Morgunblaðið - 20.02.2009, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 20.02.2009, Blaðsíða 21
21 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2009 Kristinn FYRIR þremur mánuðum skrifaði ég blaðagrein ásamt prófessor Michael Porter sem fjallaði um hvernig Ísland breyttist úr því að vera fyr- irmynd útrásar og alþjóða- væðingar yfir í táknmynd al- þjóðlegrar fjármálakreppu. Síðan þá hafa holskeflur kreppunnar skollið á strönd- um Íslands og neyðaraðstoð frá Alþjóðagjaldeyrissjóðunum (AGS) og norrænum vinaþjóðum hefur verið veitt. Stjórnarskipti hafa átt sér stað, kosn- ingar eru ráðgerðar í apríl og bankastjórar Seðlabankans hafa verið beðnir að víkja. Viðbrögðin frá því bankahrunið átti sér stað hafa að mestu tekið mið af skamm- tímaafleiðingum hrunsins auk þess sem tals- verð orka hefur farið umræður um hverjir bera ábyrgð. Slík fyrstu viðbrögð eru bæði eðlileg og nauðsynleg. En nú er kominn tími til að Íslendingar horfi lengra og takist á við raunsæjar rökræður um hvað sé til ráða til að Ísland komist á beinu brautina á ný. Í fyrri grein okkar, settum við prófessor Por- ter fram þá skoðun að sterkar stoðir Íslands gæfu landinu góða möguleika á að snúa aftur á braut varanlegs hagvaxtar. En umskipti eru alls ekki sjálfgefin og tíminn vinnur ekki með Íslandi. Því lengur sem Íslendingar dvelja við fortíðina – þeim mun skaðlegri verða áhrifin á samkeppnishæfi þjóðarinnar. Íslendingar verða því að hafa hraðar hendur og horfa bæði til skemmri og lengri tíma. Við sjáum fyrir okkur fimm atriði sem nauðsynlegt er að leggja áherslu á til að koma Íslandi á beinu brautina á ný. Í fyrsta lagi þá þarf að fara fram hreinskiptin um- ræða um orsakir og afleiðingar núverandi stöðu. Það þarf hins vegar að gæta að því að sumum af þeim framfaraskrefum sem tekin hafa verið í íslensku viðskiptaumhverfi á undanförnum árum verði ekki ranglega kennt um þann efnahagssamdrátt sem nú gengur yfir. Rannsóknir okkar á íslensku efnahagslífi sýna fram á að slíkar skoðanir væru misráðnar: Sú stefnumörkun sem leiddi til framfara í samkeppnishæfi Íslands átti ekki þátt í því að íslenska fjármálakerfið varð ofvaxið og óstöðugt. Einmitt þess vegna glímir Ísland nú við alvarlegan fjárhags- og hagstjórnarlegan vanda, en ekki við vanda vegna skorts á samkeppnishæfi. Sumar þjóðir, eins og t.d. Ungverjaland og Eystrasaltslöndin, glíma við vanda á báðum þessum sviðum og munu því eiga mun erfiðara um vik með að snúa við blaðinu. Nú skiptir sköpum að móta stefnu sem kemur í veg fyrir að öfgar fjármálakerfisins geti endurtekið sig en sú stefna má alls ekki grafa undan sam- keppnishæfi atvinnulífsins. Í því stjórnmálaumhverfi sem nú ríkir á Ís- landi verður þetta allt annað en auðvelt. Af skiljanlegum ástæðum ríkir mikil reiði í þjóð- félaginu og háværar kröfur eru uppi um al- geran viðskilnað við stefnumál fortíðar. Samt er það nú svo að einungis stefnumörkun sem styður við aukið samkeppnishæfi getur flutt Ísland aftur á sama stig velferðar og hag- sældar og þjóðin hefur átt að venjast á und- anförnum árum. Ýmsar áherslur fyrri rík- isstjórna(r) sem hrint var í