Morgunblaðið - 20.02.2009, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 20.02.2009, Blaðsíða 24
24 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2009 HVAÐ ætlar verka- lýðshreyfingin að gera fram yfir frestun? Undirbúa næstu frest- un? Hver eru þau verk- efni sem stéttarfélög á Íslandi telja mest krefjandi fyrir fé- lagsmenn? Fyrst kjarabarátta hefur verið lögð á hilluna? Í bili eru næg verkefni sem hægt er og er löngu tímabært að snúa sér að. Það hefði strax í haust átt að setja mikinn kraft launþegahreyfing- arinnar í að fylgjast með þeirri öldu uppsagna sem hefur dunið yfir. Var rétt staðið að þeim? Gjörningurinn og uppsagnarfresturinn. Ég veit um uppsagnir sem voru gerðar í gegn- um gsm-síma, jafnvel sms. „Þú átt ekki að mæta eftir helgi“ Bubbi söng eitt sinn „Það er ekki fiskur í dag, þið getið farið heim og slappað af.“ Þessi leið, sem sungið var um fyrir kauptryggingu fiskvinnslufólks, var því miður oft farin í haust og vetur. Verkalýðshreyfingin verður að gera átak í að vera sýnilegri. Efla og láta standa við kosn- ingu trúnaðarmanna á vinnustöðum. Það sem mér finnst að eigi að vera stóra málið hjá launþega- hreyfingunni nú þegar launabaráttan er á frosti er afnám verð- bóta verðtryggingar á lánum okkar. Verð- tryggingin er þjóð- arskömm og hneisa. Hvaða réttlæti er í því að verðbætur leggist á afborganir lánanna okkar og að eft- irstöðvar þeirra séu reiknaðar upp með verðbótum. Hvar annars staðar er þetta svona? Í nágrannalöndum okkar eru vextir á húsnæðislánum. Vextir sem í dag eru á svipuðum nót- um og vextirnir eru af íbúðarlánum okkar. En þar er ekki verðtrygging á lánunum. Verðtrygging sem í dag þýðir að á íslenskum íbúðalánum með 5% vexti eru verðbætur sem keyra lánin með vöxtum og verðbót- um alla vega í 25%. Í nágrannalönd- um okkar sjá greiðendur lánanna þau lækka við hverja afborgun, ekki stöðuga hækkun eftirstöðva eins og á Íslandi. Það hefur oft verið skrifað, þar á meðal ég, um margföldun upphæð- arinnar sem við tökum að láni þar til að síðasta gjalddaga kemur. Væri fólk sátt ef verðbæturnar hétu skatt- ar? Með afnámi eignaskatta töldu menn sig vera að gera breytingu til bóta. Verðtryggingin á lánin okkar sem er hærri eftir því sem eft- irstöðvarnar eru meiri er ekkert annað en skuldaskattur. Neikvæður eignaskattur. Þeir sem eiga minnst í húsnæði sínu og skulda mest. Borga hæstu upphæðirnar. Afnám verðbóta á lánin okkar á að vera helsta baráttumál verkalýðs- hreyfingarinnar fram að því að þiðna fer um kjarabæturnar okkar sem hafa nú verið djúpfrystar. Verkalýðshreyfingin afnemi verðbótaskömmina Njörður Helgason vill afnám verðbóta á húsnæðislánum » Brýnt mál fyrir af- komu heimilanna og íbúðaeigenda á Íslandi er afnám verðbóta á íbúðalán. Skamm- arlegur skattur á skuld- ir okkar. Njörður Helgason Höfundur er húsasmiður. ÞÆR raddir heyrast annað veifið að í stað þess að selja raforku til hefðbundinnar stóriðju í stórum einingum og til langs tíma, eins og gert er til álvera, ætti að selja raforku í „minni einingum, til styttri tíma og á hæsta mögu- lega verði“. Sömu raddir lýsa langtímasamn- ingum við álver