Morgunblaðið - 20.02.2009, Side 25

Morgunblaðið - 20.02.2009, Side 25
Umræðan 25 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2009 Morgunblaðinu hefur borist mikill fjöldi greina og pistla frá lesendum um ástandið í efnahagsmálum landsins. Margir höfundar lýsa áhyggjum sínum af þróun mála og margir gera tillögur um leiðir út úr efnahagsvanda þjóðarinnar. Morgunblaðið leggur áherslu á að gera þessum umræðum góð skil í blaðinu á næstunni. Skoðanir fólksins Hjól atvinnulífsins geta farið að snúast aftur með miklum myndarbrag með aðkomu Kanada á Íslandi, við erum nú einu sinni rétt rúmlega 300 þúsund manna þjóð og þurfum ekki svo mikið. Þegar almenn siglingaleið opnast yfir norðurpól má búast við miklum aukningum flutninga þá leið.’ Öllum er ljóst að hrunið haustið 2008 hafði gífurlegar félagslegar og sálrænar afleiðingar. En um leið og atvinnuleysi eykst, gjald- þrotum og inn- brotum fjölgar er dregið úr upplýs- ingum og beinum framlögum til forvarna og sál- arbætandi starf- semi. Þögn ríkir um þessi mikilvægu mál ein- staklinga og fjölskyldna. Við hjá Vímulausri æsku for- eldrahúsi veitum ráðgjöf til ein- staklinga og fjölskyldna af bestu getu og erum með mjög hæft fólk. En lítill skilningur á hvað er að ger- ast dregur úr getu til að veita að- stoð þar sem brýnast er. Við erum m.a. með einstaklings- og fjöl- skylduviðtöl, foreldrahópa og ýmis námskeið. Og frábært væri ef sam- vinna kæmist á við heilsugæslu- stöðvar. En grein Hauks Sigurðs- sonar vakti athygli á þessum málum. Skortsala eða annað fjármálatal er efst á baugi í fjölmiðlum og hjá ríkisstjórninni. Hvar er verið að ræða um áhrif atvinnuleysis á líf fólks? Hvar er sértæka aðstoðin, sál- og félagslega gæslan vegna at- vinnumissis? Hvar eru þessar hjálp- arstöðvar stéttarfélaga og op- inberra aðila? Hver er að rýna inn í framtíðina og taka ábyrgð á vænt- anlegum afleiðingum vegna alls er gerðist haustið 2008 og síðan þá? Manneskjuleg hlið þessa hruns féll milli skips og bryggju og ekkert björgunarnet var til staðar. Hver útskýrir fyrir unga fólkinu af hverju því líður illa heima, úti eða í skólanum? Hvar er rætt um afleið- ingar tekjumissis á allt líf hvers fjölskyldumeðlims? Kvíði, þung- lyndi og algjört getuleysi getur lamað allan framkvæmdakraft á heimilinu. Og fjandinn er laus ef óöryggi um hvert á að leita eftir hjálp bætist svo við framtíðarótt- ann. Hvað með alla aðstoð sem skólinn á og getur veitt? Lífsleikni snýst um að geta tekið á vanda hvers tíma á réttu augnabliki. Lífsleikni er getan til að lifa hamingjusömu lífi í trausti þess að allt sé gert til að hjálpa ef hjálpar er þörf; útskýra og einfalda málin og gera þau þann- ig léttbærari einmitt á því augna- bliki þegar þess er mest þörf. Stéttarfélög og opinberir aðilar geta gert það sama í lífsleiknitímum sínum. Einhver afneitun og doði gagnvart sálrænum vanda hrunsins er allsráðandi í dag, en fyrr en seinna kemur þetta og þá væri best að vera búinn undir þessa vinnu eins vel og hægt er. Og við hljótum að geta lært af reynslu annarra, t.d. Finna, af samskonar málum. En engar leiðbeiningar eru sjáan- legar, enginn mótmælir úti á götum getuleysi heilbrigðiskerfisins til að taka á þessum málum. Enginn hrópar og krefst aðgerða í þessum málum og það strax í dag. Við get- um orðið of sein til og þá er stóri skaðinn orðinn að veruleika. Ef ekkert er gert gerist ekkert. Áhættustjórn- un, tilfinninga- doði, algjört aðgerðaleysi Percy B. Stefánsson, áhuga- maður um lífsleikni í almennri notkun. GETUR Ísland ekki orðið sjálf- stjórnarsvæði Kanada? – og þá gæti kanadíski Seðlabankinn tekið yfir stjórn pen- ingamála á Ís- landi – Íslend- ingar myndu halda fánanum og það yrði fækkað