framkvæmd á undanförnum árum höfðu jákvæð áhrif á samkeppnishæfi, þó að sumir vilji kannski ekki viðurkenna það nú og einblína frekar á hin afdrifaríku mistök að hafa ekki komið í veg fyrir ofhitnun fjármálakerfisins. Grund- vallarbreytingar á hagstjórn – með minni áherslu á samkeppnishæfi – gæti freistað þeirra sem vilja fjarlægjast öll stefnumál fyrri ríkisstjórna en slíkt myndi eingöngu koma í bakið á þjóðinni með skelfilegum af- leiðingum. Í öðru lagi er nauðsynlegt að tryggja efna- hagslegan stöðugleika til langs tíma. Skamm- tímaaðgerðir eru nú þegar í farvatninu í sam- ráði við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn en það verður líka að horfa til lengri tíma og taka afstöðu til grundvallarspurninga. Umsókn um aðild að Evrópusambandinu væri stórt skref í þá átt að tryggja íslenska hagkerfinu stöð- ugleika með öruggri tengingu við umheiminn. Það væri þó rangt að taka ákvörðun um jafn flókið og margslungið viðfangsefni einungis til að milda þann skammtímavanda sem Ís- lendingar glíma nú við. Á hinn bóginn væru það líka mikil mistök að velta þessum mögu- leika ekki alvarlega fyrir sér í ljósi nýrrar efnahagslegrar heimsmyndar og óvissu. Í þriðja lagi er það Íslandi nauðsyn að leggja höfuðáherslu á eflingu samkeppn- ishæfi. Ef það er einhvern lærdóm hægt að draga af þeim efnahagsógöngum sem nú dynja yfir er hann sá að eingöngu hagkvæm framleiðsla á vörum og þjónustu þar sem virðisaukinn skilar sér til raunverulegra við- skiptavina getur tryggt hagsæld og velferð til langs tíma. Efnahagslegur stöðugleiki og gott almennt viðskiptaumhverfi er nauðsyn- legur grunnur en dugar ekki einn og sér, og þaðan af síður hvers kyns fjármálavafningar. Áherslu verður að leggja á nýsköpun og menntun. Þrátt fyrir umtalsverðar framfarir undanfarin ár stóð Ísland, áður en kreppan skall á, fremstu þjóðum heims enn nokkuð að baki þegar litið var til framleiðni vinnuaflsins miðað við hverja unna klukkustund. (Íslend- ingar hafa bætt það upp með því að vinna mun fleiri stundir en flestar aðrar þjóðir að meðaltali á hvern íbúa). Efla verður til mik- illa muna þá viðleitni sem þegar hefur átt sér stað til bættrar framleiðni. Þetta er hægara sagt en gert í núverandi ástandi en reynsla Finna á fyrri hluta tíunda áratugarins gæti nýst Íslendingum þar sem þeim tókst að auka fjárfestingu í rannsóknum, nýsköpun og menntun þrátt fyrir almennan niðurskurð á öllum öðrum sviðum, og þannig byggja til framtíðar. Í fjórða lagi verður sérstök áhersla á virkj- un fyrirtækjaklasa að vera á stefnuskránni. Ísland á sér sterkar rætur í nýtingu sjáv- arauðlinda, endurnýjanlegri orku og á nokkr- um öðrum sviðum. Hingað til hefur til- tölulega lítið verið unnið með þá möguleika sem liggja í samvinnu þeirra aðila sem eru innan þessara klasa og á milli þeirra. Mörg þeirra íslensku fyrirtækja sem náð hafa góð- um árangri starfa í tiltölulega einöngruðu umhverfi og njóta ekki kostanna af því að starfa í stærra samhengi þar sem fyrirtæki í skyldum rekstri styðja hvert við annað (ekki með beinu samráði heldur óbeint með heil- brigðri samkeppni, sameiginlegum