Morgunblaðið - 20.02.2009, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 20.02.2009, Blaðsíða 19
Daglegt líf 19 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2009 Fjölskyldur fá ... Skráðu fjölskylduna á spron.is og þú gætir tryggt henni endurgreiðslu þessa árs! Nánari upplýsingar Þjónustuver 550 1400 I spron.is ...endurgreiðslu! A R G U S / 0 9 -0 0 3 4 Skilvísir viðskiptavinir í Fjölskylduvild SPRON hafa nú fengið endurgreiðslu vegna viðskipta ársins 2008. Fjölskylduvild SPRON stuðlar að fjárhagslegum ávinningi fjölskyldunnar og er án endurgjalds. Eftir Sigrúnu Ásmundsdóttur sia@mbl.is Á hverju ári upplifa 1.600 börn á Íslandi skilnað foreldra sinna. Af þeim enda 20% í deilum for- eldra og 10% í hörðum forsjárdeilum. Börn verða því oft illa úti þegar foreldrar skilja og oft miss- ir faðirinn umgengni og forræði yfir barni sínu. Að því er rannsóknir sýna og að gefnum ákveðnum forsendum má reikna með að 1.000 börn á Ís- landi búi að staðaldri við skert lífs- gæði vegna deilna foreldra sinna. Stefanía Katrín Karlsdóttir hefur í mörg ár unnið að skóla- og sam- félagsmálum og tilefni þess að hún ákvað að vinna íslenska samantekt um málið segir hún vera að hún vilji sjá íslenskt samfélag sem réttarríki í hnotskurn. „Ég vil sjá hér að réttlæti sé haft að leiðarljósi og hagsmunir barna séu tryggðir,“ segir hún og bætir svo við að rannsóknir sýni að í íslensku umhverfi verði stundum ljótar uppákomur í kringum skilnaði hjá fólki. Íslenskar rannsóknir eru mjög að- gengilegar og hafa verið birtar meira og minna á netinu auk þess sem tölu- vert er til af bókum um þetta á Ís- landi. „Ég keypti þessar bækur og náði mér í allar þessar heimildir og vann upp úr þeim þessa samantekt þar sem fókusinn er á deilumálum í kringum skilnaði og afleiðingum þeirra á börn,“ segir hún. Feður hafa í mjög mörg ár reynt að vekja athygli á því að kerfið hér- lendis sé mjög „mæðradrifið“ og hagsmunir barna séu sjaldan hafðir að leiðarljósi þegar verið sé að ákveða umgengni. Varanleg vanlíðan „Rannsóknir sýna að það er mjög alvarlegt þegar tengslarof verður milli barns og föður, vanlíðan barns- ins er mikil og hún verður varanleg ef ekki er strax gripið inn í. Það hefur sýnt sig að það er mjög alvarlegt þeg- ar umgengnistálmunum er beitt, þær hafa í för með sér vanlíðan hjá barninu og skerða lífsgæði þess mjög mikið,“ segir hún og vísar í íslenska rannsókn sem gerð var í fyrra hjá börnum sem orðin eru stálpuð og gátu þess vegna tjáð sig um líðan sína í slíkum tilfellum. „70% þessara barna hefðu kosið að eiga jafna um- gengni við bæði föður og móður. Hin 30% hefðu viljað umtalsvert meiri umgengni við föður heldur en þeim var leyft eða gert kleift að fá.“ Stefanía Katrín segir rannsóknir sýna að innræting sé hluti af vanda- málinu, að mæður noti ljótar aðferðir til að koma hugmyndum í koll barna sinna. „Þær segja: pabbi þinn er allt- af ömurlegur og hann er alltaf svona og hann er alltaf hinsegin. Þannig að það viðgengst þessi mótun á barninu og síðan er því kannski stillt upp, jafnvel fjögurra, fimm, sex, sjö eða átta ára gömlu barni, og gert að velja á milli þess hvort það vill vera hjá móður eða föður. Ég hef talað við fullorðna einstaklinga sem voru settir í þessa stöðu sem börn og þeir segj- ast aldrei munu bíða þess bætur.“ Áralöng deilumál Bandarískar rannsóknir sýna að þarlendis enda 20-30% skilnaðarmála í áralöngum deilumálum. „Ég tel að það sé mjög svipað á Íslandi, það bendir allt til þess að svo sé. Ef við gefum okkur að 20% skilnaða endi í deilumálum, ýmist sem umgengn- ismál, forsjármál eða önnur deilumál, það er alveg sama hvaða deilur það eru, þær geta haft mjög skaðleg áhrif á börn,“ segir Stefanía Katrín og bætir við að rannsóknir hafi sýnt fram á þetta. „Þau lenda alltaf á milli, þau eru vopnið. Hvert deilumál stendur ekki yfir í tvær vikur, það er mjög algengt að það standi yfir í 2-4, jafnvel 5-6 ár. Þá búa að staðaldri 1.000 börn hérlendis við skert lífs- gæði vegna deilna foreldra sinna eftir skilnað.