Morgunblaðið - 20.02.2009, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.02.2009, Blaðsíða 8
Morgunblaðið/Eyþór Þýsk gæði Kaupþing átti m.a. fimm Audi-bifreiðar, tíu Mercedes Benz, fimm MMC, ellefu Toyotur og einn Skoda. Aðeins þrír bílar voru keyptir í fyrra, 13 árið 2007 og 19 árið 2006. Tólf bílar höfðu verið keyptir til bankans fram að því. Benzbifreið Hreiðars Más Sigurðssonar var seld úr landi. FRÉTTASKÝRING Eftir Gunnhildi Örnu Gunnarsdóttur gag@mbl.is LANDSBANKINN ætlar ekki að selja bílaflota sinn undir markaðsvirði. Yfirstjórn bankans bjóðast bifreið- arhlunnindi, en ekki hafa allir þegið þau og þar á meðal Ásmundur Stef- ánsson. Kaupþing hefur selt 27 af 62 bílum Kaupþins en 47 bílanna voru í eign bankans vegna bifreiðahlunninda starfsmanna. Nítján bílanna seldu þeir í janúar eftir að hafa haft sam- band við nokkrar bílasölur og leitað tilboða. Fyrrverandi fjármálaráðherra, Árni Mathiesen, segir bankann ekki hafa sótt leyfi hans fyrir sölunni. Hann hafi reynt að stýra ekki bönkunum úr fjár- málaráðuneytinu og treyst því að menn væru þeim vanda vaxnir að selja bíla á sem hæstu verði. Hann hafi ekki forsendur til að meta hvort það hafi verið gert. „Í fljótu bragði hefði verið skynsamlegri leið að auglýsa bílana til sölu,“ segir hann. Finnur Sveinbjörnsson er sáttur við söluferli þessara 27 bíla. Bókfært verð þeirra var samkvæmt upplýsingum bankans 139 millj- ónir króna, mats- verð 128 milljónir og söluverð 90 milljónir stað- greitt. Átta bílanna voru metnir af tveimur bílasölum og eng- inn þeirra seldur undir bókfærðu verði, en í janúar voru 19 bílar seldir með þeim hætti að leitað var tilboða hjá bílasölum og besta tilboðinu að mati bankans tekið, þó ekki því hæsta því þar var óskað lánafyrirgreiðslu. „Meðalafsláttur var því 30%,“ segir Finnur og telur aðferð bankans við söluna standast skoðun. Tilboðið sem bankinn tók hafi verið það eina þar sem staðgreiðsla bauðst. „Okkur fannst mikilvægast að sitja ekki uppi með bílana svo mánuðum eða miss- erum skipti. Þetta voru bílar í dýrari kantinum og markaður fyrir þá hefur verið mjög erfiður,“ bendir Finnur á. Hann líti svo á að með því að leita til nokkurra bílasalna hafi bankinn boðið bílana út. Honum finnist sem ferlið hafi verið gegnsætt og jafnræðis gætt. Sumir hafa velt því fyrir sér af hverju bílarnir voru ekki boðnir upp á vegum Ríkiskaupa sem selur ríkiseignir. Júl- íus S. Ólafsson, forstjóri Ríkiskaupa, bendir á að stofnun hans nái ekki til sjálfseignarstofnana ríkisins en segir að hefði stofnun hans fengið málið í hendur hefði það verið afgreitt undir formerkjum gegnsæis og jafnræðis. Eignir í söluferli hjá Ríkiskaupum séu auglýstar. „Það er ekki mitt að dæma um hvað þessu fólki hefur þótt heppi- legt að gera. Ég get aðeins sagt hvernig við vinnum.“ Finnur segir að ekki hafi verið ákveðið hvernig staðið verði að sölu bílanna sem enn eru í eigu bankans. Bílar Glitnis í rekstrarleigu Landsbankinn gat ekki upplýst hve margar bifreiðar bankinn ætti en stað- an er önnur hjá Glitni en hinum rík- isbönkunum tveimur. Þar er 31 bifreið í umsjá bankans, 23 starfsmenn aka um á bílum hans á uppsagnarfresti og greiða af þeim hlunnindum skatt. Bankastjórinn hefur bifreiðahlunn- indi. Bílarnir eru að stærstum hluta í rekstrarleigu. Þeir verða því ekki seldir en unnið er að því að skila bíl- unum til bifreiðaumboða. „Það er snú- inn gjörningur og getur kostað meira en að