Morgunblaðið - 20.02.2009, Page 26

Morgunblaðið - 20.02.2009, Page 26
Elsku afi, Hofsá var þinn staður, þar er ávallt góður dagur, því þú áttir veröld þar, hér og alls staðar. Þín Saga. HINSTA KVEÐJA 26 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2009 ✝ Sigurður Helga-son fæddist í Reykjavík 20. júlí 1921. Hann lést á Mustique, St. Vin- cent, The Grenad- ines í Karíbahafinu 8. febrúar síðastlið- inn. Hann var sonur hjónanna Helga Hallgrímssonar full- trúa og Ólafar Sig- urjónsdóttur kenn- ara. Systkini Sigurðar eru: Hall- grímur (látinn), Ást- ríður, Gunnar og Jón Halldór (lát- inn). Eiginkona Sigurðar var Unnur Hafdís Einarsdóttir, f. 20.2. 1930, d. 1.10. 2005. Þau eignuðust fjögur börn, þau eru: 1) Ólöf, f. 26.6. 1954, gift L. Ware Preston III, f. 13.3. 1954. Börn þeirra eru Cora, f. 9.5. 1983, Haley Edda f. 9.11. 1985, og Wes, f. 27.8. 1988. 2) Edda Lína rekstrarhag- fræðingur, f. 14.4. 1957, sambýlis- maður Robert J. Jackson, f. 15.2. 1955. Dóttir Eddu er Saga, f. 1.10. 1997; börn Roberts af fyrra hjóna- bandi eru Jake, f. 28.8. 1999 og Harry, f. 25.9. 2001. 3) Helgi skurðlæknir, f. 29.1. 1961, kvæntur aðarstörfum. Hann sat í stjórn International House í New York frá 1986, var meðlimur Wings Club í New York frá 1962 og sat í stjórn 1972-75. Hann var formað- ur Íslensk-ameríska félagsins 1975-87, í Rotaryklúbbi Reykja- víkur frá 1978, í fulltrúaráði Landakotsspítala 1979-90, í stjórn American Scandinavian Founda- tion í New York 1970-75 og frá 1982, stjórnarformaður Álafoss hf. 1986-91, stjórnarmaður í Verslunarráði Íslands 1982-91, í framkvæmdastjórn VSÍ 1978-87, í landsnefnd Alþjóðaverslunarráðs- ins 1984-91, í stjórnarnefnd Al- þjóðasamtaka flugfélaga (IATA) 1988-90 og Samtaka Evrópuflug- félaga 1979-90. Sigurður sat í stjórn The Mustique Company og var formaður fjárhagsnefndar þess félags 1994-98. Hann sat einnig í stjórn Stangveiðifélagsins Hofsár ehf. frá árinu 1999. Sigurður hlaut ýmsa viðurkenn- ingu um ævina. Hann varð heið- ursborgari Winnipeg 1965, hlaut riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu 1972, Grand Officier af Chène-orðuna í Lúxemborg 1986 og gullmerki Flugmálafélags Ís- lands 1986. Vorið 2007 hlaut hann Harry Edmonds-viðurkenningu International House. Minningarathöfn um Sigurð verður í Dómkirkjunni í Reykja- vík í dag og hefst hún kl. 15. Karólínu B. Porter, f. 23.6. 1967. Synir þeirra eru Sigurður Jakob, f. 14.4. 1991, Kristján Víkingur, f. 11.9. 1997, og Einar Tindur, f. 26.2. 2002. 4) Sigurður Einar flugstjóri, f. 26.10. 1966, kvæntur Ingi- björgu V. Kaldalóns, f. 6.9. 1968. Börn þeirra eru Unnur, f. 19.8. 1996, Margrét Stella, f. 28.12. 1999, og Stefán Snær, f. 25.1. 2007. Sigurður lauk námi í við- skiptafræðum frá Columbia- háskóla í New York árið 1947. Hann var framkvæmdastjóri Orku og Steypustöðvarinnar 1948-61, varaformaður stjórnar Loftleiða hf. 1953-74, framkvæmdastjóri Loftleiða í New York 1961-74, framkvæmdastjóri Flugleiða hf. 1974-79 og forstjóri Flugleiða hf. 1979-84. Hann var síðan stjórn- arformaður Flugleiða til ársins 1991. Hann sat í stjórn Cargolux í Lúxemborg 1977-86, þar af sem varaformaður árin 1980-86. Sigurður var virkur í fé- lagsstarfi og gegndi ýmsum trún- Afi, þegar ég frétti af veikindum þínum fór ég að spá í hvort þú áttaðir þig á hve djúpstæð áhrif þú hefur haft á líf mitt. Ég hef alltaf haft orð á því hve þakklátur ég er fyrir tækifærin sem þú veittir mér til að dveljast með fjölskyldu og vinum á Mustique eða freista gæfunnar í töfrandi laxveiði- ám á Íslandi. En ég hef aldrei