Morgunblaðið - 20.02.2009, Side 10

Morgunblaðið - 20.02.2009, Side 10
10 Fréttir MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2009 Á heimasíðu dómstólanna á mið-vikudag var birtur dómur yfir fíkniefnasala. Í dóminum kom fram að hann hafði fjórum sinnum talað við Björn Jörund Friðbjörnsson tón- listarmann í síma í apríl og maí á síðasta ári og hefur Björn Jörundur sjálfur viðurkennt að símtölin hafi snúist um fíkniefnaviðskipti.     Svo hvarf dóm-urinn af heimasíðunni, en birtist aftur og þá án nafns Björns Jörundar. Það var auðvitað um seinan, enda ekki hægt að taka til baka það sem einu sinni hefur verið sett á netið. Dómstólarnir þurfa því augljóslega að skerpa á reglum sínum um hvað eigi að fella úr dómum og hvers vegna.     Hið athyglisverðasta í þessu málieru viðbrögð Björns Jörundar. Í Fréttablaðinu í gær var hann spurð- ur hvort hann hefði hugleitt að hætta við að dæma ungmenni í þátt- um Stöðvar 2, Idol-Stjörnuleit. „Nei, ég held að það myndi orka mjög tví- mælis ef maður segði sig frá öllum störfum og vinnu þegar það kemst í hámæli hvernig maður hefur hegð- að sér í fortíðinni. Ég vissi alveg hver ég var þegar ég réði mig til starfsins. Það hefur engin áhrif á mín störf í dag, það breytist ekkert né hefur áhrif á hvernig ég ætla að sinna mínum störfum þó aðrir viti það hvernig ég hef hagað mér í for- tíðinni.“     Björn Jörundur er ekki fyrstimaðurinn til að færa rök af þessu tagi hér á landi. Fortíðin, þ.e. atburðir fyrir tíu mánuðum, má ekki þvælast fyrir mönnum í nútíð- inni. Þar skiptir engu hvort menn eru fyrirmyndir æskunnar og telja sig þess umkomna að dæma frammi- stöðu annarra, eða hvort þeir eru valdir til annarra ábyrgðarstarfa. Gamlar syndir eru marklausar. Björn Jörundur Friðbjörnsson Hinar fornu og leiðu syndir                      ! " #$    %&'  (  )                              *(!  + ,- .  & / 0    + -        !                  "##      12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (  !       "##  $%%& #    $    %%  '% '        :  3'45 ;4 ;*<5= >? *@./?<5= >? ,5A0@ ).? '  ' ' ' !' !'  ' '!  '! !'  '  '! '!   '  '                            *$BC                 !" "  # $% & ' ()    *  # +  (  ' "   # *! $$ B *! () * %  %) %    + <2 <! <2 <! <2 (* &%, # -%.&/  C8- D                   B   " 2       "             *  )  # *  , '  -  - % # /   ) &  -    - % # 0  ' . !    1   "  /    $ ()      &   +     # 2  & *' '  - ' &  # 0"&& %%11 &%%2  %, # Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ HALLDÓR STAKSTEINAR VEÐUR Eftir Gunnhildi Örnu Gunnarsdóttur gag@mbl.is NÝR viðskiptaráðherra, Gylfi Magnússon, ætlar ekki að endurskoða ákvörðun forvera síns, Björg- vins G. Sigurðssonar um að afhenda Morgun- blaðinu ekki gögn um samsetningu innlána Icesave- reikninga Landsbanka. Morgunblaðið óskaði eftir því í janúar að við- skiptaráðuneytið upplýsti samsetningu innlánanna, það er hversu hátt hlutfall væri frá einstaklingum, fyrirtækjum og stofnunum, og gæfi blaðinu afrit af þeim gögnum sem nefnd á vegum þess hefði farið með á samningsfund um lausn á Icesave-deilunni. Þurfti ekki að tryggja allt Blaðinu var synjað skriflega hinn 26. janúar á grundvelli þess að gögnin geymdu upplýsingar um samskipti við önnur ríki. Vísaði ráðuneytið í lið sem hamlar upplýsingagjöf þegar almannahagsmunir eru í húfi. Morgunblaðið hefur áfrýjað ákvörðuninni til Úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Nefndin býst við að allt að áttatíu dagar geti liðið þar til mál- inu lýkur með úrskurði. Ástæða þess að Morgunblaðið vill upplýsingarn- ar er að í viðauka með tilskipun Evrópuþingsins og -ráðsins frá 30. maí 1994 um innlánstryggingakerfi eru tíundaðar þær stofnanir og fyrirtæki sem hægt var að undanskilja að ríkið bæri ábyrgð á. Meðal þeirra eru innlán tryggingafyrirtækja, ríkisins, bæjar- og sveitarfélaga, fjárfestingarfélaga, sem og lífeyris- og eftirlaunasjóða. Eins og Morgunblaðið hefur upplýst var það ekki gert. Morgunblaðið vill vita hversu háa upphæð ríkið þarf nú að ábyrgjast en þyrfti ekki hefði það tekið mið af viðaukanum. Viðskiptaráðherra lúrir á upplýsingum Beiðni um samsetningu innlána Icesave-reikninga Landsbanka var hafnað SUNNUDAGINN næstkomandi, á konudaginn, verður haldin sann- kölluð kvennamessa í Vídalíns- kirkju. „Þetta er í fjórða sinn sem við gerum sérstaklega mikið úr þessum degi hér í kirkjunni,“ segir Jóna Hrönn Bolladóttir, sóknar- prestur í Vídalínskirkju. „Þetta er hugsað til þess að auka félagsauð í bæjarfélaginu og í rauninni þjappa konum saman.“ Í messunni munu aðeins konur gegna hlutverkum presta, djákna, organista og kirkjuvarðar auk þess sem gospelkór, samansettur ein- ungis af stúlkum, og kvennakór munu syngja. „Eini karlmaðurinn sem þjónar í messunni er undirleik- ari gospelkórsins,“ segir Jóna Hrönn en að messu lokinni munu karlar bera fram súpu og brauð. Kór Kvennakór Garðabæjar syngur undir stjórn Ingibjargar Guðjónsdóttur. Sannkölluð kvenna- messa á konudag Í HNOTSKURN »Dr. Arnfríður Guðmunds-dóttir, fyrsti kvenprófess- orinn við guðfræðideild HÍ, mun predika í messunni. »Að messu lokinni verðurlist- og handverksmark- aður í safnaðarheimilinu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.