Morgunblaðið - 20.02.2009, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 20.02.2009, Blaðsíða 32
32 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2009 ✝ Halldór Ásgeirs-son (skírður Þor- leifur Halldór) fæddist á Hömrum í Eyr- arsveit 7. febrúar 1922. Hann lést á deild L1 á Landakoti 12. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ásgeir Kristjánsson sjómaður, f. 7. 6. 1895, d 17.8. 1966 og Þórdís Þorleifsdóttir hús- freyja, f. 13.10. 1895, d. 7.1. 1983. Halldór var næstelstur þeirra systkina, sem komust á legg. Syst- kini: Drengur, f. 3.10. 1917, d. 3.10. 1917, Kristín, f. 3.6. 1919, Jarþrúður Guðný, f. 7.2. 1922, d. 13.2. 1922, Kristján, f. 3.4. 1924, d. 28.1. 1925, Jarþrúður Soffía, f. 3.4. 1924, Björn Kristján, f. 5.5. 1926, d. 1.7. 1993, Ás- dís, f. 4.7. 1927, Ragnheiður, f. 14.3. 1930 og Páll Brekkmann, f. 4.3. 1932. Halldór kvæntist í Setbergskirkju 22.7. 1950 Elsu Fanneyju Þorkels- dóttur sjúkraliða, f. 4.4. 1928. For- eldrar hennar voru Þorkell Hregg- viður Jónsson, skipstjóri Reykjavík, f. 30.8. 1906, d. 6.6. 1951 og Magn- fríður Þorleifsdóttir húsfreyja, f. 6.6. 1906, d. 18.8. 1979. Börn þeirra eru: 1) Þórdís iðjuþjálfi, f. 16.9. 1950, þeirra: Hugrún, f. 16.12. 1991 og Freyr, f. 27.11. 1997. Halldór ólst upp í föðurhúsum að Hömrum í Grundarfirði og síðar Kampinum (Fornu-Grund), þar sem hann tók þátt í lífsbaráttunni ungur að aldri m.a. með sjósókn, um leið og hann hafði aldur til. Snemma var honum vel treyst fyrir ýmsum verkum til sjós og lands og var hann slyngur smiður bæði á tré og járn. En þar sem sjóveiki bráði ekki af honum dreif hann sig um 18 ára aldur suð- ur til Reykjavíkur og komst á samn- ing í vélvirkjun í vélsmiðju hjá Jó- hanni Þorlákssyni, sem sameinaðist síðar Jötni og lauk hann þar sveins- prófi 1945. Hann varð vél- virkjameistari árið 1954. Um miðj- an fimmta áratuginn stofnaði hann ásamt félaga sínum Birni Guð- mundssyni fyrirtækið Björn & Hall- dór hf. í húsnæði rétt hjá Þórodds- stöðum. Þeir fluttu þaðan með fyrirtækið að Hallveigarstíg og síð- ar í Síðumúla, þar sem það starfaði í hartnær 30 ár. Halldór og Elsa byrjuðu búskap 1950 í Blönduhlíð í Reykjavík. Síðar reistu þau sér hús að Löngubrekku í Kópavogi og bjuggu þar í um 40 ár. Þau voru einstaklega samhent hjón og bjuggu börnum sínum gott og öruggt heimili. Síðastliðin þrjú ár hafa þau búið á Digranesvegi 58 í Kópavogi. Útför Halldórs fer fram frá Digraneskirkju í dag kl. 13. maki Klaus Jochim- sen, f. 4.4. 1941. Börn þeirra: Lars Halldór, f. 8.12. 1975, maki Tine Jochimsen, f. 26.7. 1974, dóttir þeirra Matthilde Þór- dís, f. 2000. Marie Frida, f. 8.1. 1977, maki Simmi Lennarth Potoker, f. 14.9. 1978. Þau búa öll í Dan- mörku. 2) Þorkell Hreggviður verkfræð- ingur, f. 24.9. 1954, maki Dóra Sigrún Gunnarsdóttir, f. 27.2. 1956. Börn þeirra: Þórhildur, f. 25.6. 1981, sam- býlismaður Tryggvi Jónsson, f. 12.10. 1982, dóttir þeirra Brynhild- ur Freyja, f. 2007. Halldór, f. 18.6. 1987, sambýliskona Alda Guðlaug Atladóttir, f. 11.9. 1986. Þórdís, f. 19.4. 1993. 3) Magnfríður hjúkr- unarfræðingur, f. 3.12. 1956, maki Jón Axel Antonsson, f. 5.6. 1956. Börn þeirra: Úlfar Örn, f. 21.2. 1980. Elsa Fanney, f. 21.9. 1987 sambýlis- maður Hjalti Páll Þorvarðarson, f. 5.3. 1987. Jenný, f. 11.12. 1993. 