sem sölu til „lægst- bjóðanda“. Þetta eru öfugmæli því að sjálfsögðu hefur verið samið við þá sem best bjóða hverju sinni. Mein- ingin hjá slíkum gagnrýnendum virð- ist vera að séu langtímasjónarmið höfð að leiðarljósi þá eigi ekki að binda orku í langtímasölusamningum því hægt sé að selja orkuna við hærra verði þegar tíminn líður og þess vegna sé gott að geta losnað sem fyrst úr eldri samningum. Það er hárrétt að mikilvægt er að nýta tækifæri til að fá hærra orku- verð, auka fjölbreytni í orkunýtingu og fjölga smærri hátæknifyr- irtækjum sem skapa fjölbreytt störf á sem flestum stöðum í landinu frekar en eingöngu að byggja fá og stór ál- ver. Þess vegna hefur Landsvirkjun einmitt lagt áherslu á samninga og viðræður við fyrirtæki eins og net- þjónabú og sólarkísilverksmiðjur sem sýnt hafa áhuga á að hefja slíka starf- semi hérlendis. Bent skal á að á þessu ári tekur til starfa álþynnuverksmiðja á Akureyri sem skapar á annað hundrað starfa og notar um sexfalt það rafmagn sem Eyjafjarðarsvæðið notaði áður. Samningar hafa verið gerðir við fyrsta net- þjónabúið sem vonandi hefur starfsemi innan tíðar á Suðurnesjum. Fleiri járn eru í eld- inum. Þá lýsti stjórn Landsvirkjunar því yfir á árinu 2007 að ekki verði virkjað á Suður- landi í þágu nýrra ál- vera, heldur verði virkj- unarkostir þar nýttir í þágu hátækniiðnaðar eins og þess sem að of- an er lýst. Hjá Landsvirkjun er talið tryggara að sala til smærri fyr- irtækja byggist á grunni orkusöl- unnar til hinna stærri. Vatnsaflsvirkj- anir kalla á mikið stofnfé en rekstrarkostnaður er sáralítill. Góð nýting virkjunar frá upphafi er for- senda arðsemi fjárfestingarinnar. Með það að leiðarljósi hefur upp- bygging virkjana á Íslandi und- anfarna áratugi verið reist á því að saman fari fjárfesting í virkjun og sala til nýs stórnotanda þannig að nýting orkunnar verði góð frá upp- hafi. Þessa dagana kreppir að og at- vinnustarfsemi dregst saman í heim- inum. Geta fyrirtækja til fjárfestinga er lítil og margvísleg starfsemi er víða slegin af. Það er athyglisvert að álverin á Íslandi halda áfram af full- um krafti enda þótt eigendur þeirra dragi saman seglin vítt og breitt um heiminn og segi upp þúsundum starfsmanna. Þetta er vegna kaup- skyldu álveranna á raforkunni hér- lendis samkvæmt þeim langtíma- samningum sem Landsvirkjun og fleiri orkufyrirtæki hafa gert við þau. Álverin þurfa að borga fyrir rafmagn- ið hvort sem þau nýta það eða ekki. Slíkar tryggingar er erfiðara að fá hjá hinum smáu hátæknifyrirtækjum sem leitað hafa til Íslands undanfarið. Móðurfélög þeirra og eignir bjóða ekki upp á slíkt. Ef verulegar fjár- festingar í virkjunum byggðust á sölu til þeirra gæti óvissan um tekjur frá þeim eftir því hvernig efnahagur heimsins þróast leitt til taps fyrir orkufyrirtækin. Hætta skapast á að tekjur fengjust ekki á móti fjárfest- ingum í virkjunum. Augljóst er að efnahag Landsvirkjunar væri hætta búin þessa dagana ef fjárfestingar fyrirtækisins undanfarna áratugi hefðu byggst á að anna skammtíma- samningum til smárra fyrirtækja án kaupskyldu. Uppbygging Landsvirkjunar er reist á langtímahugsun. Markmiðið