Í alvöru lýðræðisríki væru þessir visku-
brunnar bankanna skjálfandi á beinunum fyr-
ir framan ríkissaksóknara, sem sennilega
gæfi þeim loforð um langt frí við að skræla
kartöflur. Á Íslandi hafa þeir haldið þeir
vinnunni, vænum launagreiðslum og volgum
valdastólum með óheftum áhrifum og aðgangi
að sjóðum landsmanna. Það er vart hægt að
hugsa sér ákjósanlegra umhverfi fyrir áfram-
haldandi skuldasúpusull, með áherslu á svín-
feita sérrétti fyrir útvalda og eiturbras fyrir
íslenskan almenning.
Þessi stórhreingerning er algjört forgangs-
verkefni og hefði átt að fara fram strax eftir
hrunið eins og Egill Helgason, umsjón-
armaður Silfursins, segir á eyjan.is 24. jan.sl.
Hann bendir einnig á: „Mikilvægt er að hafa
betra eftirlit með störfum skilanefnda bank-
anna... sem starfa í umboði FME. Þannig er
rekstur gömlu bankanna á ábyrgð FME.
Hver hefur þá eftirlit með rekstri gömlu
erlendra). Framlög til
efnahagsbrotadeildar lög-
reglunnar voru skorin nið-
ur á síðustu fjárlögum. Lög
um bankaleynd í Lúx-
emborg eru álitin koma í
veg fyrir að skilanefndir
bankanna fái aðgang að
upplýsingum sem varpað
gætu ljósi á ólögmæta pen-
ingaflutninga, jafnvel þó bankarnir hafi verið
teknir yfir af ríkinu, sem nú á og rekur þá!
Þetta er auðvitað fyrirsláttur; þegar rík-
isstjórnin tók við bankanum, tók hún við hlut-
verki bankastjórnenda, og hefur rétt, sem
eigandi og rekstraraðili bankans til að rann-
saka alla reikninga viðskiptavina hans og til
að rannsaka hvers konar athæfi, sem grunur
leikur á að gæti verið ólögmætt, tengt fyrr-
verandi eða núverandi starfsfólki bankans.*
Sérhver flokkur sem býður sig fram til
kosninga verður einnig að greina frá í smáat-
riðum til hvaða aðgerða hann hyggst grípa til
að létta undir með þjóðinni, hvernig afbrot
þau sem leiddu til hrunsins verði rannsökuð
og sótt til saka fyrir þau og hvaða skref verði
tekin til að tryggja sjálfstæði stjórnmála-
manna og eftirlitsaðila í framtíðinni.
Ummæli Björgvins G. Sigurðssonar fv.
fjármálaráðherra í kjölfar uppsagnar hans
um að „mun fleiri beri ábyrgð“ á íslenska
efnahagshruninu kalla á frekari útskýringar.
Hyggst Björgvin skýra frá hverjir þessir að-
ilar eru og hverju nákvæmlega er Björgvin að
Stórhreingerning fyrir kosningar
Íris Erlingsdóttir, fjölmiðlafræðingur,
fv. ritstjóri Gestgjafans og fréttamaður
á Stöð 2 og er dálkahöfundur fyrir
vefmiðilinn Huffington Post, þar sem
þessi grein birtist fyrst á ensku.
AÐ UNDANFÖRNU hafa borist
fréttir af fyrirætlunum stjórnvalda
um að létta undir með þeim sem
skulda síhækkandi húsnæðislán.
Sum einkennast þessi úrræði af
frestun á vandanum, að því er virð-
ist í von um betri tíð innan
skamms, og má þar nefna frystingu
erlendra lána sem frestar greiðslu-
vanda í fáeina mánuði.
Algengir vextir á erlendum lánum eru á bilinu
6-7% með álagi. Algengir vextir á lánum í íslenskum
krónum eru einnig um 6-7%, þó aðeins lægri hjá
Íbúðalánasjóði, en svo bætist verðtryggingin við.
Miðað við 18% verðbólgu eins og er í dag eru því
vextirnir í raun um 24-25%. Jafnvel þó að verðbólgan
fari lækkandi á þessu ári eins og spár gera ráð fyrir,
er augljóst að lán í íslenskum krónum munu bera
miklu hærri vexti en lán í erlendri mynt, nema verð-
bólga verði svo gott sem engin.
Hvað kostar að taka lán í íslenskum krónum?
Tökum dæmi af láni upp á 20 milljónir til 40 ára.