grunn- rannsóknum, samnýtingu birgja, uppbygg- ingu þekkingar starfsfólks, o.s.frv.). Þess vegna eru þau viðkvæm þegar á bjátar líkt og nú (til dæmis eykst hættan á því að starf- semin flytji til annarra landa) og þau ná ekki að skila eins miklum verðmætum til íslensks samfélags og annars væri hægt. Uppbygging klasa ætti að vera ofarlega á blaði þegar for- gangsraða þarf útgjöldum – til dæmis til ný- sköpunar og menntunar – í litlu landi þarf að leggja áherslu á starfsemi sem felur í sér möguleika á miklum margföldunaráhrifum. Að lokum þarf að eiga sér stað markviss umræða og stefnumótum varðandi hvers kon- ar efnahagsuppbygging nýtist Íslandi best með tilliti til styrkleika og veikleika landsins og hvaða hlutverk þjóðin ætlar sér í efna- hagskerfi heimsins til langs tíma. Þó að ýmis íslensk fyrirtæki hafi náð eftirtektarverðum árangri undanfarin ár var í mörgum tilfellum alls ekki ljóst hversu mikið velgengnin grundvallaðist á styrkleikum íslensks við- skiptaumhverfis. Skýr stefnumörkun varð- andi með hvaða hætti Ísland ætlar að skapa verðmæti til langs tíma og á hvaða mörk- uðum mun senda skýr skilaboð til hugs- anlegra samstarfsaðila erlendis og auðvelda forgangsröðun innanlands. Núverandi klasar, og líka þeir sem eru í burðarliðnum, verða að vera hluti þessarar stefnumótunar – áhersla á stjórnun náttúruauðlinda (fiskur, orka) gæti einnig verið hluti hennar. Djúp efnahagslægð getur auðveldlega leitt þjóðir í grafalvarlegar ógöngur í formi víxl- verkunar ásakana, rifrildis og sífellt versn- andi efnahagsástands. En lægðin getur líka vakið upp nýjan kraft til nýsköpunar og upp- byggingar þannig að samfélagið standi sterk- ara en nokkru sinni fyrr. Við trúum því að ís- lenska þjóðin hafi getu og burði til að velja síðari kostinn. Eftir dr. Christian Ketels. »Nú skiptir sköpum að móta stefnu sem kemur í veg fyr- ir að öfgar fjármálakerfisins geti endurtekið sig en sú stefna má alls ekki grafa undan sam- keppnishæfi atvinnulífsins. Quo Vadis – Hvert stefnir þú, Ísland? dr. Christian Ketels. Höfundur er hagfræðingur og starfar hjá stofnun Dr. Michael Porter við Harvard-háskóla í Boston um samkeppnishæfi (Institute for Strategy and Competitiveness- www.isc.hbs.edu). Dr. Ketels er ritstjóri viðamikilla rannsókna hjá Eystra- saltsráðinu og Norðurlandaráði á sviði sam- keppnishæfi auk þess að stýra samanburð- arrannsóknum fyrir Norðurlandaráð (Nordic Globalization Report) – en nýjustu niðurstöður á því sviði verða kynntar á fundi forsætisráðherra Norðurlanda nú í lok febrúar. Dr. Ketels hefur komið til Íslands nokkrum sinnum og skrifað skýrslur og rannsóknir á samkeppnishæfi Ís- lands undanfarin ár. Hákon Gunnarsson og Georg Lúðvíksson þýddu. Samhljómur Þrátt fyrir ólíka pólitíska tóna þá náðist samhljómur í gær í Gestastofu tónlistarhússins milli þeirra Katrínar Jakobsdóttur menntamálaráðherra og Hönnu Birnu borgarstjóra um að halda áfram framkvæmdum við tónlistarhúsið og ráðstefnumiðstöðina við Austurhöfnina í Reykjavík. Andliti Hönnu Birnu speglast á skemmtilegan hátt á meðan Katrín tjáir sig.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.