Morgunblaðið - 20.02.2009, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.02.2009, Blaðsíða 12
12 FréttirALÞINGI MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2009 • Bylting fyrir bakið • Styrkir magavöðvana • Frelsi í hreyfingum • Margviðurkenndur stóll Swopper vinnustóllinn www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25 ÖGMUNDUR Jónasson heilbrigðisráðherra sagði á Al- þingi í gær að engar ákvarðanir hefðu verið teknar um sameiningu heilbrigðisstofnana á Norðurlandi, annað en að sameina stofnanir á Eyjafjarðarsvæðinu. Hann ítrek- aði þetta í símtali við framkvæmdastjóra Heilbrigðisstofn- unarinnar á Sauðárkróki, Hafstein Sæmundsson, í gær. Samkvæmt því mun sú stofnun starfa áfram í óbreyttri mynd. „Ráðherra vill skoða málin betur varðandi Norð- vesturland, sem þýðir ekki að engar sameiningar verði. Hann vill gefa sér betri tíma á svæðinu og hefur tilkynnt að hann muni hafa heimamenn með í ráðum,“ segir Haf- steinn við Morgunblaðið. Áður en fyrrverandi heilbrigð- isráðherra tilkynnti í byrjun janúar að sameina ætti allar stofnanir á Norðurlandi í eina lá fyrir reglugerð um sameiningu heilbrigðisstofnana á Blönduósi og Sauðárkróki. Hafsteinn segir þá reglugerð í raun enn vera í gildi en vænt- anlega verði hún afturkölluð. Stjórnendur þeirra heilbrigðisstofnana vinni fjárhagsáætlanir hver í sínu lagi. bjb@mbl.is Heilbrigðisráðherra ætlar að hafa heimamenn með í ráðum Fundur Ögmundur Jónasson átti fund með Hafsteini Sæmundssyni í vikunni. Aðeins verið ákveðið um samruna stofnana í Eyjafirði EINS og ég upplifi þetta hjá starfsfólk- inu er þetta að nokkru leyti framlenging á þeirri spennu sem hefur legið í loftinu í margar vikur. Þetta er kærkomið tæki- færi til að fara nánar yfir okkar rekstr- armál og draga fram okkar áherslur. Við erum bjartsýn á að niðurstaða fáist um framtíðarrekstrarform spítalans,“ segir Árni Sverrisson, forstjóri St. Jósefsspít- ala, um þá ákvörðun heilbrigðisráðherra að skipa nefnd til að koma með tillögur um hvernig samhæfa má starfsemi St. Jósefsspítala og Landspítalans. „Þetta er tvímælalaust áfangasigur fyrir okkur, miðað við það sem á undan er gengið,“ segir Árni. Hann reiknar síðan með að á næstunni verði reynt að skýra betur út launakjör lækna við spítalann. Þar hafi misskilnings gætt í umræðunni. bjb@mbl.is Framlenging á spennu um St. Jósefsspítala Árni Sverrisson Samt áfangasigur, segir forstjórinn Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is KATRÍN Jakobsdóttir menntamála- ráðherra vill að listaverk sem verið hafa í eigu bankanna færist í eigu ríkisins. Þessu vill hún ná í gegn um leið og gengið verður frá nýjum efna- hagsreikningum bankanna. Þetta kom fram í svari hennar við fyrir- spurn Kristins H. Gunnarssonar, þingmanns Frjálslynda flokksins, á Alþingi í gær. Kristinn taldi nauðsynlegt að tryggja þetta áður en rekstrarform bankanna breytist að nýju, enda er óvíst hvort þeir verða hér eftir í rík- iseigu um alla framtíð. Sagði Katrín að vel kæmi þó til greina að viðkomandi bankar hefðu áfram mörg þessara verka til sýnis, enda væru sum þeirra nánast orðin samofin útibúum þeirra, og nefndi sem dæmi útibú Kaupþings, eða gamla