Morgunblaðið - 20.02.2009, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 20.02.2009, Blaðsíða 33
og gátum rætt það sameiginlega áhugamál löngum stundum. Það var bæði gaman og forvitnilegt að hlusta á hann rifja upp gamla tíma úr Grundarfirði og Reykjavík eftir- stríðsáranna. Halldór var ekki mað- ur hávaxinn en hafði greinilega verið rammur að afli á sínum yngri árum. Köggull eins og svoleiðis menn eru gjarnan kallaðir í dag, enda vél- virkjameistari sem hafði þurft að taka á þeim nokkrum, bátavélunum. Ég skynjaði snemma hversu mikill fjölskyldumaður Halldór var og þá skilyrðislausu ást sem hann bar til sinnar góðu konu, barna og barna- barna. Á jólum og áramótum, þegar megnið af fjölskyldunni var saman- komið og hávaðinn og ærslagangur- inn var hvað mestur, greindi ég stundum tár í augum Halldórs. Það voru gleðitár yfir því ríkidæmi sem hann bjó yfir. Hann átti hana Elsu sína, eiginkonu til meira en 50 ára, og fjögur mannvænleg börn sem öll- um vegnaði vel í lífinu. Barnabörnin voru fjölmörg og vel gerð og þau voru heppin að eiga þennan flotta neftóbakskarl fyrir afa. Ég fann sterkt að Halldór taldi sjálfan sig gæfumann. Og hann var það. Halldór var stór hluti af mínu lífi í 20 ár. Ekki bara sem tengdafaðir og góður félagi. Þau hjón studdu okkur Röggu á ómetanlegan hátt þegar við hófum búskap í kjallaranum á Löngubrekkunni 1985. Þau voru bakhjarlar á háskólaárum okkar og þegar fyrsta íbúðin var keypt var þúsundþjalasmiðurinn Halldór mættur með smíðagræjurnar og saman lögðum við parket. Og þó að- allega hann. Hann var aftur mættur í slaginn með sög og hamar, tæplega áttræður, þegar við síðar stækkuð- um við okkur húsnæði. Þá stýrði hann framkvæmdum af sinni al- kunnu snilld. Halldór var einhvern veginn alltaf til staðar. Alltaf tilbú- inn fyrir sitt fólk. Það voru engar málamiðlanir þar. Mikill öndvegismaður er fallinn frá. Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið að verða samferða honum um tíma. Kæra Elsa, missir þinn er mik- ill. Ég sendi þér og fjölskyldunni allri mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Falleg minning um Halldór Ásgeirsson mun lifa. Snorri Már Skúlason. Látinn er einn af mínum bestu vinum, Halldór Ásgeirsson vélvirki. Okkar kynni og samstarf hefur stað- ið í 67 ár. Hann lauk námi frá Iðn- skóla Reykjavíkur og verklegu námi frá Vélsmiðjunni Jötni en þar hófust kynni okkar. Halldór var vandaður maður og góður, afar næmur í sam- bandi við vélaviðgerðir og smiður á járn og stál. Hann var eftirsóttur ná- kvæmismaður í stillingum í diagrami á stærri dísilvélum ásamt viðgerðum á hraðgengum vélum. Margra erfiðra ferða vegna við- gerða má hér minnast, t.d. til Kefla- víkur, Sandgerðis og Grindavíkur. Þessar ferðir voru farnar jafnt á nóttu sem degi og í öllum veðrum. Upphafið að verkstæðisrekstri okk- ar hófst í aflögðum hæsnakofa við Þóroddsstaði í Reykjavík. Unnum við þar tveir saman við afar þröngan kost í nokkur ár. Þaðan fluttum við aðsetur okkar niður í Ingólfsstræti í gamalt steinhús