Morgunblaðið - 20.02.2009, Side 13

Morgunblaðið - 20.02.2009, Side 13
Fréttir 13INNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2009 Samfylking og Vinstri hreyfingin grænt framboð hafa komið sér saman um að Alþingiskosningar fari fram laugardaginn 25. apríl næstkomandi. Morgunblaðið mun daglega birta fréttir sem tengjast framboðum, prófkjörum, kosningafundum o.fl. Alþingiskosningar 2009 KATRÍN Jakobsdóttir, menntamálaráðherra, sækist eftir því að leiða lista Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu og gefur kost á sér í forvali Vinstri grænna í Reykjavík sem haldið verður 7. mars nk. Katrín leiddi lista Vinstri grænna í Reykjavík- urkjördæmi norður í alþingiskosningunum 2007 og hefur setið á þingi fyrir hreyfinguna síðan. Hún gegnir nú emb- ætti menntamálaráðherra. Katrín er með meistarapróf í íslenskum bókmenntum og fékkst við útgáfustörf, kennslu og ritstörf áður en hún settist á þing. Þá var hún varaborgarfulltrúi fyrir Reykja- víkurlistann frá 2002 til 2006 og hefur gegnt embætti varaformanns Vinstri grænna síðan 2006. Hún er gift Gunnari Sigvaldasyni og saman eiga þau tvo syni. Katrín Jakobsdóttir í 1. sæti VG Katrín Jakobsdóttir EYDÍS Aðalbjörns- dóttir á Akranesi býður sig fram í 2. sæti fyrir Sjálf- stæðisflokkinn í NV-kjördæmi. Hún hefur starfað í bæj- armálum á Akra- nesi sl. 7 ár, er varaforseti bæj- arstjórnar og for- maður fjölskylduráðs. Hún situr einnig í stjórn sambands sveitarfé- laga á Vesturlandi. Eydís fram í NV-kjördæmi Eydís Aðalbjörnsdóttir STEINUNN Þóra Árnadóttir gefur kost á sér í fjórða sæti á framboðslista Vinstri grænna í Reykjavík. Steinunn er ör- yrki og stundar nám í mannfræði við Háskóla Íslands. Hún hefur gegnt trúnaðarstörfum fyrir mörg fé- lagasamtök og setið í stjórnum þeirra, má þar nefna Samtök her- stöðvaandstæðinga, MS-félag Ís- lands, Reykjavíkurfélag Vinstri grænna og Öryrkjabandalag Ís- lands. Steinunn Þóra í framboð fyrir VG Steinunn Þóra Árnadóttir BJÖRGVIN G. Sig- urðsson gefur kost á sér í 1. sæti á framboðslista Sam- fylkingarinnar í Suðurkjördæmi en hann leiddi þann lista í síðustu kosn- ingum. Björgvin er með BA-próf í sögu og heimspeki frá Háskóla Íslands. Hann hefur sinnt mörgum trúnaðarstörfum fyrir Samfylkinguna, m.a. sem fram- kvæmdastjóri hennar árin 1999- 2002 og svo sem viðskiptaráðherra 2007-2009. Halda á netprófkjör í kjördæminu með tveimur efstu sæt- um bundnum sínu kyninu hvort. Björgvin G. í fram- boð í Suðurkjördæmi Björgvin G. Sigurðsson RAGNHEIÐUR Elín Árnadóttir sækist eftir 1. sæti á lista Sjálf- stæðisflokksins í Suðurkjördæmi í prófkjöri sem fram fer 14. mars næstkom- andi. Hún er nú þingmaður flokksins í Suðvesturkjördæmi. Ragnheiður er fædd og uppalin í Keflavík. Ragnheiður í 1. sætið Ragnheiður Elín Árnadóttir SARA Dögg Jóns- dóttir gefur kost á sér í 3. sæti á lista Samfylkingarinnar í SV-kjördæmi. Sara Dögg er grunnskólakennari að mennt. Frá árinu 2006 hefur hún verið skóla- stjóri Hjallastefn- unnar í Hafnarfirði. Sara í framboð Sara Dögg Jónsdóttir STJÓRN kjördæmisráðs VG í SV- kjördæmi hefur ákveðið að efna til forvals vegna komandi alþing- iskosninga. Lagt er til að forvalið fari fram 14. mars og að framboðs- frestur sé til 25. febrúar. Kosningarétt hafa þeir íbúar kjördæmisins sem eru skráðir fé- lagar í kjördæminu 28. febrúar. Forval hjá VG MARGRÉT Þóra Jónsdóttir gefur kost á sér í 2. sæti á lista Framsókn- arflokksins