Morgunblaðið - 20.02.2009, Page 28

Morgunblaðið - 20.02.2009, Page 28
28 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2009 ✝ Óskar Rafn Þor-geirsson fæddist á Akranesi 15.9. 1941. Hann lést á Landspít- alanum við Hring- braut 12.2. síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Jón Þorgeir Jónsson vélstjóri, f. á Jaðri 6.7. 1914, d. 18.3. 1997 og Guðrún Jónsdóttir versl- unarkona, f. á Þránd- arstöðum í Kjós 12.2. 1918, d. 22.2. 1988. Óskar kvæntist 24.12. 1976 Guðbjörgu Guðrúnu Greipsdóttur, f. 11.11. 1949. Faðir hennar var Greipur Kjartan Krist- jánsson lögregluvarðstjóri, f. 31.3. 1914, d. 4 10. 1988 og móðir hennar er Guðleif Helgadóttir húsmóðir, f. 27.12. 1909. Dætur Óskars og Guð- bjargar eru: 1) Lísa Sigríður Greips- þau bjuggu við Snorrabraut. Guð- rún og Þorgeir slitu samvistum. Óskar og móðir hans bjuggu síðar að Háaleitisbraut 49. Óskar var vélstjóri hjá Eimskip til margra ára lengst af á Brúarfossi. Árið 1975 bjuggu hann og Guðbjörg sér heim- ili í Byggðarholti 51 í Mosfellsbæ. Árið 1979 hætti Óskar til sjós og hóf störf hjá Járnblendifélaginu á Grundartanga og flutti í kjölfarið með eiginkonu sinni og dætrum að Stóra-Lambhaga í Skilmanna- hreppi. Hjónabandi Óskars og Guð- bjargar lauk árið 1987 en góður vinskapur hélst með þeim alla tíð. Óskar flutti á Akranes og bjó við Skarðsbraut og hjá honum dvöldu dætur hans meira og minna á með- an menntaskólagöngu þeirra stóð. Hann starfaði nokkurn tíma hjá Síldarbræðslu HB & co á Akranesi en síðustu árin starfaði hann hjá Ís- taki. Óskar hóf að stunda hesta- mennsku árið 1977 og upp frá því var hestamennskan og skipulagn- ing lengri og skemmri hestaferða um landið hans helsta áhugamál. Útför Óskars fer fram frá Akra- neskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. son kennari, f. 20.7. 1971, gift Rafni Haf- berg Guðlaugssyni, f. 28.7. 1968. Börn þeirra Greipur, f. 9.2. 1999 og Ingibjörg, f. 27.12. 2001. 2) Guð- rún Ósk Óskarsdóttir laganemi, f. 30.3. 1975, gift Vigfúsi Orrasyni, f. 5.10. 1972. Fósturdóttir Óskars og dóttir Guð- bjargar af fyrra hjónabandi: Guðleif Jóna Kristjánsdóttir dýralæknir , f. 29.9. 1967, gift Andr- eas Schulz, f. 17.12. 1958. Börn þeirra eru Kristján Breki, f. 27.4. 1993 og Sóley, f. 21.6. 1999. Óskar átti heima á Akranesi fyrstu æviárin en fluttist ungur til Hafnarfjarðar með foreldrum sín- um og síðar til Reykjavíkur þar sem Elsku pabbi minn, eins óbærilegt og það er að missa þig þá veit ég að það var þér óbærileg tilhugsun að eiga langa sjúkrahúsvist fyrir hönd- um til viðbótar. Það var löngu komið nóg af þjáningum og oft er sagt að dauðinn sé líkn. Þau orð gera mér samt litlu léttara að horfast í augu við dauða þinn, því engin rök duga á tilfinningar mínar. Mig langaði að þér batnaði og að þú kæmir heim. Það var alveg sama hve varlega læknarnir töluðu, alltaf óx vonin á ný og í hvert sinn sem illa fór var skellurinn meiri og vonbrigðin erf- iðari. Morguninn sem hringingin kom frá sjúkrahúsinu man ég að fyrsta hugsun mín var: af hverju gerðist þetta endilega í dag? Af hverju ekki á morgun? Af hverju fengum við ekki einn dag enn? Bara einn enn? Ég veit svo sem að það hefði verið alveg sama hvaða dag fréttirnar hefðu borist, þessari sömu hugsun hefði alltaf skotið upp í huga mínum. Þrátt fyrir veikindi þín vorum við með endalausar ráðagerðir á prjón- unum og svo margt sem við ætl- uðum að gera. Við