þakkað þér fyrir hvað þú varst góður afi. Þeg- ar ég hugsaði um hve góður afi þú hefur verið fór ég að halda að mér skjátlaðist. Ég komst fljótt að þeirri niðurstöðu að ég hef eiginlega aldrei litið á þig sem afa, heldur sem vin. Ég held að í heimi nútímans sé al- veg einstakt að geta litið á afa sinn sem vin. Mig langar að þakka þér fyr- ir að vera svona góður vinur. Þú hefur gefið mér ferðalög og gjafir sem munu fylgja mér alla ævi. Þegar flest- ir vinir mínir slökuðu á við ströndina í sumarfríum skalf ég í óbyggðum með afa mér við hlið. Á þeim augnablikum spurði ég stundum sjálfan mig hvar ég vildi heldur vera. Þegar ég lít um öxl get ég ekki ímyndað mér betri stað en árbakka á Íslandi með vini mínum … þér. Ég vil þakka þér fyrir að vekja mig klukkan 7 á morgnana til að fara að veiða. Ég vil þakka þér fyrir að gæta þess að ég léti reyna tvisvar á hnútinn áður en ég kastaði. Ég vil þakka þér fyrir að leggja stöðugt áherslu á mik- ilvægi þess að klæða sig vel. Eflaust finnst mörgum dæmigert fyrir afa að lesa yfir barnabörnunum. Ég held að það hafi verið vinarbragð. Þegar ég fór að hugsa um hvað vinátta er í raun fann ég tilvitnun í Aristóteles á net- inu: „Vinátta er ein sál sem tekið hef- ur sér bólfestu í tveimur líkömum“. Þetta á við um okkur, því þú hafðir hagsmuni mína alltaf í huga og þér var jafnumhugað um mínar tilfinn- ingar og þínar eigin. Þegar ég veiktist illa eitt sumarið fann ég að þér sárn- aði að ég komst ekki með þér að veiða, en mér sárnaði ekki síður. Ég vissi að ég var að missa af samveru með vini mínum og að þessum kafla lífsins væri lokið. Vináttan sem hófst við stangveiðar á Íslandi varð uppspretta innblásturs. Þú hefur veitt mér innblástur á marg- an hátt. Hvort sem það er veran við Þverá, þar sem þú fékkst þrjá laxa á skömmum tíma og klifraðir síðan upp mjög brattan klett að bílnum – eða þegar þú sagðir mér frá æsku þinni á sveitabæ á Íslandi og hvernig þú varðst síðan frumkvöðull í flug- rekstri. Það gladdi mig að geta sýnt þér í sumar hvernig hvatning þín varð til þess að ég hætti mér út í hið óþekkta og stofnaði eigið fyrirtæki. Þú kenndir mér vel og sýndir mér hverju hægt er að áorka ef maður hefur löngun og dugnað til að ná ár- angri. Ég vona innilega að þegar ég eign- ast barnabörn beri ég gæfu til að feta í fótspor þín og vera þeim sá innblást- ur sem þú varst mér. Fátækleg orð fá aldrei lýst innblæstrinum og vinátt- unni sem þú veittir mér en ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að eiga afa sem var mér innblástur og fyrirmynd – en fyrst og fremst góður vinur. Kærleikskveðjur, Wes. Ég hitti Sigurð Helgason fyrst árið 1974. Þá var unnið að sameiningu Flugfélags Íslands og Loftleiða undir merkjum Flugleiða. Mér hafði verið boðið starf hjá nýja félaginu og þá hitti ég alnafna minn þegar ég var boðaður á fund hjá þremur forstjór- um félagsins. Eitt fyrsta verk okkar stjórnenda á fjármálasviði eftir stofn- un Flugleiða var að heimsækja Sig- urð á skrifstofu hans í New York, en þar hafði hann starfað frá árinu 1961. Ég sá fljótt að flestum stærri málum Loftleiða á sviði fjármála og markaðs- mála var stjórnað frá New York. Nokkrum mánuðum síðar fluttist Sig- urður og fjölskylda hans til Íslands og Sigurður varð forstjóri fjármála og markaðsmála hjá Flugleiðum. Um 1979 varð hann eini forstjóri Flug- leiða og ég varð fljótlega fram- kvæmdastjóri fjármálasviðs. Þá voru miklir erfiðleikar í flugrekstrinum. Þetta viðfangsefni treysti enn frekar samband okkar Sigurðar, sem þá hafði þróast í trúnaðarsamband. Sig- urður þurfti