Morgunblaðið - 20.02.2009, Page 31

Morgunblaðið - 20.02.2009, Page 31
Minningar 31 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2009 ✝ Sigurgeir Þor-valdsson, fæddist 31. maí 1923 í Hudd- ersfield á Englandi, þar sem faðir hans var við nám. Hann lést á Landspít- alanum 9. febrúar síðastliðinn. For- eldrar hans voru Margrét Sigurgeirs- dóttir, f. 27.9. 1897, d. 14.9. 1937, og Þor- valdur Árnason skattstjóri í Hafn- arfirði, f. 5.1. 1895, d. 15.4. 1958. Sigurgeir var elstur fimm alsystkina sem öll eru látin, Árni, f. 1925, d. 1997, Filipía Þóra, f. 1927, d. 2000, Þorvaldur, f. 1929, d. 1985, Jón Már, f. 1933, d. 2002. Auk þess er eftirlifandi hálfsystir samfeðra, Esther, f. 25. mars 1944. Hinn 30. mars 1957 kvæntist Sig- urgeir J. Guðrúnu Finnsdóttur, f. 17.9. 1934. Foreldrar hennar voru Finnur Sveinsson bóndi í Eskiholti í Borgarfirði, f. 1.10. 1887, d. 12.11. 1982 , og Jóhanna María Kristjáns- f. 3.4. 1996, Viktor Logi, f. 23.6. 2002. Sigurgeir missti móður sína að- eins fjórtán ára að aldri og var í kjölfar þess sendur í sveit austur í Fljótshverfi og í Borgarfjörð. Úr sveitastörfum lá leið hans á Bændaskólann á Hvanneyri og út- skrifaðist hann þaðan sem búfræð- ingur árið 1942. Þá tóku við ár sjó- mennsku á togurum frá Hafnarfirði þar til hann hóf störf í lögreglunni á Keflavíkurflugvelli árið 1955 og starfaði hann til árs- ins 1993 er hann lét af störfum fyr- ir aldurs sakir. Sigurgeir var hagyrðingur góð- ur og sendi frá sér vísur og ljóð við flest tækifæri. Hann gaf út á eigin vegum þrjár ljóðabækur, Hryðju- verk og hringhendur, Hraungrýti og Hrærigraut, titlar sem gefa vel til kynna frumlegt innihaldið. Fyrstu búskaparárin bjuggu þau Sigurgeir og Guðrún í Reykjavík. Þau fluttu þaðan til Njarðvíkur og reistu sér síðan framtíðarheimili við Mávabraut í Keflavík árið 1962 og voru nýlega flutt þaðan í nota- lega íbúð fyrir eldri borgara í Njarðvík er ævi Sigurgeirs lauk. Útför Sigurgeirs fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag kl. 14. dóttir, f. 7.10. 1900, d. 5.6. 1976. Börn Sig- urgeirs og Guðrúnar eru: Margrét, f. 23.7. 1957, maki Erling Ólafsson, f. 28.9. 1949. Börn þeirra eru Þröstur, f. 12.7. 1978, maki Aðalheiður Gígja Hansdóttir, f. 18.4. 1977, dóttir þeirra Anna Rósa, f. 16.7. 2004. Gígja, f. 10.3. 1984, maki Trausti Ragnarsson, f. 22.6. 1978, sonur þeirra Birkir Smári, f. 22.5. 2006. Víðir, f. 21.11. 1989. Jóhanna María, f. 11.1. 1959, maki Guðni Jó- hannes Georgsson, f. 6.9. 1957. Börn þeirra eru Svanur Geir, f. 7.1. 1988, Fannar Már, f. 15.6. 1990, og Telma Björk, f. 23.6. 1993. Þorfinn- ur, f. 6.4. 1963, maki Hélène Liette Lauzon, f. 8.12. 1965. Börn þeirra eru Día, f. 18.8. 1987, og Dagur, f. 1.10. 1999. Þórir, f. 13.7. 1968, maki Ásdís Ósk Valsdóttir, f. 4.2. 1969. Börn þeirra eru Axel Valur, Pabbi var enginn venjulegur mað- ur. Sagan segir að ljósmóðirin sem tók á móti honum á spítalanum í Huddersfield á Englandi, hafi sagt er hún sá hann „this is the most beautiful baby that has ever been born!