Ef verðbólgan yrði 2,5% eins og markmið Seðlabank-
ans hefur verið að undanförnu, yrði heildargreiðslan
rúmar 94 milljónir. Ef við gerum ráð fyrir hóflegri
verðbólgu á lánstímanum upp á 5% verður heildar-
greiðsla að lokum rúm 171 milljón. Miðað við 10%
verðbólgu á lánstímanum yrði heildargreiðslan um
650 milljónir. Og ef verðbólga myndi áfram verða á
þeim nótum sem hún er nú, þ.e. um 18%, yrði heild-
argreiðslan um 2,1 milljarður!
Þegar horft er á þessar háu tölur þarf þó að minna
á það að ef við erum hæfilega bjartsýn munu laun
vonandi fylgja verðbólgunni þannig að kaupmáttur
haldist og jafnvel gott betur til lengri tíma litið þó að
svo sé ekki þessa dagana.
Hvað kostar að taka lán í erlendri mynt?
Almennt býðst húsnæðiskaupendum ekki lengur að
taka lán í erlendri mynt, en ef við tökum dæmi af
láni upp á 20 milljónir í erlendri myntkörfu þar sem
vextir eru 6,5% og lán tekið til 40 ára, yrði heildar-
greiðsla um 45-50 milljónir. Það er allt og sumt. Það
er um helmingi lægra en greiðsla af íslensku láni þar
sem miðað er við mjög lága verðbólgu eða 2,5%. Til
að lán í íslenskum krónum verði álíka ódýrt þyrfti
verðbólga að vera engin. Hins vegar hefur gengisfall
krónunnar að undanförnu valdið því að höfuðstóll er-
lendra lána hefur hækkað gríðarlega í krónum talið
eða a.m.k. tvöfalt og afborganir að sama skapi. En
það er þó alltaf von um að höfuðstóllinn lækki aftur
ef krónan styrkist að nýju. Íslensku lánin lækka aft-
ur á móti ekki nema um verðhjöðnun verði að ræða,
sem alltaf yrði í miklu minni mæli. Einnig ber að
hafa í huga að verðbólga er alltaf hinu erlenda láni í
hag í samanburði við krónulán, þar sem erlenda lánið
er ekki verðtryggt.
Er hagstætt að breyta erlenda
láninu í íslenskt?
Komi til þess að lántakendum erlendra lána verði
boðið að breyta þeim í lán í íslenskum krónum miðað
við lægra gengi en nú er með yfirtöku Íbúðalánasjóðs
á þeim er að mörgu að huga. Ég geri ráð fyrir því að
breyting þessi ef af verður yrði ekki þvinguð heldur
gefist lántakendum kostur á að velja hvort þeir þiggi
hana.
Fyrir þann sem kominn er í mikil greiðsluvandræði
sem viðkomandi sér ekki út úr á næstu misserum er
eflaust besti kosturinn að þiggja slíka breytingu, þar
sem það lækkar bæði höfuðstól og greiðslubyrði til
skamms tíma litið. Í því sambandi má segja að það sé
dýrt að vera fátækur. Eins ef ætlunin er að reyna að
selja húseign á næstunni er skynsamlegt að breyta
yfir í íslenskt lán til þess að auka eigið fé í húseign-
inni fyrir söluna.
Ef hins vegar fólk hyggst eiga núverandi húsnæði
áfram og sér fram á að ráða við afborganirnar þrátt
fyrir mikla hækkun þeirra, er trúlega hagstæðara að
halda í erlenda lánið og halda áfram að greiða niður
höfuðstólinn, þótt ótrúlegt kunni að virðast nú um
stundir. Það mun að líkindum skila sér margfalt til
baka til langs tíma litið.
Gæta þarf jafnræðis
Alls ekki er einsýnt hvernig ætti að standa að
breytingu á erlendum lánum í íslensk. Á að miða við
lánsfjárhæð í íslenskum krónum þegar lán var tekið,
á að bæta við verðbótum til þess tíma þegar láninu
verður breytt, hvað um höfuðstólinn sem fólk hefur
greitt niður í mismiklum mæli m.a. eftir lánstíma,
þrátt fyrir að hann hafi hækkað í íslenskum krónum
talið? Af hverju eiga þeir sem tóku íslenskt lán ekki
líka að fá aðstoð og hvernig verður hún sambærileg?
Stjórnvöld ættu að huga að því að koma til móts
við skuldara íbúðalána hvort sem er í íslenskri eða
erlendri mynt vegna þess áfalls sem yfir þá hefur
dunið, með jafnræði í huga. Það verður sennilega
helst gert með almennum úrræðum eins og greiðslu
vaxtabóta úr ríkissjóði, frekar en með breytingum á
lánum þar sem erfitt verður að gæta jafnræðis milli
lántakenda eftir því hvort þeir tóku íslenskt lán eða
erlent. Vonandi tekst vel til.