sem forstjóri Flugleiða að taka stórar og erfiðar ákvarðanir til að halda fyrirtækinu gangandi. Þá reyndi bæði á getu og leiðtogahæfi- leika Sigurðar. Þegar ég kom til Flugleiða sá ég strax að mikill munur hafði verið á stjórnun Loftleiða og Flugfélags Ís- lands. Loftleiðamennirnir höfðu verið í alþjóðlegum flugrekstri, en Flug- félagsmennirnir störfuðu svipað og önnur íslensk fyrirtæki. Ég sá að Sig- urður hafði mikla alþjóðlega reynslu af viðskiptum og lærðum við yngri mennirnir mikið af honum. Ég man að Sigurður sagði stundum að það væru engin íslensk fyrirtæki til að bera sig saman við og þess vegna yrð- um við að þekkja mjög vel öll best reknu flugfélög heimsins og hann lagði mikið upp úr því að Flugleiðir gætu borið sig saman við þessu fyr- irtæki. Árið 1983 réð Sigurður mig sem svæðisstjóra Flugleiða í Ameríku og þá sá ég hvað þeir Loftleiðamenn með Sigurð í fararbroddi höfðu unnið mik- il afrek í að kynna félagið og Ísland. Hvar sem ég heimsótti ferðaskrifstof- ur eða flugfélög þekkti fólk flugfélag- ið „Icelandic“ og það naut virðingar. Við Íslendingar njótum enn góðs af þessu mikla markaðsstarfi sem unnið var á árunum 1961-1974 í Ameríku af Sigurði og hans samstarfsmönnum. Þar eru enn eru margir sem ennþá kalla félagið „Icelandic“. Það var ekki síst fyrir tilstuðlan Sigurðar að ég var ráðinn forstjóri Flugleiða 1985. Hann sat áfram sem stjórnarformaður félagsins til ársins 1991. Á þessum árum voru teknar stórar ákvarðanir í öllum rekstri Flugleiða. Við ákváðum að endurnýja allan flugflota félagsins í alþjóðaflugi og innanlandsflugi. Við Sigurður vor- um mjög samtaka í öllum þessum stóru ákvörðunum ásamt stjórn Flug- leiða. Með þeim var lagður grundvöll- ur að framtíð félagsins og leiðakerfi eins og við þekkjum það og þær gerðu ferðaþjónustuna á Íslandi að einni af þremur stærstu atvinnugreinum þjóðarinnar. Eftir að Sigurður lét af starfi stjórnarformanns Flugleiða vorum við í reglulegu sambandi og hann kom á nokkurra mánaða fresti til mín á skrifstofuna og við fórum yfir rekstur félagsins. Hann spurði líka mikið um önnur flugfélög og félaga okkar, stjórnendur annarra alþjóðaflug- félaga. Ég sá að síðustu árin fylgdist hann mjög vel með öllu um flugmál á netinu og sendi mér reglulega grein- ar, sem hann vissi að ég hefði áhuga á. Við vorum í tölvupóstsambandi alveg fram í lok janúar á þessu ári. Ég þakka Sigurði fyrir 35 ára sam- starf og vináttu, sem aldrei bar skugga á. Við Peggy sendum fjöl- skyldu Sigurðar innilegar samúðar- kveðjur við andlát hans. Sigurður Helgason, fyrrverandi forstjóri Flug- leiða/Icelandair. Sigurði Helgasyni kynntist ég í að- draganda sameiningar íslensku flug- félanna við stofnun Flugleiða h/f árið 1973. Ég var ráðuneytisstarfsmaður á þeim tíma og tók þátt í samninga- viðræðunum. Svo æxlaðist að ég varð starfsmaður Flugleiða þá í upphafi í fimm ár, árin 1974-1979, og var Sig- urður yfirmaður minn allan þann tíma. Sameiningin var erfið. Fyrirtækin, sem sameinuð voru, áttu í vanda og sameiningunni fylgdu miklar tilfinn- ingar og átök. Sigurður var eindregið fylgjandi sameiningunni. Sigurður hafði numið og starfað í New York um og eftir stríðslok. Síðan hafði hann orðið framkvæmdastjóri Loft- leiða í New York í tólf ár áður en hann kom heim og varð einn af forstjórum Flugleiða árið 1974. New York var hans önnur heimaborg. Hann var mótaður af alþjóðlegu og nútímalegu umhverfi samkeppnisrekstrar. Hann hafði aflað sér yfirgripsmikillar þekk- ingar á flugrekstri. Honum fylgdu ferskir vindar. Ábyrgðarsvið hans fyrstu árin eftir