“. Þarna var kominn í heiminn snáði sem átti sér fáa líka. Stórgerð- ur, freknóttur með mikið úfið rautt hár. Pabbi varð ungur mjög uppá- tækjasamur. Margar skondnar sög- ur eru til af uppátækjum hans í æsku, eins og sú þegar hann tók skartgripi móður sinnar með sér í skólann einn daginn og gaf skóla- systrum sínum. Pabbi var ólíkindatól alla sína ævi. Það eltist aldrei af honum. Hann var hugmyndaríkur með sérstæðan húmor. Fengi hann hugdettu, þá var hann alltaf vís með að framkvæma hana, ekki síst til að athuga viðbrögð fólks. Prakkarastrikin urðu til þess að hann var sendur í sveit hingað og þangað um landið frá 9 ára aldri. Pabbi kynntist því snemma erfiðis- vinnu til sveita. Fjórtán ára missti hann móður sína og var þá staddur í sveit austur í landi. Eftir andlát hennar má segja að hann hafi alist upp á sveitabæjum vítt og breitt um landi. Sem lögregluþjónn á Keflavíkur- flugvelli var pabbi þekktur undir nafninu Sláni, enda u.þ.b. tveir metr- ar á hæð. Menn tóku síður sénsinn á að smygla einhverju af Vellinum ef hann var í hliðinu. Í frístundum sat hann gjarnan við ritvélina sína og sló inn skáldskap, vísur eða ljóð, reyndi við skákþrautir eða leysti kross- og myndagátur. Að spila á spil var þó hans mesta yndi og skoraðist hann ekki undan ef það var í boði. Skemmtilegustu æskuminning- arnar sem ég á um pabba tengjast útilegum og ferðalögum. Pabbi og mamma víluðu ekki fyrir sér að leggja út á holótta malarvegina á gamalli Toyotu. Með skottið fullt af dóti, toppgrindina fullhlaðna var haldið á vit ævintýranna. Pabbi lék á als oddi á ferðalögum. Ég átti það til að verða mjög bílveikur. Fór hann þá með mig út, tók í lappirnar á mér og hélt mér á hvolfi til að fá blóðið til að renna niður í höfuðið. Eitt sinn tók pabbi upp á því að tína upp hvern steininn á fætur öðr- um, hristi þá og bar upp að eyranu. Er ég spurði hvað hann væri að gera, þá sagðist hann vera að leita að óskasteininum – það væri til einn steinn í heiminum sem hringlaði í, því hann væri holur að innan og inni í honum væri perla. Sá sem fyndi þennan stein fengi allar óskir sínar uppfylltar. Það sem eftir lifði ferðar vorum við bræðurnir síhristandi steina. Veiðistangir voru alltaf til taks á ferðalögum, það var gaman að renna fyrir fisk í ám og vötnum með pabba. Hann kenndi okkur bræðrum réttu handtökin. Pabbi var heilsuhraustur alla sína ævi, hafði ótrúlega góða sjón, heyrn og minni. Hann orti vísur og kvæði allt til hinstu stundar. Hverju jóla- korti fylgdi kvæði, og afmæliskort- um vísa. Árið 1996 keyptu pabbi og mamma sér lítið kot á Þingvöllum sem þau breyttu strax í sælureit. Pabbi undi sé hvergi betur en þar í ellinni. Ég kveð elsku pabba með sárum söknuði, en er líka þakklátur fyrir öll árin sem ég fékk að eiga með honum. Hann var einstakur. Þorfinnur Sigurgeirsson. Kallið kom fyrirvaralítið. Máttur þvarr á sjúkrabeði sígandi og sólar- hring síðar slokknaði lífsneistinn. Kvalalaust fyrir tilstilli líknandi lyfja. Í faðmi nánustu fjölskyldu. Það eru forréttindi að fá að kveðja þann- ig eftir að hafa fetað stigu lífsins í 85 ár. Þannig yfirgaf Geiri þetta jarð- neska líf. Æðrulaus. Sáttur. Lífsgát- an var Geira ekki alltaf greið, eins og gengur. Það var áfall fyrir 14 ára ungling að horfa á eftir móður sinni ungri hverfa á braut og vera sendur til vistar í sveit í kjölfar þess. Um- gjörð atviksins var eins og þá tíðk- aðist gjarnan. Börn vildu gleymast. Fréttin af móðurmissinum barst unglingnum til eyrna í dánartilkynn- ingu í útvarpi. Áfallahjálp, hvað var það? Sárið var förunautur Geira alla tíð. Ég kynntist Geira barnungur þar sem hann bjó í lítilli íbúð við Skúlaskeið í Hafnarfirði og stundaði sjómennsku. Við vorum þar fjórir frændur á svipuðu reki. Einn okkar var bróðursonur Geira. Þegar Geiri var í landi heimsóttum við hann gjarnan. Þá var ótæpilega veitt af fá- gætu sælgæti og margt