Morgunblaðið - 20.02.2009, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.02.2009, Blaðsíða 1
BLÁSIÐ Á GOÐSAGNIR UM FÖRÐUN KVENNA YFIR FERTUGU TÍSKA F Ö S T U D A G U R 2 0. F E B R Ú A R 2 0 0 9 STOFNAÐ 1913 49. tölublað 97. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er 95 ára mbl.is Auglýsendur eru öruggir um athygli einmitt í Morgunblaðinu og mbl.is *annan hvorn miðilinn eða báða, skv. fjölmiðlakönnun Capacent Gallup á tímabilinu nóv.‘08 til jan.’09, allir landsmenn 12 til 80 ára 92% þjóðarinnar les Morgunblaðið og mbl.is vikulega* Síbyljukynslóðin er ekki vanhæf BÍLAR| G-VAGNINN ENDURFÆÐIST HJÁ BENZ LEIÐINDAVEÐUR hefur verið í þessari viku til sjósóknar um allt land. Minni bátar hafa ekki getað farið á sjó vegna veðurs. Snemma í gærmorg- un voru aðeins um 116 bátar úti, samkvæmt upplýsingum vaktstöðvar sigl- inga, en þeim fjölgaði yfir daginn þegar veður skánaði. Þegar mest er um að vera á sumrin eru um eða yfir 800 bátar á sjó. Stærri bátar hafa þó róið til fiskjar og aflabrögð verið góð. Þannig hafa netabátar frá Snæfellsnesi fengið góða afla. Dragnótarbáturinn Guð- mundur Jensson SH frá Ólafsvík kom snemma inn í gær vegna veðurs og var aflinn heldur dræmur þar sem lítið var hægt að aðhafast vegna brælu. Morgunblaðið/Alfons Fáir á sjó vegna brælu  BEINAR pen- ingalegar eignir íslenskra aðila í þekktum skatta- skjólum tæplega fimmtíuföld- uðust frá árinu 2002 til loka ársins 2007. Í árslok 2002 námu samanlagðar beinar pen- ingalegar eignir Íslendinga á Bresku Jómfrúaeyjunum (Tor- tola), Kýpur, Tortola-eyjum, Gu- ernsey, Mön og Jersey samtals 945 milljónum króna. Árið 2007 voru þær orðnar 43,7 milljarðar króna samkvæmt tölum frá Seðla- banka Íslands. Vert er að taka fram að ekki er um tæmandi eign íslenskra aðila á þessum stöðum að ræða, heldur einungis beina eign. Óbein eign í félögum á þessum stöðum er til dæmis í gegnum félög skráð í Hollandi eða Lúxemborg. »16 Peningar í skattaskjólum fimmtíufölduðust  KAUPENDUR og seljendur að stofnfjárbréfum í Sparisjóði Hafn- arfjarðar í febrúar 2006 vissu ekki um ólíkar verðhugmyndir hvorir annarra. Þetta kom fram í seinni hluta aðalmeðferðar í máli ákæru- valdsins gegn Karli Georg Sigur- björnssyni lögmanni sem ákærður er fyrir fjársvik með því að hafa sem milligöngumaður um sölu stofn- fjárbréfanna gefið fimm stofnfjáreig- endum ranga hugmynd um verðmæti bréfanna. Fimmmenningarnir fóru á mis við 200 milljónir króna. »7 Fóru á mis við 200 milljónir GERT er ráð fyrir að um 100 starfsmenn kín- versks undirverktaka vinni við uppsetningu gler- hjúps tónlistarhússins sem er mikilvægur hluti byggingarinnar. Þorbjörn Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Samiðnar, vill endurskoða það og að Íslendingar komi að þeim verkþætti. Sigurður R. Ragnarsson, framkvæmdastjóri Austurhafnar- verkefnisins hjá ÍAV, bendir á að smíði og upp- setning glerhjúpsins hafi verið boðin út og kín- verska fyrirtækið verið það eina sem treysti sér í að taka verkið að sér. Þegar bygging tónlistar- og ráðstefnuhússins við Reykjavíkurhöfn hefst verða um 200 manns við vinnu á staðnum, við verkið sjálft. Búist er við að yfir 300 manns verði þar með vorinu, að sögn Sigurðar R. Ragnarssonar. Menntamálaráðherra og borgarstjórinn í Reykjavík gengu í gær frá viljayfirlýsingu um að halda áfram framkvæmdum við tónlistarhúsið. Við það tækifæri kom fram að talið væri að um 600 störf tengdust verkinu. Framkvæmdir geta hafist í næstu viku ef tekst að ljúka endanlegri fjármögnun fyrir þann tíma. Hlutfall erlendra starfsmanna var yfir 70% þegar framkvæmdir stöðvuðust í desember en þegar verkið verður mannað að nýju er reiknað með að erlendir starfs- menn verði 20% af fjöldanum. „Þetta getur skipt sköpum, ef vel verður staðið að þessu,“ sagði Þorbjörn Guðmundsson. Hann taldi engin rök fyrir öðru en að íslenskir bygging- ariðnaðarmenn og erlendir starfsmenn sem hér væru búsettir fengju vinnu við byggingu hússins. bjb@mbl.is, omfr@mbl.is | 8 Vilja fá að setja upp hjúpinn  Framkvæmdir við tónlistarhúsið hefjast á ný  200-300 fá vinnu á byggingarstað og 600 manns alls  Hlutfall erlendra starfsmanna fer úr 70-80% niður í fimmtung Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur ben@mbl.is MIKILL munur á hæsta og lægsta verði einkenndi verðkönnun sem ASÍ stóð fyrir í ellefu verslunum á höfuð- borgarsvæðinu í vikunni. Mestur var verðmunurinn 348%, á pasta sem reyndist ódýrast í lágverðsversluninni Kaskó en dýrast í 10-11. Minnsti mun- ur á hæsta og lægsta verði var á AB- mjólk en hann var tæpt 31%. Að sögn Esterar Sveinbjarnar- dóttur, verkefnastjóra verðlagseft- irlits ASÍ, vekur athygli hversu lítill verðmunur er á vörum sem eru for- verðmerktar, s.s. ostum og áleggi. „Þar er verðið eiginlega það sama, óháð því hvar er verslað,“ segir hún. „Í raun er ólöglegt að formerkja vörur því í því felst ákveðið verðsamráð enda kemur í ljós að nánast engin sam- keppni er í verði þeirra milli verslana.“ Tiltölulega lítill munur er á verði í lágverðsverslunum að hennar sögn en hæst er það í svokölluðum klukkubúð- um sem margar eru opnar allan sólar- hringinn. Þannig reyndist 10-11 í Glæsibæ oftast vera með hæsta verðið í könnuninni en Bónus var oftast með það lægsta. Hundraða prósenta verð- munur á mat  10-11 var oftast með hæsta verðið í könnun ASÍ  Bónust oftast lægst  Mikill munur | 18 348% munur á kílóverði á pasta 289% munur á 1 lítra af vanilluís 250% munur á heilhveitibrauði 244% munur á Hunt’s tómötum í dós Hæsta og lægsta verð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.