Morgunblaðið - 20.02.2009, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 20.02.2009, Blaðsíða 7
Fréttir 7INNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2009 FRÉTTASKÝRING Eftir Magnús Halldórsson magnush@mbl.is ÁKVÖRÐUN Gunnars Svav- arssonar, forystuþingmanns Sam- fylkingarinnar í Kraganum, um að hætta þingmennsku þegar þingi lýkur í vor kom mörgum samfylk- ingarmönnum í opna skjöldu, sam- kvæmt heimildum Morgunblaðs- ins. Þingmenn flokksins sem Morgunblaðið ræddi við höfðu þó aðra sögu að segja. Flestir við- mælenda voru sammála um að Gunnar hefði liðið fyrir það „að vera ekki í klíkunni“ hjá formanni flokksins, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. Frá því Gunnar sigraði Þórunni Sveinbjarnardóttur í prófkjöri flokksins fyrir kosningarnar 2007 hefur staða hans gagnvart Ingi- björgu Sólrúnu, og hennar helstu bandamönnum, ekki verið „sérlega góð“. Margir töldu nær öruggt að Gunnar yrði ráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylking- arinnar en allt kom fyrir ekki. Þórunn varð umhverfisráðherra en Gunnar ekki. Stór stuðningsmannahópur Margir viðmælenda Morg- unblaðsins, bæði innan þingflokks Samfylkingarinnar og meðal al- mennra flokksmanna, telja það geta verið flokknum dýrt ef stuðn- ingsmenn Gunnars fylkja sér ekki að baki forystumanni Samfylking- arinnar í Kraganum. Í Hafnarfirði, heimabæ Gunnars sem er jafn- framt eitt helst vígi flokksins, er nú töluverður þrýstingur á æðstu menn Samfylkingarinnar í Hafn- arfirði að bjóða sig fram gegn Þórunni. Helst eru nefndir Lúðvík Geirsson bæjarstjóri og Gunnar Axel Axelsson, formaður flokksins í bænum, í því samhengi. Margir bjuggust við því að Gunnar yrði ráðherra í ríkisstjórn Vinstri grænna og Samfylkingarinnar eft- ir „vasklega framgöngu“ hans sem formaður fjárlaganefndar, eins og einn viðmælenda komst að orði. En úr því varð ekki. Aftur voru aðrir teknir fram fyrir þrátt fyrir víðtækan stuðning og að margra mati „þverpólitískt traust“ eftir vandasama vinnu við fjárlagagerð á haustmánuðum. Þingmenn Sam- fylkingarinnar sem Morgunblaðið ræddi við sögðu mikla eftirsjá að Gunnari. Hann hefði verið dugleg- ur og ósérhlífinn ekki síst við að afla upplýsinga um stöðu mála í atvinnulífinu eftir bankahrunið í haust. Gunnar ekki „í klíkunni“  Margir samfylkingarmenn eru óánægðir með þá ákvörðun Gunnars Svavarssonar að hætta þingmennsku  Gunnar ekki í innsta hring Ingibjargar Sólrúnar  Þrýst á flokksmenn í Hafnarfirði „Mér finnst mikil eftirsjá að Gunn- ari. Hann starfaði af miklum heil- indum og fagmennsku sem þing- maður. Hann hefur hins vegar fengið skýr skilaboð frá forystu flokksins um að hans krafta sé ekki hægt að nýta í ráðherraliðinu. Við áttum gott samstarf í fjár- laganefndinni og mér finnst það virkilega slæmt að hann haldi ekki áfram,“ segir Kristján Þór Júl- íusson, þingmaður Sjálfstæð- isflokksins, en hann starfaði náið með Gunnari við fjárlagagerðina í haust sem varaformaður fjár- laganefndar. Fjárlagagerðin í haust var umdeild ekki síst í ljósi þess að ráðast þurfti í töluverðan niðurskurð vegna hruns bankakerfisins. Kristján Þór segir nokkuð góða sátt hafa náðst um fjárlögin meðal annars vegna þess að haldið hafi verið „vel á spöð- unum“ í nefnd- inni. Gunnar hafi þar gegnt veigamiklu hlut- verki sem formaður nefndarinnar. Gunnar vildi ekki tjá sig um hvort hann ætti ekki upp á pallborðið hjá forystu flokksins þegar Morg- unblaðið náði tali af honum. Sagði hann yfirlýsingu sína segja það sem segja þyrfti. Í henni komi fram að hann hafi tekið ákvörðun sína um að hætta í sátt við samstarfsmenn. Unnið af miklum heilindum og fagmennsku Gunnar Svavarsson 35 ára. Grunnur hefur verið lagður að nýjum banka – í dag tökum við upp nafnið Íslandsbanki Íslenskt samfélag stendur á krossgötum. Þær aðstæður sem heimili og fyrirtæki standa frammi fyrir kalla á breyttar áherslur í bankastarfsemi. Sjaldan hefur verið mikilvægara að styrkja stöðu fjölskyldna í landinu, efla atvinnulíf og stuðla að nýsköpun. Íslandsbanki ætlar sér veigamikið hlutverk í þessum efnum. Nýr banki verður ekki til á einni nóttu Það er krafa viðskiptavina og starfsmanna að bankinn sýni ráðdeild og hagsýni við nafnabreytinguna sem verður lágstemmd og mun eiga sér stað í