4) Ragnar, f. 9.6. 1964, d. 2.7. 1964. 5) Ragnheiður verkfræðingur, f. 31.1. 1966. Hennar maður var Snorri Már Skúlason. Þau slitu samvistir. Börn Pabbi hafði þann einstaka hæfi- leika að láta mér líða þannig að ég gæti gert allt, tekist á við allt í heim- inum. Þetta er besta gjöf sem faðir getur gefið barni sínu. Ég er honum ævinlega þakklát fyrir þessa gjöf. Hann hafði ekki bara trú á mér, hann hafði á sama hátt trú á sínu fólki og maður hafði trú á sér í návist hans. Þó held ég að starfsfélögunum á verkstæðinu hafi blöskrað þegar pabbi setti tvítuga stelpuskjátu fyrir framan rennibekk og þeir gjóuðu augunum í spurn: Á að fórna bekkn- um? En auðvitað leiddi hann mig í gegnum þetta allt, hægt og rólega, þannig var hann. Verkstæðið var stór hluti af til- veru okkar allra í fjölskyldunni, lífs- viðurværi fjölskyldunnar kom þaðan og tilveran fór eftir því hvernig gekk. Þar voru bátavélar allsráð- andi, smurolíulyktin lá í loftinu og heillandi fyrir barn að heimsækja pabba í þann heim. Stundum var líka farið út í smáævintýri, rússneskir traktorar fluttir inn til landsins sem þóttu kannski ekki sérstaklega liprir í akstri en voru góðir þjarkar og sáust víða um sveitir landsins í þjón- ustu bænda. Pabbi var handlaginn og smíðar voru hans yndi. Hann smíðaði líkön af árabátum með breiðfirsku lagi en auk þeirra smíðaði hann ógrynni af leikföngum handa barnabörnum sín- um. Þar voru þau mamma mjög samhent því hún saumaði allt með til að gera gjafirnar fullkomnar. Sem afi og amma minntu þau svolítið á jólalagið: Nú skal segja. Því hann tók í nefið en hún prjónaði sokka. Þau voru mjög náin hjón, ein heild en þó tveir sjálfstæðir helmingar. Ég minnist pabba: Koma heim í hádegismat, banka þrisvar á loftvog- ina, fá sér smá í nefið ef ekki leit vel út og oft velti ég því fyrir mér hvaða undratæki loftvogin væri, þessir tveir vísar, sem gátu haft svona áhrif á pabba. Sem stolts föður þegar ég bætti við „pabba síns“ fyrir aftan nafn mitt ef ég var spurð til nafns sem lítil stúlka. Með prakkarasvip, þegar hann svaraði til Galisíu, er við spurðum, hvert ertu að fara. Ótrú- lega varð ég hissa að sjá alvöru Gal- isíu á landakorti löngu síðar. Tjaldferðalögin voru skemmtileg- ar samverustundir fjölskyldunnar, pabbi í essinu sínu, tjaldaði eftir kúnstarinnar reglum og pumpaði steinolíuprímusinn. Veðrið skipti ekki máli, alltaf var hlýtt og gott í okkar tjaldi eins og alltaf í návist hans. Pabbi naut sín einnig erlendis og merkilegt var að hann gat átt samskipti við fólk þó hann kynni ekki mikið í öðrum tungumálum. Hann bauð köllunum bara í nefið, þá var hægt að spjalla um allt milli him- ins og jarðar á smáensku og smá- íslensku, lesið í látbragð og svip- brigði og nýtt alþjóðlegt tungumál virtist verða til. Það er ekki nóg að kunna tungumál, maður þarf líka að geta átt samskipti við annað fólk og það kunni hann. Frá því í haust er pabbi búin að glíma við krabbamein og afleiðingar þess. Pabbi studdi okkur gegnum líf- ið, traustur, friðsamur og rólegur. Þegar kallið kom þá kvaddi hann þennan heim á sama hátt, í friði og ró. Nú hefur pabbi lokið sinni ferð hér. Minningar um hann munu lifa í hjörtum okkar og ljós hans er með okkur Ragnheiður Halldórsdóttir Við fráfall Halldórs Ásgeirssonar tengdaföður míns leita