Breyta erlenda láninu
í íslenskt? – helst ekki
Rúrik Vatnarsson, lögfræðingur.
ÞÁ ER búið að
mynda nýja rík-
isstjórn undir for-
ystu Jóhönnu Sig-
urðardóttur. Það
fer vel á því að
hún skuli vera þar
í forystu. Líklega
sú eina sem var
fær um það við
ríkjandi aðstæður. Í hugum fólks fer
saman nafn Jóhönnu Sigurðardóttur
og helstu baráttumál jafnaðarmanna
og velferðarsinna. Svo reynir á hvort
burðarbitarnir tveir haldi þegar á
reynir. Til þess að svo megi verða
þurfa þeir að færast nær hvor öðrum,
vinna saman, bera sömu byrði. Þá
sést hvers virði í raun þau eru helstu
baráttumál jafnaðarmanna og vel-
ferðarsinna. Þó ekki væri nema fyrir
hina herskáu heiðingja sem sem finn-
ast í hópi stuðningsmanna þessarar
nýju stjórnar er rétt að biðja Guð að
blessa hana. Og þá að öðru. Í þeim
glefsum úr málefnasamningi nýrrar
stjórnar sem höfundur þessara orða
hefur heyrt var minnst á stjórnlaga-
þing og lýðræði. Í umrótinu sem ein-
kennt hefur íslenskt samfélag síðan í
haust hefur lýðræðið verið mönnum
venju fremur hugleikið. Leiðin fram í
ljósið er vörðuð lýðræði og jöfnuði, –
annars verður sú leið ekki farin. Ef
við Íslendingar færum nú í alvöru að
ræða lýðræði langar mig að leggja í
púkkið. Það lýðræði sem við búum
við í dag lýtur margskonar íþyngj-
andi formreglum. Sem dæmi má
nefna það þegar vald hvers og eins er
framselt til fulltrúa, útfærsla þing-
ræðis og lög og reglur um kosningar,
kjörgengi og kosningarétt. Ef fært
er ögn í stílinn til að auka skýrleika
myndarinnar má segja að á Íslandi
ríki stjórnskipan þar sem lýðurinn
ræður eina sekúndu fjórða hvert ár.
Þó að fulltrúalýðræðið og þingræðið
hafi verið merkilegir áfangar í lýð-
ræðisþróun eru þau ekki lýðræðið
sjálft. Lýðræðið er, einsog nýlega
hefur verið bent á, nær því að vera
hugsunarháttur en fyrirkomulag og
löngu tímabært að endurskoða hinar
íþyngjandi formreglur. Leyfist mér í
lokin að nefna eitt sérstaklega. Á Ís-
landi hefur u.þ.b. fimmtungur þjóð-
arinnar ekki kosningarétt. Þessi kúg-
aði minnihlutahópur er svo nálægt
okkur að við sjáum hann ekki og svo
án málsvara að við heyrum ekki í
honum. Um sumt minnir þessi hópur
á stéttleysingjana indversku. Hér er
átt við íslensk börn og unglinga.
Merkilegasta plagg úr sögu seinni
tíma stjórnmála á Vesturlöndum er
sjálfstæðisyfirlýsing Bandaríkjanna
frá 1776. Þar er með eftirminnilegum
hætti dregið fram það sem máli
skiptir í baráttunni fyrir réttindum
fólks. Þar segir m.a. að allir menn séu
fæddir jafnir og þeir fái við það að
fæðast réttindi sem ekki er hægt að
taka frá þeim. Tímamótin í lífi fólks,
önnur af tvennum, verða þegar það
fæðist. Þá ætti það að fá kosninga-
rétt. Um leið og barn þekkir mann-
eskju og getur nefnt hana getur það
kosið. Það eru nokkurn veginn þær
vitsmunakröfur sem gerðar eru.
Fram að þeim tíma ættu þeir sem ala
önn fyrir barninu, – fæða það og
klæða, að fara með atkvæði þess í
kosningum. Það eykur líkurnar á því
að til verði Nýtt Ísland ef raddir
hinna ungu og óspilltu fá að heyrast
og á þeim verði tekið mark.
Um lýðræði á degi
Katrínar og Jóhönnu
Björn Vigfússon mennta-
skólakennari á Akureyri.
smáauglýsingar mbl.is