á Alþingi niður í sem fæsta aðila með eftirliti frá Kan- ada, fyrir hag heillar þjóðar. Íslendingar hefðu áheyrnarfulltrúa á kanadíska þinginu í staðinn. Hvernig væri að leita eftir sam- vinnu við Kanadamenn og taka upp Kanadadollar sem gjaldmiðil í fullri samvinnu við Seðlabanka þeirra? Íslendingar hafa ekki getu né kunnáttu til stýringar á efna- hag sínum, allavega segir og sýnir sagan okkur það. Íslendingar leita til Kanadastjórnar og við bjóðum þeim í skiptum t.d. aðgang að olíu- leitarsvæðum við Ísland í skiptum fyrir gjaldmiðil og fyrir aðstoð að reisa heila þjóð við á Norður- Atlantshafi. Íslendingar myndu losa sig við forsetann og embættið í heild sinni og við gætum rukkað vel inn á Bessastaði sem yrði breytt í demantasafn. Þetta kallar maður að búa til sprotafyrirtæki úr engu. Hvers vegna í ósköpunum beinum við ekki sjónum okkar til Kanada, Nýtt Ísland í Vesturheimi þar sem við eigum frændur og lofthelgi nær óslitin frá 10 gráðum vestlægri á Atlantshafi til 135. gráðu vestlægri á Kyrrahafi. Það hlýtur að geta gefið okkur fleiri störf og betri afkomu. Íþrótta- mannvirki eru orðin mörg og glæsileg á Íslandi. Við erum álíka lélegir í knattspyrnu og Kanada en við gætum flutt út handboltann og liðsinnt Kanada til frekari afreka, þeir gætu hleypt nýju lífi í íshokkí og vetraríþróttir á Íslandi, ekki veitir af. Réttur áburður undir gönguskíði á stórmótum, myndi tryggja okkur allavega ekki alltaf að vera langsíðastir í mark. Reyndar eru kanadísku stelpurnar í knattspyrnu mjög góðar, eru í 11. sæti á lista FIFA. Okkar stelpur eru líka frábærar. Íslenskir íþróttamenn gætu sótt til Kanada og ekki myndum við taka neitt illa á móti íþróttafólki frá Kanada. Til lengri tíma litið geta Kanadamenn komið okkur til hjálpar með nýt- ingu og afhendingu orku til Norð- ur-Ameríku í formi færanlegrar orku um sæstreng. Þarna má sjá að Kanada gæti átt gríðarlega möguleika sem við Íslendingar gætum hvort eð er aldrei staðið undir sjálfir. Fyrir Kanada er rak- ið mál að veita okkur skjól og byggja upp frábært Nýtt Ísland á rústum frjálshyggjunnar sem á um sárt að binda í dag á Íslandi. Blessuð sé minning hennar. einastu þeim“ ráði ferð og Kan- adastjórn næði sættanlegri lend- ingu með skuldir vegna t.d. Ice-save- og Edge-óreiðunnar. Við gætum gefið Evrópusambandinu nokkuð langt nef, ekki komu þeir nú neitt sérstaklega vel fram við okkur Íslendinga eftir að Bretar beittu Landsbankann og Kaupþing hryðjuverkalögunum. Íslenskur al- menningur sættir sig ekki við að greiða þessar skuldir. Látum Bret- ana eltast beint við þessa óreiðu- menn. Ég skal senda þeim listann yfir þessa menn, hann er ekkert sérstaklega langur. Kanada er tæknilega þróað iðn- vætt ríki. Framleiðslufyrirtæki í eigu Kanadamanna á Íslandi sem myndu skapa hundruð ef ekki þús- undir starfa. Hjól atvinnulífsins geta farið að snúast aftur með miklum myndarbrag með aðkomu Kanada á Íslandi, við erum nú einu sinni rétt rúmlega 300 þúsund manna þjóð og þurfum ekki svo mikið. Þegar almenn siglingaleið opnast yfir norðurpól má búast við miklum aukningum flutninga þá leið og getur Kanada nýtt sér góða hafnaraðstöðu á Íslandi sem myndi skapa góða atvinnumöguleika fyrir okkur Íslendinga. Sameiginleg fiskimið og betri markaðssetning á afurðum gæti gert Kanada og Ís- lendinga að bestu og stærstu fisk- útflytjendum í heimi Flugstjórnarrými Íslands er eitt það stærsta í heimi og með kanad- ískri lofthelgi væri sameiginleg vini? Þjóðfélag á norðurslóðum þar sem spilling er lítil og mjög gott fólk býr. Undirritaður hefur ágæt- is viðmið á íbúum og venjum Kan- adabúans þegar sá er hér ritar fór reglulega í frí frá veru minni í Bandaríkjunum til Kanada árin 1987 og 1991. Þetta