gert til að kitla hláturtaugar okkar piltanna með úttroðnu kinnarnar. Æ síðan var gengið að sælgæti vísu í vösum Geira. Geiri var alla tíð Hafnfirðingur í hjarta sínu. Þar voru æskustöðvarn- ar. Þar hvílir móðirin sem hann missti ungur. En í Keflavík reisti hann sér heimili til framtíðar. Þar ól hann upp börnin sín fjögur. Geiri var liðsmaður lögreglunnar á Keflavík- urflugvelli til loka starfsferils síns. Hvert mannsbarn í Keflavík þekkti hann á þessum árum. Mikill maður á velli. Hann var áberandi í bænum. Geiri var uppátækjasamur maður og fetaði stundum nálægt línunni um- töluðu sem óráðlegt þykir að stíga yfir. Stríðinn. Ögrandi. En í góðu. Hann slapp oftast fyrir horn og oft heyrist vitnað til eftirminnilegra at- vika honum tengdra þegar sam- ferðamenn koma saman. Nú er Geiri horfinn á braut. Það er sjónarsviptir að honum, en menn muna hann. Kynslóðir koma, kyn- slóðir fara. Það er gangurinn. Það hvarflaði ekki að mér þegar ég barn- ungur drengurinn heimsótti Geira á Skúlaskeiðinu ásamt frændum mín- um að hann ætti eftir að verða tengdafaðir minn, enda á fárra færi að sjá fyrir ókomin atvik. Um leið og ég þakka samfylgd sendi ég Gunnu og börnunum innilegustu samúðar- kveðjur. Þeirra er harmurinn mest- ur sem fallegt andlátið og umgjörð þess öll mildar. Erling. Elsku afi, ég trúi því varla að þú sért farinn og ég veit að ég mun koma til með að sakna þín sárt. Þú varst ein eftirminnilegasta mann- eskja sem ég hef á ævi minni kynnst. Ég á svo margar góðar minningar af þér og fyrir það er ég þakklát. Mér þótti fátt skemmtilegra en að vera hjá þér og ömmu í Keflavík um helgar þegar ég var lítil. Þá sat ég oft og iðulega inni á skrifstofu hjá þér, japlaði á nammi sem þú varst svo duglegur að gauka að mér og horfði á þig leggja kapal í tölvunni á meðan þú sagðir mér skemmtilegar sögur. Það var nú líka alltaf jafnyndislegt að heimsækja ykkur ömmu í sum- arbústaðinn og fara með þér niður að vatni og veiða með veiðistönginni sem þú gafst mér í sjö ára afmæl- isgjöf. Fáa hefur mér þótt jafnvænt um og þig, afi minn, og þú munt alltaf lifa í hjartanu mínu. Ég vona bara að þú sért kominn á betri stað og hafir átt fagnaðarfund með systkinum þínum og foreldrum. Þín Día. Elsku afi, ég á eftir að sakna þín svo mikið. Þú varst alltaf svo góður. Áttir alltaf nammi handa okkur krökkunum. Það var svo gott að vera hjá þér og ömmu á Þingvöllum á sumrin. Gaman að gefa þröstunum rúsínur og fara með þér niður að vatni að veiða draumafiskinn. Það var líka gaman að keppa við þig í litlu tölvunni þinni. Þú varst svo stór svo nú verður tómlegt þegar þú ert farinn. Ég veit að Guð og Jesú taka vel á móti þér. Dagur. Í dag er Geiri bróðir minn til moldar borinn. Hann er síðastur sem kveður, af 5 systkinum sem ég kynntist fyrir 16 árum. Ég hafði vitneskju um þau, en þorði ekki að hafa samband og opinbera skyldleik- ann, vissi ekki hvernig því yrði tekið. Dag nokkurn hringdi síminn, Geiri kynnti sig og sagðist hafa frétt að hann ætti systur, sem hann lang- aði til að sjá og kynnast, og eftir langt símtal sagði hann að nokkru seinna yrði fagnaður hjá stórfjöl- skyldunni, og bauð hann mér og börnum mínum að koma þangað og hitta skyldmennin. Stundin var runnin upp, við vorum mætt á svæðið, stóðum kvíðin, en líka eftirvæntingarfull í dyrunum, og horfðum yfir salinn. Hávaxinn bros- andi maður gekk til okkar, ég þekkti hann strax aftur, hafði séð hann 40 árum áður, þegar ég var barn, mundi