Morgunblaðið - 20.02.2009, Side 20

Morgunblaðið - 20.02.2009, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2009 Einar Sigurðsson. Ólafur Þ. Stephensen. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Útlitsritstjóri: Árni Jörgensen. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Stjórnarflokk-arnir hafakynnt drög að frumvarpi um breytingar á kosn- ingalöggjöfinni í þingflokkum. Þar er gert ráð fyrir því að flokkarnir geti boðið kjósendum sínum upp á persónukjör, það er að ann- aðhvort verði föst uppröðun á listum þeirra eða óraðað og kjósandinn ákveði röð fram- bjóðendanna. Samkvæmt þessu yrði eftir sem áður um listakosningu að ræða. Allar breytingar, sem til þess eru fallnar að auka áhrif kjósenda, eru af hinu góða og afleitt að þau tækifæri, sem framfarir í tækni á und- anförnum árum hafa gefið til að innleiða beint og milliliða- laust lýðræði, skuli ekki hafa verið nýtt. Ef hægt er að sýna fram á að þessi breyting sé til þess fallin að hygla einum flokki umfram annan á hún vitaskuld engan rétt á sér. Kjósandinn fengi ákveðið frelsi gæti hann raðað á lista á sínum for- sendum. Segja má að þá færi prófkjörið fram um leið og kosningarnar. Þetta gæti vissulega komið flokkunum í vanda. Til dæmis gæti óraðað- ur listi stangast á við markmið um að auka þátt kvenna í póli- tík. Í það minnsta hefur því verið haldið fram að karlar reynist koma betur út úr próf- kjörum en konur. Eins gætu heilu byggð- arlögin orðið út- undan í stórum og dreifbýlum kjör- dæmum. Þessi vandamál eiga hins vegar ekkert síður við um prófkjör. Þær breytingar sem hér um ræðir virðast vera þess eðlis að þær varði ekki stjórn- arskrá. Rök þess efnis að tím- inn sé of naumur eiga ekki við af þeirri einföldu ástæðu að flokkunum yrði í sjálfsvald sett hvort þeir röðuðu á lista eða ekki. Það er hins vegar grund- vallaratriði að ekki verði of flókið að ganga að kjörborðinu og kjörseðillinn einfaldur þannig að ekki skapist hætta á að kjósendur geri atkvæði sitt ógilt af vangá. Sömuleiðis verða reglurnar að vera skýr- ar þannig að ekki komi upp vandræði í talningu eða mis- ræmi milli kjördæma. En duga þessar breytingar til að uppfylla kröfur almenn- ings? Það verður að teljast hæpið. Miklu víðtækari end- urskoðunar er þörf og þar verður meðal annars að takast á við spurningar um það hvernig best verði staðið að því að taka upp beint lýðræði og hversu víðtækt það eigi að vera. Sú staðreynd að víðtæk- ari endurskoðunar sé þörf á hins vegar ekki að standa í vegi fyrir þessum breyt- ingum. Mismuni breytingin ekki flokkunum á hún rétt á sér.} Í átt til persónukjörs Á forsíðu Morg-unblaðsins í gær var frétt und- ir fyrirsögninni Forsetaviðtal olli skjálfta. Í fréttinni er því lýst hvers konar uppnámi ummæli sem höfð voru eftir Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, í FT-Deutschland hinn 10. febr- úar sl. ollu í þýska stjórnkerf- inu. Í fréttinni er greint frá því að Ólafur Davíðsson, sendi- herra í Þýskalandi, hafi gert grein fyrir málinu á fundi í þýska utanríkisráðuneytinu 11. febrúar sl. „Fundinn sátu fulltrúar ut- anríkis- og fjármálaráðu- neytis. Á fundinum kom fram að bæði fjármála- og utanrík- isráðuneyti Þýskalands hefðu fengið fjöldann allan af sím- hringingum og skeytasend- ingum frá áhyggjufullum við- skiptavinum Kaupthing Edge þar sem þeir kröfðust þess að þýsk stjórnvöld aðhefðust eitt- hvað í málinu.