er kurteist fólk líkara Íslendingum en Am- eríkönum. Munurinn er álíka á Ameríkana og Kanadamanni og á George Bush yngri og Barack Obama forseta Bandaríkjanna. Talið er að allt að 200 þúsund Kanadamenn eigi rætur að rekja til Íslands. Kanada er annað stærsta land í heiminum að flatarmáli og þekur stóran hluta Norður-Ameríku. Kanada er ríkjasamband sem sam- anstendur af tíu fylkjum og þrem- ur sjálfstjórnarsvæðum, (Ísland það fjórða)? Kanada er þingbundið lýðræðisríki í Breska samveldinu. Árið 1982 staðfesti Elísabet II. Englandsdrottning lög frá breska þinginu, sem kváðu á um fullan sjálfsákvörðunarrétt Kanada. Í Kanada er töluð enska en t.d. í Qubec-fylki er franska aðalmál. Geta Kanadamenn ekki náð að lenda þessari vitleysu fyrir okkur Íslendinga vegna skulda óreiðu- manna í útlöndum, sem eflaust geyma illa fengin auðæfi sín á leyndum stöðum. Kanada er þing- bundið lýðræðisríki í Bretlandi er þá ekki við hæfi að máltækið „If you can’t win them, join them“ eða „ef þú getur ekki sigrað þá sam- Ísland í Kanada – er það málið? Sveinbjörn Ragnar Árnason er atvinnurekandi frá árinu 1991. LOKSINS féll ríkisstjórnin, þökk sé mótmælendum á Austurvelli og víðar. Þessarar ríkisstjórnar verður minnst í sögunni sem þeirrar sem kenndi okkur að mótmæla á árangursríkan hátt. Og því megum við aldrei gleyma. Við getum mótmælt ríkisstjórnir í burtu! Næsta skrefið í baráttunni er að endurskapa lýð- ræðið á Íslandi. Við búum núna við það sem ég kalla heypokalýðræði. Við kjósum framboðslista sem flokkarnir stilla upp fyrir okkur á fjögurra ára fresti. Ef flokkur setur heypoka í öruggt sæti á lista verður hann pottþétt kosinn á þing. Þetta er heypoka- lýðræði. Þingkosningarnar sem boðaðar hafa verið í vor eru ekki merki um nýtt lýðræði heldur aðeins spurn- ing um það hvaða heypokar verða valdir á Alþingi næstu fjögur árin og hvaða heypoka flokksklíkurnar velja sem ráðherra. Þetta er gamalt og úr sér gengið lýðræði. Hið nýja lýðræði snýst um að færa almenningi völd. Að búa til tæki handa almenningi til að grípa fram fyrir hendur stjórnvalda þegar þau taka spilltar ákvarðanir. Ef ráðherra ætlar að skipa lögmann í embætti dómara af því einu að hann er sonur flokksbróður heimta ég tæki fyrir almenning sem gerir honum kleift að segja: Nei, svona gerir þú ekki! Ef stjórnmálamaður ætlar að ráða flokksbróður sinn í embætti seðla- bankastjóra af því einu að hann er flokksbróðir heimta ég tæki fyrir al- menning sem gerir honum kleift að segja: Nei, svona gerir þú ekki! Þegar auðmenn skammta sjálfum sér og vinum sínum ofurlaun úr sjóðum fyrirtækja heimta ég tæki fyrir almenning sem gerir honum kleift að segja: Nei, svona gerið þið ekki! Ef auðmaður kaupir sér fjölmiðil og ætlar að hafa áhrif á fréttaskrif hans heimta ég tæki fyrir starfsfólkið og almenning sem gerir þeim kleift að segja: Nei, svona gerir þú ekki! Ef ráðherra skipar mann í forstöðu ríkisfyrirtækis af því einu að hann er flokksbróðir heimta ég tæki fyrir almenning sem gerir honum kleift að segja: Nei, svona gerir þú ekki! Þegar ráðherra dreifir sendiherraembættum til vina sinna heimta ég tæki fyrir almenning sem gerir honum kleift að segja: Nei, svona gerir þú ekki! Eitt tækjanna sem gera almenningi þetta kleift er atvinnulýðræði. Ég krefst þess að starfsmenn ríkisfyrirtækja fái að kjósa stjórnendur sína og taka fullan þátt í stjórnun stofnananna. Hvaða vit er í því að ráð- herra sem er valinn af flokksklíku heypokanna velji yfirmann stofnunar sem hann hefur enga þekkingu á? Mín vegna mega auðmenn kaupa og selja hlutabréf eins og þeim sýn- ist en ég krefst þess að starfsfólk eigi þess kost að velja stjórnendur fyrirtækjanna og taka fullan þátt í stjórnun