sem breski herinn skildi eftir sig. Það var svo árið 1957 sem Vélaverkstæði Björns og Hall- dórs fékk úthlutað lóð í Síðumúla 19 og byggðum við þar 1.000 ferm. hús- næði yfir starfsemi okkar og rákum til ársins 1993 er við seldum rekst- urinn, enda komnir á aldur. Þegar mest lét voru starfsmenn hátt í 30 manns. Samstarf okkar stóð því í 63 ár. Allan þennan tíma deildum við aldrei og bar aldrei skugga á sam- starf okkar á þessum langa tíma, hversu stór eða lítil sem vandamálin voru. Svo gott var þetta samstarf að farnar voru fjölskylduferðir í sum- arfríum og einnig farnar margar ferðir til útlanda. Eigum við hjónin margar góðar minningar um þessar ferðir. Blessuð sé minning þessa góða drengs og vinar. Við sendum Elsu og fjölskyldu hennar innilegustu sam- úðarkveðjur. Björn og Unnur. Minningar 33 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2009 ✝ Kristín Þorvalds-dóttir fæddist 14. júlí 1920 á Þórodds- stöðum í Hrútafirði. Hún lést á Droplaug- arstöðum 14. febrúar síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Gróa María Odds- dóttir úr Stykk- ishólmi, f. 2. sept- ember 1898, d. 28. desember 1985 og Þorvaldur Böðv- arsson, f. 3. desember 1890, d. 18. ágúst 1971. Kristín ólst upp á Þórodds- stöðum. Hún átti 10 systkini en þau voru Þorvaldur, f. 1921, d. 2007, Haraldur, f. 1922, Guðrún, f. 1924, d, 1984, Ingibjörg, f. 1925, Böðvar, f. 1926, Arndís, f. 1928, Anna, f. 1929, d. 2000, Ása, f. 1930, og Þórarinn, f. 1934. Einnig ólst upp á heimilinu Magnús Þorbergsson, f. 1940. Krist- ín var 2 vetur í skóla í Reykholti og lærði síðar klæðskerasaum í Stykk- ishólmi, en þar bjó hún hjá móð- urforeldrum sínum, Oddi Valent- ínussyni skipstjóra og síðar hafnsögumanni og Guðrúnu Lilju Hallgrímsdóttur. Kristín giftist 21. júní 1941 Geir- arði Siggeirssyni úr Stykkishólmi, f. 9.1. 1912, d. 15.1. 1973. Bjuggu þau fyrstu 10 árin í Stykkishólmi og þar fæddust börn þeirra, 1) Ásgerður, f. 10.10. 1942, maki Sverrir Sveinsson og eiga þau þrjá syni, Svein Helga, maki Sigríður Sigurðardóttir, Ás- geir, maki Svanhildur Björk Sigfús- dóttir og Ragnar, maki Sif Ein- arsdóttir 2) Valdís, f. 31.5. 1945, maki Þorgeir Lúð- víksson og eiga þau þrjú börn, Lúðvík, maki Sædís Austan Gunnarsdóttir, Krist- ínu Önnu, maki Örn Arnarson og Björgvin Þór, maki Guðrún Jónsdóttir 3) Svan- hildur, f. 13.3. 1949, maki Hjörtur Guð- bjartsson, fyrri maki Guðlaugur Long og þeirra synir eru Geir- arður Þórir, maki Bó- el Kristjánsdóttir, Kjartan, maki Rósa Vigfúsdóttir og Bjarki, 4) Geirarður Haukur, f. 1.8. 1951, maki Sigrún Fjeldsted og eiga þau 3 börn, Ásdísi, maki Ívar Ragnarsson, Kristínu, maki Andr- eas Pedersen og Sigurjón, maki Mayra Alejandra Gonzalez Livares. Barnabarnabörn Kristínar eru 20. Kristín og Geirarður fluttu til Reykjavíkur 1951 og bjuggu fyrst á Brávallagötunni, síðan á Ægisíð- unni og síðustu árin bjó hún á Grandavegi 47. Þau hjónin ráku Verslunina Eros í Hafnarstræti og Kristín hélt áfram rekstri hennar eftir að Geirarður lést, allt til 70 ára aldurs, en þá gerðist hún sjálf- boðaliði hjá Rauða krossi Íslands til margra ára, ferðaðist og fór að spila golf sem hún hafði mikla ánægju af eða þangað til heilsa hennar brást. Kristín var virkur fé- lagi í Rb. St. nr. 1 Bergþóru í Odd- fellowreglunni. Útför Kristínar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Látin er elskuleg tengdamóðir mín, Kristín Þorvaldsdóttir. Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð, hjartans þakkir fyrir liðna tíð, lifðu sæl á ljóssins friðar strönd, leiði sjálfur Drottinn þig við hönd. (Guðrún Jóhannsdóttir.) Guð blessi minningu Kristínar. Sigrún. Elskuleg amma mín og nafna hefur nú kvatt þennan heim. Hún hefur nú endurnýjað fund sinn við afa eftir 36 ára aðskilnað. Örugg- lega er nú glatt á hjalla hjá þeim báðum. Amma var einstök kona að svo mörgu leyti. Á meðan flestar aðrar ömmur sem ég þekkti voru heima- vinnandi stóð amma í verslunar- rekstri. Hún rak kvenfataverslun- ina Eros í mörg ár og það var nú ekki algengt á þessum tíma. Amma var ótrúlega sjálfstæð og engum öðrum háð. Hún var falleg kona, að utan sem innan, dugnaðarforkur og sérlega lagin í höndum. Öll höfum við afkomendur hennar notið góðs af þessum töframætti sem bjó í höndunum á henni. Ófáum vett- linga- og sokkapörum hefur hún laumað að okkur í gegnum árin svo ekki sé nú talað um bútasaumstepp- in sem hún saumaði fyrir öll lang- ömmubörnin sín. Til hennar leit- uðum við flest ef breyta þurfti fatnaði, sauma gardínur eða skírn- akjól eða bara hvað sem var. Amma gat allt og það einstaklega vel. Amma vissi líka allt. Hún fylgdist ótrúlega vel með öllu. Enda voru stundum læti hjá henni á Granda- veginum þegar kveikt var á útvarp- inu í eldhúsinu, sjónvarpið í holinu á fullu og annað útvarpstæki inni í svefnherbergi. Stundum þegar ég kom þangað í heimsókn var ég eig- inlega viss um að hún væri með fullt hús af gestum en þá var hún bara að fylgjast með fréttum í öðru útvarpinu, fótboltaleik í sjónvarpinu og umræðuþætti í hinu útvarpinu. Amma hafði einfaldlega áhuga á svo mörgu og skoðanir á öllu. Enda gaman að ræða um alla heima og geima við hana. Hún vissi nefnilega stöðuna í deildinni, hvaða leikur væri framundan, evrópsku móta- röðina í golfi, allt um vortískuna og hvaða stjórnmálaflokk best væri að kjósa. Ég var svo heppin á yngri árum að fá að þvælast mikið með ömmu. Þessar stundir eru mér afar kærar enda alltaf gaman að vera í fé- lagsskap ömmu. Hún var dugleg að hafa mig með í heimsóknir til vin- kvenna sinna eða systra. Oft fórum við á myndlistarsýningar og ein- stöku sinnum í leikhús. Það þótti mér alveg toppurinn á tilverunni. Á heimili ömmu við Ægisíðuna í Reykjavík var gott að vera. Um- hverfið óskaplega heillandi fyrir okkur barnabörnin. Sjórinn og fjar- an höfðu mikið aðdráttarafl sem og ísbúðin við Hjarðarhaga. Mann- margt var líka æði oft á Ægisíðunni og matar- og kaffiboðin ófá. Þar hittust systkinin með okkur börnin sem undum okkur vel því alltaf var gott að koma til ömmu. Amma verður alltaf hjá mér