á hugann minningar um vel gerðan mann, þar sem saman fór hjálpsemi, hlýja og einstaklega jákvætt hugarfar í garð manna og málefna. Árið 1978 kynnt- ist ég Halldóri, þá var ég við nám í Vélskóla Íslands. Þá um vorið út- skrifaðist ég úr Vélskólanum. Hall- dór rak ásamt vini sínum Birni Guð- mundssyni Vélaverkstæði Björns og Halldórs hf. í Síðumúlanum. Halldór kemur að máli við mig eftir að ég hafði lokið námi mínu í Vélskólanum og býður mér að koma í vélvirkja- nám til sín. Ég fór að hans ráðum og hóf síðan nám í vélvirkjun hjá hon- um sem ég lauk og öðlaðist síðar einnig meistararéttindi í vélvirkjun. Gott var að vinna hjá þeim fé- lögum Birni og Halldóri. Halldór var góður leiðbeinandi og vandvirkur mjög. Hann var einstaklega úrræða- góður og mjög fær við að leysa alls konar tæknileg vandamál. Við Maggý byrjuðum okkar búskap í kjallaranum heima hjá honum og Elsu Fanneyju árið 1978. Halldór var dugnaðarmaður. Eftir að vinnu- degi lauk á verkstæðinu vann hann heima. Hann var með smíðabekk í kjallaranum í Löngubrekkunni og þar var hann við að smíða árabáta, dúkkuvöggur og allt mögulegt. Einnig var hann mikið fyrir garð- rækt og á sumrin var hann mjög upptekinn af garðinum í Löngu- brekku. Þegar ég var í vinnu hjá honum á verkstæðinu var ég einnig í flugnámi og Halldór var mjög áhugasamur um það og var mér hjálpsamur. Gaman var þegar við tveir fórum saman að fljúga og þá naut Halldór sín vel þegar við flugum um loftin blá. Halldór var vel lesinn og hafði mikinn áhuga á öllu sem viðkom tækni og vísindum. Hann fylgdist vel með þjóðmálum, var vinstrimaður og hernámsandstæðingur allt frá því hann mótmælti inngöngu Íslands í NATO á Austurvelli fyrir 60 árum. Gæfumaður var Halldór, og er það ef til vill ekki að undra þar sem sam- an fór hæfni hugar og handar. Hann var góður drengur, sem ekkert aumt mátti sjá öðruvísi en að leggja þeim hjálpandi hönd eftir mætti, sem á þurftu að halda, og var þá ekki að bera slík atvik á torg. Að fá að verða samferða slíkum manni, innan og ut- an vinnu, er nokkuð sem maður þakkar fyrir ævilangt. Halldór var sterkur persónuleiki og mat heiðar- leika mikils. Hann var umhyggju- samur, var mikið með hugann hjá börnunum sínum og alltaf var hann reiðubúinn að hjálpa. Og vináttu sína gaf hann mér, og sú var traust. Ein- hvern veginn er svo sárt að missa, sárt að missa einhvern sem alltaf hefur verið til staðar. Það er einum hlekk færra í fjölskyldukeðjunni og við minnt á hve hverful og stutt þessi jarðvist okkar er. Halldór er kvaddur með virðingu og einlægu þakklæti. Hann verður öllum sem honum kynntust minnis- stæður, samfylgdin var ánægjuleg alla tíð. Halldór er allur en hann skildi okkur ekki eftir tómhent. Við eigum um hann dýrmætar minning- ar og þar lifir hann áfram. Kæri Halldór, ég þakka þér fyrir allar stundirnar sem ég átti með þér og alla umhyggjuna sem þú sýndir mér, Maggý og börnum okkar. Minningin um þig er góð. Jón Axel Antonsson. Elsku afi, það er erfitt að kveðja þig en allar þær góðu minningar sem þú skilur eftir halda áfram að verma okkur um hjartað. Þú varst alltaf svo hlýr og ljúfur, það var sama hvað það var, það var alltaf hægt að stóla á hjálpsemi þína og góðmennsku, afi bjargaði málunum með bros á vör. Þegar við hugsum um þig, afi, þá munum við eftir