að hann var mjög stór og var þá ný- giftur svo fallegri konu. Nú stóð hann fyrir framan okkur, örlítið orðinn lotinn í herðunum, og fallega konan fylgdi honum. „Sæl, systir góð, og velkomin í fjölskylduna,“ þessu ávarpi fylgdi fast handtak og koss á kinnina. Þetta var upphaf vináttu og skemmtilegra samverustunda sem við síðan höfum átt með yndislegu skyldfólki og vin- um, sem við kynntumst þetta kvöld. Ég vil með þessum línum þakka þér fyrir að finna mig og gefa mér hlutdeild í lífi ykkar. Þú varst ein- stakur maður, einlægur, stríðinn og gekkst oft fram af fólki með orðum og athöfnum, það tísti í þér þegar ég fékk hlátursköstin yfir einhverri vit- leysunni, og Kalli sagði: „Hvers eig- um við Gunna að gjalda að vera gift þessum systkinum“. Þú varst vel hagmæltur, og í jóla- og afmæl- iskortum voru alltaf vísur eftir þig. Þetta voru bæði persónulegar tæki- færisvísur og einnig um lífið og til- veruna, þær verða vel geymdar í fjársjóðsmöppunni. Í síðasta jólakorti ortirðu um stundir frá liðnum árum í sumarbú- stöðunum okkar, en ég var svo hepp- in að þið keyptuð bústað nálægt okk- ur, og hittumst við því oft. Kvæðið heitir Sæludagar, þetta er fyrsta er- indið: Upp í bústað áttum við yndislega daga nutum sólar hlið við hlið hlustuðum á þrastarklið fengum alltaf nóg í munn og maga Kæri bróðir! Við áttum svo sann- arlega marga sæludaga í Eskiholti og Karlsbergi, ég veit að andi þinn fylgir okkur þangað þegar vorar á ný. Ég kveð þig um stund. Elsku fjölskylda! Innilegar sam- úðarkveðjur. Esther. Sigurgeir, Geiri, var stór og góður maður. Hann tók sig ekki of alvar- lega og var ánægður með viðurnefni sitt Sláni og notaði stundum Kálhaus sem skáldanafn. Hann hafði gaman af ljóðum frá unga aldri og orti alla tíð sjálfur. Hann gaf út nokkrar ljóðabækur. Í starfi sínu í Keflavík var hann löggan sem menn óttuðust í græna hliði herstöðvarinnar. Hann var þekktur fyrir að stoppa marga sem ætluðu að ná sér í bjór og annað sem ekki var leyfilegt að flytja inn til Íslands á þeim árum. Geiri var vel skriffær og einhverj- ir sögðu að hann hefði í mörg ár ver- ið sá sem skrifaði flestar skýrslurnar og margar hefðu verið langar og ít- arlegar. Hann var eitthvað að stríða þeim í höfuðstöðvunum í Reykjavík sem þurftu að lesa þær. Geiri var stríðinn og mikill húmoristi. Gunna og Geiri voru systir og bróðir mömmu og pabba. Fjölskyld- urnar voru mjög nánar og djúp órjúfanleg vinátta ríkir. Í æsku var alltaf farið til Keflavíkur í jólaboð. Það eru ógleymanlegar stundir. Jólahlaðborðið hjá Gunnu var það flottasta og besta af öllum slíkum á þeim árum. Geiri og pabbi höfðu gaman af því að spila – picket. Það var nánast regla að þegar bræðurnir komu sam- an var tekið í spil. Geiri hafði gaman af spilum og tafli. Hann sagði oft söguna af því að þegar afi Þorvaldur hefði tapað í spilum hefði hann oft hent spilunum í eldinn og einhverju sinni sagt eftir að Geiri hafði nánast fengið alla slagina í rússa „Ég spila aldrei við þig aftur“ – en hann hefði komið fljótt aftur og sagt: „Eigum við ekki að taka annan slag“. Geiri hló að þessari sögu og var alltaf til í að spila. Geiri reyndi aldrei að vera eins og allir hinir. Gerði bara það sem hon- um þótti réttast og skemmtilegast. Gunna var stundum að reyna að siða hann til. Hann brosti bara. Í ferm- ingarveislu hjá þeim hafði gleymst að taka ístertuna út úr frysti. Hann gat ekki skorið hana með hnífnum, en þá var bara farið fram og komið