því bæði minningar og handverk mun lifa um ókomna tíð. Hvors tveggja mun ég gæta vel enda dýrgripir í andlegri og veraldlegri merkingu. Mér tregt er um orð til að þakka þér, hvað þú hefur alla tíð verið mér. Í munann fram myndir streyma. Hver einasta minning er björt og blíð, og bros þitt mun fylgja mér alla tíð, unz hittumst við aftur heima. (Hugrún.) Hvíl í friði, elsku amma mín. Þín Kristín Anna. Elsku amma mín, Kristín Þor- valdsdóttir, hefur kvatt eftir langa og góða lífsleið. Það var ansi margt sem henni ömmu var til lista lagt á þeim árum sem ég fékk að fylgja henni, hvort sem það var að setja upp grjóna- graut, baka vöfflur, reka verslun, eða búa til heilu listaverkin með handverkinu sínu, allir hennar nán- ustu fengu svo sannarlega að njóta þess. Amma var hörkudugleg alla tíð sem sýndi sig vel þegar við fórum í fjögurra daga vinnuferð vestur að Hraunflöt með góðum hóp vinnu- manna. Amma, þá 70 ára, sló ekk- ert af í verkstjórn, matseld og handlangi, við máttum hafa okkur öll við, enda verkinu lokið með sóma á réttum tíma. Frábær ferð. Amma byrjaði að stunda golf- íþróttina á síðari árum með tilkomu Golfvallarins í Urriðaholti sem Odd- fellowar komu á legg og var amma einn af stofnfélögum hans. Það kom skemmtilega á óvart þegar amma rúmlega sjötug bað mig um að kenna sér tökin á golf- sveiflunni, og þau tókst henni svo sannarlega að læra. Hún spilaði oft meðan heilsan var góð og hafði gaman af. Það var frábært að fylgja henni golfhring hvort sem var á stóra vellinum eða á Ljúfling, keppnisskapið og leikgleðin var allt- af til staðar. Ég og fjölskylda mín þökkum Ömmu Kriss samfylgdina. Hvíl í friði Kjartan Long. Kristín Þorvaldsdóttir Ég kveð þig, hugann heillar minn- ing blíð, hjartans þakkir fyrir liðna tíð, lifðu sæl á ljóssins friðar strönd, leiði sjálfur Drottinn þig við hönd. (Guðrún Jóhannsdóttir.) Þinn tengdasonur, Þorgeir Lúðvíksson. HINSTA KVEÐJA V i n n i n g a s k r á 42. útdráttur 19. febrúar 2009 A ð a l v i n n i n g u r Kr. 2.000.000 Kr. 4.000.000 (tvöfaldur) 7 9 2 0 2 V i n n i n g u r Kr. 100.000 Kr. 200.000 (tvöfaldur 3 6 4 3 7 5 7 8 0 1 5 8 9 5 4 7 2 3 3 9 Vi n n i n g u r Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur) 1550 9042 19907 64909 71555 74975 8476 14718 42069 66010 73039 77958 V i n n i n g u r Kr. 12.000 Kr. 24.000 (tvöfaldur) 3 4 5 1 5 6 9 0 2 5 6 6 9 3 7 2 9 0 4 3 3 1 2 5 0 5 2 4 6 5 0 5 8 7 3 9 7 5 1 3 9 8 1 7 3 6 9 2 5 8 8 1 3 8 9 7 1 4 3 6 5 6 5 1 1 6 1 6 5 9 8 6 7 4 3 1 8 2 2 2 2 1 7 4 9 3 2 7 4 0 6 3 9 0 7 3 4 4 7 6 0 5 1 2 0 4 6 8 3 5 4 7 4 6 0 0 4 1 1 0 1 8 1 3 3 2 8 1 3 7 3 9 3 1 6 4 5 1 3 7 5 2 0 7 7 6 8 8 0 9 7 5 1 7 6 4 6 9 9 1 8 7 9 1 2 8 6 4 7 3 9 5 1 3 4 5 9 7 8 5 3 1 5 8 6 8 9 8 8 7 5 5 4 6 5 0 9 0 1 8 8 9 1 2 9 7 2 4 3 9 7 9 0 4 6 2 3 4 5 3 5 7 0 6 9 9 1 2 7 6 4 2 0 6 4 6 8 1 9 3 5 7 3 0 2 3 4 3 9 8 6 7 4 6 6 1 4 5 4 1 8 2 7 0 1 2 4 7 6 5 0 5 6 7 5 3 2 1 5 0 7 3 0 2 6 0 3 9 9 0 0 4 7 7 3 8 5 6 1 8 0 7 0 6 6 5 7 7 6 5 2 1 2 5 1 3 2 1 8 9 4 3 0 2 8 0 4 0 6 2 7 4 8 3 1 6 