í NV- kjördæmi. Margrét hefur tekið þátt í bæj- armálum á Akra- nesi síðustu sjö ár. Hún hefur m.a. ver- ið varabæjarfulltrúi og setið í fé- lagsmálaráði. Margrét í framboð Margrét Þóra Jónsdóttir JÓRUNN Frí- mannsdóttir Jen- sen borgarfulltrúi gefur kost á sér í 2. sæti á lista Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík í próf- kjöri flokksins. Jór- unn er formaður velferðarráðs Reykjavíkur, for- maður stjórnar Strætó bs. og situr í stjórn Faxaflóahafna. Jórunn starf- aði áður á geðdeild LSH og átti og rak vefsíðuna www.doktor.is um nokkurra ára skeið. Jórunn vill í 2. sætið í Reykjavík Jórunn Frímannsdóttir SIGRÍÐUR Á. And- ersen héraðsdóms- lögmaður tekur þátt í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík í næsta mánuði og mun sækjast eftir stuðn- ingi flokksmanna í eitt af efstu sætum. Hún hefur gegnt trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæð- isflokkinn frá unga aldri og skipaði 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður við kosningarnar árið 2007. Sigríður í framboði Sigríður Andersen lögleg tilkynning Aðilar utan Bandaríkja NorðurAmeríku: Þessi sátt kann að hafa áhrif á þig þar sem hún tekur til hagsmuna í höfundarrétti að bandarískum bókum sem gefnar eru út utan Bandaríkjanna. Ef þú átt slíkra hagsmuna að gæta í bók eða öðru efni í bók, mun þessi sátt binda þig nema þú hafnir henni tímanlega. Ef þú ert bókarhöfundur, bókaútgefandi eða annar aðili sem á höfundarrétt að bók eða öðru rituðu efni, kann sátt í hópdómsmáli varðandi skönnun/notkun Google á bókum og öðrum ritverkum að hafa áhrif á réttindi þín. Höfundar og útgfendur höfðuðu hópdómsmál þar sem því var haldið fram að Google bryti gegn höfundarrétti rithöfunda, útgefenda og annarra rétthafa höfundarréttar („rétthafar”) með því að skanna bækur og innskot sem njóta höfundarréttar, og birta útdrætti án heimildar. Google hafnar þessum kröfum. Aðilar hafa náð samkomulagi um sátt. Í þessari samantekt eru veittar almennar upplýsingar um sáttina. Gerð er grein fyrir hugtökunum „bækur” og „innskot” hér á eftir. Hvað felur sáttin í sér? Sáttin, verði hún samþykkt, mun heimila Google að skanna inn bækur og innskot sem njóta höfundarréttar í Bandaríkjunumog viðhalda rafrænumbókagagnagrunni. Sá gagnagrunnur inniheldur bækur sem ekki eru tiltækar á prenti sem og bækur sem eru tiltækar á prenti, heimili rétthafar það. Google mun geta selt aðgang að einstökum bókum og stofnanaáskriftir að gagnagrunninum, setja auglýsingar á hverja síðu sem tileinkuð er bók og nýta bækur í öðrum viðskiptalegum tilgangi. Rétthafar geta hvenær sem er breytt tilmælum til Google að því er varðar einhverra þessara nota. Í gegnum skrá yfir réttindi að bókum („skrá”), sem komið verður á fót með sáttinni, mun Google greiða rétthöfum 63% af öllum tekjum af þessum notum. Google mun einnig greiða 34,5 milljónir bandaríkjadala til að stofna og fjármagna starfsemi skránna í upphafi og til að greiða kostnað við tilkynningar og stjórnsýslu að því er varðar sáttina og að minnsta kosti 45 milljónir bandaríkjadala til að greiða rétthöfum að bókum og innskotum í reiðufé vegna bóka og innskota sem Google skannar inn fyrir eindagann sem gefinn er til að hafna sáttinni. Til hverra tekur sáttin? Hópurinn sem sáttin tekur til eru allir aðilar á heimsvísu semeigahagsmuni íbandarískumhöfundarrétti íeinhverri bók eða innskoti. Merking hugtaksins „hagsmunir