Morgunblaðið - 20.02.2009, Síða 14

Morgunblaðið - 20.02.2009, Síða 14
14 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2009 Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is HEILDARSKULDIR hjóna og sambúðarfólks 35 ára og yngri eru á bilinu 280% til 300% af ráð- stöfunartekjum og þar af eru íbúðarskuldir um eða yfir 200%. Eftir að þeim aldri er náð fer hlutfall skulda af ráðstöf- unartekjum lækkandi. Þetta kem- ur fram í nýrri samantekt hag- deildar ASÍ um skuldir heimilanna. Sérfræðingar sam- bandsins styðjast við upplýsingar úr skattframtölum frá seinasta ári en leggja mat á skuldastöðu heimilanna í kreppuástandinu í dag, hvaða hópar eru viðkvæm- astir fyrir og í mestri hættu á að lenda í alvarlegum vanda. ASÍ áætlar að hjón sem skulda 300% af árlegum ráðstöf- unartekjum sínum greiði um 20% af ráðstöfunartekjum ársins í af- borgarnir af skuldum, miðað við 5% vexti og 30 ára lánstíma. Nú eru samanlagðar skuldir heim- ilanna um tvö þúsund milljarðar og þar af eru um 1.400 milljarðar verðtryggð lán, 370 milljarðar gengistryggð lán. Meðalskuldir hvers heimilis eru áætlaðar 18 milljónir. Ekki fer á milli mála að stór- aukin áhætta er samfara hærra veðsetningarhlutfalli og gögn ASÍ sýna að staða kaupenda, sem komu inn á fasteignamarkaðinn í upphafi árs 2007, eftir að fast- eignir höfðu hækkað mikið í verði, er verri en þeirra sem voru fyrr á ferðinni. „Þeir sem fjármögnuðu fasteignakaup með 100% láni í janúar 2007 eru í desember 2008 með neikvætt eigið fé í fasteign- inni og þeir sem tóku 90% lán eiga lítið eigið fé eftir,“ segir ASÍ. Skuldir yfir helmingur eigna fólks undir 45 ára aldri Heildarskuldsetning þess hóps fólks sem er á þrítugsaldri er að jafnaði nálægt 90% af heildar- eignum þeirra, enda hefur fólk á þessum aldri yfirleitt ekki safnað miklum eignum. Athygli vekur hins vegar að það er ekki fyrr en komið er upp í hóp fólks á miðjum aldri sem skuldsetningin fer undir 50% af heildareign þess. „Skuldsetning allra hópa yngri en 45 ára er yfir helmingur af eign- um,“ segir í skýrslunni. Vaxtagjöldin vega þungt. Fram kemur að í hópi fólks sem er yngra en 35 ára voru vaxta- greiðslur 13-14% af áætluðum ráðstöfunartekjum ársins 2007 og hjá hópnum 36-40 ára um 11%. „Hætta er á að fólk festist í yf- irveðsettum eignum og verulega fjölgi í hópi heimila sem ekki ná endum saman. Ástæða er til að beina sjónum sérstaklega að stöðu hópanna á þrítugs- og fer- tugsaldri.“                                   +, +- +. / 0 , - . 1         !"#$! Óttast að fólk festist  Samanlagðar skuldir heimilanna eru nú um 2.000 milljarðar króna  Þar af eru um 1.400 milljarðar verðtryggð lán  370 milljarðar eru gengistryggð lán skv. úttekt ASÍ                                       %&$ !'($ ) !'($ 2.. -3. -.. +3. +.. 3. . 