Morgunblaðið - 20.02.2009, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 20.02.2009, Blaðsíða 36
36 Dagbók MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2009 Sudoku Frumstig 4 6 3 2 9 5 6 4 4 9 3 1 9 2 6 8 5 3 1 6 3 6 4 2 8 9 7 6 4 8 6 8 2 1 5 3 9 8 1 7 4 9 7 1 6 6 5 8 2 7 6 5 3 1 4 7 7 2 9 1 4 1 9 3 1 6 7 5 2 7 7 8 5 8 9 6 1 6 9 2 5 7 1 6 3 4 2 9 5 1 2 9 3 6 1 2 3 4 1 6 1 3 4 2 9 8 5 7 9 2 7 1 8 5 6 4 3 8 4 5 3 6 7 9 1 2 3 7 6 2 5 8 4 9 1 2 9 8 7 1 4 3 6 5 4 5 1 9 3 6 7 2 8 7 8 9 5 4 2 1 3 6 1 6 2 8 9 3 5 7 4 5 3 4 6 7 1 2 8 9 7 4 1 3 8 5 6 9 2 9 8 5 2 6 1 7 4 3 3 2 6 9 4 7 5 8 1 5 6 3 4 7 9 1 2 8 8 1 7 5 2 3 9 6 4 2 9 4 6 1 8 3 7 5 1 7 9 8 3 2 4 5 6 4 3 2 7 5 6 8 1 9 6 5 8 1 9 4 2 3 7 8 1 9 2 6 3 4 5 7 3 4 6 5 1 7 2 9 8 2 7 5 8 9 4 3 6 1 9 8 4 6 5 2 1 7 3 7 5 2 3 4 1 9 8 6 1 6 3 7 8 9 5 4 2 5 3 1 4 7 8 6 2 9 6 2 8 9 3 5 7 1 4 4 9 7 1 2 6 8 3 5 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist töl- urnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Í dag er föstudagur 20. febrúar, 51. dag- ur ársins 2009 Orð dagsins: Drottinn mun frelsa mig frá öllu illu og mig hólpinn leiða inn í sitt himneska ríki. Honum sé dýrð um aldir alda! Amen. (Tím. 4, 18.) Víkverji fékk á dögunum vöru-sendingu frá útlöndum sem ekki er í sjálfu sér í frásögu færandi, nema hvað Víkverja var gert að greiða toll af sendingarkostnaðinum. Það fær Víkverji ekki skilið. Þótt sending- arkostnaðurinn sé hafður með á reikningnum af því að Víkverji end- urgreiðir sendandanum hann, þá eru frímerkin ekki hluti vörusending- arinnar og ættu því að vera undan- skilin tolli. Víkverji hugleiðir hvort tollinnheimta af sendingarkostnaði sé ekki hreint og beint lögbrot og væri til í að ganga í það að fá það á hreint. x x x Framsóknarfundur Óskars Bergs-sonar á kostnað borgarstjórnar er í augum Víkverja hreint siðleysi og satt að segja rak Víkverja í rogastanz þegar borgarfulltrúinn bar blak af þessari misnotkun sinni í fjölmiðlum. Að hann skuli ekki sjá neinn mun á hreinum flokksfundi og öðrum mót- tökum á vegum borgarinnar þar sem menn þurfa ekki sérstök flokks- skírteini er vandskilið. Hroki og óskammfeilni eru orð sem Víkverja koma í hug ofan á siðblinduna, þegar þessi gjörningur er annars vegar. Það er ekki amalegt fyrir sjálfstæð- ismenn í borgarstjórn að búa við þennan samstarfsmann. x x x Auðvitað átti Framsóknarflokk-urinn að greiða kostnaðinn af þessum fundi, svo einfalt er það hvað sem útúrsnúningi Óskars Bergs- sonar um formennsku hans í sveit- arstjórnarliði Framsóknar líður. Vík- verji veltir því fyrir sér, hvað nýjum formanni Framsóknarflokksins finnst um þetta mál sem ekki er til þess fallið að taka undir með honum við að reka spillingarorðið af flokkn- um. x x x Talsverður fjöldi þingmanna hefurlýst því yfir að þeir ætli ekki að sækjast eftir framboði í næstu kosn- ingum. Þar með stefnir í umtalsverða endurnýjun Alþingis, sem gerir kosn- ingabaráttuna meira spennandi. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 blotna, 4 beitir tönnum, 7 kvabbs, 8 blauðum, 9 handlegg, 11 listi, 13 skott, 14 móðir, 15 skjóla, 17 ófríð, 20 kveikur, 22 myrkur, 23 niðurgangurinn, 24 út, 25 stólpi. Lóðrétt | 1 starfs, 2 ger- ir kaldara, 3 sleif, 4 brjóst, 5 munnbiti, 6 orðasenna, 10 hæsi, 12 tunna, 13 mann, 15 ól, 16 vanin, 18 margtyggja, 19 les, 20 reynd, 21 veislu- réttur. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 nafnbótin, 8 ennið, 9 illan, 10 inn, 11 numið, 13 nánar, 15 glans, 18 kasta, 21 ker, 22 látna, 23 alurt, 24 nauðstödd. Lóðrétt: 2 afnám, 3 níðið, 4 Óðinn, 5 iglan, 6 senn, 7 snær, 12 iðn, 14 ása, 15 gola, 16 aftra, 17 skarð, 18 kraft, 19 stund, 20 akta. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 SKÁK Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rc3 Bb4 4. e5 c5 5. a3 Bxc3+ 6. bxc3 Da5 7. Bd2 Da4 8. Db1 c4 9. h4 Rc6 10. h5 h6 11. g3 Rge7 12. Rh3 Bd7 13. Rf4 0-0-0 14. Bh3 Hdf8 15. 0-0 Da5 16. De1 Rd8 17. Rg2 g6 18. f4 f5 19. exf6 Hxf6 20. hxg6 Hxg6 21. f5 Rxf5 22. Bxf5 exf5 23. Rh4 He6 24. Df2 f4 25. Bxf4 b6 26. Be5 Hg8 27. Rf5 Kb7 28. Df3 Ka6 29. Re3 Bc6 30. Rg2 Staðan kom upp á Skákþingi Reykjavíkur – Skeljungsmótinu sem lauk fyrir skömmu. Ingvar Þór Jó- hannesson (2.345) hafði svart gegn Daða Ómarssyni (2091). 30…Hxe5! 31. dxe5 d4 32. Df2 Dxc3 33. Kh2 Re6 34. Had1 Hf8 35. De2 Hg8 36. Df2 Rg5 sókn svarts er nú illviðráðanleg. Fram- haldið varð eftirfarandi: 37. Dxd4 Rf3+ 38. Hxf3 Dxf3 39. Hd2 Dxg3+ 40. Kg1 De1+ 41. Kh2 Dg3+ 42. Kg1 Bxg2 43. Dxc4+ Kb7 og hvítur gafst upp. Svartur á leik BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Þrílita hendur. Norður ♠ÁKG9 ♥9765 ♦Á862 ♣8 Vestur Austur ♠D107 ♠8654 ♥G42 ♥KD83 ♦DG1053 ♦974 ♣G3 ♣D10 Suður ♠32 ♥Á10 ♦K ♣ÁK976542 Suður spilar 3G. Höfundar sterkra laufkerfa eru með þrílita hendur á heilanum. Menn muna eftir gömlu tveggja-tígla opnuninni í Precision, sem sýnir stuttan tígul og 11-15 punkta. Sú opnun er reyndar skilgetið afkvæmi Roman-kerfisins, þar sem opnað er á 2♣ og 2♦ með mis- sterkar þrílita hendur. En eitt er sér- stakt fyrir Precision, eða alla vega sumar síðari tíma útfærslur. Það er uppbygging á svörum við laufopnun til að sýna allar gerðir af 4441-skiptingu. Kínversku konurnar Hongli og Sun fóru flatt á þeirri sagnaðferð í úrslita- leik NEC-bikarsins. Hongli vakti í suð- ur á sterku laufi og Sun stökk í 2G á móti, sem sýnir nákvæmlega þrjá fjór- liti og einspil í laufi. Hongli gaf þá slemmu frá sér og lét duga að lyfta í 3G!? Þrettán auðveldir slagir með lauf- inu 2-2. Stjörnuspá (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Þú getur ekki verið öllu fólki allt. Hikaðu ekki við að leita til vina þinna eftir aðstoð þegar þú þarft á að halda. (20. apríl - 20. maí)  Naut Hlustaðu á gagnrýni á störf þín án þess að stökkva upp á nef þér. Kannski kemur hún frá öðrum í fjölskyldunni. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Þeir eru margir sem vilja hitta þig að máli svo þú átt erfitt með að skipu- leggja tíma þinn. Reyndu að setja þér skýr markmið og stefna svo ótrauður að þeim. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Eins og þú hefur oft lofað þér að tala ekki illa um aðra, þá neyðir ábyrgð- arlaus manneskja þig til að brjóta þá reglu. Búðu þig undir gott gengi. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Nú ríður á að vera vel undirbúinn til þess að leysa verkefni dagsins. Vertu óhræddur, gefðu þér góðan tíma til að kanna málavöxtu og taktu svo afstöðu. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Viðkvæm vandamál koma upp og krefjast allrar þinnar athygli. Gefðu þér líka tíma til þess að staldra við og vega og meta stöðu þína. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Þú þarft að snúa þér að þeim verk- efnum sem þú hefur látið dragast. Lokaðu þig ekki af frá umheiminum þótt þú sért ekki upp á þitt besta. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Vilji er allt sem þarf og þú verður að stilla þig inn á að vilja hlutina áður en þú freistar þess að framkvæma þá. Virðuleg framkoma þín segir meira en sæmileg saga. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Þú þarft að hafa það á hreinu að enginn misskilji skilaboð þín því þá gætu afleiðingarnar orðið skelfilegar. Sættu þig við það sem er og njóttu þess sem lífið hefur að bjóða. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Þú þarft á öllum þínum sál- arstyrk að halda til að fást við viðkvæmt persónulegt mál. Ef þú tekur sjálfan þig ekki of alvarlega og skoðar málið í öðru ljósi muntu geta hlegið. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Notaðu daginn í dag til þess að læra eitthvað nýtt. Finndu þér tíma og komdu með skemmtilega uppástungu. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Gættu sérstaklega að þér við akst- ur í dag. Nú eru góðar aðstæður til þess að leggja út í hagnýtt samstarf sem skilar árangri til langs tíma litið. 20. febrúar 1882 Kaupfélag Þingeyinga, fyrsta íslenska kaupfélagið, var stofnað að Þverá í Laxárdal. 20. febrúar 1911 Fiskifélag Íslands var stofnað til að „styðja og efla allt það er verða má til framfara og um- bóta í fiskveiðum Íslendinga“. 20. febrúar 1941 Óperettan Nitouche var frum- sýnd hjá Leikfélagi Reykjavík- ur, í samvinnu við Tónlistar- félagið. Lárus Pálsson og Sigrún Magnúsdóttir fóru með aðalhlutverkin. „Þótti sýn- ingin ein hin glæsilegasta sem hér hefur sést,“ sagði Morg- unblaðið. Þetta varð vinsæl- asta óperettusýning Leik- félagsins. 20. febrúar 1943 Skömmtun hófst á bensíni. Eigendur smábifreiða fengu 1,5 lítra á dag. Jafnframt var hámarkshraði lækkaður í 45 km á klst. til að spara slit á hjólbörðum. 20. febrúar 1991 Þyrla frá Landhelgisgæslunni bjargaði átta manna áhöfn Steindórs sem strandaði við Krýsuvíkurberg. 20. febrúar 1943 Skömmtun hófst á bensíni. Eigendur smábifreiða fengu 1,5 lítra á dag. Jafnframt var hámarkshraði lækkaður í 45 km á klst. til að spara slit á hjólbörðum. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist… „ÆTLI þetta sé ekki bara merki um þroska,“ segir Kristján Viðar Haraldsson, sem í dag er 44 ára. Hann kveðst alls ekki ætla að halda partí í kvöld þó að afmælisdaginn beri upp á föstudag. „Ég er búinn að halda upp á afmælið, fór með fjölskyld- una í sumarbústað um síðustu helgi, og ég læt þar við sitja,“ segir hann og viðurkennir að hann hafi hálfpartinn verið búinn að gleyma afmælisdeg- inum. Kristján Viðar, sem er alltaf kallaður Viddi, hef- ur mörg járn í eldinum núna, eins og reyndar oft- ast áður. „Ég er farinn að vinna sem Brennan- heilari og Greifarnir hafa verið að spila og það gengur alveg frábær- lega.“ Viddi er sem sé Húsvíkingur og einn af meðlimum þeirrar fornfrægu sveitar, syngur þar og spilar af list. „Svo er ég að vinna sem borðtennisþjálfari hjá KR,“ segir hann og verður svo leyndardómsfullur, kveðst ekki geta upplýst hvað er á döf- inni frekar í þjálfaramálunum, en það er afar spennandi. Viddi hefur auk þess haldið fyrirlestra um heilun „og fleiri mál, svona“. Hann hefur lokið fjögurra ára háskólanámi í Bandaríkjunum í heilun. sia@mbl.is Kristján Viðar Haraldsson er 44 ára í dag Orðinn þroskaður Nýirborgarar Reykjavík Hafþór Valur fæddist 15. nóvember kl. 19.11. Hann vó 3.990 g og var 54 cm langur. For- eldrar hans eru Thelma Kristín Kvaran og Ingvar Birgir Jónsson. Reykjavík Stefán Geir fæddist 13. desember kl. 7.59. Hann vó 4.360 g og var 54 cm langur. For- eldrar hans eru Gísli Stef- ánsson og Guðrún Berg- rós Tryggvadóttir. Noregur Örlygur Dýri fæddist 4. nóvember kl. 7.04. Hann vó 3.580 g og var 51 cm langur. For- eldrar hans eru Ragnhild- ur Guðmundsdóttir og Ol- geir Örlygsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.