er trygg fjárfesting en ekki stund- argróði. Traustur grunnur kaupenda með samninga til langs tíma og kaup- skyldu hefur skapað svigrúm til að byggja upp orkusölu til smærri og fjölbreyttari kaupenda með ásætt- anlegri áhættu. Fullur hugur er hjá fyrirtækinu til að halda áfram á þeirri braut. Gagnrýnt er að arðsemi Lands- virkjunar standist ekki samanburð við íslensk fyrirtæki á hlutabréfa- markaði sem standa í alþjóðlegri starfsemi, t.d. á sviði lyfjaframleiðslu. Ekki þarf að fjölyrða um það þessa dagana að fyrirtæki sem skila mikl- um arði geta líka skilað miklu tapi og jafnvel farið á hausinn þegar minnst varir. Hér gildir hin forna dæmisaga um kapphlaup hérans og skjaldbök- unnar. Ekki er víst að hérinn komist í mark þótt hann fari geyst af stað en skjaldbakan skilar sér. Orkuframleiðsla er langtíma- starfsemi með hóflegri en öruggri arðsemi og takmarkaðri áhættu. Landsvirkjun hefur með áratuga uppbyggingarstarfi lagt traustan grunn að orkufrekum iðnaði í landinu sem nú er orðinn mikilvægur hluti af efnahag og atvinnulífi Íslendinga. Þessi stefna hefur stuðlað að bygg- ingu öflugra og hagkvæmara raf- orkukerfis en ella sem hefur komið almenningi og smærri fyrirtækjum til góða. Ekkert bendir til annars en að uppbygging af þessu tagi haldi áfram og verði fjölbreyttari. Raunhæf nýsköpun á traustum grunni Þorsteinn G. Hilm- arsson skrifar um raforkuverð og -sölu » Landsvirkjun hefur lagt traustan grunn að orkufrekum iðnaði í landinu sem nú er orð- inn mikilvægur hluti af efnahag og atvinnulífi Íslendinga. Þorsteinn G. Hilmarsson Höfundur er upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar. UNDANFARNA mánuði, í því upp- lausnarástandi sem ríkir á Íslandi, hefur mörgum orðið tíðrætt um hamingjuna. Öll viljum við vera ham- ingjusöm. En lykillinn að lífshamingjunni getur stundum verið vandfundinn eins og dæmin sýna. Og það sem gerir einn hamingjusaman finnst öðrum engu máli skipta. En hamingjuleitin hef- ur haft ótrúlega mikil áhrif á gang sögunnar. Það mætti jafnvel ganga svo langt að segja að öll hug- myndakerfi, trúarbrögð og stjórn- málastefnur gangi út á þetta eitt – að leita leiða til að auka haminguna. Og enn er spurt um hamingjuna uppi á Íslandi vorið 2009. Þar með er auðvitað ekki sagt að allir stefni að sama marki. Því sum- ir vilja auka sína eigin hamingju, jafnvel á kostnað annarra. Á meðan aðrir telja mestu máli skipta að allir hafi jöfn tækifæri til þess að njóta hamingjunnar. Af því að ég nefndi trúarbrögðin þá snúast þau í grunn- inn öll um hamingjuna – jafnvel þó þau noti ólík orð yfir þennan kjarna lífsins. búddistar fylgja hinum átt- falda vegi Búdda á leið sinni burt frá þjáningunni. Múslímar lúta Al- lah og fela honum líf sitt. Kristnir menn finna hamingjuna í kærleiks- boðum Jesú, gyðingar ganga veg lögmálsins til að leita að hamingj- unni og hindúar leita að nirvana. Og þannig mætti lengi telja. En hvað er eiginlega hamingjan? Um það eru auðvitað skiptar skoð- anir. Bandaríski rithöfundurinn Mark Twain skrifaði mikið um leit mannsins að hamingjunni í sínum bókum. Hann hafði þetta að segja um hamingjuna: „Hamingjan