með heljarinnar bogasög inn í stofu og byrjað að saga ístertuna. Allir hlógu. Það á vonandi eftir að taka saman „Sögurnar af Geira“. Í mörg ár hefur Geiri samið vísur og sent til fjölskyldu og vina á jólum. Utan á síðasta umslagi er skrifað með rauðum og grænum stöfum Kreppu-jól 2008. Á bakhlið er límt rautt hjarta og í hring er skrifað – Brostu með hjartanu. Jólahugleiðing Sigurgeirs 2008 var svona. Þeir sem öðrum gjöra gott guðsbörn fyrir vikið, ættu að sýna ástarvott, elska heitt – og mikið. Kreppa nú er engin á öllu hinu góða ! þar má bæði finna og fá feiknarlegan gróða ! Menn, sem færa björg í bú, bæði á nóttu sem degi, gera það í góðri trú- Guð þá blessa megi. Minning um stóran, einstakan og góðan mann mun lifa og ylja um ókomin ár. Fjölskyldu Geira og Gunnu þakka ég af heilum hug allan stuðning og vináttu á liðnum árum. Friður Guðs fylgi þér, kæri frændi og vinur. Þorvaldur Ingi Jónsson og fjölskylda. Elsku Geiri frændi. Það var í þín- um anda að fara án þess að gera of mikið veður út af því. Hægt og hljótt. Þú kvaddir reisn. Þú varst nýfermd- ur og kominn í sveit þegar þú misstir móður þína og barst harm þinn í hljóði. Þú þurftir að standa á eigin fótum og fékkst ekkert gefið. Ég skynjaði það svo vel þegar ég fékk tækifæri til að skrá lífssögu þína fyr- ir tveimur árum þegar ég var í kúrs í Sálgæslu í öldrun í EM.H.Í. Það kom engin annar til greina í mínum huga. Það voru forréttindi að fá að kynnast sögu þinni og um leið þeirr- ar fjölskyldu sem ég er komin frá í föðurætt. Ég skildi þá að þú varst búinn að sættast við fortíðina og fyr- irgefa í hjarta þínu því fólki sem vissi ekki betur og beitti ykkur systkinin harðræði í stað þess að umvefja ykk- ur ást og hlýju. Lúmskur húmorinn fleytti þér langt í gegnum lífið.Ég, kæri frændi vil þakka þér allan hlý- hug í minn garð. Þegar þið Gunna pössuðuð mig þegar ég var lítil, þeg- ar mamma og pabbi fóru til útlanda. Hjálpina með Ingibjörgu litlu systur þegar mamma dó. Ég bar ótta- blandna virðingu fyrir þér sem barn. En ég sá alltaf það góða og blíða í augunum þínum. Þegar pabbi minn, yngsti bróðir þinn dó fyrir sex árum, varst þú einn eftir, stóri hlekkurinn í ættarkeðj- unni, og hálfsystir ykkar Ester. Þú varst svo mikilvægur hluti af öllu sem skipti máli í báðum fjölskyldum mínum þar sem þú varst giftur syst- ur mömmu. Þá varst þú hluti af öll- um viðburðum í lífi mínu. Svo stór og traustur, með brosið þitt og glettin tilsvör. Öll ljóðin þín, jólakortin skrifuð í mörgum litum með heilræðavísum fyrir árið. Ég vil þakka þér af öllu hjarta falleg orð í minn garð þegar mamma dó árið sem ég fermdist. Þú hafðir trú á mér og hrósaðir mér. Það hefur alla tíð styrkt mína sjálfs- mynd. Ég vil þakka allar góðu stund- irnar. Hlýja og trausta nærveru þína. Ég mun geyma minninguna um þig í hjarta mínu. Börnin mín og Árni geyma líka í sínum hjörtum dýrmætar minningar. Ég veit að þú ert nú kominn í heim ljóssins til alls góða fólksins okkar sem kvaddi á undan þér. Þau munu umvefja þig kærleika. Um leið og ég sendi kveðj- ur mínar með þér, elsku frændi, í heim ljóssins bið ég góðan Guð að umvefja hana Gunnu þína, börnin ykkar, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn með allri gæsku sinni og leiða þau í gegnum sorg- ardalina. Þín einlæg bróðurdóttir, Jóhanna Marín Jónsdóttir. Sigurgeir Þorvaldsson  Fleiri minningargreinar um Sig- urgeir Þorvaldsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.