Morgunblaðið - 20.02.2009, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.02.2009, Blaðsíða 4
4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2009 Ráðstefna um skjalastjórn Félag um skjalastjórn efnir til ráðstefnu í tilefni tuttugu ára afmælis félagsins fimmtudaginn 26. febrúar nk. í Hvammi, Grand Hótel Reykjavík frá kl.13:00 Dagskrá ráðstefnunnar er sem hér segir: 13.00 Setning – Ingibjörg Hallbjörnsdóttir, formaður Félags um skjalastjórn 13.20 Moreq2 – A brief look - How should it be used and what is it’s significance to Records Management in Europe – Hanns Köhler-Krüner, Director Global Education Services EMEA (Europe, Middle-East and Africa) 14.20 Kaffihlé 14.40 Endurskoðun Handbókar um skjalavörslu opinberra stofnana – Pétur Kristjánsson, sviðsstjóri skjalavörslusviðs Þjóðskjalasafns Íslands 15.20 Að taka af skarið - hvernig ná má árangri og vera metinn að verðleikum á vinnustað - Þóranna Jónsdóttir MBA, forstöðumaður samskipta og þróunar Auðar Capital 16.10 Ef mér finnst það fyndið… fyrirlestur um húmor – Jón Gnarr 16.40 Fundarslit Ráðstefnustjóri er Unnur Rannveig Stefánsdóttir, skjalastjóri hjá Össuri hf. Ekkert skráningargjald er innheimt og ráðstefnan er öllum opin Þátttakendur skrái sig á vef félagins: www.irma.is eða sendi póst á irma@irma.is Skráningarfrestur rennur út 23. febrúar nk. Eftir Ómar Friðriksson og Jón Pétur Jónsson MEIRIHLUTI viðskiptanefndar leggur til þá breyt- ingu við seðlabankafrumvarpið að forsætisráðherra skipi nefnd sem hafi það hlutverk að leggja mat á hæfni umsækjenda um stöðu seðlabankastjóra og að- stoðarseðlabankastjóra. Miðar tillagan að því að styrkja enn frekar faglegan grundvöll við skipun í embættin. Gert er ráð fyrir því að bankaráð Seðla- bankans skipi einn fulltrúa í nefndina, einn fulltrúi verði skipaður af samstarfsnefnd háskólastigsins, en í henni eiga sæti rektorar háskóla sem hafa fengið við- urkenningu menntamálaráðuneytis, og einn sem for- sætisráðherra skipar án tilnefningar og verði hann for- maður nefndarinnar. Háskólapróf í hagfræði eða tengdum greinum Meirihlutinn leggur einnig til að menntunarkröfur til seðlabankastjóra verði rýmkaðar frá því sem var í frumvarpinu, þannig að í stað meistaraprófs í hagfræði verði áskilið að viðkomandi hafi lokið háskólaprófi í hagfræði eða tengdum greinum og búi yfir víðtækri reynslu og þekkingu á fjármálastarfsemi og efnahags- og peningamálum. „Telur meiri hlutinn að sem dæmi um fagsvið viðkomandi umsækjenda kæmu til greina viðskiptafræði, rekstrarhagfræði, fjármálaverkfræði eða -stærðfræði, tölfræði við hagrannsóknir, fjármála- og viðskiptalögfræði, o.fl. Einnig er lagt til að skip- unartími seðlabankastjóra sem og aðstoðarseðla- bankastjóra skuli vera fimm ár […],“ segir í grein- argerð. „Veigamesta breytingin í meðförum nefndarinnar, sem var staðfest í [gær]morgun, er að það verður aug- lýst og skipað í stöðu aðstoðarbankastjóra, sem verður staðgengill bankastjóra,“ sagði Álfheiður Ingadóttir, formaður nefndarinnar, í samtali við mbl.is í gær. „Hér verður skipað í stöðu seðlabankastjóra, og reyndar þá líka aðstoðarbankastjóra, með faglegum hætti, en ekki pólitískt eins