“ Í ljósi þess fjaðrafoks sem orð forsetans í hinu virta dag- blaði FT-Deutsch- land ollu í Þýska- landi, sem hann segir hafa verið rangtúlkuð, eru orð Árna Þórs Sig- urðssonar, formanns utanrík- ismálanefndar, óskiljanleg. Hann sagði eftir að utanrík- ismálanefnd hafði fundað um málið að ummæli forsetans í þýskum fjölmiðlum hefðu ver- ið rangtúlkuð og málinu væri lokið af hálfu nefndarinnar og ráðuneytis. Þorgerður Katrín Gunn- arsdóttir, varaformaður Sjálf- stæðisflokksins, sem á sæti í utanríkismálanefnd sagði á hinn bóginn að afloknum fund- inum að ummæli forsetans hefðu verið mjög óheppileg og gæfu tilefni til þess að hlut- verk forseta Íslands væri end- urskoðað. Í ljósi endurtekinna og óheppilegra uppákoma á veg- um forsetans er endurskoðun á hlutverki forseta Íslands jafntímabær og endurskoðun á stjórnarskránni, hlutverki framkvæmdavaldsins og lög- gjafans. Óheppilegar uppá- komur eru tilefni til endurskoðunar} Hlutverk forseta Íslands V ið Íslendingar erum aðeins rúm- lega 300 þúsund og búum í til- tölulega stóru og auðugu landi með fossum og jarðvarma. Allt í kringum okkur eru gjöful fiski- mið. Ef við lítum á þessar auðlindir sem eign okkar má segja að hver Íslendingur sé gríðarlega auðugur. Miklu ríkari en hver einstaklingur á meginlandi Evrópu eða í Ameríku. Ef við myndum varpa hug- myndum okkar um sanngirni og réttlæti fyrir borð gæti Ísland verið í flokki með Dubai eða Katar. Herraþjóð sem lifði í vel- lystingum og léti erlenda þræla strita í verksmiðjum. Kannski er frábært að við séum ekki þannig. Við erum tiltölulega venjulegt fólk sem malar sitt korn mislangt frá jörð- inni. Á tímabili leit út fyrir að hér hefði myndast stéttarleg elíta þeirra sem létu aðra um að strokka en hirtu svo smjörið. Ég trúði þessu meira að segja sjálf- ur. Ég hélt að loksins væri spádómur minn um Ísland sem forréttindaríki að rætast. Ég hélt að venjulegum Íslendingi yrðu umbunað fyrir að hafa þolað leiðinlegt veður og einangrun norður í hafi. Að loksins yrðu Ís- lendingar erfðaprinsar auðæfanna. Vaxtatekjubörn sem flygju um heiminn á fyrsta farrými og keyptu fótboltalið að gamni sínu. Við getum vel verið svoleiðis ef við viljum. En það myndi kosta fórnir. Lykilatriðið er að þekkja sjálfan sig. Íslendingar hafa lifað í blekk- ingu um eigið þjóðskipulag. Íslendingar monta sig oft af opnu og skilvirku þjóðskipulagi, góðum „in- frastrúktúr“ eins og það er kallað á máli kapítalista. Frjáls fjölmiðlun, gott mennta- kerfi, samgöngur, óspillt stjórnsýsla, virkt lýðræði o.s.frv. Nú sjáum við að þetta er allt saman rétt en ekki nema að hálfu leyti. Dagblöðin prenta fréttir en gera það með svo litlum broddi að fólk les frekar ópíumið á öftustu síðunum. Íslenskir háskólamenn sinna kennslunni aðeins sem hlutastarfi því þeim finnst líka gaman að reka fyrirtæki og kaupa verðbréf. Vegakerfið okkar er háð því úr hvaða hreppi samgöngu- ráðherrann er og stjórnmálaflokkar, sem eru reistir á grundvelli úreltrar evrópskrar stéttahugmyndafræði, spinna lýðræðisleikrit með nógu spennandi söguþræði til að enginn telji sig svik- inn. Samkeppni á neytendamarkaði er ekkert meira en orð í lokaðri lagabók uppi í hillu. Við búum á landi þar sem við höfum til hálfs opið þjóðskipulag að hætti stórra vestrænna ríkja í bland við ættbálkaeinræði olíulandanna á Arabíuskaganum. Nú þurfum við að ákveða okkur. Hvort viljum við opið og sanngjarnt þjóðskipulag með þeim fórnum sem því fylgir (til dæmis að rödd kverúlanta eins og pistlahöf- undar fái að hljóma) eða skilvirkt bak-klórsveldi sem gæti jafnvel gert okkur auðugri. Ekkert hálfkák. Eng- in þriðja leið. Nógu mikil er blekkingin. Við verðum að velja. bergur.ebbi.benediktsson@gmail.com Bergur Ebbi Pistill Við verðum að velja Kauptaxtarnir grípa launafólk í fallinu FRÉTTASKÝRING Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is E fnahagskreppan hefur þegar orðið til þess að stórir hópar launafólks hafa mátt sætta sig við launalækkanir. Könn- un Capacent fyrir ASÍ í desember leiddi í ljós að þá höfðu 14% þeirra sem eru í launaðri vinnu lent í beinni