Morgunblaðið - 20.02.2009, Page 15

Morgunblaðið - 20.02.2009, Page 15
Fréttir 15INNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2009 Í Ráðhúsi Reykjavíkur verður kynning á námi frá Háskólanum á Akureyri, Háskólanum á Bifröst, Háskólanum á Hólum, Háskólanum í Reykjavík, Landbúnaðarháskóla Íslands og Listaháskóla Íslands. Á Háskólatorgi, Gimli og Odda verður kynning á námi við Háskóla Íslands. Í Norræna húsinu verður kynning á framhaldsnámi í Danmörku og Svíþjóð. Háskóladagurinn um allt land: Ísafjörður: Kynning í MÍ 3. mars Akureyri: Kynning í VMA 11. mars Egilsstaðir: Kynning í ME 12. mars Kynntu þér möguleika framtíðarinnar á www.haskoladagurinn.is ÞETTA ER SNÚIÐ – ÞITT ER VALIÐ! HÁSKÓLADAGURINN 21. FEBRÚAR KL. 11.00–16.00 HÁSKÓLA DAGURINN GRÍÐARLEGA mikilvægt er að aukning og efling sýnilegrar lög- gæslu í hverfum borgarinnar verði höfð að leiðarljósi í þeim skipu- lagsbreytingum sem eru í undirbúningi innan löggæslunnar, að mati borgarráðs. Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, og Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn voru gestir á fundi ráðsins í gær þar sem rætt var um hverfalöggæslu í Reykjavík. Fagnaði ráðið því að við útfærsluna yrði tryggt að hverf- islöggæsla yrði með fast aðsetur í þjónustumiðstöðvum borgarinnar þannig að tryggt yrði að það samstarf sem þar hefði þróast yrði fest í sessi. Í tilkynningu frá Degi B. Eggertssyni segir að óvissa hafi verið um framtíð hverfalöggæslu í borginni eftir að hugmyndir voru kynntar um að sinna hverfum borgarinnar frá Kópavogi, Mosfellsbæ og Sel- tjarnarnesi. Vilja efla sýnilega hverfislöggæslu Morgunblaðið/G.Rúnar Á vakt Óskað er eftir sýnilegri löggæslu. HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest dóm Héraðsdóms Norðurlands eystra sem dæmdi karlmann í 10 mánaða fangelsi fyrir brot gegn valdstjórninni, hótanir og skilorðs- rof. Hafði hann hótað og veist að starfsmönnum félagsmálayfirvalda, sem höfðu málefni fjölskyldu manns- ins til meðferðar. Maðurinn var jafn- framt sakfelldur fyrir að hafa hótað barnsmóður sinni. Hæstiréttur dæmir manninn hins vegar til að greiða 800 þúsund krón- ur í miskabætur í stað 400 þúsunda króna, líkt og kveðið er á um í dómi héraðsdóms, auk kostnaðar við áfrýjun málsins, tæplega 400 þúsund krónur. Við ákvörðun refsingar var meðal annars litið til eðlis brotanna og fjölda þeirra og að með þeim rauf hann skilorð eldra dóms, að því er segir í dómi Hæstaréttar. Tíu mánuðir fyrir brot gegn valdstjórninni Hafði í hótunum við barnsmóður sína Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is SKÓLASTJÓRAR í grunnskólum Reykjavíkur komu saman til fundar í vikunni þar sem m.a. var rætt um erf- iðar ákvarðana- tökur framundan. Stjórnendur skólanna sjá fram á niðurskurð á starfseminni og hafa í allan vetur þurft að beita miklu aðhaldi í rekstrinum. Hafa þeir hist reglulega á fundum í vetur og borið saman bækur sínar, oftar en áður. Hver nið- urskurðurinn verður á næsta skólaári liggur ekki fyrir en endurskoðuð fjár- hagsáætlun Reykjavíkurborgar verð- ur ekki kynnt fyrr en 17. mars nk. Hreiðar Sigtryggsson, skólastjóri Langholtsskóla, er formaður Skóla- stjórafélags Reykjavíkur. Hann segir skólana og starfsmenn þeirra finna fyrir erfiðu efnahagsástandi eins og aðrir í þjóðfélaginu. Taka hafi þurft yfirvinnu í skólunum