heimkomu voru markaðsmál og fjármál. Það var mikið verkefni að sameina tvö fyrirtæki og byggja upp nýtt. Sig- urður tók til hendinni af miklum krafti. Hann vildi að vinnubrögðum og starfsháttum svipaði til þess, sem hann best þekkti erlendis. Hann gekk mjög hratt til verks, setti markmið og sagði fyrir um ýtarlegar rekstrar- áætlanir. Hann setti mönnum fyrir, hann vildi fá skjót svör, ákvarðanir og aðgerðir. Hann miðlaði af þekkingu og reynslu. Þessi ár voru rekstri Flugleiða erf- ið. Fjármagn var af skornum skammti, samkeppni var mikil og vaxandi, flugfloti við aldur og breytt tækni knúði á um fjárfestingar. Um- hverfi stjórnmála var hvikult. Sumar orrustur unnust en aðrar ekki. Sig- urður lét þó aldrei deigan síga. Hann var öflugur talsmaður innan fyrir- tækis sem utan. Málflutningur hans mótaðist af því umhverfi, sem hann kom úr. Honum fannst íslenskt um- hverfi oft síðbúið til þess að takast á við ögranir og framþróun. Hann átti til að fara hratt yfir og aflaði sér þá stundum andófsmanna. Lenti í ókyrrð og sviptivindum. Við töluðum mikið saman á þessum árum. Við ferðuðumst líka saman er- inda fyrirtækisins. Fyrir kom að vinnudegi lauk með kraftgöngu; hóf- legur undirbúningur fyrir nýjan dag. Í áföngum urðu Flugleiðir öflugt og traust fyrirtæki, sem byggði enn sterkari tengingar við umheiminn. Samtímis skapaðist grundvöllur fyrir ferðaþjónustu í landinu sem undir- stöðuatvinnugrein. Í allri þessari uppbyggingu íslensks flugrekstrar skipti Sigurður Helgason miklu máli. Ungum mönnum, sem bættust í starfsmannahópinn á þessum upp- hafsárum, var þetta ævintýri. Ég hvarf til annarra starfa, en við vorum áfram samstarfsmenn um langa tíð. Ég hafði komið heim frá framhalds- námi erlendis í rekstri fyrirtækja. Fyrir mér urðu þessi upphafsár sem masterklassi í praktík. Sú reynsla hefur oft komið sér vel. Ég þakka samfylgdina. Ég sendi fjölskyldu Sig- urðar Helgasonar einlægar samúðar- kveðjur. Hörður Sigurgestsson. Sigurður Helgason var einn af helstu áhrifamönnum íslenskrar flug- sögu. Hann starfaði að flugmálum í hartnær 40 ár, fyrst sem stjórnar- maður Loftleiða og framkvæmda- stjóri fyrirtækisins í Bandaríkjunum, síðan sem forstjóri Flugleiða í áratug, 1974-1984 og loks stjórnarformaður félagsins. Hann vék úr stjórn 1991, og hætti þá afskiptum af félaginu. Sigurður tók þátt í ævintýralegum uppgangi Loftleiða og stýrði þeirri starfsemi félagsins sem var hvað arð- bærust á árum velgengninnar. Hann var jafnframt við stjórnvölinn hjá Flugleiðum þegar félagið gekk í gegnum mestu erfiðleikatíma í sögu þess í kringum 1980. Hann þekkti tímana tvenna í þessum rekstri og var leiðandi jafnt í sögulegri uppbygg- ingu og erfiðum samdrætti. Sigurður var að mörgu leyti á und- an sinni samtíð í viðhorfi til viðskipta. Samstarfsmenn hans hafa sagt að framkoma hans og hugsunarháttur hafi verið miklu líkari því sem nú tíðk- ast en því sem algengast var á Íslandi á sjötta og sjöunda áratugnum. Hann var heimsborgari og færði til Íslands þekkingu og alþjóðastrauma í stjórn- un fyrirtækja sem mörgum var fyr- irmynd og hefur fylgt Icelandair Gro- up alla tíð síðan. Sigurður hafði á efri árum lifandi áhuga á starfsemi Icelandair Group og heimsótti okkur á skrifstofurnar reglulega. Hann var glæsimenni og átti auðvelt með að hrífa fólk með sér. Hann kom í heimsókn nokkrum mán- uðum eftir að ég tók við forstjóra- starfinu fyrir rúmu ári síðan. Áttum góða stund og þótti mér mjög fróðlegt að hlusta á hann fara í stuttu máli yfir sögu flugsins á Íslandi. Þar var hann á heimavelli. Ég vil