Búnaðarbankans, við Austur- stræti. Kristinn var ánægður með svörin og sagði ljóst að vilji væri til þess að hrinda málinu í framkvæmd hjá að minnsta kosti þremur ráðherrum og verulegum fjölda þingmanna. Ríkið eigi lista- verk bankanna Samhliða nýjum efnahagsreikningi verði listaverkin færð í eigu ríkissjóðs Morgunblaðið/Árni Sæberg Katrín Listfengur ráðherra Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is STARFSEMIN á St. Jósefsspítala verður samhæfð rekstri Landspítal- ans, samkvæmt tillögum nefndar sem Ögmundur Jónasson heilbrigðisráð- herra hefur skipað. Nefndin á að skila tillögum 12. mars, en miðað er við að starfsfólki verði þar ekki sagt upp og læknum boðin sambærileg kjör og bjóðast á LSH. Ráðherrann hafnar að sinni sam- einingu stofnana á NV-landi, en hyggst sameina stofnanir á Akureyri, Dalvík, Ólafsfirði og Siglufirði. Hann hefur hins vegar ekki tekið ákvarð- anir um sameiningu stofnana á Vest- urlandi eða Suðurlandi. Þangað ætlar hann fyrst í heimsóknir. Ósannindi og leikaraskapur Þannig hljóða stærstu atriðin úr munnlegri skýrslu um heilbrigðismál, sem ráðherra flutti á þingi í gær eftir tvær vikur í embætti. Kom hann þar inn á fleiri atriði, svo sem ofurlaun sérfræðilækna á St. Jósefsspítala og vanskil heilbrigðisstofnana við LSH, upp á samtals 550 milljónir króna. Þar af er St. Jósefsspítali í 60 milljóna vanskilum, sem hann sagði dæmi um ósannindi og leikaraskap í heilbrigð- iskerfinu. Ögmundur gagnrýndi um leið háar greiðslur til sérfræðilækna á St. Jós- efsspítala, sem þeir fengju í gegnum einkahlutafélög sín, og næmu sem dæmi þremur milljónum á síðasta ári fyrir 10% starfshlutfalls eins læknis. Sagði hann óskiljanlegt að forveri sinn, Guðlaugur Þór Þórðarson, hefði látið slíkt kerfi viðgangast. Guðlaugur Þór svaraði fullum hálsi og sagðist hafa átt von á dauða sínum, en ekki gagnrýni fyrir að taka ekki á fyrrnefndum launakjörum á St. Jós- efsspítala. Hann hefði verið gagn- rýndur vikum saman fyrir að gera einmitt það. Í hans tíð hefðu verið teknar mjög erfiðar ákvarðanir, sem hefðu verið nauðsynlegar til að vernda grunnheilbrigðisþjónustuna. Upplýsi hvar á að spara Þá hvatti Guðlaugur Ögmund til þess að upplýsa hvaða leið hann ætl- aði að fara, ef ekki þá sem þegar hafði verið mörkuð. „Með hverjum degin- um sem menn fresta þessari ákvörð- un eru menn að senda reikninginn annað.“ Miklar sparnaðaraðgerðir stæðu fyrir dyrum á LSH og yrði sparnaði annars staðar frestað lengi færi starfsfólk þar að spyrja sig hví það skyldi hagræða en aðrir ekki. Ásta Möller þingmaður kallaði téð- ar greiðslur til sérfræðilækna ofur- laun og sagði rekstrarform St. Jós- efsspítala verstu blöndu einkarekstrar og opinbers rekstrar sem hægt væri að hugsa sér. Að öðru leyti gagnrýndi hún skýrslu Ögmund- ar og sagði hana rýra í roðinu. Heilbrigðisstarfsfólk væri eftir hana engu nær, engri óvissu hefði verið eytt og Ögmundur hefði ekki lagt fram nein haldbær rök fyrir því að sveigja af þeirri braut sem Guð- laugur Þór hafði markað. Fer aðra leið í niðurskurði  Ögmundur Jónasson gagnrýnir vanskil í heilbrigðiskerfinu og ofurlaun lækna  Hafnar sameiningu stofnana á Norðvesturlandi en sameinar við Eyjafjörðinn