í bandarískum höfundarrétti” er víðtæk. Hvar sem þú ert staddur, vinsamlega lestu tilkynninguna í heild til að ákveða hvort sáttin eigi við þig. Það eru tveir undirflokkar: • Undirflokkur „höfunda” (höfundar að bókum og öðru rituðu efni, og erfingjar þeirra, arftakar og framsalshafar) og • Undirflokkur „útgefenda” (útgefendur bóka og tímarita, og arftakar þeirra og framsalshafar). Til hvaða efnis tekur sáttin? Hugtakið „bækur” tekur til ritverka sem njóta höfundarréttar, svo sem skáldsagna, kennslubóka, doktorsritgerða og annarra ritverka sem gefin voru út eða dreift á pappír 5. janúar 2009 eða fyrr. Bandarísk verk verða að vera skráð hjá Höfundarréttarskrifstofu Bandaríkjanna til að sáttin taki til þeirra. Hugtakið „bækur” tekur ekki til tímarita, persónulegra skjala, nótna og verka sem eru í almenningseigu eða eru verk ríkisins. Hugtakið „innskot” tekur til sérhvers texta eða annars efnis, svo sem inngangsorða, ritgerða, ljóða, tilvitnana, bréfa, söngtexta, myndskreytinga barnabóka, nótna, korta og línurita, ef þau njóta sjálfstæðrar höfundarréttarverndar, sem bók, ríkisritverk eða bók í almenningseigu inniheldur, 5. janúar 2009 eða fyrr og sé um bandarísk verk að ræða, sem skráð eru (sjálfstætt eða sem hluti af öðru verki) hjá Höfundarréttarskrifstofu Bandaríkjanna. Innskot taka ekki til myndræns efnis (að undanskildum myndskreytingum barnabóka) eða verka sem eru í almenningseigu eða eru verk ríkisins. Nánari lýsingu á þessum skilmálum ásamt öðrum mikilvægum upplýsingum um sáttina er að finna í tilkynningunni. Hvað á ég að gera? Vinsamlega lestu tilkynninguna í heild, en hana er að finna á http://www.googlebooksettlement.com. Ákveddu hvort þú ættir að: • Vera áfram aðili að sáttinni. Nú ákveður þú að vera áfram aðili að sáttinni og ert þú þá bundinn af niðurstöðu dómstólsins, sem felur í sér eftirgjöf krafna þinna á hendur Google. • Mótmæla eða koma með athugasemdir við sáttina. Mótmæli þín eða athugasemdir verða að berast skriflega fyrir 5. maí 2009. • Draga þig út úr sáttinni og halda rétti þínum til að höfða persónulega mál gegn Google. Þú verður að draga þig skriflega út fyrir 5. maí 2009. • Skrá kröfu um staðgreiðslu (ef þú ert hæfur til þess). Þú verður að skrá kröfur þínar fyrir 5. janúar 2010. Dómstóllinn hefur skipað lagalegan ráðgjafa fyrir hvorn hóp. Nú er sáttin samþykkt og mun þá lagalegi ráðgjafinn sem gætir réttinda undirflokks höfunda fara fram á lögfræðikostnað og útgjöld sem Google hefur fallist á að greiða. Þér er einnig heimilt að ráða þinn eigin lögmann á þinn eigin kostnað. Dómstóllinn mun ákvarða hvort sáttin verður samþykkt í málflutningi um sanngirni hennar sem fara mun fram 11. júní 2009 klukkan 1:00 eftir hádegi. Þú getur nálgast allar upplýsingar, þar með talið tilkynninguna í heild, á eftirfarandi vefsíðu: Heimsókn: http://www.googlebooksettlement.com Hringja: gjaldfrjálst númer 00 800 8000 3300 Þú getur haft samband skriflega við: Google Book Search Settlement Administrator, c/o Rust Consulting P.O. Box 9364, Minneapolis, MN 55440-9364, UNITED STATES OF AMERICA MARGT forvitnilegt er að finna við höfnina og geta göngutúrar þar reynst fróðlegir. Veðurstofan spáir úr- komu og kólnandi veðri á landinu í dag og á morgun og því betra að klæða sig vel áður en lagt er í gönguferðir. Morgunblaðið/Kristinn Flotinn kannaður við höfnina

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.