fyrir hönd Icelandair Group þakka Sigurði Helgasyni að leiðarlok- um fyrir mikilvæg störf hans í þágu fyrirtækisins og íslenskra flug- og ferðamála, og færi aðstandendum hans samúðarkveðjur. Björgólfur Jóhannsson forstjóri Icelandair Group. Fólkið, sem maður hittir á lífsleið- inni markar sín margvíslegu spor í til- veru manns. Það var fyrir rúmum 35 árum að fundum okkar Sigurðar fyrst bar saman. Fjölskyldan var þá nýflutt til Ís- lands eftir margra ára dvöl í Banda- ríkjunum, en Sigurður hafði snúið heim til þeirra verka að stýra upp- byggingu hins nýstofnaða flugfélags Flugleiða. Yngri dóttirin Edda Lína og ég urðum því samferða í mennta- skóla og fljótlega óaðskiljanlegar vin- konur. Sigurður var sterkur persónuleiki og oft gustaði hressilega um hann. Yf- irbragð hans og framkoma gat fælt menn frá. Hann var ekki allra. Kannski vegna þess að fáir þekktu hann og hann hleypti fáum að. Maður þurfti að sanna sig. Á næstu árum varð heimili Unnar og Sigurðar fastur punktur í tilveru minni. Ótal sinnum lá leið mín þang- að. Alltaf var vel tekið á móti manni og aldrei fann maður annað en maður væri velkominn. Þau sýndu mér væntumþykju, virðingu og traust. Þrátt fyrir annasamt starf fylgdist heimilisfaðirinn vel með því hvernig okkur vinkonunum vegnaði. Í ófá skiptin sat Sigurður með okkur og ræddi um heima og geima. Reyndi á þekkingu okkar og þor. Hann hafði sitthvað til málanna að leggja er jók á lærdóminn, dýpkaði skilninginn og fjölgaði sjónarhornunum. Þannig fór maður ríkari af hans fundi en kom. Á þessum stundum spannst taug vináttu og kærleika sem aldrei hefur fallið skuggi á. Nú er hans lífshlaup á enda. Gott var að eiga vináttu hans, trygga og umhyggjusama. Þess minnist ég nú með þakklæti. Ragnhildur Skarphéðinsdóttir. Það hljóta að hafa verið blendnar tilfinningar hjá átta ára sveini að vera í fyrsta sinn sendur upp í sveit og kynnast nýjum heimi fjarri bernsku- veröldinni. Sigurði var það raunar til gæfu, hann vandist útiveru, skynjaði fegurð landsins, kynntist atorku- miklu fólki sem stundaði búskap við erfiðar aðstæður. Sigurður lærði í æsku að njóta náttúrunnar og virða hana – og hann lærði að veiða. Ég átti margsinnis uppbyggilegar viðræður við Sigurð um vernd náttúrunnar, skipulag við veiði og hvernig mætti best tryggja sjálfbærni veiðiánna. Hann var annálaður verndarsinni og fulltrúi varúðar og hógværðar í nýt- ingaráætlunum. Fyrir nokkrum áratugum hlýddi ég á hann flytja ræðu í Bandaríkj- unum þar sem hann var að kynna flug til Íslands og ferðamennsku. Hann talaði eins og herforingi sem kunni sitt fag út í æsar. Þegar við ræddum saman um þann háska sem nátt- úrunni stafar af margvíslegu jarð- raski og hrokafullri umgengni skynj- aði ég aftur þessa fagmennsku sem honum var svo töm og hann hafði lært sem barn í sveitinni. Sigurður ruddi brautina fyrir þá ferðamennsku sem nú blómstrar og er gildasti þátturinn í flugsamgöngum okkar. Hann gerði flugrekstur að veigamikilli atvinnu- grein á Íslandi og var virtur meðal áhrifamanna beggja vegna Atlants- ála. Hvar sem hann kom að verki lagði hann mikið á vogarskálarnar. Við hjá verndarsjóði NASF þökk- um honum heilladrjúgar leiðbeining- ar í nær 20 ár. Börnum og öðrum ætt- ingjum Sigurðar sendi ég samúðarkveðjur. Orri Vigfússon. Það duldist engum er átti sam- skipti við Sigurð Helgason, að hann vildi helst hafa sinn hátt á hlutunum. Hann var afdráttarlaus í skoðunum, fljótur að greina kjarnann frá hism- inu, en hafði takmarkaða þolinmæði Sigurður Helgason

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.