“ Stefanía Katrín tekur fram að al- mennt séu málefni barna í góðum far- vegi hérlendis en hún telur að margt sé hægt að gera til að bæta ástandið í málum þegar börn lenda á milli í deil- um foreldra sinna. „Í fyrsta lagi þarf kerfið að vera meðvitað um að þegar svona er í pottinn búið, börn geta orð- ið fyrir skaða, þá þurfa menn að við- urkenna það. Að mínu mati er það andlegt ofbeldi að beita börnum fyrir sig í svona hörðum deilumálum,“ seg- ir hún, „kerfið þarf að viðurkenna það og líta á þessi mál sem ofbeldi.“ Eftir það þurfi að breyta lögum og vinnu- lagi en fyrst og síðast segist Stefanía Katrín telja að niðurstöður rann- sókna sýni að grípa þurfi mun fyrr inn í þegar börn verða bitbein for- eldra sinna heldur en kerfið býður upp á í dag. Börn líða fyrir deilur Morgunblaðið/Heiddi Erfitt Fullorðnir einstaklingar sem Stefanía Katrín hefur rætt við og voru sem börn látnir velja milli foreldranna eftir skilnað, segjast aldrei bíða þess bætur. Rannsóknir sýna að börnum er stundum beitt sem vopni í deilum foreldranna.  Á hverju ári upplifa 1.600 börn skilnað foreldra sinna  10% skilnaða enda í hörðum forsjárdeilum  Oft missir faðirinn umgengni og forræði yfir barni sínu Stefanía Katrín er matvælafræð- ingur og með meistarapróf í stjórn- málafræði og viðskiptafræði. Auk þess er hún með gráðu í uppeldis- og kennslufræðum. Hún segist hafa orðið vör við að ákveðnir málaflokk- ar hafi orðið útundan, eins og mál- efni barna sem upplifa skilnað for- eldra sinna, og hefur unnið viðamikla samantekt upp úr ís- lenskum rannsóknarniðurstöðum og heimildum um hvaða áhrif skiln- aður foreldra hefur á börn. Hún kemst að þeirri niðurstöðu að á Ís- landi er margt líkt því sem gerist erlendis í þessum málum. Stefanía Katrín hefur mikið skoðað erlendar rannsóknir á þessu sviði og segir margt og mikið hafa verið rannsakað og skrifað erlendis. Eftir mikla skoðun á erlendum rann- sóknum ákvað hún að snúa sér að íslensku samfélagi. „Á málþingi sem ég sat síðastliðið haust kom mjög skýrt fram að hagsmunir barna eru ekkert endilega hafðir að leiðarljósi heldur kannski oft og tíð- um hagsmunir mæðranna, af því að börnin búa hjá mæðrunum í 92% tilfella,“ segir Stefanía Katrín. „Rannsóknir sýna að foreldrar sem barnið býr hjá að staðaldri fara stundum að tálma eða stýra um- gengni og nota öll ljótu vopnin til þess og jafnframt að börnin skað- ast svakalega.“ Málaflokkurinn hefur orðið útundan Eftir Ingibjörgu Rósu Björnsdóttur Nemi í blaða- og fréttamennsku „FÓLK hefur auðvitað minni pen- inga á milli handanna, hérna er jú kreppa og atvinnuleysi, en það er þá bara dýrmætara fyrir fólk að hafa fermingarveisluna til að hugsa um og hlakka til. Það verða kannski færri tertur og færri sortir á borð- um en það er ekkert sem fólkið er að tala um,“ segir séra Svavar Al- freð Jónsson, sóknarprestur við Akureyrarkirkju, spurður um hvort hann telji ástandið í þjóð- félaginu hafa áhrif á veisluhöld vegna ferminga í ár. „Fermingin fær e.t.v. bara enn meira gildi og fjölskyldan kemur svo saman og fagnar með góðri veislu.“ Svavar segir að fermingarbörnin tali ekkert um gjafirnar í ferming- arfræðslunni og því viti hann ekki hvaða væntingar þau geri sér en hann finni engan mun á stemning- unni í hópnum og hafi verið síðustu ár. „Það getur vel verið að foreldr- arnir séu eitthvað hagsýnni við undirbúninginn en það er ekkert sem krakkarnir tala um, þau eru bara spennt.“ Kreppan kemur seinna Á Egilsstöðum er sömu sögu að segja. Séra Vigfús Ingvar Ingvars- son sóknarprestur hefur ekki orðið var við neitt óvenjulegt í þessu sam- bandi. „Kreppan hefur komið held- ur seinna hérna úti á landi og áhrif- in eru væntanlega ekki komin fram hjá mörgum. Ég veit þó að sumir foreldrar eru verr staddir fjárhags- lega en það virðist ekki hafa nein áhrif á krakkana.“ Séra Valgeir Ástráðsson, sókn- arprestur í Seljakirkju, kannast ekki við að efnahagsástandið hafi mikil áhrif á fermingarbörnin eða veislurnar, hvorki nú né áður. „Fjölmiðlar hafa sagt fréttir af of- gnótt í fermingarveislum und- anfarin ár en ég veit ekki til þess að það hafi verið rannsakað, hafa ver- ið gerðar einhverjar kannanir á því? Ég hef nú farið í mörg fimm- tugsafmæli og oft orðið hneyksl- aður. En ég hef aldrei orðið hneykslaður á fermingarveislum og hef ég þó farið í þær margar.“ Morgunblaðið/Ásdís Íburður? Fermingarveislur eru fyrst og fremst mannamót. Kannski færri tertur á borðum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.