þér að gantast í okkur, öllum sögunum sem þú sagðir og hvað þú varst alltaf traustur og góður. Það var sama hvað við tókum okkur fyrir hendur, alltaf sýndir þú áhuga og hvattir okkur áfram á réttri braut. Þú varst svo mikill dugnaðarmaður, vannst vel og gerð- ir allt af nákvæmni og þolinmæði, það var alveg sama hvar þú varst það var aldrei kastað til höndunum, ekki í garðinum eða við smíðabekk- inn í kjallaranum í Löngubrekkunni og því síður í vinnunni. Vandvirkni þín og umhyggja fyrir minnstu smá- atriðum skein ávallt í gegn í hverju sem þú tókst þér fyrir hendur. Gott dæmi um það eru allir ynd- islegu hlutirnir sem þú smíðaðir handa okkur í kjallaranum í Löngu- brekkunni. Árabátar með segli, kistlar, vöggur og húsgögn fyrir dúkkurnar eru einungis fá dæmi um þá frábæru og innilegu hluti sem þú nostraðir við með allri þinni hand- lagni og ást fyrir okkur. Allt fylgir þetta okkur enn í dag og mun fylgja okkur áfram í gegnum lífið ásamt minningu þinni. Það að þú sért far- inn er erfitt og sárt, því að missa svona klett sem maður gat alltaf hallað sér upp að tekur á. En við vit- um að þú fylgir okkur áfram, við munum alltaf muna þig og þú vakir yfir okkur eins og þú hefur ávallt gert. Hlýja þín og útgeislun mun alltaf vera hjá okkur. Elsa Fanney, Úlfar Örn og Jenný. Elsku afi minn, nú ert þú farinn frá okkur á vit ævintýranna og þú getur nú fengið þér langþráðan kaffisopa og „sopið“ eins og þú vilt. Þú munt lifa með mér áfram í gegn- um allar þær frábæru minningar sem við eigum saman úr Löngu- brekkunni. Þú varst alltaf svo góður, hjarta- hlýr og þú hlustaðir ávallt á mig. Ég man að það var alltaf svo gaman að koma í Löngubrekku sem strákur. Það var sannkallaður ævintýrastað- ur, þar voru indíánar, þjófar og ill- menni sem földu sig í hverjum runna en alltaf var hægt að vinna bug á þeim. Þér þótti nú reyndar ekki allt- af sniðugt þegar ég var að læðast um blómabeðin í garðinum. Garðurinn var yndi ykkar ömmu. Það var einnig svo gaman að koma og sjá hvað þú varst að smíða niðri í kjallara. Þar var alltaf hægt að finna eitthvað að bralla. Þar kenndirðu mér handtökin við smíðarnar og ætli þú hafir ekki lagt grunninn að því að ég er svona handlaginn í dag og þakka ég þér fyrir það. Ég man svo vel sögurnar þínar um verkstæðið, sjóferðirnar og allt mögulegt sem gerðist á þínum æskuárum. Þú varst frábær sögu- maður og hélst athyglinni allt frá upphafi til enda, jafnvel þó ég væri á mínum verstu táningsárum. Vinum mínum fannst þú „cool afi“, þú varst svo uppfullur af visku og fræðandi upplýsingum um lífið og tilveruna. Þér fannst alltaf gaman að vita hvað maður var að bralla og skipti þá engu hvaða vitleysa það var, en sérstaklega hafðirðu gaman af því ef það var verklegt. Þegar ég var kom- inn með bíladellu á háu stigi og bíl- flökin fóru ekki út úr bílskúrnum hafðir þú ávallt gaman af því að koma og kíkja á sundurtættu heddin o.s.frv. Þrátt fyrir að sjónin væri orðin döpur var eins og þú endur- heimtir hana, því þú virtist sjá alla vélarhlutina sem lágu þarna út um öll borð. Já, nafni minn, mér fannst þú svo sannarlega einstakur afi. Eftir að ég byrjaði að vinna hjá Marel komst ég að því að allnokkrir menn sem þar vinna könnuðust við þig og verk- stæðið ykkar Björns. Þeir bera reglulega mikla virðingu