launalækkun eftir að hrunið hófst. Sú spurning hefur vaknað hvort áhersla stórra verkalýðssambanda á umliðn- um árum á svokölluð markaðslaun, sé nú að koma í bakið á launafólki, þegar fyrirtækin berjast í bökkum. Munum sigla út úr þessu Markaðslaun skila launþeganum hærri launum en taxtakaup en þetta er í reynd fyrirkomulag þar sem vinnuveitandi og starfsmaður semja milliliðalaust um laun í stað þess að festa kaupið við tiltekna launataxta. Verslunarmenn og iðnaðarmenn hafa margir notið markaðslauna en Starfsgreinasambandið farið aðrar leiðir og samið um kauptaxtakerfi fyrir sitt fólk. „Það var umræða á sínum tíma um hvort við ættum að halda í taxtakerfið. VR valdi þá leið að vera eingöngu með tvo launa- flokka en við í Starfsgreinasamband- inu höfnuðum því og héldum launa- taxtakerfi okkar, sem mörgum þótti skammarlega lágt. Launataxtakerfið er grundvöllur reglulegra launa launafólks. Við höfum alltaf viljað halda í þetta kerfi sem ákveðna lág- marksviðmiðun,“ segir Skúli Thor- oddsen, framkvæmdastjóri SGS. Hann bendir á að í efnahagshruninu eigi launafólk enga aðra vörn en um- samda taxta. Þeir sem lækki mest séu þeir sem voru með hæstu mark- aðslaunin. „Þá er til staðar örygg- isnetið sem grípur menn í fallinu. Við þökkum okkar sæla að hafa þetta ör- yggisnet, gólfið sem menn komast ekki niður úr.“ Gunnar Páll Pálsson, formaður VR, segir ljóst að menn muni ekki sækja sér miklar kaup- hækkanir við núverandi aðstæður umfram það sem kveðið er á um í gildandi kjarasamningum. Hann er þó ekki þeirrar skoðunar að mark- aðslaunakerfið heyri sögunni til. „Það er mín trú að við munum sigla út úr þessu og þá mun reyna aftur á þetta en það geta liðið nokkur ár áð- ur en að því kemur,“ segir hann. Páll Punnar vill ekki taka undir að markaðslaunakerfið sé að koma í bakið á launafólki um þessar mundir. Þó megi vera að laun sem samið hef- ur verið um milli launþega og at- vinnurekenda skv. markaðs- launakerfinu séu að síga niður þessa dagana en VR félögin séu með samn- ingsbundin lágmarkslaun svipað og önnur sambönd í ASÍ. 46% kaupmáttaraukning Gunnar Páll segir markaðslaunin hafa skilað ótvíræðum ávinningi fyrir VR-fólk. Kaupmáttur þess hafi auk- ist um 46% á seinustu tíu árum á sama tíma og kaupmáttur launa- vísitölunnar hækkaði um 22%. Þorbjörn Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Samiðnar, tekur í svipaðan streng. ,,Við höfum búið við markaðslaunakerfið lengi og höfum eingöngu samið um lágmarkslaun. Síðustu 3-4 ár hefur verið allmikið bil á milli taxtalauna og markaðslauna. Ég er sannræður um að markaðs- launakerfið er ekki komið niður í kauptaxtakerfið. Hinsvegar hefur þeim fjölgað sem eru komnir niður að gólfinu frá því sem áður var.“ Hann segir taxtana mikils virði fyrir launafólk í árferðinu nú. Morgunblaðið/RAX Kjör Stéttarfélög standa vörð um kauptaxta í kreppunni en sérfræðingar ASÍ spá því að kaupmáttur launa muni rýrna um 7% á þessu ári. „Hlutverk verkalýðshreyfing- arinnar er að vernda það sem hægt er og standa vörð um ákveðin grundvallarlágmarksréttinni,“ seg- ir Skúli Thoroddsen, fram- kvæmdastjóri SGS. En þó verkalýðshreyfingin standi vörð um kauptaxtakerfið á vinnu- markaði er ljóst að lægstu taxtar eru svo lágir að þeir ná ekki lág- marksfjárhæð atvinnuleysisbóta. Innan verkalýðshreyfingarinnar leggja menn nú kapp á að gengið verði í að hækka lágmarkstekjur svo þær verði ekki lægri en at- vinnuleysisbætur. Forsvarsmenn atvinnurekenda hafa ekki tekið þeim hugmyndum illa. Í dag eru atvinnuleysisbætur um það bil 15 þúsund kr. hærri en lægstu taxtar. Bæturnar hafa hækkað umtalsvert á allra seinustu árum samanborið við þróun lægstu kauptaxa. LAUNIN UPP AÐ BÓTUM ››

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.