og verið hefur,“ sagði hún. Meðal helstu breytinga sem lagðar eru til er að auglýst verður eftir umsækjendum í embættin áður en skipað verði í þau. Nefnd meti hæfi bankastjóra  Skipunartími bankastjóranna verði styttur úr sjö árum í fimm ár  Rýmri kröfur gerðar um menntun  Staða aðstoðarbankastjóra auglýst Í HNOTSKURN »Meirihluti viðskipta-nefndar leggur til að fund- argerðir peningastefnu- nefndar verði birtar opinberlega. »Þetta á að auka tiltrú áSeðlabankanum og auka gagnsæi stýrivaxtaákvarðana hans. »Lagt er til að forsætisráð-herra skipi tvo utanað- komandi í peningastefnunefnd og talið er koma til greina að fá erlendan einstakling í nefndina. „ÞAÐ var mjög afgerandi skoðun fólks á fundinum að stærsta verk- efni Íslendinga á næstunni sé að hér þurfi allsherjarendurmenntun þjóðarinnar til þess að ná fram því virka lýðræði sem talað er um,“ sagði Sigurborg Kr. Hannesdóttir hjá fyrirtækinu Ildi, sem stóð í gær, ásamt Háskóla Íslands og fleirum, að samræðufundi um þró- un lýðræðis á Íslandi í átt til virk- ari þátttöku almennings og hags- munaaðila. Samkoman var á Háskólatorgi HÍ með fyrirkomulagi sem kallað er Heimskaffi (World Café); slíkir fundir eru ólíkir venjulegum fund- um að því leyti að samræður fara fram í litlum hópum og þykir að- ferðin vel til þess fallin að ná skýrri niðurstöðu með lýðræð- islegum hætti. Rædd var spurningin: Ef Ísland vildi verða til fyrirmyndar í því að auka þátttöku almennings og hags- munaaðila í „nýju lýðræði“, hvaða afgerandi skref gætum við stigið? Og svarið var afgerandi, eins og Sigurborg benti á. „Jafnvel að byrja þurfi frá grunni, í skólakerf- inu; á gagnrýninni hugsun, sið- fræði og heimspeki – til þess að við verðum öll hæf til að taka þátt í lýðræðinu. Að fundinum stóðu stjórn- málafræðideild Háskóla Íslands og Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við HÍ, ILDI þjónusta og ráðgjöf, Endurmenntun HÍ og Morgunblaðið. skapti@mbl.is „Allsherjarendurmenntun nauðsynleg“ Morgunblaðið/Golli Vilja gögn um virði sjóðanna Landsbanki bætir fyrir mannleg mistök LANDSBANKINN ætlar ekki að upplýsa lögmann Réttlætis - hópsins sem tapaði á peningamarkaðssjóði bankans, um innihald samningsins sem gerður var í lok október milli nýja Landsbankans og Landsvaka, dótturfélagsins sem hélt utan um peningamarkaðssjóði bankans, en þá keypti bankinn allar eignir sjóðanna. Lögmaðurinn, Hilmar Gunnlaugs- son, segir mikilvægt að fá upplýsing- arnar svo sjáist hvernig virðið var metið, en þeir sem áttu í íslenska sjóðnum töpuðu þriðjungi af sparifé sínu. Bankinn hefur þó, segir Hilmar, boðið hópnum að óháður matsmaður fari yfir kaupin og verði mat hans að bankinn hafi keypt bréfin á und- irverði sé bankinn tilbúinn að taka kaupin til endurskoðunar. Hilmar er lögmaður á þriðja hundrað aðila sem áttu í sjóðunum. Þeir vilja tap sitt bætt. Þrír umbjóðenda Hilmars hafa fengið mistök hjá bankanum leiðrétt. Hjón sem í síðustu vikunni fyrir bankahrunið óskuðu eftir því að bankinn seldi peningamarkaðsbréf þeirra að upphæð fimm milljónir króna fengu upphæðina greidda en starfsmanni láðist að fylgja beiðninni eftir. Annar vildi greiða einnar til tveggja