Morgunblaðið - 20.02.2009, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 20.02.2009, Blaðsíða 18
18 Daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2009 Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur ben@mbl.is Þ að getur skipt sköpum fyrir heim- ilisbudduna hvar matvara er keypt inn til heimilisins. Þetta sýnir ný verðkönnun ASÍ svo um munar. Allt að 348,1% verðmunur reynd- ist vera á pasta í verðkönnuninni sem fór fram í ellefu verslunum á höfuðborgarsvæðinu á þriðjudag. Munurinn á hæsta og lægsta verði reyndist alltaf vera mikill en minnstur var hann á AB-mjólk þar sem hann var 30,8 pró- sent. Kannað var verð á 40 vörutegundum og reyndist Bónus oftast með lægsta verðið eða í 28 skipti. Verslunin 10-11 í Glæsibæ var hins vegar oftast með hæsta verðið eða í 16 til- fellum. Raunar sýnir könnunin skýrt að svo- kallaðar klukkubúðir eru með hæstu verðlagn- inguna því í öðrum 15 tilfellum var verslunin 11-11 við Laugaveg með hæsta verðið. Mestur verðmunur í könnuninni var á pasta þar sem kílóverðið var 578 krónur í 10-11 en 129 krónur í Kaskó. Verðmunurinn er 348% en miðað var við lægsta kílóverð af pasta í versl- ununum. Minnsti verðmunurinn reyndist hins vegar vera á vörum sem eru forverðmerktar af framleiðendum, líkt og ostum, viðbiti, mjólk- urvörum og áleggi. Formerking í raun verðsamráð ASÍ bendir á að iðulega sé aðeins krónu verðmunur á vörutegundum milli Bónuss ann- ars vegar og þeirrar lágverðsverslunar sem er næstódýrust, en undir lágverðsverslanir falla auk Bónuss Krónan, Nettó og Kaskó. Sé ein- göngu litið til þessara verslana reyndist mesti verðmunurinn vera á pasta, brauðmeti, kexi, morgunkorni, kjöti og áleggi. Þannig var pasta dýrast í Krónunni þar sem kílóverðið var 398 krónur en ódýrast í Kaskó þar sem það var 129 krónur. Mismunurinn er 209%. Að sögn Esterar Sveinbjarnardóttur, verk- efnastjóra verðlagseftirlits ASÍ, er svipað verð í lágverðsverslununum, sé litið til þeirra sér- staklega, enda virðist samkeppnin mest þeirra á milli. Meiri verðmunur sé í svokölluðum þjónustuverslunum, sem í könnuninni eru Fjarðarkaup, Hagkaup, Nóatún og Samkaup- Úrval, sem allar hafa nokkuð breitt vöruúrval. Af þessum verslunum var Fjarðarkaup oftast með lægsta verðið, eða í 26 skipti af 40. Í þess- um verslunum var minnsti verðmunur á osti, viðbiti og mjólkurvörum en mestur verðmunur á ávöxtum, grænmeti, dósamat og þurrvöru. Ef litið er á klukkuverslanirnar einar sér, þ.e. 11-11, 10-11 og Samkaup-Strax, þá reynd- ust þær dýrastar og sömuleiðis með meiri verðmun sín á milli en verslanirnar í hinum flokkunum tveimur. Af þeim var Samkaup- Strax ódýrust, eða í 25 skipti af 40, og 10-11 dýrust í 20 skipti af 40. Mestur verðmunur reyndist vera á ávöxtum, dósamat og þurrvöru í þessum verslunum. Ester segir það vekja athygli hversu lítill verðmunur er á vörum sem eru forverðmerkt- ar, s.s. ostum og áleggi. „Þar er verðið eig- inlega það sama, óháð því hvar er verslað,“ segir hún. „Í raun er ólöglegt að formerkja vörur því í því felst ákveðið verðsamráð enda kemur í ljós að nánast engin samkeppni er í verði þeirra. Þessu ætti neytendastofa að taka á.“ Frávik frá formerktu verði kemur oftast fram í afslætti á kassa sem Ester bendir á að geri erfitt um vik að vita nákvæmlega hvað borga eigi fyrir vöruna. Þá séu pakkastærðir mjög mismunandi milli verslana þótt um sömu vöru sé að ræða, sem geri allan verðsam- anburð erfiðari hjá neytendum. „Við þurfum t.d. að reikna út lægsta kílóverðið til að geta borið þetta saman,“ segir hún. Hilluverðið gildir Könnunin fór þannig fram að skráð var nið- ur hilluverð vörunnar eða það verð sem neyt- andinn hefur upplýsingar um inni í búðinni. Bendir Ester á að samkvæmt lögum gildi það verð og stemmi verðið á kassanum ekki við það verð eigi neytandinn kröfu á því að lægra verð- ið verði látið gilda. Þegar skýrt var gefið til kynna að veittur væri afsláttur af merktu verði við kassa var skráð afsláttarverð. Reiknað var út kílóverð varanna í því skyni að auðvelda verðsamanburð þar sem pakkastærðir eru sem fyrr segir ákaflega ólíkar milli verslana. Könnunin var gerð í Bónus Spönginni, Krónunni Fiskislóð, Nettó Mjódd, Kaskó Vest- urbergi, Hagkaupum Holtagörðum, Fjarð- arkaupum Hólshrauni, Nóatúni Þjóðhild- arstíg, Samkaupum-Úrvali Miðvangi, Samkaupum Strax Suðurveri, 11-11 Lauga- vegi og 10-11 Glæsibæ. Tekið er fram að að- eins sé um beinan verðsamanburð að ræða, en ekki lagt mat á gæði eða þjónustu söluaðila.            ,! ($$ 3 / 1'(( %  2..  :   +3.  J    + & ! + 4' !#   3..  )  <      ' < 5  !   7(/& $'& 3 /3 ("'3"      !   KL M#  3 ! KL 4 KL C8  #   % KL 4 N 4 % KL ? &  "   +. !   ! 8  (3 9& 4 !    ! 7!  9 KL G  !! /<+-1 + ! (  " + ! ?      +! :1!/ (3 2(( N     ,++ 7    *  9 M   !     KL ' @  ! !       @ &    <      6 !     KL 800$ &3 ''1/ 6 *F   !  3.. GO A  !   GHO! ! !  KL ;& $3  #"/& $   + ! KL '  + ! KL &    + ! KL (  4 %  + ! KL 8     + ! KL  KL  O  KL & !!" * < 7   !"   OO 9 KL :6'' (!# $"$3 !"'' '    <         <      : O O   - P # !  KL %&$"# $!( M   < & #  # #  6 * ;<+/ ! #!! <#(=01( 4     Q!   # KL     M  KL                                                              ?         R !!   R !!  ! !                                    "  #                                 %                             & ! ! "#                                !  $    &'                            % # () *  +)                                     '(   $  # *,  %  &'                             & ! )   &                               )                           -  $)                                   . * +.                                                                                                                     L ?  !   Mikill munur á matarverði  Allt að 348% verðmunur á pasta  Klukkubúðirnar eru dýrastar  Minnstur verðmunur reyndist á forverðmerktum vörum  Mismunandi pakkastærðir gera verðsamanburð erfiðan fyrir neytendur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.