hafa bifreiðarnar út leigutím- ann,“ segir Már Másson, upplýsinga- fulltrúi Glitnis. Bankinn leiti lausna. Lúxusbílar staðgreiddir  Bankastjóri Kaupþings telur lúxusbílasöluna standast skoðun  Forstjóri Ríkiskaupa hefði auglýst en hefur ekki umsjón með eignasölu sjálfseignarstofnana Finnur Sveinbjörnsson 8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2009 Bílaheildsalinn Georg L. Mikaels- son, framkvæmdastjóri Úranusar, hringdi í Kaupþing fyrir áramót og sýndi bifreiðum bankans áhuga. Hann segir að þá þegar hafi ein- hverjar bifreiðar bankans verið seldar. Hann staðgreiddi 19 bíla og segir að hann hafi fengið um 30% slegin af markaðsvirði þeirra. Kaup- in hafi þó ekki verið sá happafengur sem virst hafi í upphafi því margar bifreiðarnar sem Úranus keypti hafi verið í slæmu ástandi. „Dæmi voru um ónýta skiptingu í bíl og um- gengnin um suma var mjög slæm,“ segir Georg. „Sumir bílanna voru aldrei smurðir.“ Meðal þeirra bíla sem Úranus keypti var lúx- usbifreiðin sem Hreiðar Már Sig- urðsson, fyrrverandi forstjóri Kaup- þings ók, Benz ML 63. „Ég seldi hann til viðskiptavinar í Finnlandi.“ Georg segir meginhluta bílanna hafa farið úr landi; til Þýskalands, Belgíu og Túnis. „Söluverð er trún- aðarmál en ágóðinn var í lagi, þó að hann hafi ekki verið eins fýsilegur og á horfðist í upphafi,“ segir Georg. „Ég hefði aldrei keypt bílana á markaðsvirði og selt.“ Seldi lúxusbíl Hreiðars til Finnlands „ÞETTA getur skipt sköpum ef vel verður staðið að þessu. Næstu tvö árin gætu ver- ið þarna 300 til 400 manns í vinnu,“ segir Þor- björn Guðmunds- son, fram- kvæmdastjóri Samiðnar, um þá ákvörðun að halda áfram byggingu tónlistarhússins. Að sögn hans virðist atvinnuleysi í byggingariðnaði og mannvirkjagerð nú vera að nálgast 20%. Samiðn hefur lagt áherslu á að skipulagi við bygg- inguna verði hagað þannig að sem flestir starfsmenn í byggingariðnaði geti fengið þar störf. „Ég held að allir séu sammála um að þarna verði ekki menn við vinnu í 12 til 14 tíma á dag, heldur verði frekar unnið á vöktum, þannig að fleiri starfsmenn komi að þessu.“ Þorbjörn segir engin rök fyrir öðru en að íslenskir byggingariðn- aðarmenn og erlendir starfsmenn sem búsettir eru á Íslandi fái vinnu við byggingu hússins. Verktakinn ÍAV hefur verið með erlenda starfs- menn við steypuuppslátt en Þorbjörn segir að þeim verkþætti sé að ljúka. Ekki er hins vegar víst að Íslend- ingar fái að vinna við uppsetningu glerhjúps tónlistarhússins, sem verið er að smíða í Kína. Það ræðst af því hver tekur á sig ábyrgðina af upp- setningunni, sem er vandasöm. ÍAV vildi að framleiðandinn sæi um upp- setninguna og bæri ábyrgð á verkinu. Gert hafði verið ráð fyrir að kín- verskir starfsmenn á vegum fram- leiðandans settu hjúpinn upp og var talið að 70 til 120 manns gætu komið að því verki. Þetta þarf nú að endur- skoða að mati Þorbjörns. „Ég tel að Íslendingar hafi alla þekkingu til að bera til að gera þetta.