Morgunblaðið - 20.02.2009, Page 38

Morgunblaðið - 20.02.2009, Page 38
38 MenningFRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2009 Ef ég á að vera alveg hreinskilinn gerðu þessi orð Þorgerðar mig bál- reiðan …43 » Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is „ÞETTA er frábært dæmi um það hvernig sendiráðin geta nýst í að kynna íslenska menn- ingu,“ segir Nína Margrét Grímsdóttir, en henni hefur verið boðið að halda tónleika í Sag- restia del Borromini í Rómaborg föstudaginn 27. febrúar. Áður en hún leggur af stað til Rómar heldur hún tónleika hér heima, í Saln- um á þriðjudagskvöld kl. 20, og í Stykk- ishólmskirkju á miðvikudagskvöld. „Tónleikarnir eru liður í reglulegri tónleika- röð í þessari kirkju, en hún er í miðborg Róm- ar. Það er píanóleikari, Sebastiano Bruscho, sem er listrænn stjórnandi tónleikanna, en hann hefur átt samstarf við íslensku send- iskrifstofuna á Ítalíu um að þarna kæmu ís- lenskir flytjendur fram. Það er Sigurður Bragason söngvari sem hefur stýrt samstarf- inu, hann er vinur Sebastianos og bróðir Guðna Bragasonar sendifulltrúa. Kynning- arstarf hefur verið unnið af sendiskrifstofunni og lögð áhersla á að hluti efnisskrárinnar væri íslensk tónlist.“ Nína Margrét kveðst ætla að spila róm- antísk verk, Sónötu í B-dúr K333 eftir Mozart, tvö Næturljóð eftir Chopin og Rondo capric- cioso op. 14 og Variations serieuses op. 54 eftir Mendelssohn. En hvaða góðmeti íslenskrar tónlistar fá Ítalir að heyra? Þjóðleg og rómantísk íslensk verk „Mér fannst alveg tilvalið að blanda Svein- birni Sveinbjörnssyni og Páli Ísólfssyni við Mendelssohn. Sveinbjörn og Páll lærðu í Leip- zig, en Mendelssohn bjó þar og starfaði,“ segir Nína, en verkin eru Idyll og Vikivaki eftir Sveinbjörn og Burlesca, Intermezzo og Cap- riccio eftir Pál, en þau standa saman í Þremur píanóstykkjum op. 5. Verkin eru meðal elstu og þekktustu verka íslenskra píanóbók- mennta. „Þetta eru afskaplega aðgengileg verk.“ Nína Margrét fær styrk úr Menntasjóði Listaháskóla Íslands til Ítalíufararinnar. Nína Margrét í Róm Samstarf sendiráðsins og ítalsks tónleikahaldara Nína Margrét Spilar í Róm en fyrst hér heima. SKÚLPTÚR af listamanninum Da- mien Hirst eftir spænska lista- manninn Eugenio Merino hefur vakið athygli á ARCO- listastefnunni sem stendur nú yfir í Madríd. Skúlptúrinn sýnir Hirst beina byssu að eigin höfði þar sem má sjá blóðuga holu eftir byssukúlu. Verkið á að vera vísun í verk Hirst af demantshauskúpunni, For the Love of God. Merino hefur nefnt verk sitt 4 the Love of Go(l)d. Merino segir að verðgildi verka Hirst myndi aðeins hækka við dauða hans. „Ég hugsaði að þar sem hann hugsar svona mikið um peninga yrði næsta verk hans að skjóta sjálfan sig til þess að verð- gildi verka hans myndi hækka dramatískt,“ sagði Merino í viðtalið við The Guardian. „Þetta er grín en þetta er líka mótsagnakennt.“ Verk Merino er sett í sérstakan glerkassa, svipaðan og Hirst fyllir oft með formalíni og dauðum dýr- um. Merino segir að margir haldi að verkið þýði að hann hati Hirst en raunin er að hann er mikill aðdáandi. Fleiri verk Merino á sýn- ingunni vísa í verk Hirst og öll hafa þau selst. Dauður Da- mien Hirst Verkið af Hirst. MICHELLE Harrison fékk barna- bókaverðlaun Waterstone í Bret- landi fyrir ævintýrasöguna The 13 Treasures sem fjallar um unglings- stúlku sem sér álfa. Þetta er fyrsta bók hinnar 29 ára Harrison