áttum eftir að skoða ótal staði, við áttum eftir að fara á fleiri matsölustaði, sjá fleiri kvikmyndir, við áttum eftir að verja óteljandi kvöldstundum saman, ræða málin og „slá undir einni könnu“. Ég er innilega þakklát fyrir mánuðina sem þú varst hjá okkur í Hulduhlíðinni þó ég hefði auðvitað kosið að þú hefðir flutt til okkar af öðrum ástæðum því við höfðum oft rætt það að þú flyttir til okkar áður en þú veiktist. Ég er ekki bara þakklát mín og Rabba vegna því við áttum margar góðar stundir með þér þennan tíma þrátt fyrir veik- indin heldur er ég sérstaklega þakk- lát vegna tímans sem þú varðir með Greipi og Ingibjörgu og þau með þér. Þeim fannst alveg frábært að eiga afa heima sem alltaf var til staðar þegar þau komu heim úr skólanum. Þú varst afi sem sagði sögur af árekstrum skipa við ísjaka og skipstjóra á dekki á engu nema síðum nærbuxum. Ekki var verra að þú lést allt eftir þeim og tíðar ferðir í bakaríið gerðu þig að besta afa sem hægt var að hugsa sér. Þú varst ekki bara besti afi sem hugsast gat heldur líka besti pabb- inn. Þegar ég hugsa um allt sem við höfum gert saman þá verð ég eig- inlega hissa. Það eru mýmargar ferðir sem við höfum farið saman í, stundum stóðu þær í marga daga, stundum nokkrar klukkustundir. Ferðir í bíl eða ferðir á hestum. Ferðir sem lágu um landið þvert og endilangt og líka til útlanda. Stund- um vorum við bara fjölskyldan okk- ar í þessum ferðum og stundum stór hópur fólks. Stundum vorum við ótrúlega menningarleg og fórum á sýningar eða tónleika. Stundum líka ferlega ómenningarleg með fullan munn af pylsu með öllu og remúlaði á kinninni. Við vorum oft alvarleg og ræddum þjóðmálin en okkur þótti líka gaman að fíflast. Þú, Gunna og ég að fíflast! Ómetanlegar minningar. Ég var heppin að eiga þig fyrir pabba og óska að við hefðum fengið meiri tíma. Ég sakna þín. Lísa. Elsku besti pabbi minn. Mikið reynist það mér erfitt að skrifa þér þessar línur. Mér líður satt best að segja enn eins og þetta sé allt sam- an vondur draumur sem ég geti vaknað upp af. Þú getur ekki verið dáinn. Það er svo margt sem ég átti eftir að segja þér og gera með þér. Þú ert búinn að vera svo óskap- lega veikur svo lengi og það var sá tími sem ég bað til Guðs að hann tæki þig til sín svo þú þyrftir ekki að kveljast meir. En síðustu vikur fór þér svo mikið fram og vonin óx og óx í brjósti mér. Ég þekkti aftur pabba minn sem ég hafði saknað svo óskaplega mikið. En svo kom símtal um miðja nótt og ég vissi um hvað þetta símtal myndi vera áður en ég svaraði. Við systurnar grétum í sím- ann. Okkur fannst þetta svo ósann- gjarnt. Þú hafðir þurft að þola svo mikið og barist svo hetjulega og átt- ir skilið að fá aðeins meiri tíma með okkur sem elskum þig svo mikið. Þegar ég hugsa um þig, pabbi, þá kemur alltaf bros fram á varir mín- ar. Ég man hvað þú varst duglegur að spila við mig þegar ég var lítil stelpa og leyfðir mér alltaf að vinna. Ég man hvað hendurnar þínar voru stórar og hlýjar og hvað það var gott að koma til þín og fá í sig yl. Ég er svo þakklát fyrir að þú gast leitt mig niður kirkjugólfið á brúðkaups- daginn minn og vissir af mér í öruggri höfn. Elsku besti pabbi, það hefur ekki verið til betri pabbi en þú. Ég vona að þú sért stoltur af mér. Þú varst alltaf svo góður við mig, líka þegar ég átti það kannski ekki skilið. Eins og þegar ég tók all- ar brettahlífarnar af jeppanum þín- um fína og grét og grét. Fyrst varstu voðalega hræddur vegna þess að þú hélst að eitthvað hefði komið fyrir mig en þegar þú vissir hvað hafði gerst þá sagðir þú bara: „Ekki gráta, Gunna mín, það er ekkert mál að gera við bíla. Eigum við ekki bara að poppa?