Morgunblaðið - 20.02.2009, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 20.02.2009, Blaðsíða 22
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2009 Í fermingarblaði Morgunblaðsins er fjallað um allt sem tengist fermingunni og fermingarundirbún- ingnum ásamt því hvernig þessum tímamótum í lífi fjölskyldunnar er fagnað. Blaðið í ár verður sérlega glæsilegt og efnismikið. Meðal efnis: • Veitingar í veisluna – heimatilbúnar eða keyptar • Mismunandi fermingar • Skreytingar í veisluna • Veisluföng og tertur • Fermingartíska, stelpur og strákar • Fermingarförðun og hárgreiðsla • Fermingarmyndatakan • Fermingargjafir – hvað er vinsælast? • Hvað breytist við þessi tímamót í lífi barnanna? • Hvað merkir fermingin? • Viðtöl við fermingarbörn • Fermingarskeytin • Ásamt fullt af spennandi fróðleiksmolum Fermingarblaðið verður borið út á hvert einasta heimili á höfuðborgarsvæðinu ásamt nágrannabyggðum. Allar nánari upplýsingar veitir Katrín Theódórsdóttir í síma 569 1105 eða kata@mbl.is Tekið er við auglýsingapönt- unum til kl. 16.00, mánudaginn 2. mars. fermingar kemur út föstudaginn 6. mars Efnismikið sérblað Morgunblaðsins um – meira fyrir auglýsendur Fáðu þér áskrift á mbl.is/askrift Í MORGUN- BLAÐINU birtist hinn 24. janúar sl. grein eftir Gísla Hjálmtýsson framkvæmdastjóra sem nefnist „Af hverju seljum við orkuna okk- ar lægstbjóðanda?“ Hér er átt við raforku. Fyrirsögnin felur í sér þá ásökun á fram- leiðendur raforku hér á landi að þeir hundsi tilboð kaupenda að raforku en selji hana öðrum kaupendum fyr- ir lægra verð en þeir bjóða. Hér er um ómaklega og alvarlega aðdróttun að ræða um hegðun sem ekki sam- rýmist almennu viðskiptasiðferði. Allir sem vilja kaupa raforku hér á landi hafa átt þess kost. Höfundur telur upp hugmyndir sem fram hafa komið um sölu á raf- orku til annarra en álframleiðenda, svo sem netþjónabúa og fleiri. Af þeim hugmyndum eru það einungis netþjónabú sem virðast líklegir kaupendur sem stendur, hvað sem síðar verður. Landsvirkjun mun hafa samið um sölu á raforku til eins slíks fyrir hærra verð en til álvera í landinu enda er um mun minni orku- sölu að ræða en til þeirra. Það er sem kunnugt er algengt að eining- arverð vöru er lægra ef mikið er selt af henni í einu en ef um minni við- skipti er að ræða. Það er því ekkert óvenjulegt við að stórnotendur orku fái hana á lægra verði en þeir sem minna kaupa af henni. Í greininni segir: „Í reynd er erfitt að sjá hvað er spennandi við enn eitt álverið og hvað fær orkufyrirtæki og byggðarlög til að keppast um að reisa næsta álver.“ Til er auðvelt svar við þessum spurningum: Byggðarlög sækjast eftir atvinnuöryggi. Mörg þeirra hafa uppgötvað einn morguninn að búið var að selja fiskveiðikvótann burt úr byggðarlaginu. Hann var í einkaeign. Fljótlega eftir að kvótinn var seldur voru þau skip seld sem áður veiddu þann kvóta eða útgerð þeirra flutt annað. Ál- ver sem einu sinni hef- ur verið reist í byggð- arlagi hverfur ekki jafn auðveldlega burt næstu áratugina. Það kann að skipta um eig- endur en það er ekki lagt niður meðan það borgar sig að reka það. Eftirspurn eftir áli fer vaxandi í heiminum og horfur eru á að raf- orkuvinnsla úr elds- neyti til álframleiðslu verði dýrari er tímar líða og torveld- ari vegna gróðurhúsasjónarmiða. Því er líklegt að ásókn aukist