Morgunblaðið - 20.02.2009, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.02.2009, Blaðsíða 2
Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is VÍSINDAMENN á Hafrann- sóknastofnuninni unnu fram á nótt í samvinnu við skipverja á loðnu- skipinu Berki NK við að mæla og meta loðnugöngu sem fannst sunn- an við landið í gær. Ekki hafði í gærkvöldi tekist að mæla næga loðnu til að unnt væri að mæla með útgáfu veiðikvóta. Loðnuskipin Börkur NK og Ás- grímur Halldórsson SF voru við loðnuleit í gær á því svæði sunn- an við land þar sem líklegast er talið að einhver loðna finnist. Börkur fann um hádegisbilið göngur utan við Dyrhólaey og voru þær mældar samkvæmt ósk- um sérfræðinga Hafró. Skipið er búið mælitækjum sem skilar gögnum til Hafrannsóknastofn- unarinnar um gervihnött, með sama hætti og rannsóknarskip stofnunarinnar. Brælan eykur óvissu Þorsteinn Sigurðsson, sviðs- stjóri nytjastofnasviðs Hafró, sagði í gærkvöldi að ekki væri vitað hversu mikið magn þetta væri. Þá hefði ekki verið hægt að taka sýni vegna veðurs og það yki á óvissuna. Þorsteinn vekur jafnframt at- hygli á því að mikið þurfi að mæl- ast til að unnt verði að mæla með útgáfu loðnukvóta því enn sé ekki kominn nema hluti af þeim 380 þúsund tonnum sem mæld voru norðaustur af landinu í síðasta mánuði. Hafró muni ekki mæla með veiðum nema það takist að finna vel yfir 400 þúsund tonn. Hægir á göngunum Vegna brælu hefur þeim loðnu- skipum sem fengið hafa smárann- sóknarkvóta ekki tekist að kasta á loðnu síðustu daga. Því er ekki vit- að um hrognafyllingu. Þó er talið að fremstu torfurnar séu að nálg- ast hrygningu. Verulega hefur hægt á göngum eftir því sem vestar hefur dregið. Þótt ekki hafi tekist að staðfesta það er talið að fremstu göngurnar séu komnar fyrir Reykjanesið. Mæla og meta loðnugöngu  Leitarskip fundu loðnugöngu við Dyr- hólaey  Loðnan komin að hrygningu Morgunblaðið/Kristinn Loðna Sífellt minnka líkur á ein- hverri loðnuvertíð að gagni. 2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2009 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþrótt- ir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is „ÞAÐ er annaðhvort núna eða strax, eins og sagt er, annars miss- um við af þessu,“ sagði Sigurður Ægir Birgisson, skipstjóri á Ás- grími Halldórssyni SF-250 frá Hornafirði, þegar hann var spurð- ur að því hvort menn væru að missa af lestinni með loðnuvertíð í ár. Ásgrímur Halldórsson var ásamt Berki NK við loðnuleit í samstarfs- verkefni útgerða og Hafrann- sóknastofnunarinnar. Ásgrímur er ekki með mælitæki sem Hafró get- ur nýtt til rannsókna. Var skipið að leita í dýpri köntunum en Sigurður Ægir sagði að ekkert hefði sést þar. Einhver loðna væri nær landi sem skipverjar á Berki athuguðu. Sigurður Ægir var ekki alveg tilbúinn að gefast upp, þótt mögu- leikarnir á loðnuvertíð minnkuðu með hverjum deginum. Loðnan færi að leggjast í hrygningu. „En við vonum það besta,“ sagði hann. „Annaðhvort núna eða strax“ VERÐI lög um persónukosn- ingar samþykkt ætti áður að huga að því að setja inn í þau ákvæði um að jafnræði kynjanna á þingi verði tryggt. Þetta segir Ásta Ragnheiður Jó- hannesdóttir fé- lagsmálaráðherra sem hvatt hefur formenn stjórnmálaflokkanna til þess að tryggja jafnræði kynjanna fyrir komandi alþingiskosningar. „Það er ástæða til þess að hafa áhyggjur nema slíkt ákvæði verði sett inn í lögin. Þetta er nokkuð sem þarf að skoða í sambandi við laga- setninguna. Það þarf að setja slíkan varnagla eins og oft er gert í próf- kjörum,“ segir félagsmálaráðherra sem bætir því við að auðvitað væri eðlilegast að þurfa ekki að hafa áhyggjur af þessu. „En sú er ekki raunin,“ tekur hún fram. ingibjorg@mbl.is Jafnræði kynja verði tryggt í per- sónukjöri Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir TVEIR unglingspiltar á Selfossi réðust á 16 ára pilt með kúbeini fyr- ir tæpu ári. Sjónvarpið sagði í kvöldfréttum að gerendurnir í því máli væru þeir sömu og réðust á skólafélaga sinn í FSu fyrir fjórum vikum. Þorgrímur Óli Sigurðsson, að- stoðaryfirlögregluþjónn á Selfossi, vill ekki staðfesta að um sömu ger- endur sé að ræða. „Það átti sér stað líkamsárás fyrir tæpu ári þar sem ráðist var á unglingspilt utan skóla- tíma. Við höfum lokið rannsókn og málið er komið í ákæru.