“ Elsku pabbi, það hjálpar mér mjög mikið í þessari hræðilegu sorg sem býr nú í mér að vita að þú lést á afmælisdaginn hennar mömmu þinnar. Ég er viss um að amma sá eitthvað framundan sem hún vildi ekki leggja á okkur og kom og sótti þig. Það hjálpar mér að vita að þú ert ekki einn. Valur er líka farinn og nú er ég viss um að þú ert að leggja á og ert að leggja af stað í smá túr til Þingvalla. Góða ferð, elsku pabbi, og við sjáumst bráðum. Knúsaðu ömmu frá mér og klóraðu Vali undir faxinu. Ekki hafa áhyggjur af mér og Lísu. Við huggum hvor aðra og styðjum í sorginni. Ég elska þig og sakna þín svo mikið að mig svíður í hjartað. Þín dóttir, Guðrún Ósk. Elsku afi, við áttum margar góðar stundir með þér. Við fórum oft með þér á matsölustaði og þú varst alltaf svo góður við okkur. Okkur þótti leiðinlegt að þú gast ekki verið með okkur um jólin. Við pabbi ætluðum að sýna þér myndirnar úr ferðinni þegar við náðum í hestana og létum þá upp á Beitistaði. Þú varst svo veikur að þú gast ekki komið með í ferðina. Það var gaman að spila fyr- ir þig á gítarinn á sjúkrahúsinu og við vonum að þú hafir haft gaman af því þegar við komum í heimsókn. Við söknum þín innilega og við von- um að þér líði betur uppi á himn- inum hjá Guði. Afabörnin þín, Greipur og Ingibjörg. Hann Óskar frændi er dáinn. Ein- hvern veginn á maður erfitt með að trúa því að maður eigi ekki eftir að hitta þennan skemmtilega frænda sinn aftur. Ég man aldrei eftir öðru en að Óskar væri hluti af minni fjöl- skyldu og mikið óskaplega leit mað- ur upp til hans og fannst gaman að eiga svona fyndinn frænda. Hann var líka næstum því „frægur“ því hann sigldi svo mikið til útlanda á stórum skipum. Og það var vand- lega hlustað á útvarpið til að fylgj- ast með hvenær Brúarfoss og Helgafell kæmu til Reykjavíkur, því þá var stutt í að Óskar og Böddi frændur mínir kæmu. Ég var heldur ekkert lítið upp með mér þegar ég 6 ára gömul var keyrð í skólann af Óskari á nýja Volvo Amason-bílnum hans. Síðan liðu árin og þar sem aldursmunur- inn er töluverður á okkur lágu leiðir okkar ekki mikið saman í nokkur ár. En það gerðist síðan þegar ég hafði stofnað fjölskyldu að leiðir okkar lágu saman á ný og þá í gegn- um hestamennsku, sem er sameig- inlegt áhugamál. Við eignuðumst saman hesthús og er oft rifjað upp hve syni mínum fannst gaman að vera hjá Óskari því þar mátti hann sópa og moka eins og honum sýnd- ist. Til að byrja með var ég ekki mikið með í hestamennskunni en smám saman breyttist það þegar farið var í hestaferðir, þá var ég með. Við fjölskyldan eigum ólýsan- lega skemmtilegar minningar frá öllum þeim ferðum sem við fórum ásamt Óskari og félögum. Óskar hafði einstaklega skemmti- lega frásagnarhæfileika og það var dásamlegt að hlusta og horfa á hann þegar hann lyngdi aftur augunum og lifði sig inn í lýsingarnar þegar hann var að fræða mann um ein- hverja skemmtilega og fallega staði. Mörg skemmtileg tilsvörin á hann einnig og er okkur sérstaklega minnisstætt þegar hann talaði um „Asskotans peysufatareið“ þegar honum þótti fullhægt farið yfir og sló í klárinn. Hann átti líka sína skemmtilegu sérvisku og t.d. fór hann aldrei í ferð