Morgunblaðið - 20.02.2009, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 20.02.2009, Qupperneq 42
42 Menning MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2009 Munið háskóladaginn 21. febrúar! Ávextir íslenskra auðlinda Landbúnaðarháskóli Íslands er vísindastofnun á sviði hagnýtrar náttúrufræði, umhverfismótunar og skipulagsfræða. Meginviðfangsefni LbhÍ er nýting og verndun náttúruauðlinda. LbhÍ býður háskólamenntun til BS- og MS-gráða. Kynntu þér spennandi framtíðarnám á heimasíðu skólans: www.lbhi.is w w w .l b h i. is P L Á N E T A N Aðeins sex sýningar: 05/02 08/02 15/02 22/02 01/03 08/03 Sýnt í Borgarleikhúsinu. Miðasala í síma 568 8000 og á www.id.is. Nýtt verk eftir Katrínu Hall, Peter Anderson og Cameron Corbett. Tónlist eftir Sigtrygg Baldursson, Pétur Ben og Frank Hall. Leikmynd eftir Aðalstein Stefánsson. Traustur bakhjarl Íslenska dansflokksins F ít o n / S ÍA Íslenski dansflokkurinn býður atvinnulausum ókeypis miða á sýninguna - nánar á www.id.is ID .IS “fjörug, kraftmikil og oft falleg (sýning) og minnir okkur enn einu sinni á hversu öflugur og fjölhæfur Íslenski dansflokkurinn er” Martin Regal, Morgunblaðið 8. feb. UNDIRBÚNINGUR fyrir Óskars- verðlaunahátíðina sem fram fer á sunnudaginn er nú á lokametr- unum. Á meðan starfsmenn Ko- dak-hallarinnar í Los Angeles ryk- suga rauða dregilinn, skipuleggja sætaraðir og rogast þess á milli með Óskars-styttur í yfirstærð, hringsnúast stílistarnir um stjörn- urnar í kjólabúðunum og ákveða þann „eina rétta“. Hátíðin í ár er sú 81. í röðinni og ekki er laust við að aldurinn sé farinn að segja til sín. Gagnrýnendur segja hátíðina vera alltof formfasta sem hreki unga fólkið frá skjánum en þar að auki sé ástæðan fyrir dvínandi vin- sældum hátíðarinnar sú að vinsæl- ustu myndirnar (þ.e.a.s. þær tekju- hæstu) eiga jafnan ekki upp á pallborðið hjá Óskarsverðlauna- akademíunni. Ópólitísk verðlaunahátíð Þá velta margir því fyrir sér hvort þakkarræðurnar í ár muni koma inn á þær efnahagslegu þrengingar sem framundan eru í Bandaríkjunum (og veröldinni allri) og munu án efa hafa áhrif á kvikmyndagerð í landinu. Hingað til hafa pólitískar ræður verið litn- ar hornauga á Óskarnum og minn- ast margir í því sambandi ræðu Berts Schneiders, framleiðanda heimildarmyndarinnar Hearts & Minds, sem árið 1975 las upp yf- irlýsingu Víet-Kong-liða til frið- arráðstefnunnar í París. Frank Si- natra varð að sögn æfur af bræði vegna uppátækis Schneiders og áður en útsendingunni lauk las hann upp yfirlýsingu sem hann hafði samið ásamt Bob Hope þar sem sagði að Óskars-akademían bæri ekki ábyrgð á þeim pólitísku ummælum sem fram komu á hátíð- inni og að hún bæðist afsökunar á atvikinu. hoskuldur@mbl.is Óskarinn á efri árum Reuters Skítadjobb? Starfsmenn Kodak-hallarinnar eru nú í óða önn við að dauð- hreinsa rauða dregilinn áður en sólar stórstjarnanna skíta hann aftur út. Gull sem glóir? Þeir eru eflaust margir lítrarnir af gull- málningunni sem notaðir eru fyrir Óskarsverðlaunahátíðina. Óskars-bíllinn Það eru einungis þeir allra merkilegustu sem ferðast í smábílum, svo sem páfinn og Óskar gamli. GAMLA Star Trek-kempan William Shatner, betur þekktur sem Kirk kafteinn eða Denny Crane í Boston Legal, hefur lýst því yfir í bréfi til aðdáanda að hann vilji verða for- sætisráðherra Kanada. Hinn 77 ára gamli leikari fær enn aðdáendabréf og gefur sér tíma til að lesa þau og svara sjái hann ástæðu til. Ákafur aðdáandi hvatti Shatner til að bjóða sig fram sem ríkisstjóri Kanada, sem Englandsdrottning skipar, en í svarbréfi sínu sagðist leikarinn miklu frekar vilja vera forsætisráð- herra því ríkisstjórastaðan væri mestmegnis upp á punt. Shatner er hins vegar sannfærður um að hann hafi það sem til þarf til að stjórna landinu. „Sem forsætisráðherra gæti ég leitt Kanada yfir í hæstu hæðir.“ Ekki virðist hann þó sækjast eftir embættunum í bráð. „Ég þakka kærlega traustið en verð því miður að hafna þessari tillögu, ég myndi hvort eð er ekki hafa tíma til að vera ríkisstjóri.“ Vill verða for- sætisráðherra Reuters Pólitískur? William Shatner.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.