Morgunblaðið - 20.02.2009, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 20.02.2009, Blaðsíða 34
34 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2009 Atvinnuauglýsingar Atvinna í boði í Evrópu Störf í Bönkum, Sölu IT, Markaðsstörf, Öll störf er hægt að skoða á www.ijobu.com. Raðauglýsingar 569 1100 Fundir/Mannfagnaðir Matvæla- og veitingafélag Íslands Fundarboð Almennur félagsfundur MATVÍS verður haldinn miðvikudaginn 25. febrúar nk. kl. 16.00 á Stórhöfða 31. Gengið inn Grafarvogsmegin. Dagskrá: Efnahagsmálin Kjarasamningar Gestur fundarins verður Gylfi Arnbjörnsson forseti Alþýðusambands Íslands. Aðalfundur Germaníu verður haldinn fimmtudaginn 5. mars kl. 17.00. Fundurinn fer fram á skrifstofu Þýsk íslenska verslunarráðsins, Kringlunni 7, 7. hæð. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Stjórnin. Nauðungarsala Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Bárugata 4, 200-1822, Reykjavík, þingl. eig. Hrefna Ósk Benedikts- dóttir, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður, Landsbanki Íslands hf., aðalstöðv. og Reykjavíkurborg, þriðjudaginn 24. febrúar 2009 kl. 14:00. Blómvellir 117837, 206-8809, Seltjarnarnesi, þingl. eig. Eva Ingimars- dóttir og Andrés Þór Björnsson, gerðarbeiðendur Sparisjóður Rvíkur og nágr., útib. og Vátryggingafélag Íslands hf., þriðjudaginn 24. febrúar 2009 kl. 14:30. Flúðasel 89, 205-6669, Reykjavík, þingl. eig. Áróra Kristín Guðmunds- dóttir, gerðarbeiðendur Byko hf. og Landsbanki Íslands hf., aðalstöðv., þriðjudaginn 24. febrúar 2009 kl. 11:30. Sýslumaðurinn í Reykjavík, 19. febrúar 2009. Tilkynningar Mat á umhverfisáhrifum - Ákvörðun Skipulagsstofnunar um mats- skyldu framkvæmda Skipulagsstofnun hefur tekið ákvörðun um að breyting á legu vesturhluta Álftanesvegar, Garðabæ skuli ekki háð mati á umhverfis- áhrifum samkvæmt lögum um mat á um- hverfisáhrifum nr. 106/2000 m.s.br. Ákvörðunin liggur frammi hjá Skipulagsstofn- un, Laugavegi 166, 150 Reykjavík. Hana er einnig að finna á heimasíðu Skipulagsstofnun- ar: www.skipulag.is. Ákvörðun Skipulagsstofnunar má kæra til um- hverfisráðherra og er kærufrestur til 23. mars 2009. Skipulagsstofnun. Félagslíf I.O.O.F. 1  1893208  8½.III.* I.O.O.F. 1  1892208  Sk. I.O.O.F. 12  190022081/2  O Hafðu fréttatímann þegar þér hentar ✝ Lárus Eggertssonfæddist á Ak- ureyri 12. júní 1921. Hann andaðist 6. febrúar síðastliðinn. Foreldar hans voru Eggert Stefánsson símritari og stór- kaupmaður á Ak- ureyri, f. á Þórodds- stað í Ljósavatnshreppi í Suður-Þingeyjarsýslu 21. des. 1885, d. 26. febr. 1947, og Yrsa Jóhannesdóttir, fædd Hansen, f. í Reykjavík 1. maí 1898, d. 1. febrúar 1967. Móðir Yrsu er Laura Agusta Nielsen, fædd Did- riksen, f. í Danmörku 7. febr. 1864, d. 1921, fyrsta konan, sem fékk inn- göngu í Verslunarmannafélag Reykjavíkur. Faðir Yrsu var Jó- hannes Hansen, f. í Danmörku 17. ágúst 1859, d. 26. jan. 1899. Móðir Eggerts var Anna Ingibjörg Krist- jánsdóttir frá Laxamýri, f. 20. apríl 1854, d. 13. feb. 1938. Faðir Eggerts var sr. Stefán Jóns- son, prestur á Þóroddsstað í Köldu- kinn, f. á Hvanneyri í Siglufirði 12. Eggerts og Jónu Sigríðar eru: a) Lára Þyri, f. 21. mars 1975, maki Bjarni Már Bjarnason, f. 12. nóv.1974, börn þeirra Sara Hlín, f. 27. ágúst 1999, og Arnar Orri, f. 2. ágúst 2003. Dóttir Bjarna er Vikt- oría Karen Br. Bjarnadóttir, f. 23. jan. 1997. b) Dóttir Jónu Sigríðar og fósturdóttir Eggerts er Hrafn- hildur Sesselja Mooney, f. 8. okt. 1972, sonur hennar er Dagur Sal- berg Magnússon, f. 2. okt. 1999. c) Sonur Guðrúnar og fóstursonur Eggerts er Björgvin Jóhannsson, f. 19. febr. 1972. 