“ omfr@mbl.is Getur skipt sköpum Þorbjörn Guð- mundsson Um 20% atvinnu- leysi í greininni Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is VILJAYFIRLÝSING var undirrituð í gær af hálfu menntamálaráðherra og borgarstjóra um að halda áfram framkvæmdum við tónlistarhúsið og ráðstefnumiðstöðina við Austurhöfn- ina í Reykjavík. Fyrr um daginn hafði borgarráð gefið samþykki sitt samhljóða fyrir verkinu. Á fundi með fjölmiðlum lýstu Katrín Jakobsdóttir mennta- málaráðherra og Hanna Birna Krist- jánsdóttir borgarstjóri yfir mikilvægi þess að halda framkvæmdunum áfram. Það hefði verið betra fyrir alla að tryggja framgang verksins, ekki síst í ljósi þess hve mörg störf sköp- uðust en talið er að um 600 störf tengist verkinu. „Við fórum vandlega yfir þá mögu- leika sem voru í stöðunni. Það er auð- vitað dýrt að klára húsið en það hefði verið enn dýrara að geyma fram- kvæmdir. Við þurfum því að hafa í huga langtímahagsmunina sem felast í þessari ákvörðun,“ sagði Katrín. Fjármagnað heima fyrir Framkvæmdir gætu hafist strax í næstu viku ef fjármögnun verður lokið en Nýi Landsbankinn hefur ásamt Glitni og fleiri íslenskum fjár- málafyrirtækjum tekið að sér að tryggja fjármögnun á því sem eftir er með lánveitingu til sjö ára. Kostn- aður við að ljúka framkvæmdum er áætlaður um 13,3 milljarðar króna, auk vaxta á byggingartíma. Eru von- ir bundnar við að framkvæmdum ljúki í byrjun árs 2011, sem er rúmu ári síðar en upphaflega var áætlað. Allar verkáætlanir verða endurskoð- aðar og stefnt er að töluverðum sparnaði í framkvæmdum við húsið og innréttingar þess. Austurhöfn-TR ehf. mun taka verkið yfir og miðast allar áætlanir við að ekki þurfi að koma til aukin framlög ríkis og borg- ar frá því sem ákveðið var árið 2004, þegar verkið var fyrst boðið út. Hanna Birna sagði jafnframt að það væri lykilatriði fyrir stjórnvöld, borgina og alla landsmenn að upp- bygging á þessu svæði í miðborg Reykjavík væri með þeim hætti að hún endurspeglaði sókn og metnað í íslensku samfélagi. Samkvæmt vilja- yfirlýsingunni skuldbinda ríki og borg sig til að tryggja að uppbygging á öðrum reitum við tónlistarhúsið verði flýtt og allra leiða leitað til að tryggja blómlegt atvinnulíf í næsta nágrenni. Stefán Hermannsson, framkvæmdastjóri Austurhafnar, segir að forsenda yfirtöku félagsins á verkinu sé að Nýi Landsbankinn út- vegi lán fyrir áframhaldandi fram- kvæmdum. Ríki og borg munu síðan greiða af láninu. Færri erlendir starfsmenn Þegar framkvæmdir stöðvuðust í desember sl. voru um 200 manns að störfum á svæðinu. Í heild höfðu hátt í 600 manns atvinnu af byggingu tón- listarhússins. Hlutfall erlendra starfsmanna var um 70% en þegar verkið hefst að nýju er reiknað með að hlutfallið fari niður í um 20%. Sigurður R. Ragnarsson, fram- kvæmdastjóri fyrir ÍAV vegna tón- listarhússins, segir það taka ein- hvern tíma að hefja framkvæmdir að nýju. Manna þurfi verkið upp á nýtt og er verið að ráða mannskap þessa dagana. Hluti af þeim starfsmönnum sem voru á svæðinu þegar verkið stöðvaðist er farinn af landi brott, öðrum hafði verið sagt upp og enn aðrir fengu vinnu við önnur verkefni hjá ÍAV. Að sögn Sigurðar þarf að ráða nokkra tugi nýrra starfsmanna á næstu dögum en þegar líður á árið verður aukið við mannskap enn frek- ar vegna fleiri verkþátta. Talið er að um 200 manns muni á næstunni vinna á staðnum við verkið sjálft. Áfram unnið við Austurhöfn  Ríki og Reykjavíkurborg rita undir viljayfirlýsingu um byggingu tónlistarhúss og ráðstefnumiðstöðv- ar við Austurhöfn  Forsenda yfirtöku Austurhafnar-TR á verkinu er fjármögnun íslensku bankanna Morgunblaðið/Kristinn Áfram Stefán Hermannsson frá Austurhöfn, Katrín Jakobsdóttir og Hanna Birna Kristjánsdóttir voru hýr á brá í gestastofu tónlistarhússins í gær. 13.300 milljónir kostar að klára verkið 600 störf skapast á byggingartíma 2011 eru verklok áætluð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.