1 NÝI GLITNIR hefur ákveðið að taka hvorki þóknun fyrir uppgreiðslu verðtryggðra húsnæðislána, né vegna innáborg- unar á höfuðstól í ótiltekinn tíma. Uppgreiðslugjald þessara lána hef- ur verið 2%. Una Steinsdóttir, fram- kvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Glitnis, segir að bankinn vilji hjálpa heimilunum á þessum um- brotatímum. „Viðskiptavinir hafa sýnt því áhuga að borga upp lánin sín og greiða hraðar inn á höf- uðstólinn en uppgreiðslugjaldið hefur virkað sem ákveðin hindrun,“ segir Una þar sem margir hafi hætt við vegna gjaldsins. Kaupþing ákvað í síðustu viku að veita lánshöfum íbúðalána tíma- bundið 50% afslátt af uppgreiðslu- gjaldi þegar þeir greiða upp lán sín eða greiða inn á þau yfir 1 milljón króna. Samkvæmt upplýsingum Landsbankans er búist við því að bankinn fari einnig þá leið en ákvörðun liggur ekki endanlega fyrir. gag@mbl.is Frítt að greiða upp og inn á húsnæðislánin KARLMAÐUR á þrítugsaldri hefur verið ákærður fyrir stórfellda lík- amsárás sem leiddi til dauða manns í sumarbústað í Grímsnesi að kvöldi 7. nóvember sl. Honum er gert að sök að hafa ráðist á manninn og veitt honum banvæna áverka með hnefahöggum og spörkum. Meint brot varðar 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga, og það getur varðað allt að 16. ára fang- elsi. Árásarmaðurinn hefur verið úr- skurðaður í áframhaldandi gæslu- varðhald til 18. mars nk. Hann hef- ur verið í haldi lögreglu frá því í nóvember. Þá hafa annar karlmaður og tvær konur verið ákærð fyrir að hafa látið farast fyrir að koma fórn- arlambinu, sem slasaðist lífs- hættulega, til aðstoðar. Fólkið leit- aði ekki hjálpar fyrr en daginn eftir en þá var það um seinan. Fólkið er allt af erlendum upp- runa. Hnefahögg og spörk Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is RÍKISSAKSÓKNARI hefur hafnað beiðni um að opinber rannsókn fari fram á ætl- uðum brotum við rannsókn Hafskipsmálsins í kjölfar gjaldþrots félagsins árið 1985 og hann hefur einnig neitað að afturkalla ákvörðun sína. Ríkissaksóknari telur jafn- framt að ekki sé mögulegt að kæra þessa ákvörðun en reynist það rétt þýðir það vænt- anlega endalok tilrauna til að fá Hafskips- málið tekið upp. Ragnar Aðalsteinsson sem er lögmaður þeirra sem vilja að málið verði rannsakað hafnar þessu og segir ýmsar kæruleiðir koma til greina. Ekki hafi þó verið ákveðið hvaða leið verði farin. Gagnrýndi beiðnina harkalega Ragnar Aðalsteinsson og Sigríður Rut Júlíusdóttir sendu ríkissaksóknara kröfu um opinbera rannsókn á Hafskipsmálinu hinn 2. október 2008 sl. Beiðnin var 108 blaðsíður og með henni fylgdu hundruð fylgiskjala auk tveggja nýrra bóka eftir sagnfræðinga um Hafskipsmálið. Valtýr Sigurðsson rík- issaksóknari svaraði um hæl sex dögum síð- ar og sagðist mundu fela lögreglustjóra að annast rannsóknina „eftir nánari fyr- irmælum“. Í lok janúar skrifaði Valtýr annað bréf þar sem segir að við nánari skoðun á rannsókn- arbeiðninni hafi það verið niðurstaða hans að frekari rannsóknar gerðist ekki þörf. Hann gagnrýnir rannsóknarbeiðnina einnig harð- lega. Miklu máli skipti að rannsóknarbeiðni sé skýr og sérstaklega í jafn umfangsmiklu máli og þegar tekið væri mið af þeim þungu ásökunum sem bornar væru fram á hendur mönnum sem komu að málinu. Þá þyrfti að koma skýrt fram í hverju meintur refsiverð- ur verknaður væri fólginn. Þessa hefur eng- an veginn verið gætt með þeim afleiðingum að mjög torvelt er, að mati ríkissaksóknara, að greina rannsóknarefni sem beiðnin lýtur að.