til endurskoðun- ar, líkt og hjá öðrum starfsmönnum borgarinnar, og velta við hverjum steini í bókhaldinu. Strax í október hafi ýmsir rekstrarliðir verið teknir til endurskoðunar, fyrir utan það sem snýr að námi og kennslu. Skólarnir, eins og aðrar stofnanir borgarinnar, vinni samkvæmt markmiðum sem borgarstjórn hefur sett um að verja grunnþjónustuna. Verkefni, ekki vandamál „Vissulega er órói og óvissa í sam- félaginu öllu og það smitast líka út í skólana. Skólinn þarf ávallt að vera friðland þar sem haldið er utan um nemendur, ekki síst í því ástandi sem nú ríkir. Ég tel að okkur hafi tekist vel upp í þeim efnum. Menn hafa litið á þetta sem verkefni til að takast á við frekar en óyfirstíganlegt vandamál. Auðvitað fylgja þessu ný verkefni, sem við höfum ekki þurft að takast á við áður, en þá gildir að vera bjart- sýnn og byggja upp von um betri framtíð. Menn verða að finna þær bestu leiðir sem til eru,“ segir Hreið- ar. Hann segist lítið hafa fundið fyrir því að foreldrar og forráðamenn aft- urkalli mataráskriftir, ekki síst eftir að matargjaldið var samræmt í 250 krónur og systkinaafsláttur kom til. Varla takist að útbúa miklu ódýrara nesti að heiman. Velta við hverjum steini í grunnskólum Hreiðar Sigtryggsson  Óvissan í þjóðfélaginu smitast inn í skólana  Skólastjórar funda reglulega um ástandið Eftir Stefán Vilbergsson Nemi í blaða- og fréttamennsku „VIÐ stóðum í þeirri trú að það væri bara formsatriði að klára þetta. Enda uppfylltum við allar kröfur og gert er ráð fyrir þessum rekstri á deiliskipu- lagi,“ segir Hafsteinn Egilsson veit- ingamaður en bæjarstjórn Seltjarn- arness veitti umsókn Ljónsins ehf. um nýtt veitingarleyfi á Eiðistorgi neikvæða umsögn á fundi. Mat bæjarstjórnar er að umfangs- mikill áfengisveitingastaður sé til þess fallinn að valda íbúum og ná- grenninu ónæði, en í húsnæðinu eru bæði verslanir og íbúðir. Í umsókn er gert ráð fyrir að opið sé til kl. 01:00 alla virka daga og til kl. 03:00 aðfara- nótt laugardags, sunnudags eða al- menns frídags. „Við erum mjög sátt við þann rekstur og íbúðir sem nú eru á torg- inu,“ segir Ásgerður Halldórsdóttir, forseti bæjarstjórnar, sem greiddi at- kvæði gegn umsókninni. „Eiðistorgið er opið svæði og það er ekki sér- inngangur inn á veitingastaðinn. Bæjarstjórn barst auk þess bréf frá rekstraraðilum sem geta ekki hugsað sér lengri opnunartíma en til kl. 23.“ „Ég bý sjálfur úti á nesi og man eftir Rauða ljóninu. Á þessu svæði sem er vesturbærinn og nesið er 18.000 manna byggð og það er enginn svona rekstur þarna lengur,“ segir Hafsteinn. „Meiningin var að reka huggulegan hverfisveitingastað þar sem fólk gæti fengið að borða og horfa á leiki. Ég vil reka þetta í sátt og samlyndi við alla og er sannfærður um að meirihluti íbúa á svæðinu vilji þennan stað.“ Hafsteinn segir að fjór- ir aðilar hafi skrifað undir áskorun til bæjarstjórnar, en að í henni hafi ekki verið lagst gegn sjálfum veit- ingarekstrinum heldur væri þar mælt með að opnunartíminn yrði þrengdur miðað við umsókn. Fimm bæjarfulltrúar höfnuðu til- lögunni, einn greiddi atkvæði með henni og einn sat hjá. Umsögn bæj- arstjórnar verður send Lögreglu- embættinu til afgreiðslu. Ljónið út í kuldann Bæjarstjórn Seltjarnarness hafnar til- lögu um að veita Rauða ljóninu leyfi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.