Morgunblaðið/Ómar Skýrsla Ráðherra tók skýrt fram að farið yrði eftir fjárlögum um 6,7 millj- arða niðurskurð í heilbrigðiskerfinu, en færði ekki fram útfærsluna á því. Í HNOTSKURN »Í lyfjamálum sagði Ög-mundur að forveri sinn, Guðlaugur Þór, hefði brotlent og viðhaft makalausar rang- túlkanir og falsanir. »Þórunn Sveinbjarnar-dóttir sagði tíma kominn til að þingmenn hættu að ræða heilbrigðismál út frá hags- munum starfsstétta og færu að ræða málið út frá sjúkling- unum. Orðrétt á Alþingi STEINGRÍMUR J. Sigfússon fjár- málaráðherra flutti í gær frum- varp á Alþingi um auknar heimildir fyrir almenning til að taka séreignar- sparnað. Sagði hann að um 200 milljarðar króna væru í frjálsum séreignarsparnaði af þessu tagi og að um 40% af því væru í fjárhæðum upp að einni milljón króna. Milljón krónur er upphæðin sem hver og einn fær að taka út, dreift á níu mánaða tímabil, sem gerir um 70 þúsund krónur fyrir hvern einstakling á mánuði, eftir skatta. Ekki er farin sú leið að millifæra séreignina til niðurgreiðslu veðlána, en upphæðin höfð takmörkuð þess í stað, til að takmarka minnkun þess fjár- magns sem lífeyrissjóðirnir hafa úr að spila. Athygli þingheims vakti að út- greiðslunni er ekki ætlað að skerða barna-, vaxta- eða atvinnuleysisbætur, sem þingmenn töldu hvata til úttekta fyrir fólk sem ekki er í kröggum. Þá þótti frumvarpið varfærnislegt og ná heldur skammt, en fjármálaráðherra lagði áherslu á að það væri aðeins hluti af margþættum aðgerðum til hjálpar heimilunum. Fer varlega í séreignina Steingrímur J. Sigfússon RAGNA Árna- dóttir, dóms- og kirkjumálaráð- herra, mælti í gær fyrir frumvarpi á Alþingi um bætta stöðu skuldara, þ.e. breytingar á lögum um aðför, nauðungarsölu og gjaldþrotaskipti. Með því lengist aðfararfrestur úr 15 dögum í 40. Einnig skulu sýslumenn fresta nauð- ungarsölu íbúðarhúsnæðis, fram til 31. ágúst, eigi skuldarinn lögheimili í húsnæðinu og óski eftir fresti. Þá fel- ur frumvarpið í sér jákvæða leiðbein- ingarskyldu stjórnvalda við gjald- þrotaskipti einstaklinga, um úrræði þeirra til nauðasamninga og greiðslu- aðlögunar. Málið var sent til frekari meðferðar í allsherjarnefnd. onundur@mbl.is Skuldarar í betri stöðu Ragna Árnadóttir ’… að völdum okkar séu þó þautakmörk sett að ef við ekki förumvel og vandlega með þau, þá sé hægt,af kjósendum, að setja okkur af. Égheld að það hvetji stjórnmálamenn […] til að leggja enn meiri áherslu á vandaða ákvarðanatöku og lýðræð- isleg vinnubrögð … HELGI HJÖRVAR ’… ég get vart fallist á að sveit-arstjórnarmenn sjálfir eigi aðgeta ráðið því hvort gengið er til kosn-inga eða ekki. Þeir axla þá ábyrgð íupphafi, þegar þeir gefa kost á sér og eru kjörnir. Þá ábyrgð verða þeir að axla þangað til kjósendur þeirra ákveða að þeir eigi að víkja. RAGNHEIÐUR RÍKHARÐSDÓTTIR ’Allt sem við getum gert fyrirheimili og atvinnulíf í landinu eig-um við að gera, svo fremi að við förumekki á svig við stjórnarskrána. Allt.Stjórnvaldsfyrirmæli þar að lútandi líka. Innheimtufyrirmæli líka. Lina all- an innheimtukostnað eins og við get- um og koma því á framfæri. Hvað sem er sem við getum gert. ATLI GÍSLASON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.