nokkrum áföngum. Nafnabreytingin er ekki endapunktur heldur mikilvægur áfangi í því stefnumótunar- starfi sem unnið hefur verið á undanförnum mánuðum. Allir starfsmenn komu að mótun nýrrar stefnu Íslandsbanka og með henni vonast starfsfólk eftir því að endurheimta það traust sem glatast hefur. Við hlustum Við höfum kallað eftir ábendingum viðskiptavina í útibúum og á heimasíðu bankans og hafa þær nýst okkur vel í mótun skýrrar stefnu. Við leggjum kapp á að hlusta eftir skoðunum og ábendingum viðskiptavina svo Íslandsbanki geti orðið betri banki; banki sem skilur þarfir viðskiptavina og kemur til móts við þær. Saman byggjum við öflugan banka Íslandsbanki er banki sem býður alhliða bankaþjónustu fyrir einstaklinga og fyrirtæki með hagsmuni viðskiptavina og samfélagsins að leiðarljósi. Með öflugri liðsheild og ábyrgum og hagkvæmum rekstri styrkjum við grunnstoðir bankans. Íslandsbanki leggur umfram allt áherslu á að vera banki í fararbroddi með framúrskarandi þjónustu. Komdu í næsta útibú eða farðu á islandsbanki.is og kynntu þér breytingarnar. Starfsfólk Íslandsbanka FRÉTTASKÝRING Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is KAUPENDUR og seljendur að stofn- fjárbréfum í Sparisjóði Hafnarfjarðar í febrúar 2006 vissu hvorugir um ólíkar verðhugmyndir hinna. Í miðjunni voru svo Karl Georg Sigurbjörnsson lög- maður og Stefán Hilmarsson, fjár- málastjóri Baugs, sem keyptu bréf af stofnfjáreigendum og seldu þremur dögum síðar á næstum tvöfalt hærra verði. Þetta kom fram í seinni hluta aðal- meðferðar í máli ákæruvaldsins gegn Karli Georg sem ákærður er fyrir fjár- svik með því að hafa sem milligöngu- maður um sölu stofnfjárbréfanna gefið fimm stofnfjáreigendum ranga hug- mynd um verðmæti bréfanna. Karl, sem var milligöngumaður fyr- ir A Holding, seldi bréf sem keypt voru af stofnfjáreigendum á 25 millj- ónir króna fyrir hlutinn hinn 10. febr- úar 2006, en seldi þau á 45 milljónir króna þremur dögum síðar. Fimm stofnfjáreigendur, sem áttu hver og einn tvo hluti, fóru því á mis við 200 milljónir króna samtals. Vissu ekki hver væri kaupandi Fyrir dómi í gærmorgun kom fram að fyrrverandi stofnfjáreigendur fengu upplýsingar um verð nokkru áð- ur en bréfin voru seld. Nokkrir stofn- fjáreigendur sem báru vitni sögðu að Páll Pálsson, fyrrverandi stjórn- armaður í Sparisjóðnum, hefði gefið þeim upplýsingar um kaupverð og bent þeim á Karl Georg. Enginn þeirra kannaðist við aðkomu Stefáns Hilmarssonar eða A Holding, dótt- urfélags Baugs, að kaupunum á bréf- unum. Svo virðist því sem þeir hafi ekki vitað við hverja þeir væru að semja. Fram kom að verðhugmyndir hefðu ekki verið ræddar á lögmanns- stofunni. Verð hafi þegar legið fyrir þegar gengið var frá sölunni. Hinum megin við borðið vissu kaup- endur ekki um verðhugmyndir selj- enda. Pálmi Haraldsson, fram- kvæmdastjóri Fons, bar vitni og sagði að Stefán Hilmarson hefði boðið sér stofnfjárhluti til kaups. Hann sagðist ekki hafa vitað af aðkomu Karls Georgs að málinu og sagðist hafa gengið frá viðskiptunum við Stefán eingöngu. Honum hefði fundist 45 milljónir á hlut gott verð. Álitleg fjárfesting Vitnisburður Magnúsar Ármann var á svipaða lund. Stefán Hilmarsson hefði haft samband við sig og boðið sér bréf til sölu á 45 milljónir kr. Hann hefði talið það gott verð. Í framhaldinu hefði hann haft samband við Karl Georg sem hefði gengið frá sölu bréf- anna. Sigurður Valtýsson, fyrrverandi forstjóri MP banka, bar einnig vitni og sagði að sér hefði fundist 45 milljónir kr. á hlut álitleg fjárfesting. Karl Georg heldur því sjálfur fram að hann hafi aðeins verið að sinna lög- mannsstörfum fyrir Baug og verið milliliður í þessum viðskiptum. Dóms- niðurstöðu er að vænta innan þriggja vikna. Græddu 200 milljónir króna á þremur dögum Morgunblaðið/Golli Ákærður Karl Georg ásamt Ragnari H. Hall, lögmanni sínum. Í HNOTSKURN »Í skýrslutökum hjá lög-reglu vildi Karl Georg ekki gefa upp raunverulegt eignarhald á bak við A Hold- ing. »Fyrir dómi sagði hann aðákvarðanir um söluverð og kaupverð hefðu ekki verið í sínum höndum heldur í hönd- um Stefáns Hilmarssonar. »Salan á bréfunum fór ým-ist fram með milligöngu Karls Georgs eða Sigurðar G. Guðjónssonar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.