milljóna króna lán með bréf- unum sínum, og var það samþykkt af bankanum, en færslan týndist í bak- vinnslu bankans. Upptökur af beiðni fólksins leiddu til leiðréttingarinnar. „Nú á eftir að reyna á önnur mál,“ segir Hilmar. gag@mbl.is LÚÐVÍK Berg- vinsson, formað- ur þingflokks Samfylking- arinnar, hefur ákveðið að leita ekki eftir endur- kjöri í komandi alþingiskosn- ingum. Lúðvík hefur átt sæti á Alþingi frá árinu 1995. Í tilkynningu frá Lúðvík segir að hann byggi ákvörðun sína á þeim kröfum sem orðið hafi í íslensku samfélagi á liðnum mánuðum, um að breytingar verði á skipan Alþingis. Leitar ekki endurkjörs Lúðvík Bergvinsson HÆSTIRÉTTUR hefur mildað dóm yfir níræðum karlmanni sem í héraðsdómi var dæmdur fyrir kyn- ferðisafbrot gegn dótturdóttur sinni. Maðurinn var dæmdur í tveggja ára fangelsi í stað fjögurra ára. Við ákvörðun refsingar leit Hæstiréttur meðal annars til heilsu mannsins, samkvæmt nýlegu vottorði. Ákvæði héraðsdóms um skaðabætur til stúlkunnar og sak- arkostnað voru staðfest. Maðurinn braut gegn dótturdóttur sinni á ellefu ára tímabili, á árunum 1994 til 2005 þegar stúlkan var á aldrinum fjögurra til fimmtán ára gömul. Félagsmála- stjóri í bæjarfélaginu þar sem stúlkan býr kærði málið til lögreglu. Þar kom fram að hún hefði orðið fyrir ítrekuðum kynferðisbrotum af hendi afa síns frá því hún mundi eftir sér í leikskóla og til fimmtán ára ald- urs. Kemur fram í kæruskýrslu stúlkunnar að afi henn- ar hafi brotið gegn henni í hvert sinn sem hann hafði tækifæri til. Neitaði sök frá upphafi Maðurinn neitaði alfarið sök frá upphafi. Hann benti meðal annars á það sér til varnar að hann hefði orðið getulaus vegna sjúkdóms fyrir sextugt. Héraðsdómur Reykjaness taldi þann framburð ekki eiga sér stoð í sjúkragögnum. Framburður fjölmargra vitna studdi frásögn stúlkunnar. Þannig hefði móðir hennar sagt að stúlkan hefði forðast afa sinn eftir að amma hennar lést. Vinkonur stúlkunnar greindu frá því að stúlkan hefði sagt þeim frá kynferðisbrotum afa síns. Að mati dómsins var það hafið yfir skynsamlegan vafa að ákærði hefði gerst sekur um þá háttsemi sem ákært var fyrir. Hæstiréttur staðfesti sakfellingu ákærða en gerði þær athugasemdir við mat á sönnun sakargifta sam- kvæmt ákæru að hvorki skipti máli að faðir ætlaðs brotaþola hefði skýrt frá því að hann hefði orðið vitni að óeðilegri háttsemi ákærða gagnvart öðru barnabarni sínu fyrir mörgum árum né að þriðja barnabarn ákærða hefði lagt fram kæru á hendur honum fyrir kynferð- isbrot gegn henni á meðan hún var barn að aldri, sem þó hefði ekki leitt til ákæru. Á sér engar málsbætur „Ákærði hefur með brotum sínum brugðist trúnaði gagnvart barnabarni sínu og á sér engar málsbætur. Til þess verður þó að líta að hann er kominn á tíræðisaldur og býr við nokkra skerðingu á vitrænni getu og er hald- inn líkamlegum sjúkdómum samkvæmt vottorði um heilsufar hans 27. janúar 2009, sem lagt hefur verið fyr- ir Hæstarétt,“ segir í dómi Hæstaréttar. Milduðu dóm undirréttar Hæstiréttur dæmdi níræðan mann í tveggja ára fangelsi fyrir ítrekuð kynferðisafbrot gegn barnungri dótturdóttur sinni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.