5 8 4 2 4 7 0 9 4 5 7 8 2 6 2 1 2 5 9 8 2 2 1 3 3 3 0 2 9 3 4 0 9 5 9 4 9 3 2 1 5 8 6 0 6 7 2 4 1 5 1 3 8 4 5 2 2 8 2 9 3 4 5 5 5 4 2 5 9 2 4 9 6 4 4 6 1 7 4 4 7 2 7 9 7 1 3 8 6 7 2 4 5 4 3 3 4 5 8 6 4 3 1 4 4 4 9 8 7 6 6 4 3 4 0 7 2 9 9 4 1 4 8 8 9 2 5 3 3 6 3 6 7 5 2 4 3 1 8 5 5 0 4 7 1 6 5 0 4 3 7 3 9 5 1 V i n n i n g u r Kr. 7.000 Kr. 14.000 (tvöfaldur) 74 8662 15818 21249 32094 40788 48342 57207 64107 72803 664 8710 15852 21976 32125 40851 48425 57356 64752 72832 837 8840 15906 22038 32171 40898 48526 57383 65088 72882 940 9142 15957 23272 32282 41055 48685 57693 65740 72898 1049 9280 16042 23519 32511 41300 48964 57720 65979 72924 1672 9359 16083 23551 32584 41335 49196 57799 66258 73056 1857 9367 16125 23604 33071 41593 49459 57912 66347 73121 1915 9378 16366 23738 33669 41738 49492 58032 66923 73237 1969 9643 16413 24544 33735 41739 49508 58231 66938 73563 2223 9672 16703 24576 33893 41973 49771 58519 66951 73666 2391 10150 17018 24722 33944 42009 50008 58641 66981 74178 2486 10182 17230 25330 34037 42222 50596 58676 67138 74665 2780 10241 17258 26090 34109 42657 50653 59029 67848 74846 2948 10288 17347 26330 34413 42956 50770 59257 67925 75142 3155 10557 17622 26463 34682 42982 51001 59663 68051 75157 3185 10857 17678 26552 34757 43128 51400 59888 68134 75521 3214 11243 17709 26803 34933 43145 51770 59990 68357 75882 3427 11338 17797 26876 34938 43688 51858 60104 68359 75991 3846 11674 17902 26946 35778 43811 51863 60232 68507 76110 4282 11870 17908 26992 35847 44048 52040 60556 68644 76175 4450 12023 18136 27306 36586 44100 52686 60562 68686 76411 4574 12027 18570 27743 36710 44620 52696 60668 68746 76503 4826 12444 18892 27945 36827 44656 52741 60680 68841 76596 5529 12508 18917 28121 36905 44831 52950 60888 68857 76611 5612 12562 18929 28356 36978 44924 53117 60988 68878 76836 5668 12677 18983 28559 37242 45060 53267 61394 69593 76857 6071 12852 19049 28584 37617 45734 53392 61481 69867 76874 6114 13423 19125 28637 37853 45738 53986 61540 70012 77080 6302 13744 19127 28695 37963 46049 54233 61671 70041 77194 6709 13970 19348 28706 37968 46066 54463 61889 70048 77515 6935 14131 19361 30282 38362 46117 54830 62218 70484 77795 7064 14609 19362 30464 38495 46894 55197 62307 70623 77818 7108 14673 19560 30694 39332 47014 55968 62665 70805 78440 7319 14678 19700 30695 39471 47020 56240 62715 71097 78496 7430 14857 19743 31444 39697 47109 56268 62753 72031 78974 7730 15418 19744 31697 39804 47119 56378 63128 72068 79263 7893 15511 19956 31731 39842 47229 56487 63664 72333 79339 8287 15594 20204 31792 40068 47438 56574 63732 72345 79726 8450 15727 20493 31845 40349 47633 56674 63893 72424 79816 8541 15802 21157 31859 40664 48292 56792 64061 72778 79917 Næsti útdráttur fer fram 26. feb 2009 Heimasíða á Interneti: www.das.is Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, fæddist, hvar og hvenær hann lést, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Undirskrift | | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.