Morgunblaðið - 20.02.2009, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 20.02.2009, Blaðsíða 39
Menning 39 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2009 Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is „MAÐUR er að skemmta fullt af fólki og þetta á að vera sem skemmtilegast,“ segir Ragn- heiður Ingunn Jóhannsdóttir. Hún er ein leik- aranna í nýrri uppfærslu Þjóðleikhússins á hinu sívinsæla leikriti Thorbjörns Egner, Kardimommubænum, og þótt hún sé ekki nema átta ára gömul veit hún alveg um hvað þetta snýst. Leikritið á að vera skemmtilegt og ræningjarnir verða góðir að lokum. Ragnheið- ur Ingunn leikur Kamillu sem býr hjá hinni ströngu Soffíu frænku sem vill ekki leyfa stúlkunni að fara á Kardimommuhátíðina. Selma Björnsdóttir leikstýrir þessari fimmtu uppfærslu Þjóðleikhússins á verkinu; frá fyrstu sýningu á Kardimommubænum hér árið 1960 munu yfir 160.000 gestir hafa séð leikritið. „Að sjálfsögðu er þetta mikil áskorun,“ segir Selma, sem leikstýrir nú í fyrsta sinn í Þjóð- leikhúsinu. Hún bætir við að þetta hafi verið einstaklega skemmtilegt verkefni og hún hafi notið þess að hafa afar færa listræna stjórn- endur með sér, Brian Pilkington sem skapar leikmyndina, Maríu Ólafsdóttur sem hannar búningana og Jóhann G. Jóhannsson tónlistar- stjóra og útsetjara. Þá sjá Birna og Guðfinna Björnsdætur um dans- og sviðshreyfingar og lýsingu hanna þeir Lárus Björnsson og Ólafur Ágúst Stefánsson. Selma segir að þau hafi öll visst listrænt frelsi í framsetningunni, en engu að síður hafi allir aðstandendur verksins verið sammála um að sýna öllum grunnþáttum verksins, eins og kynslóðirnar hafa kynnst því hér á sviði, fullan trúnað. „Þetta leikrit er löngu búið að sanna sig sem klassík,“ segir Selma. Óhætt er að taka undir það. Í hugum flestra Íslendinga hljóta að leynast myndir af Soffíu frænku syngjandi „ja fussum svei“ yfir óreið- unni heima hjá ræningjunum, hinni penu Ka- millu sem æfir sig á píanóið, Bastían bæjarfóg- eta sem „blíður á manninn er“, Sörensen rakara, Tóbíasi í turninum og svo hinu spaugi- lega ljóni ræningjanna. Tónlistin úr verkinu hlýtur að vera til á flestum barnaheimilum, í upptökunni frá 1963. „Hvar er þetta og hitt“ Í fyrstu uppfærslunni á Kardimommubæn- um hér, árið 1960, lék Baldvin Halldórsson einn ræningjanna. Síðar lék hann Tóbías í Turninum og þá sá barnabarn hans, Vigdís Hrefna Pálsdóttir, hann á sviðinu. Nú leikur hún Syversen sporvagnsstjóra. „Ég fæ hvorki að vera Tóbías né ræninginn eins og afi, en það er aldrei að vita hvað gerist síðar,“ segir Vigdís Hrefna og hlær. Hún segir að það séu forréttindi að fá að taka þátt í upp- færslu á Kardimommubænum, og ekki síst undir styrkri stjórn Selmu Björnsdóttur. „Selma er búin að vera mjög skipulögð, inn- spírandi og skemmtileg allt æfingatímabilið. Þetta hefur verið reglulega gaman. Efniviður- inn er líka dásamlegur. Maður þekkir verkið út og inn, lögin eru svo skemmtileg og persón- urnar fallegar.“ Vigdís Hrefna segir æfingatímabilið hafa verið einstaklega skemmtilegt og hrósar börnunum sem taka þátt í sýningunni. Allir vanda sig og bera mikla virðingu fyrir verkinu. Það hefur verið mikil gleði í leikhúsinu.“ „Að lifa í friði langar, jú, alla til“ Norska leikskáldið og listamaðurinn Thorbjörn Egner hefur á liðnum ára- tugum öðlast einstakan sess í hugum ungra leikhúsgesta á Íslandi með leik- ritunum Kardimommubænum, Dýrunum í Hálsaskógi og Karíusi og Baktusi. Þjóðleik- húsið og Egner áttu lengi vel í nánu samstarfi, en hann gerði leikmynd og búninga við nokkr- ar sýningar á verkum sínum í leikhúsinu. Hulda Valtýsdóttir þýddi verkið á sínum tíma og Kristján frá Djúpalæk þýddi söngtext- ana á svo einfaldan og snilldarlegan hátt að þeir hafa lifað með æsku landsins frá fyrsta degi. Örn Árnason, sem hefur tekið þátt í þremur uppsetningum á Kardimommubænum, segir að alltaf hafi tekist að búa til einstaklega skemmtilegar uppsetningar á verkinu hér á landi. Tónlistin er svo einstaklega lifandi og með tímanum verði lögin „að litlu minni í hnakka fólks“. „Þetta hefur orðið gríðarlega vinsælt leikrit hér,“ segir Örn. „Fullorðna fólkið man vel eftir sýningunni sem það sá sem börn, man hvað það var gaman, og svo kemur fólkið með börn- in sín í leikhúsið og vill fá sömu skemmtunina – allir vilja fá sinn Kardimommubæ.