“ Eins og gefur að skilja féll þessi ákvörðun ríkissaksóknara í grýttan jarðveg hjá þeim sem báðu um rannsóknina. Hin lauslega skoðun sem hefði farið fram á málinu og birtist í bréfi ríkissaksóknara væri svo „ófull- komin og kæruleysislega unnin“ að ekki yrði við unað. Þá áskildu þeir sér allan rétt til að kæra ákvörðun ríkissaksóknara til dóms- málaráðherra eða til dómstóla. Þess var krafist að ríkissaksóknari afturkallaði ákvörðunina enda hefði hann farið á svig við ófrávíkjanlegar málsmeðferðarreglur við undirbúning ákvörðunar sinnar. Þeirri beiðni hafnaði ríkissaksóknari einn- ig og benti m.a. á að með nýjum lögum um meðferð sakamála hefði verið fellt úr lögum ákvæði sem kvað á um að dómsmálaráð- herra gæti fellt úr gildi ákvörðun rík- issaksóknara. Ragnar Aðalsteinsson bendir á hinn bóg- inn á að þar sem beiðnin kom fram fyrir lagabreytinguna eigi þessi rök ekki við. Hafnar rannsókn á Hafskipsmálinu  Ríkissaksóknari telur ekkert komið fram sem sýni fram á að rannsóknar sé þörf  Neitar að aftur- kalla ákvörðunina  Lögmenn Hafskipsmanna segja vinnubrögð ríkissaksóknara „kæruleysisleg“ Ragnar Aðalsteinsson Valtýr Sigurðsson Ragnar Aðalsteinsson og Sigríður Rut Júlíusdóttir kröfðust rannsóknarinnar f.h. Björgólfs Guðmunds- sonar, Páls Braga Kristjónssonar, Helgu Thomsen, ekkju Ragnars Kjartanssonar, Þórðar H. Hilmarssonar og Helga Magnússonar. Miklum tíma, fé og fyrirhöfn hefur verið varið í að afla gagna um Hafskipsmálið og m.a. hefur verið stofnaður vefur, www.hafskip.is, þar sem mjög miklum upplýsingum hefur verið safnað saman. Í fyrra komu út tvær bækur eftir sagnfræðinga um málið; Hafskip í skotlínu og Afdrif Hafskips í boði hins opinbera. Söfnuðu miklum gögnum Ungt fólk er í mestum vanda. Skuldsettustu hóparnir eru fólk á þrítugs- og fertugsaldri, með hlut- fallslega hæstu greiðslubyrðina og flest börn á framfæri. En hvað er til ráða? ASÍ bendir á nokkur úr- ræði fyrir verst settu heimilin en varar jafnframt við hugmyndum sem til umræðu hafa verið, sem muni ekki skila nægilegum ár- angri. „Í umræðu um aðgerðir til að aðstoða skuldsett heimili er mikið vísað til þess að nauðsynlegt sé að ráðast í almenna skuldaniðurfell- ingu eða tímabundna frystingu verðtrygginar. Vandinn við þessa lausn er að hún er mjög kostn- aðarsöm. Áætla má að húsnæð- isskuldir heimilanna séu nú um 1.400 milljarðar króna og kostn- aðurinn af almennri niðurfærslu á þeim um 10% væri því um 140 milljarðar sem er ríflega fjórð- ungur af heildarútgjöldum ríkisins á ársgrundvelli. Auk þess er ólík- legt að almenn skuldaniðurfelling um 10-20% væri nægileg til þess að gagnast verst settu hópunum. Nauðsynlegt er að beina úrræð- unum fremu til þeirra hópa þar sem þörfin er brýnust,“ segir ASÍ. 10-20% niðurfelling skulda dugar ekki

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.