Morgunblaðið - 20.02.2009, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 20.02.2009, Blaðsíða 11
Fréttir 11INNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2009 120 ára vígsluafmæli Lágafells- kirkju í Mosfellsbæ verður fagnað með sérstakri hátíðardagskrá frá 22. febrúar til 1. mars nk. Á dag- skránni er m.a. hátíðarguðsþjón- usta í kirkjunni á sunnudag nk. kl. 11, auk kvöldtónleika sama dag með Diddú og Agli Ólafssyni. Þá verður einnig haldin vegleg Gospel- gleði í Lágafellsskóla hinn 1. mars nk. Morgunblaðið/ÞÖK 120 ára vígsluafmæli UNNAR Stef- ánsson hefur ver- ið kosinn nýr for- maður Félags eldri borgara í Reykjavík. Hann tekur við af Mar- gréti Margeirs- dóttur sem hefur sinnt embættinu frá 2005. Unnar er stúdent frá Menntaskólanum að Laugarvatni og viðskiptafræðingur frá HÍ. Hann sat öðru hverju á Al- þingi á árunum 1960-1970 sem varaþingmaður fyrir Alþýðuflokk- inn. Aðalstarf Unnars hefur verið á sviði sveitarstjórnarmála. Nýr formaður Fé- lags eldri borgara Unnar Stefánsson RÁÐHERRA vatnsmála í Malaví telur að íslenska vatns- og hreinlæt- isverkefnið í Mangochi-héraði geti rutt brautina fyrir áþekk verkefni á öðrum svæðum í framtíðinni. Svo segir í frétt frá Þróunarsamvinnu- stofnun (ÞSSÍ). Ráðherrann hefur nú kynnt sér áhrif verkefnisins á daglegt líf íbúa. Verkefnið miðar að því að veita íbúum aðgengi að neysluhæfu vatni og bæta heilsu þeirra. Brautin rudd STJÓRN Kvenréttindafélags Ís- lands tekur heilshugar undir hug- myndir Ástu R. Jóhannesdóttur, fé- lagsmálaráðherra, um að stjórnmálaflokkarnir setji sér regl- ur er varða kynjaskiptingu á fram- boðslistum, þannig að skipting kvenna og karla verði sem jöfnust. Í síðustu alþingiskosningum fækkaði alþingiskonum miðað við næstsíð- ustu kosningar á árinu 2003. Jafnt hlutfall HAUSTIÐ 2008 var slegið met í að- sókn að framhalds- og háskólanámi. Á milli áranna 2007 og 2008 fjölgaði nemendum um 2,6%. Er aukið fram- boð fjarnáms helsta skýring aukn- ingarinnar á báðum skólastigum sem og að grunnskólanemendur sækja í auknum mæli í nám á fram- haldsskólastigi en þeir eru 5% skráðra nemenda þar. Þetta kemur fram í samantekt Hagstofunnar. Samkvæmt samantektinni eru konur 6.888 fleiri en karlar í fram- halds- og háskólanámi. Á framhaldsskólastigi eru 31,7% nemenda skráð í einhvers konar starfsnám en á háskólastigi eru ein- ungis 2,5% nema í starfsmiðuðu námi og eru kynjahlutföllin nokkuð jöfn. Í háskólum landsins eru flestir nemar skráðir á viðskiptasvið en næstfjölmennast er lögfræðisvið. Met í aðsókn að framhaldsnámi STUTT Eftir Sigtrygg Sigtryggsson sisi@mbl.is EGILL Jóhannsson, forstjóri Brimborgar, telur að Reykjavíkurborg sé að mismuna fyrirtækjum í borginni þegar hún neiti fyrirtækinu að skila at- vinnulóð á Kjalarnesi á sama tíma og Eimskip sé leyft að skila lóð í Sundahöfn og fá öll lóðagjöld endurgreidd. Egill segir það engu skipta þótt lóðin í Sundahöfn teljist formlega vera eign Faxaflóa- hafna sf., því Reykjavíkurborg eigi 75% í fyrirtæk- inu og hafi þar tögl og hagldir. Egill skrifaði borgaryfirvöldum bréf í gær- morgun, í kjölfar þess að hann hafði lesið frétt Morgunblaðsins um lóðaskil Eimskips. „Það er því áhugavert að skoða stjórn Faxaflóahafna sf. og bera þá einstaklinga saman við þá sem sitja í borg- arráði Reykjavíkurborgar. Þá kemur í ljós að sex manneskjur sem sitja í stjórn Faxaflóa- hafna sf. sitja einnig í borgar- ráði. Sama fólkið ber því ábyrgð á endurgreiðslu til Eimskips og höfnun endur- greiðslu til Brimborgar,“ segir Egill m.a. í bréfinu. Hann segir einnig að rétt sé að halda því til haga í þessu samhengi að Brimborg sé ekki að óska eftir sérmeðferð heldur krefjist þess að vera meðhöndlað eins og önnur fyrirtæki sem hafa skilað lóðum í borginni und- anfarna áratugi. Egill segir að rökin fyrir skilum Eimskips á lóð- inni séu nánast orðrétt þau sömu sem Brimborg notaði nokkrum dögum áður, þ.e. „vegna breyttra aðstæðna í atvinnulífinu í kjölfar bankahrunsins“. Rökum Brimborgar hafi verið hafnað en rök Eim- skips augljóslega tekin góð og gild. „Að ofansögðu er ljóst að með því að hunsa lög og reglur og mismuna fyrirtækjum í borginni gefa þessir kjörnu fulltrúar um 200 manna samhentum hóp starfsmanna Brimborgar langt nef, bera enga virðingu fyrir 45 ára starfi Brimborgar í borginni og að auki bera ekki nokkra virðingu fyrir þeim tekjum sem fyrirtækið útvegar borginni t.d. í formi fasteignagjalda á hverju ári af eignum fé- lagsins,“ segir Egill í bréfinu. Brimborg hefur vísað málinu til umboðsmanns Alþingis. Fram hefur komið í fréttum að átta önn- ur fyrirtæki hafa óskað eftir að skila atvinnulóðum í borginni en fengið neitun. Borgin mismuni fyrirtækjum Egill Jóhannsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.