sem skrifaði fyrstu kafla hennar þeg- ar hún var við nám í háskól- anum í Stafford árið 2002. Waterstones segir að bókin eigi eftir að slá í gegn á þessu ári. Sarah Clarke yfirmaður barnabókadeildar Waterstone segir að bókin eigi eftir að heilla og skemmta mörgum kynslóðum les- enda. Hún hefur þegar verið seld til fjöldamargra landa og hefur verið líkt við klassísk ævintýri Grimms- bræðra. „The 13 Treasures er frumlegt ævintýri og þú gleðst yfir að geta ekki séð álfa. Harrison er frábær nýr höfundur og ég mun fylgjast með næstu bók hennar,“ segir Car- oline Horn, ritstjóri The Bookseller. Ný J.K. Rowling? Michelle Harrison ÞRÆLKUN, þroski, þrá? nefnist ljósmyndasýning sem verður opnuð í Bogasal Þjóð- minjasafns Íslands á morgun. Á sýningunni verður úrval ljósmynda sem sýna börn við vinnu á sjó og á landi á árunum 1920-1950. Er sýningunni ætl- að að vekja spurningar um vinnumenningu og barnaupp- eldi á Íslandi á 20. öld. Samhliða sýningunni er gef- in út bókin Afturgöngur og afskipti af sannleik- anum eftir sýningarhöfundinn, Sigrúnu Sigurð- ardóttur menningarfræðing. Sýningin stendur til 6. september. Myndlist Börn við vinnu á sjó og landi Sigrún Sigurðardóttir SALKA Valka, dansverk eftir Auði Bjarnadóttur, verður frumsýnt í meðförum Svölu- leikhússins í dag í húsnæði Hafnarfjarðarleikhússins. Verkið er gert eftir sam- nefndri sögu Halldórs Lax- ness. Helstu hlutverk eru í höndum Unnar Elísabetar Gunnarsdóttur, Láru Stef- ánsdóttur, Johanns Lindells og Pontus Pettersen. Þann 8. mars verður verkið svo sýnt á danshátíðinni Tanz- welt í Braunschweig í Þýskalandi en það var frum- sýnt á Listahátíð 2002 með Íslenska dans- flokknum. Sýningar eru líka 28. feb. og 1. mars. Dans Salka Valka hjá Svöluleikhúsinu Auður Bjarnadóttir FÉLAG um átjándu aldar fræði heldur málþing í tilefni þess að á árinu eru liðnar tvær aldir frá valdaskeiði Jörundar hundadagakonungs á Íslandi. Málþingið fer fram í fyr- irlestrasal Þjóðarbókhlöðu, á 2. hæð á morgun, laugardag, kl. 13.30 og lýkur um kl. 16.30. Sigurður Líndal fjallar um réttarstöðu Íslands 1809, Bragi Þorgrímur Ólafsson sagnfræðingur fjallar um Jörund í Íslandssög- unni, Sveinn Einarsson, bókmenntafræðingur, fjallar um Jörund í skáldskap og Anna Agnars- dóttir, sagnfræðingur, um stjórnleysi og kúgun. Sagnfræði Jörundur hunda- dagakonungur Sigurður Líndal Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is NÝSTOFNAÐUR Hönnunarsjóður Auroru var kynntur í gær. Sjóðurinn hefur úr 75 milljónum að spila næstu þrjú árin og hefur það eina markmið að styrkja hönnun á Ís- landi. „Þetta eru mikil tímamót í umhverfi íslenskrar hönn- unar. Það sem hefur háð greininni síðustu ár er að það hefur vantað viðskiptaþekkingu og fjármagn. Það hefur aldrei verið til neitt fjármagn sem hefur verið sérmerkt hönnun og hvað þá svona styrktarsjóður,“ segir Þórey Vilhjálmsdóttir framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar Íslands. Sjóðurinn er angi út frá Aurora velgerðarsjóði sem hef- ur það markmið að styrkja mannúðarmál, menntun og menningu hérlendis og í tveimur Afríkuríkjum. Velgerð- arsjóðurinn, sem var stofnaður að frumkvæði hjónanna Ingibjargar Kristjánsdóttur og Ólafs Ólafssonar í Sam- skipum árið 2007, setti 25 milljónir á ári í þrjú ár í hönn- unarsjóðinn en verkefninu er ætlað að skjóta styrkum stoðum undir íslenska hönnun með því að veita hönnuðum fjárhagslega aðstoð til