eftir að reisa álver í löndum þar sem raf- orkan er unnin úr endurnýjanlegum orkulindum eins og Íslandi. Eftir því sem núverandi raforkusölusamn- ingar renna út er þess því að vænta að raforkuverð til álvinnslu hækki vegna vaxandi ásóknar í raforkuna. Raforkufyrirtækin sækjast eftir markaði eins og önnur framleiðslu- fyrirtæki. Hér á landi hafa allir nú þegar yfirfljótanlega raforku til al- mennra þarfa. Íslendingar eru fá- mennir og jafnvel þótt fólksfjölgun sé hér örari en í mörgum öðrum Evrópulöndum vex almenni raf- orkumarkaðurinn hér hægt. Svo verður einnig um fyrirsjáanlega framtíð samkvæmt raforkuspám. Höfundur bendir réttilega á að þörf er fyrir meiri fjölbreytileika í ís- lensku atvinnulífi en nú er. Leiðin til þess er að styðja við vænlegar at- vinnugreinar sem stuðnings þurfa til að blómgast en ekki sú að halda aft- ur af atvinnugreinum sem geta þrif- ist hér án sérstaks stuðnings. Ál er ekki hrávara. Framleiðsla þess krefst þvert á móti háþróaðrar tækni og mikillar kunnáttu til að vera arðbær atvinnugrein. Í ál- vinnslu starfar margt fólk með mikla menntun og færni á sínu sviði; stað- reynd sem endurspeglast í betri launum í þeirri framleiðslu en al- mennt gerist. Vinnuaflsþörfin í hlut- falli við framleiðsluverðmæti er minni í álvinnslu en í mörgum öðrum atvinnugreinum, sem er hentugt fyr- ir fámenna þjóð sem vill búa við góð lífskjör. Hver Íslendingur ræður yfir hundrað sinnum meiri efnahagslega virkjanlegri vatnsorku í landi sínu en hver heimsbúi að meðaltali. Auk vatnsorkunnar eigum við ríflegan jarðhita sem nýta má til raforku- vinnslu. Af vatnsorkunni hafa um 29% nú verið virkjuð borið saman við frá 65 til yfir 90% í öðrum iðn- ríkjum og enn minni hluta jarðhit- ans. Almennur raforkumarkaður er lítill á Íslandi vegna fámennisins og flutningur raforku til annarra landa til sölu þar er ekki arðbær. Slík staða leiðir eðlilega af sér lægra raf- orkuverð en ef greiður aðgangur væri að stærri almennum markaði fyrir raforku. Nú er farið að bera á því að önnur fyrirtæki en álver sækjast eftir ís- lenskri raforku, til dæmis netþjóna- bú. Við sum hefur þegar verið samið og önnur munu nú eiga í viðræðum við raforkufyrirtæki. Þar ræða menn um hærra verð en til álfyr- irtækjanna, enda um minna orku- magn að ræða en til þeirra. Auðvitað seljum við raforku okkar á hverjum tíma á eins háu verði og völ er á. Orkulindir okkar ganga ekki til þurrðar þótt nýttar séu, gagnstætt við eldsneyti í jörðu. Núverandi orkusölusamningar renna út löngu áður en við höfum nýtt orkulindir okkar í svipuðum mæli og flest önn- ur iðnríki hafa nú þegar gert. Þegar kemur að endurnýjun núverandi samninga hefur raforkuverð til stór- iðju í heiminum áreiðanlega hækkað. Nýir stóriðjusamningar þá munu í senn taka mið af gangverði til stór- iðju annars staðar og af markaðs- verði raforku til annarra nota og markaði hér fyrir hana. Ómakleg aðdróttun Jakob Björnsson svarar grein Gísla Hjálmtýssonar »Hér er um ómaklega og alvarlega að- dróttun að ræða um hegðun sem ekki sam- rýmist almennu við- skiptasiðferði. Jakob Björnsson Höfundur er fv. orkumálastjóri. ÞÆR breytingar sem hefur grillt í á bókmenntavettvang- inum frá aldamótunum síðustu eru enn að skýrast. Og gera má því skóna, að vaxandi efnahagslægð næstu ára muni hraða þeim enn frekar. Umfjöllun um ljóðabækur