“ Að hans sögn var fórnarlambið 16 ára og árásarmennirnir 17 og 18 ára þegar atvikið átti sér stað. „Þetta var flokkað sem minniháttar áverkar þar sem ekki voru beinbrot eða slíkt. Hins vegar beittu gerend- urnir kúbeini og er málið því talið alvarlegra en ella.“ ben@mbl.is Beittu kúbeini í árás í fyrra GRASAGARÐURINN í Laugardal hefur löngum verið vinsæll útivistarstaður í Reykjavík og þangað sækja jafnt ungir sem aldnir. Þessi vel útbúnu mæðgin létu ekki kulda og næðing aftra sér frá því að skoða þar gæsir og aðra fugla í vikunni, enda fátt notalegra en að sitja vel dúðaður í vagni við slíka iðju. Nú styttist óðum í vorið en þá verður meira um dýrðir í garðinum er þær rúmlega 4.000 tegundir ís- lenskra og erlendra plantna sem þar eru vakna af vetrardvalanum. Mikill meirihluti plantnanna í Grasagarðinum er til kominn vegna al- þjóðlegra fræskipta en áhersla hefur verið lögð á að finna plöntur sem þykja eftirsóknarverðar til ræktunar hérlendis og eru líklegar til að þola íslenskt veðurfar. Slíkir garðar eru starfræktir um víða veröld og er m.a. ætlað að varðveita plöntur í útrýmingarhættu. jmv@mbl.is Útivist þrátt fyrir kulda og næðing Morgunblaðið/Ómar Vel útbúin til fuglaskoðunar Eftir Sigrúnu Ásmundsdóttur sia@mbl.is RÁÐIST var á 16 ára gamlan pilt í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi sl. miðvikudag og hann laminn marg- sinnis með grjóti í höfuðið. Hann hefur fengið áverkavottorð og kært málið til lögreglu. Sigríður Júlía Wíum, móðir piltsins, segir hann hafa farið í skólann í gær, en þar sem hann hafði miklar höfuð- kvalir ákvað hún að fara með hann aft- ur til læknis að loknum skóladegi. Hún lýsir atvikum svo: „Þetta byrj- aði með því að þeir rákust á, bara eins og gengur og gerist, litu hvor á annan og það féllu blótsyrði á báða bóga. Svo fóru þeir hvor í sína áttina og málið virtist vera búið,“ segir hún. Svo var þó ekki því hinn strákurinn gekk út fyrir og náði sér, að því er virðist, í grjót sem hann beitti orðalaust á höf- uð sonar Sigríðar þar sem hann sat í sófa ásamt vinum sínum á fyrstu hæð- inni. „Strákurinn minn reyndi að beygja sig undan þessu, þetta voru töluvert mörg högg,“ segir hún. Mörg vitni urðu að árásinni og eitt þeirra sagði við son Sigríðar að lokinni árás- inni „… ég hélt bara að hann ætlaði að drepa þig“. Hún er ekki sátt við að skólayfirvöld kölluðu hvorki til lækni né lögreglu eftir atvikið þrátt fyrir að það hafi gerst innan veggja skólans og sonur hennar sé aðeins 16 ára gamall. Piltarnir voru báðir kallaðir til skólameistara eftir atburðinn. Sigríð- ur frétti í gær að skólayfirvöld hefðu fært piltinn til lögreglu þar sem hann játaði verknaðinn og var í kjölfarið vísað úr skólanum. Sagt var frá hópárás unglinga á pilt í FSu, sem gerð var fyrir fjórum vik- um, í Morgunblaðinu sl. miðvikudag og er það mál til skoðunar í mennta- málaráðuneytinu. Ráðist með grjóti á 16 ára pilt í FSu á Selfossi Annað alvarlega árásarmálið í skólanum á örfáum vikum „ÉG mat það svo að það væri æski- legast fyrir flokk- inn að ég byði mig fram í Reykjavík, því að hér er mikið end- urnýjunar- og uppbygging- arferli í gangi,“ segir Sigmundur Davíð Gunn- laugsson, formaður Framsókn- arflokksins. Sigmundur hefur ákveðið að gefa kost á sér í Reykja- víkurkjördæmi norður fyrir kom- andi alþingiskosningar. Sigmundur segir að þrýstingur hafi komið úr grasrótinni um að hann byði sig fram á landsbyggðinni en hann talið þennan kost betri að þessu sinni. Í síðustu þingkosningum náðu framsóknarmenn ekki manni inn á þing úr Reykjavíkurkjördæmi. Þá var Jón Sigurðsson, þáverandi for- maður flokksins, efstur á lista í Reykjavík norður en Jónína Bjart- marz efst á lista í Reykjavík suður. Fer fram í Reykjavík Sigmundur Davíð Gunnlaugsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.