án þess að hafa meðferðis sér- deilis fína rauða strigaskó, reima- lausa, sem voru hans inniskór. Síð- asta ferðin sem við fórum með honum var farin fyrir tveimur árum, þegar riðið var á Landsmót norður í Skagafjörð og heim aftur. Það er sennilega skemmtilegasta ferðin sem við fórum, að öllum hinum ólöstuðum. Það er gott að eiga svona góðar minningar í ferðalok, þær ætlum við að geyma með okk- ur. Við erum sérstaklega þakklát fyr- ir hve góður Óskar var okkar fjöl- skyldu og sérstaklega honum Binna syni okkar, þeir náðu einstaklega vel saman. Það vekur aðdáun hversu vel dætur hans og tengda- synir hugsuðu um hann í veikindum hans. Við sendum þeim ásamt barna- börnum og öðrum ættingjum og vin- um okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Valdís, Sæmundur og fjölskylda. Það er mars og við Óskar erum staddir inni í gamla stóðhestahúsinu á Skógarhólum. Það er gott veður og við höfum tekið okkur ferð á hendur á sunnudegi eins og svo oft áður. Þingvellir voru hans uppá- haldsstaður og þar þekkti hann landslagið og alla staðhætti eins og fingur sína. Hafði komið hér oft á bílum en sennilega oftast ríðandi á hestum og heillast af staðnum. Hann lét slá fyrir stórar dyr sem voru opnar og gekk um, lagaði til svo Vetur konungur eyðilegði ekki húsið, henti grjóti í réttina og skammaðist út í Þingvallanefnd og fleiri fyrir að sjá ekki sóma sinn í að laga til á svæðinu og reisa nýtt hús með LH fyrir reiðmenn og aðra ferðamenn. Hann sagði mér öll heiti staðar- ins, fjöll og þess háttar en minni hans hvað landshætti varðar var fá- heyrt enda mikið lesinn og aldrei farið neitt nema kynna sér stað- hætti. Það var líka svo að ferðahóp- ar undir stjórn Óskars villtust ekki fyrr en nútímatækni átti að taka honum fram. Samskipti okkar Óskars voru mest í kringum hross og hestaferða- lög. Við áttum fleiri stundir saman því við fórum ófáar ferðir á bíl, urðu þá samtölin náin og mér sagt margt. Þá vissi ég hve illa honum leið í ein- veru sinni og hve hræddur hann var við að fá aftur mein ef hann fann einhvers staðar til en hann kvartaði aldrei og vildi lítið leita til læknis. Hann kom oft heim til okkar Ingi- bjargar og þáði mat. Held ég að honum hafi fundist gott að láta stjana við sig í matargerð og fá ekta íslenskan mat annað slagið. Hann sló oft á létta strengi, var húmoristi af guðs náð og náði vel til allra með góðlátlegum skotum um menn og málefni. Það er 12. ágúst 2008. Við erum staddir í Svartárgili á Þingvöllum, það er hugur í mínum. Hann hafði hringt og beðið mig um að koma einn hring og auðvitað lentum við á Þingvöllum en það hefðu eins getað orðið Egilsstaðir, þannig var Óskar. Hann hafði fengið girðingu í Svart- árgili og vildi fara ríðandi úr Mos- fellsbæ og stoppa fjóra daga og ríða um Þingvelli, allt var planlagt en hann fann illa til í kviðnum. Sagan verður svo stutt. Hann finnur mikið til. Í framhaldinu fer hann í rann- sóknir og greinist aftur með krabba- meinið í framhaldi af þeim. Hann er svo meira og minna á spítala og nú alveg síðan í desember og þegar allt virðist ganga fram, gerist hið óvænta. Hann andast í svefni hinn 12. febrúar 2009, 66 ára. Óskari verður ekki svo auðvelt að gleyma því hans stíll var einstakur og verð- ur vandfyllt í hans stað. Við Ingibjörg vottum aðstandend- um hans, börnum og barnabörnum okkar innilegustu samúð. Að leið- arlokum viljum við þakka Óskari Rafni ógleymanleg