2) Einar Þór nið- ursuðufræðingur, f. 6. janúar 1953. Maki Hrönn Kristjánsdóttir, f. 20. apr. 1950. Börn þeirra eru: Óttar Freyr, f. 26. jan.1987. Dætur Hrannar eru a) Þórunn Alda Gylfa- dóttir, f. 17. febrúar 1969, sam- býlismaður Pétur Karlsson. Börn hennar Hafliði Breki Waldorff, f. 19. nóv. 1993, Sólrún Alda Wal- dorff, f. 4. maí 1997, og Glódís Kara Pétursdóttir, f. 22. maí 2006. b) Margrét Dögg Hrannardóttir, f. 3. mars 1971, sambýlismaður Matt- hew Taylor. Börn hennar Íris Hrund Ormsdóttir, f. 22. apr 1993, og Birnir Tómas Clausson, f. 27. júní 1998. Útför Lárusar fer fram frá Bú- staðakirkju í dag og hefst athöfnin kl. 13. okt. 1847, d. 9. feb. 1888. Systkini Lár- usar eru séra Stefán Eggertsson, prófast- ur á Þingeyri við Dýr- fjörð, f. 16. sept. 1919, d. 10. ágúst 1978, Anna Dorthea Egg- ertsdóttir, skrif- stofumaður á Kefla- víkurflugvelli og síðar í Reykjavík, f. 22. febr. 1923, dáin 24. nóv. 1999, og Brynhildur Daisy Eggertsdóttir, hús- freyja í Reykjavík, f. 4. maí 1928. Lárus kvæntist 13. júlí 1946 Ein- öru Þyri Einarsdóttur, f. 3. okt. 1921. Foreldar hennar voru Berg- þóra Jónsdóttir klæðskeri, f. 10. ágúst 1886, d. 21. júní 1971, og Ein- ar Stefánsson búfræðingur, f. 1. okt. 1894, d. 3. okt. 1921. Synir Lárusar og Einöru Þyri eru: 1) Eggert umsýslumaður fast- eigna hjá Orkuveitu Reykjavíkur, f. 19. nóv. 1946. Maki 1 Jóna Sigríður Bjarnadóttir, f. 22. apríl 1951. Þau skildu. Maki 2 Guðrún Sigurgeirs- dóttir, f. 16. ágúst 1952. a) Börn Elsku pabbi, kallið er komið, og þú fórst með reisn, sáttur við guð og menn. Þú getur verið stoltur af þínu lífi, og því sem þú áorkaðir. Ég er stoltur og þakklátur fyrir að eiga þig sem föður. Við fjölskylda mín þökkum samfylgdina og allt sem þú gerðir fyrir okkur. Þín verður sárt saknað. Faðir minn fæddist og ólst upp á Akureyri, í skjóli foreldra sinna, föðurbróður og fjölskyldu hans í Brekkugötu 12. Eftir barnaskóla stundaði hann nám í MA um skeið. Gekk snemma í KA, og stundaði útilíf í fjöllum Eyjafjarðar. Hann var meðvitaður um heilsuna og fór snemma að stunda líkamsrækt og sund. Á yngri árum æfði hann sund í sjó, og synti m.a. yfir Akureyr- arpoll 1940, í gegnum brimgarðinn við Vík í Mýrdal 1943, og einnig frá Viðey til lands. Foreldrar mínir kynntust í Vaglaskógi sumarið 1941, þar sem móðir mín var við skógræktarstörf. Árið 1944 hélt faðir minn til Banda- ríkjanna til að nema köfun og björgunarfræði hjá Strandgæslu Bandaríkjanna. Hann ferðaðist milli flotastöðva í eitt og hálft ár, eftir áætlun flotans. Þarna lærði hann hjálmköfun, og björgunarfræði, m.a. björgun skipa af strandstað. Hann hóf nám sem þyrluflugmaður, en varð að hætta, þegar tvær af fjórum þyrlum flugskólans eyði- lögðust. Faðir minn mun hafa verið fyrsti Íslendingurinn sem flaug þyrlu. Foreldrar mínir giftu sig 13. júlí 1946 og hófu búskap á Nönnugötu 4 í Reykjavík. Í byrjun árs 1953 greindist faðir minn með lömunar- veiki 31 árs og var hætt kominn. Árið 1954, skömmu eftir að hann steig upp úr lömunarveikinni, hóf hann að byggja hús í Hlíðargerði 26, sem fjölskyldan flutti inn í 1956. Faðir minn vann við ýmislegt um ævina, hjá Skipaskoðun, Landhelg- isgæslunni og hjá Vita- og hafna- málaskrifstofunni við köfun. Einnig við járn- og trésmíðar. Hann vann hjá Loftleiðum á Reykjavíkurflug- velli 1963-1978, sem húsvörður í skrifstofubyggingu félagsins. Á þessum árum ferðuðust foreldrar mínir, m.a. til Bandaríkjanna, Mexíkó og Austurlanda nær. Að auki fór faðir minn til Austurlanda fjær. Síðar vann hann hjá Löggild- ingarstofunni og að lokum hjá Hag- kaupum, áður en hann fór á eft- irlaun. Faðir minn var afar barngóður og börn hændust að hon- um. Hann var trúaður maður og trúði á framhaldslíf. Ævintýralegt