hefur verið að drag- ast saman á þessari öld: Færri frum- samin ljóð birtast í prentmiðlum og ljósvakamiðlum, útgáfutilkynn- ingum og bókarýningum fækkar, og allt styttist og verður alþýðlegra. Hlutverk ljóða í fjölmiðlum er að verða að snöggsoðnum tækifær- iskveðskap, sem er til þess hugsaður að veita fleiri lesendum tækifæri til að koma hugverkum sínum að. Jafn- framt varð meiri áhersla á nýja höf- unda og safnrit gamalla, fremur en á að brúa bilið þar á milli. Þetta kallaði á andsvör: Eiginútgáfum ljóðabóka fjölgaði í fyrstu. Bókmennta- tímaritum fjölgaði. Skáldafélög ný- græðinga fengu aukið hlutverk. Verðlaunaútgáfum og pen- ingaverðlaunasamkeppnum fjölgaði. Og stöku stórir fjölmiðlar sáu ástæðu til að slá sér upp á því öðru hvoru að fjalla um ljóð líkt og í gamla daga. Grasrótarskáldin ungu leituðu nú í auknum mæli stuðnings með sam- þættingu við prósa, myndlist, tónlist, stjórnmál, klám, og með íburðarmiklum fjöldasamkomum. Bók- menntafræðingar stóðu einnig fyrir sam- komum, þingum; og kynningarritum er- lendis. Gróin skáld eins og undirritaður freist- uðu þess að draga skáldskaparhlið sína inn í blaðagreinaskrifin sín. Ennfremur að gefa út fleiri ljóðabækur, til að láta bókaumfjallanir blaða vega upp á móti ljóðabirtingartapinu. Voru þá ljóðabækur mínar drýgðar með smásögum og ljóðaþýðingum. Helstu skáldsagnahöfundarnir og þýðendurnir gátu áfram fengið ljóðabækur sínar útgefnar hjá sínum bókaforlögum, sem viðbótarinnlegg til lesenda sinna. En ýmis gæða- ljóðskáld á miðjum aldri áttu ekki annars völ en að kaupa sér auglýs- ingar, eða að vona að bókasafns- gestir gleymdu ekki að líta til með þeim. Loks má nefna að ljóðabirt- ingar almennings stórjukust á heimasíðum tölvunetsins; sem og greinaskrif hans þar almennt. Sala á skáldverkum almennt dróst saman, þótt bókatitlum fjölgaði. Spennusögur náðu forystunni í út- breiðslu. Vaxandi markaður erlendis varð fyrir íslenskar skáldsögur í þýðingum. Einnig fyrir erlendar skáldsögur á íslenskum markaði; bæði þýddar og óþýddar. Fræðirit- um á íslensku af sérfræðitoga fjölg- aði einnig. Líklega tengdist almenn fjölgun höfunda aukinni menntun landsmanna fremur en fjölmiðla- samdrætti. Líklegt má telja að meg- inástæða þessarar þróunar hafi ver- ið efnahagsþrengingar í hámenningargeirunum í kjölfar al- þjóðavæðingarinnar. Ólíklegt er að væntanleg viðbótarefnahagsnið- ursveifla muni bæta þar úr skák; þótt hún flýti líklega fyrir endurnýj- un skáldakynslóða og útgáfuforlaga. En það verður ekki gleðiefni fyrir ís- lenskt sjálfstæði ef skáldskapinn þrýtur. Enn höfum við ekki fleiri en að meðaltali eitt hágæða ljóðskáld á hverjum tíma, meðan viðmið- unarlöndin okkar hafa gott betur og her að auki. Við sáum á árinu að ekki var tekið mark á umsókn okkar í Ör- yggisráð Sameinuðu þjóðanna af því við höfðum ekki stóran her. Ef við missum skáldskapinn líka missum við líka trúverðugleika í heiminum almennt; umfram það sem hægt er í efnahagsmálum! Hugleiðing um bókmenntir Tryggvi V. Líndal fjallar um ljóðskáld og ljóðabækur »Hlutverk ljóða í fjöl- miðlum er að verða að snöggsoðnum tæki- færiskveðskap, sem er til þess hugsaður að veita fleiri lesendum tækifæri til að koma hugverkum sínum að. Tryggvi V. Líndal Höfundur er þjóðfélagsfræðingur og skáld.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.