er eins og sólarlagið – allir geta séð það en flest okkar horfum í öfuga átt og missum af því. En hver sá sem er hamingjusamur gerir aðra menn líka hamingjusama“. Í Gamla testamentinu er að finna mikið spekirit sem kallast Predikarinn. Predikarinn reynir ekki að skil- greina hamingjuna en horfir á allt lífið sem eina heild og vill fá les- endur sína til að skilja að ef til vill er ham- ingjan fólgin í öllu því sem við tökum okkur fyrir hendur – bæði góðum og erfiðum stundum, sigrum og ósigrum – lífinu sjálfu. Það er fyrst og fremst hugarfarið sem skiptir máli. En kannski segir enginn þetta betur en Páll postuli í hinum mikla óði til kærleikans í Fyrra Korintubréfi, 13. kafla. Kærleik- urinn og hamingjan eru hjá Páli samtvinnuð og þar með hamingjan, umhyggjan fyrir náunganum og samhygðin. Hamingjan er sem sagt margslungið fyrirbæri og ef til vill er ómögulegt að skilgreina hana í stuttri blaðagrein. En eitt kennir leit mannkynsins að hamingjunni okkur. Það er, að hamingjan læðist til okkar þegar við njótum saman fegurðar lífsins, lítum ekki undan neyð náungans heldur stöndum saman gegn hinu illa í veröldinni, og uppgötvum þannig leynda og dulda krafta í okkur sjálfum. Þar með er ekki sagt að leiðin til hamingjunnar sé alltaf auðveld og greið. Því sá sem vill finna hamingj- una verður að horfast í augu við sjálfan sig, verður að líta í spegil og spyrja sem svo – „Hvar hef ég brugðist, hvar bar mig af leið, hvað þarf ég að gera til að finna aftur gömlu góðu slóðina“? En hitt skipt- ir þó enn meira máli þegar litið er í spegil sálarinnar. Og það er að finna þar hinn góða kjarna sem við öll búum yfir, og opna honum leið upp úr sálardjúpinu. Vonandi tekst okkur Íslendingum það á komandi misserum. Hamingjuleit á erfiðum tímum Þórhallur Heim- isson skrifar um hamingjuna Þórhallur Heimisson »En hitt skiptir þó enn meira máli þeg- ar litið er í spegil sálar- innar. Og það er að finna þar hinn góða kjarna sem við öll búum yfir. Höfundur er prestur. Á ráðstefnunni munu vísindamenn Hafrannsóknastofnunarinnar, háskóla og annarra stofnana sem hafa stundað rannsóknir á sjónum við Ísland og þeim lífverum sem þar halda sig flytja 26 erindi um nýlegar rannsóknir sínar. Að auki verða margvísleg rannsóknaverkefni tengd efni ráðstefnunnar kynnt á um 40 veggspjöldum. Föstudagur, 20. febrúar 2009 09.00 – 9.25 Setning og ávarp: Steingrímur J. Sigfússon sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. 09.30 –10.15 Gestafyrirlestur: Stephen J. Hawkins, prófessor í sjávarvistfræði við Háskólann í Bangor, UK. Understanding climate driven changes in marine biodiversity and ecosystems: the value of long-term studies. 10.40 – 12.00 Atferli og líffræði þorsks 13.00 – 14.50 Sérstæðir ferlar 15.30 – 16.50 Hvalir í vistkerfi íslands Laugardagur 21. febrúar 2009 09.00 – 10.20 Hafsbotn og djúp 11.00 – 12.40 Firðir og strandsjór 13.40 – 15.00 Vistfræði og tími 15.00– 15.20 Umræður og samantekt: Jóhann Sigurjónsson Ráðstefnan er öllum opin meðan húsrúm leyfir Sjá nánar á www.hafro.is/hafradstefna HAFRANNSÓKNASTOFNUNIN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.