“ Selma Björnsdóttir leikstjóri tekur undir þetta þegar hún segir: „Það er satt. Þegar ég fer og sýni börnunum mínum Kardimom- mubæinn eða Dýrin í Hálsaskógi, þá vil ég að þau upplifi sama verk og ég upplifði sem barn.“ Örn segir að það hafi verið rætt innan hóps- ins sem kemur að sýningunni að forðast að breyta út af fyrri nálgun við verkið einfaldlega breytinganna vegna. „Það að breyta út af ein- hverju og gera annars konar spaug, spaugsins vegna, væru nánast helgispjöll,“ segir Örn. Ljósmynd/Eddi Ræningjarnir og Soffía Fjórar af dáðustu sviðspersónum okkar, ræningjarnir Kasper, Jesper og Jónatan, og skassið Soffía frænka, eru mætt enn og aftur í Þjóðleikhúsið. Ljónið hefur falið sig. Vilja sinn Kardimommubæ  Hið sívinsæla barnaleikrit Thorbjörns Egners frumsýnt í Þjóðleikhúsinu á morgun í fimmta sinn  „Þetta á að vera sem skemmtilegast,“ segir Ragnheiður Ingunn Jóhannsdóttir, átta ára leikari Selma Björnsdóttir, leikstjóri sýningar- innar, tengist Kardi- mommubænum sér- stökum böndum. „Fyrir 25 árum steig ég fyrst á svið, sem Kamilla í Þjóðleikhús- inu,“ segir hún. „Það er frábært að fá síðan að leikstýra þessu sama verki í Þjóðleikhúsinu.“ Selma segist þeirrar skoðunar, þegar klassísk barnaverk eiga í hlut, að fólk eigi að ganga að þeim nokkuð vísum. „Í upp- setningunni erum við trú verkinu og kar- akterunum, gleðinni og hlýjunni,“ segir hún og lofar veislu fyrir sjón og heyrn. „Boðskapurinn er svo fallegur í verkinu, að með vinsemd megi breyta öllu til betri vegar og meira að segja ræningjar geta orðið heiðarlegir. Þarna er umburð- arlyndið í sinni einföldustu mynd, mikil fegurð og hlýja, og af því er aldrei nóg.“ Lék Kamillu fyrir 25 árum Selma Björnsdóttir „Ég er að klára þrenn- una,“ segir Örn Árna- son. Hann leikur Kasper og hefur þá leikið alla ræningjana í þremur uppfærslum. Örn segir þetta vera óvenjulega ræningja en í leikritinu segir að þeir hafi áður verið hljóð- færaleikarar. „Ég veit ekki hvað þetta þýðir; hvort það séu ein- tómir ræningjar í Sinfóníuhljómsveitinni!“ segir hann og hlær. „Við reynum að vera fjörug og skemmti- leg, eins og Bastían myndi segja: Í nafni laganna! Leikritið er svo hreint og einfalt. Það þarf ekkert að skreyta það með ein- hverjum látum eða skrúði. Ég veit ekki hvaða galdur er fólginn í þessu leikverki, en það er gríðarlega vin- sælt. Ólánsmennirnir verða góðir, þeir bjarga hundinum og páfagauknum og allir verða glaðir að lokum!“ Ólánsmenn verða góðir Örn Árnason Rúmlega þrjátíu leikarar á ýmsum aldri, börn og fullorðnir, taka þátt í uppfærslu Þjóðleikhússins á Kardimommubænum. Ræningjarnir eru hvað mest í sviðljósinu en Kasper, Jesper og Jónatan leika þeir Örn Árnason, Rúnar Freyr Gíslason og Kjartan Guðjónsson. Ljónið þeirra leikur Þórir Sæmundsson. Edda Björg Eyjólfsdóttir er Soffía frænka. Bastían bæjarfógeta og frú hans leika Baldur Trausti Hreinsson og Esther Talía Casey. Sigurður Sigurjónsson fær að leika öldung- inn Tóbías í Turninum, Kolbrún María Más- dóttir og Ragnheiður Ingunn Jóhannsdóttir skipta hlutverki stúlkunnar Kamillu á milli sín og eins deila Davíð K. Ólafsson og Ja- fet Máni Magnússon hlutverki Tomma, og Ísak Hinriksson og Sverrir Páll Einarsson hlutverki Remó. Þá er Val- ur Freyr Einarsson Sörensen rak- ari, Ívar Örn Sverrisson leikur pylsugerðarmann, Friðrik Frið- riksson bakara, Vignir Rafn Val- þórsson er kaupmaður, Vigdís Hrefna Pálsdóttir sporvagnsstjóri, vagnþjónn er Rafn Kumar Bonifa- cius og Elma Lísa Gunnarsdóttir er frú Sílíus. Fleiri koma við sögu, þar á meðal hópur lipurra stúlkna sem leikur hunda og kött. Litríkur leikarahópur í sýningunni Bæjarstjórahjónin Esther Talía og Baldur Trausti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.