fyrir þeirri vinnu sem þið unnuð þar og kennduð öðrum. Hvíldu nú í friði, elsku afi minn. Þín mun vera sárt saknað en ég veit að þú fylgist með okkur áfram með bros á vör. Halldór Þorkelsson. Núna er hann dáinn, elsku Hall- dór afi. Hann var svo hlýr og góður og alltaf svo einstaklega glaður að sjá okkur, jafnvel núna undir lokin þegar hann var orðin þreyttur og veikur var hægt að sjá það í augum hans að það gladdi hann að við vor- um nálægt honum. Það var alltaf hægt að leita til afa ef maður var leiður, orð voru óþörf, það þurfti bara að hjúfra sig upp að honum til að finna hlýju og væntumþykju. Afi var alltaf áhugasamur um það sem við vorum að gera og var alltaf með á nótunum. Hann hugsaði alltaf til okkar þegar við vorum að gera eitthvað sem skipti okkur máli. Þeg- ar það var mikið að gera og ekki hafði verið tími til að heimsækja afa í nokkurn tíma þá gat maður alltaf hringt og látið vita að á morgun væri próf eða eitthvað annað mikilvægt á dagskrá og þá var maður viss um að hann myndi hugsa til manns. Það varð oft til þess að minnka stress og áhyggjur. Við áttum margar góðar og eft- irminnilegar stundir með afa í kjall- aranum þar sem hann var með lítið smíðaverkstæði. Þar hjálpaði hann okkur að smíða og föndra og sýndi okkur hvað hann var að baksa. Þar áttu ófáar samræðurnar sér stað. Afi var einstaklega laginn í því að segja frá æsku sinni og því sem hafði hent hann á lífsleiðinni á áhugaverðan hátt. Minningar um hversdagslega hluti með afa eru mjög ánægjulegar, eins og að borða hafragraut með honum á morgnana. Minningin um hljóðið sem hann gaf frá sér þegar hann var að borða grautinn yljar um hjartarætur. Við munum sakna afa, en við vit- um að hann heldur áfram að veita okkur styrk á erfiðum stundum. Þórhildur og Þórdís. Mig langar í nokkrum orðum að kveðja fyrrverandi tengdaföður minn og góðan vin, Halldór Ásgeirs- son. Ég var 15 ára gamall þegar ég hóf að venja komur mínar á heimili Dóra og Elsu í Löngubrekkunni. Ekki til að hitta þau sómahjón, held- ur yngstu dóttur þeirra sem ég felldi hug til. Þótt ég reyndi í fyrstu að sneiða hjá fundum við foreldrana í þessum heimsóknum átti það eftir að breytast. Úr varð vinátta sem stóð í áratugi og í raun fram á þenn- an dag þótt ekki hittumst við oft síð- ustu árin, eftir að leiðir okkar Röggu skildi. Frá okkar fyrstu kynnum kom Halldór mér fyrir sjónir sem reffi- legur og hress karl. Hann var gjarn- an með neftóbaksdósina á lofti og til í að ræða málin. Skemmtilegur mað- ur með þægilega nærveru. Við höfð- um báðir mikinn áhuga á sagnfræði Halldór Ásgeirsson Elsku afi. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Minning þín mun alltaf vera með okkur. Hugrún Snorradóttir. HINSTA KVEÐJA ✝ Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug vegna andláts og útfarar eiginmanns míns, föður okkar, afa og lang- afa, ANTONS JÓNSSONAR skipa- og húsasmiðs, Vatnsnesvegi 29, Keflavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks Garðvangs fyrir góða umönnun og hlýhug. Marta Kristjánsdóttir, Guðrún Kristín Antonsdóttir, Karl Antonsson, Hrafnhildur Jónsdóttir, Eygló Antonsdóttir, Ólafur Arthúrsson, Helen Antonsdóttir, Þórhallur Guðmundsson, Guðrún Antonsdóttir, Sæbjörn Þórarinsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.