kynni og reikn- um með, úr því að nú er nýbyrjað nýtt ár, að hann hafi verið kallaður til að skipuleggja enn eina hesta- ferðina en það gerði hann ávallt í byrjun árs svo að allt yrði tilbúið að vori. Góða ferð til nýrra heimkynna. Þinn vinur, Kristján Heiðar Baldursson og fjölskylda. Góður vinur og ferðafélagi er nú fallinn frá eftir erfið veikindi. Óskar var einn af þessum föstu punktum í hestaferðum okkar, hann var alltaf búinn að kynna sér leiðina og því var frábært að vera við hlið hans og heyra hann segja frá staðháttum og nöfnum á fjöllum og stöðum á leið okkar. Er við komum síðan á áfangastað eftir ævintýri dagsins sáu karlarnir um hestana á meðan við konurnar elduðum matinn. Eftir það var sest niður með Óskari og dagleiðin skrifuð niður með hans hjálp. Við lentum saman í ýmsum æv- intýrum eins og að villast og gerðist það oftar en einu sinni, og eins þeg- ar trússabíllinn okkar og kerra fest- ust í miðju bröttu fjalli. Mikið var hlegið og sungið og Óskar fór alveg á kostum er hann sagði okkur frá t.d. sögunni um skakka loftið og þegar hann var í Hamborg á sjó- mannsárum sínum, þeirri nótt í Hvanngili gleymum við aldrei, þessi kvöldvaka mun alltaf standa upp úr. Það er erfitt að hugsa til þess að vinur okkar verður ekki með í næstu hestaferð en minningin um hann verður með í för er við syngj- um um Lugtar Gvend. Við sendum fjölskyldunni innileg- ar samúðarkveðjur. Anna Lilja, Engilbert, Guðný, Hafsteinn, Nína, Daníel, Hadda, Helgi, Pálmi og Sigurður. Okkur langar með nokkrum lín- um að kveðja frábæran vin og fé- laga, Óskar Rafn Þorgeirsson, sem jarðaður er frá Akraneskirkju í dag. Fyrir margt löngu stofnuðu nokkrir vinnufélagar í Járnblendifélaginu á Grundartanga jeppaklúbb sem lifir enn í dag. Einn þeirra var Óskar. Við njótum þess nú að eiga í minn- ingunni allt það sem hann kenndi okkur um landið okkar, fegurð þess og staðhætti. Ekki var til sú þúfa eða fjall sem Óskar vissi ekki nafn á, hann var ævinlega með á hreinu hvað allt hét sem fyrir augu bar. Ferðir yfir Kjöl, í Kerlingarfjöll, Langavatnsdal, Hlöðufell svo eitt- hvað sé nefnt verða okkur ævinlega minnisstæðar með besta farastjóra sem hugsast gat. Óskar var mikill hestamaður og náttúrubarn sem þekkti landið sitt einkar vel. Hann var mjög víðförull og fróður. Fyrir nokkrum árum hvarf hann til ann- arra starfa og þá skildi leiðir um sinn, sinnti hann þá því áhugamáli sínu að fara mikið í hestaferðir og hittumst við sjaldnar þess vegna. En alltaf var hann sami góði vin- urinn okkar, jafn ljúfur og stutt í húmorinn þegar við hittumst. Ekk- ert var skemmtilegra en að hlusta á hann segja frá. Núna varð hann undir í barátt- unni við krabbameinið, en fyrir nokkrum árum greindist hann með það mein og læknaðist af því. Lifði síðan í mörg ár eftir það alltaf jafn æðrulaus og bar það ekki á torg. Við viljum með þessum fátæklegu orð- um þakka fyrir að hafa átt Óskar fyrir vin og sendum öllum aðstand- endum innilegar samúðarkveðjur. Minningin um góðan dreng lifir. Fyrir hönd jeppavinanna, Sigríður Gróa Kristjánsdóttir. Óskar Rafn Þorgeirsson Símon Andreas Marthensson Olsen ✝ Símon AndreasMarthensson Ol- sen fæddist á Ísafirði 20. febrúar 1969. Hann lést af völdum krabbameins á heim- ili sínu 17. mars 2001 og fór útför hans fram frá Grafarvogskirkju 23. mars. Meira: mbl.is/minningar Minningar á mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.