þeirra. Ég krefst lýðræðis. Raunverulegs lýðræðis, ekki heypokalýðræðis! Næsta skrefið er lýðræði Eiríkur Brynjólfsson, kennari. NÚ ÞEGAR kreppan er að drepa okkur Íslendinga, kreppa sem flestir voru samtaka um að skapa með stuðningi sínum við einstaklings-frjálshyggjuna og allir hrópuðu Hæl útrásarvíkingar! Nú verður fjöldi fólks að hafa eitthvað til að hrópa Hæl yfir og það er heldur betur fundið. Hæl ESB! Að- ild okkar að ESB verður banabiti þjóðarinnar af mörgum ástæðum. Fyrst skal nefna peningahyggjuna sem er undirrót þeirrar heimskreppu sem nú stendur yfir. Upp úr þessari kreppu ætla peningaeigendur, fjárfestar, að ráða þessari plánetu einir og eru komnir ansi langt með það. Ef það tekst verður ekkert sjálfstætt Ísland, aðeins vinnulýður sem ekk- ert land eða eignir á. Ekki landhelgina, ekki landið, ekki orkuverin, ekki vatnið, ekki fegurð hálendisins. Ekki fiskinn í sjónum, sem þegar hefur verið úthlutað til einkanota fyrir ís- lenska gangstera sem hafa nú veðsett það sem þjóðin átti. Fyrir svona fámenna þjóð þarf ekki nema einn auðmann til þess að gleypa landið í einum bita. Það er meðal annars þetta sem verið er að mótmæla í dag, þó að stjórnmálamenn vilji ekki sjá það heldur telji mótmælendur úrkast. Varðandi ESB-aðild ættum við Íslendingar að gera okkur grein fyrir hvaða þjóðum við viljum samlagast og hvers vegna. Viljum við samlagast þjóðum sem fyrir örfáum árum fóru með hernað og útrýmdu þaulskipulega sex milljónum einstaklinga í gasklefum? Viljum við samlagast þjóðum sem hvenær sem er geta hervæðst og tekið upp fyrri iðju? Hvað ætlum við, þessi friðelskandi þjóð, að gera þegar her- skylda verður sett á okkur af ESB? Berjast og myrða eins og villimenn. Meðan verið er að ná peningavöldum og markaði til þess að kúga almenning er rekinn áróður fyrir samvinnu og félagslegum rétti og fólk trúir því að ekkert annað sé á bak við en góðmennska til handa almenningi og hrópar Hæl. Bak við fagurgal- ann liggur ljót meining, yfirráð yfir verðmætum þjóðanna og tilfærsla til pen- ingagreifa, misrétti. Það þarf útsjónarsemi og menntun til þess að framkvæma yfirtöku á auðlindum Íslendinga en það er stöðugt reynt af okkar menntaða fólki, fólkinu sem hefur nú sett þessa þjóð í áratuga ánauð og það sem verra er, eyðilagt mannorð þjóðarinnar. Menntun er góð en án siðferðis er hún hættuleg. ESB-samsteypan stefnir að markmiðum misréttis þó hún auglýsi mannréttindi og jöfnuð sem aðalstefnu, hún leggur blessun sína yfir fjármálakerfi sem er að deyja. Fjármálakerfi heimsins, hlutabréfageggjunin og prentun á pappír án verðmæta hlýtur að líða undir lok jafnvel þótt hægrimenn rói öllum árum að því að viðhalda kerfinu með aðstoð AGS. Hlutabréfaruglið hefði átt að leggja niður í kreppunni 1930. Nú er að skapast sams konar ástand, þ.e. eignir og laun eru tek- in af almenningi og flutt til greifanna sem safna í gríð og erg. Einfalt íslenskt dæmi, sem allir ættu að skilja, er framsalsleyfi í fiskveiðum. Nokkrir aðilar selja fiskveiðiréttinn og sjávarpláss sitja eftir atvinnulaus og íbúar eignalausir. Það er ekkert vafamál að nýjar áherslur verða að koma í stjórnun landsins, allt tal um að græða á fjármálakerfi heimsins er rugl og þjófnaður. Hvert heimili getur eytt því sem aflað er. Hver þjóð getur eytt því sem aflað er. En því miður hefur þess- ari þjóð verið stjórnað eins og hún væri milljónaþjóð og mont og hroki hefur leitt okkur út í skuldir og fyrirlitningu þjóða heims. Við verðum að greiða fíflagang- inn með krónum eða er kannski betra að greiða hann með evrum og missa um leið þá litlu sjálfsvirðingu sem eftir er í landinu? Hæl ESB Hjálmar Jónsson rafeindavirki

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.