kynningar- og söluverkefna hér- lendis og erlendis og styðja við bak efnilegra hönnuða og vera vettvangur hugmynda og skapandi hugsunar í grein- inni. Lítill heimamarkaður heftandi „Þetta á eftir að skapa gríðarlegan virðisauka í grein- inni, það eru svo margir hönnuðir sem eru komnir með mikla reynslu en það sem háir þeim er hvað heimamark- aðurinn er lítill sem gerir það að verkum að hönnuðir eru knúnir til að fara í útflutning snemma á ferlinum. Það er mjög dýrt að hefja útflutningsferlið en þessi sjóður á eftir að breyta þessu umhverfi tölvert. Hann mun líka ýta und- ir nýsköpun í greininni. Það hefur mikil áhrif að fá 75 milljónir inn í hönnunargeirann, það mun augljóslega skila sér. Því hönnun er á þeim stað núna á Íslandi að það eru svo margir aðilar sem geta gert það svo gott með því að fá smávegis aðstoð. Það eru rosalega fá fyrirtæki starf- andi sem eru komin yfir það að vera kölluð grasrót,“ segir Þórey sem telur sjóðinn vera mikla traustsyfirlýsingu á greinina. „Stjórn Auroru veðjar á að í þessum geira muni eiga sér stað mikill vöxtur á næstunni og vill taka þátt í því. Þarna skilar sér samstaða hönnuða, sem varð til þess að Hönnunarmiðstöðin var stofnuð, og fólk sér tækifærin þannig að ég er sannfærð um að þessi sjóður eða annar sambærilegur muni starfa áfram eftir þrjú ár,“ segir Þór- ey og bætir við að kannski verði þetta fjármagn til þess að hönnun bjargi Íslandi upp úr efnahagslægðinni. „Það hef- ur verið nefnt við okkur að hönnun sé ein af þeim greinum sem eiga eftir að byggja upp ímynd okkar aftur og von- andi líka efnahaginn. “ Fjármagn sérmerkt hönnun  Nýr sjóður til styrktar íslenskri hönnun kynntur í gær  Veitir 25 milljónir á ári í þrjú ár  Ætlað að skjóta styrkum stoðum undir íslenska hönnun Morgunblaðið/Golli Aurora Ingibjörg Kristjánsdóttir, stjórnarformaður hönnunarsjóðs Auroru, Þórey Vilhjálms- dóttir framkvæmdastjóri og Hlín Helga Guðlaugsdóttir framkvæmdastjóri. „Það verður tekið við umsóknum allt ár- ið en við miðum við að úthluta þrisvar til fjórum sinnum ári. Það er gert til að við höfum ákveðinn sveigjanleika og getum brugðist skjótt við því sem er að gerast,“ segir Hlín Helga Guðlaugsdóttir framkvæmdastjóri sjóðsins. „Sjóðnum er ætlað að styrkja og efla hönnun á Íslandi með beinum styrkjum til hönnuða. Það er markmið hjá okkur að styrkja frekar færri en fleiri í einu svo upphæðin í hvert skipti verði veg- leg.“ Spurð út í forsendurnar fyrir úthlutun segir Hlín að þær geti verið misjafnar. „Þetta er verkefnadrifið en við sjáum fyrir okkur að styrkurinn sé eitthvað sem skiptir viðkomandi miklu máli og hafi eitthvað að segja um vinnuferli hans,“ segir Hlín. „En annars ætlum við að horfa á alla flóruna því hönnun á Íslandi er svo ungt fag. Hvert verkefni fyrir sig verður metið. Það geta allir fagmenntaðir hönnuðir sótt um en markmiðið er að sjóðurinn geti komið inn með stuðning sem skiptir máli fyrir viðkom- andi til að koma sér á framfæri.“ Hönnunarsjóður Auroru er tilraunaverk- efni til þriggja ára eins og komið hefur fram og segir Hlín engin bein áform um framhald að svo stöddu. „Von okkar allra er að þetta geti haldið áfram því það hefur aldrei áður verið til sjóður sem miðar beint að hönnun. Sjóðurinn ætlar að renna undir þessa grein enn faglegri stoðum með þessu fjármagni.“ Úthlutað úr sjóðnum nokkrum sinnum á ári

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.