lífshlaup og hættur sem hann rataði í hafa átt hlut að máli. Síðustu ár sín upplifði faðir minn heilsubrest. Hann var heimavið nánast til loka og hafði daglega fótavist og móðir mín hjúkraði honum fram á síðasta dag. Hann lést að kveldi þess 6. febrúar sl. á Landsspítalanum við Hringbraut. Með þessum orðum kveð ég föður minn, þakka samfylgdina, og óska honum alls hins besta á nýjum og betri stað. Móður minni og bróður og fjölskyldu hans, sem og föður- systur minni og öðrum ættingjum votta ég einlæga samúð. Eggert Lárusson. Meira: mbl.is/minningar Í dag kveðjum við tengdaföður minn Lárus Eggertsson. Ég kynntist Lárusi árið 1986, þegar við Eggert sonur hans kynnt- umst og hófum búskap. Það var ekki auðvelt að kynnast honum og helsta ástæðan var að hann stamaði og hafði aldrei fengið hjálp til að ráða bót á því. Hans ráð var að spyrja fregna og fylgjast með hvað við vorum að gera. Aldrei kom ég í heimsókn til hans án þess að hann sæti í húsbónda- stólnum og ýmist með íslensku pressuna, Times eða Newsweek í fanginu. Fram í andlátið fylgdist hann með og alltaf spurði hann mig hvernig væri í vinnunni, hvort salan væri góð! Við áttum það sameig- inlegt að vera hrifin af Akureyri. Hann var þaðan og fannst enginn staður á jarðríki taka Akureyri fram. Ég gat fallist á það eftir að hafa dvalið fjóra vetur við nám í MA. Ég áttaði mig líka fljótlega á hvað hann var mikill öðlingur og hef varla hitt betri menn en Lárus og syni hans báða, þá Eggert og Einar. Það er bara ekkert vont til í þessum mönnum. Þvílík lukka að kynnast þeim! Sonur minn Björgvin hefur búið á loftinu hjá Lárusi og Þyri í nokkur ár. Þar leigir hann litla íbúð undir súð með útsýni yfir hverfið. Björgvin fékk leigt á afar sann- gjörnu verði enda í skóla. Eftir tvö ár vildi Björgvin hækka leiguna, enda kominn með aðgang að þvotta- vél. Lárus tók það ekki í mál, hann færi nú ekki að okra á vini sínum. Þess í stað samdist um snjómokst- ur, slátt á blettinum, auk ýmissa viðvika. Þegar við Eggert fluttum í okkar íbúð var lóðin ófrágengin og eitt okkar fyrsta verk var að koma lóð- inni í stand ásamt sambýlisfólki í húsinu. Einn daginn, þegar ég kom heim úr vinnunni, var Lárus búinn að gróðursetja reynitré, rifsberjar- unna o.fl. Allt plöntur aldar upp í Hlíðargerðinu. Hann spurði ekkert hvort við vildum, eða hvar ætti að setja niður. Mætti bara á staðinn og kláraði málið. Mér er minnisstætt þegar hann tók síðustu skóflustung- una. Þá leit hann upp þar sem þyrla var að lenda við Borgarspítalann. „Mig langar alltaf upp,“ sagði hann og benti. Kannski sætti hann sig aldrei við að hafa þurft að hætta þyrlunámi í Bandaríkjunum þegar hann var ungur. Einu sinni lenti okkur saman. Við vorum stödd í sumarfríi á Krít og hann veiktist illa og fór á spítala. Eggert hafði farið heim á undan og ég var ein eftir með honum og tengdamömmu. Lárus var búinn að vera hjartveikur í nokkur ár og gekk alltaf með sprengitöflur. Hann vildi hafa töflurnar hjá sér, en grísku læknarnir höfðu harðbannað að sjúklingurinn væri með eigin lyf. Hann mátti bara taka það sem þeir sköffuðu, annars vær hætta á að tryggingar féllu úr gildi. Við rif- umst um þetta. Hann vildi – ég bannaði. Held að þetta hafði endað með því að Eggert sansaði málið símleiðis frá Íslandi. Svo urðum við aftur góðir vinir. Elsku Lárus, þú varst búinn að deyja einu sinni áður fyrir 13 árum og þá sástu ljós með- an þú „skrappst yfir,“ eins og þú orðaðir það. Núna ertu áfram í ljós- inu og ég veit að þér líður vel. Ég kveð þig og þakka fyrir góð ár. Þín tengdadóttir, Guðrún Sigurgeirsdóttir. Lárus Eggertsson { {

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.