Morgunblaðið - 20.02.2009, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 20.02.2009, Blaðsíða 16
16 FréttirVIÐSKIPTI/ATVINNULÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2009 um stöðum að ræða, heldur einungis beina eign. Óbein eign í félögum á þessum stöðum er til dæmis í gegn- um félög skráð í Hollandi eða Lúx- emborg. Íslenskir aðilar áttu samtals um 614 milljarða króna í beinum peningalegum eignum í þessum tveimur löndum í árslok 2007. Heim- ildir Morgunblaðsins herma að dótt- urfélög íslenskra banka í Lúxem- borg hafi stofnað mörg hundruð eignarhaldsfélög fyrir viðskiptavini sína á Tortola-eyju í Karíbahafinu á undanförnum árum. Fóru seint að nýta Tortola Íslenskir aðilar virðast ekki hafa byrjað að færa peninga beint frá Ís- landi til Tortola-eyju fyrr en á árinu 2005. Síðan þá hafa beinar peninga- legar eignir Íslendinga þar aukist um 350 prósent og stóðu í 8,2 millj- örðum króna í árslok 2007. Mest af beinum peningalegum eignum Íslendinga í þekktum skatta- skjólum var geymt á eyjunum Mön FRÉTTASKÝRING Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@mbl.is BEINAR peningalegar eignir ís- lenskra aðila í þekktum skattaskjól- um tæplega fimmtíufölduðust frá árinu 2002 til loka ársins 2007, jukust um 4600 prósent. Í árslok 2002 námu samanlagðar beinar peningalegar eignir Íslend- inga á Bresku Jómfrúaeyjunum (Tortola), Kýpur, Cayman-eyjum, Guernsey, Mön og Jersey samtals 945 milljónum króna. Árið 2007 voru þær orðnar 43,7 milljarðar króna samkvæmt tölum frá Seðlabanka Ís- lands. Vert er að taka fram að ekki er um tæmandi eign íslenskra aðila á þess- og Kýpur eða um 32 milljarðar króna. Peningar sem Íslendingar geyma á báðum eyjunum hafa marg- faldast á undanförnum árum. Alls stunda 58 félög frá Kýpur bankastarfsemi hérlendis og er þorri þeirra í umsjón íslenskra banka. Stærsti eigandi Landsbankans fyrir bankahrun, Samson eignar- haldsfélag, var í helmingseigu kýp- versks félags, Bell Global Invest- ments. Það félag er í eigu feðganna Björgólfs Guðmundssonar og Björg- ólfs Thors Björgólfssonar. Virði eigna þess félags er ekki meðtalið þegar talað er um peningalegar eign- ir Íslendinga á Kýpur, enda var eign Bell Global Investments í bankanum ekki bein heldur í gegnum þriðja að- ila, Samson eignarhaldsfélag. Mikið af fé á Ermarsundseyjum Ermarsundseyjarnar Guernsey og Jersey, ásamt Mön, sem liggur milli Írlands og Bretlands, hafa löngum verið þekkt skattaskjól og lúta að mörgu leyti svipuðu reglu- verki og eyjarnar í Karíbahafinu. Fé- lög sem eru skráð þar eru því oftast svokölluð skúffufyrirtæki. Alls voru 78 félög, þ.e. 28 frá Gu- ernsey, 20 frá Mön og 30 frá Jersey, með íslenska kennitölu til að stunda bankaviðskipti á Íslandi samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækjaskrá. Ís- lenskir bankar voru með starfsemi á sumum af þessum stöðum. Kaupþing starfaði á Mön og Landsbankinn á Guernsey. Sú starfsemi fór hins veg- ar fram í gegnum dótturfélög í Bret- landi og kemur því ekki fram í ofan- greindum tölum. Fé í skattaskjólum fimmtíufaldaðist Beinar peningalegar eignir Íslendinga í skattaskjólum voru 43,7 milljarðar árið 2007  Fimmtíufölduðust frá árinu 2002                            ! "   #    $    ! 45 6% &  78   9 (    : # #  -..+ -..- -..2 -.., -..3 -..0 -..;                                                ÞETTA HELST ... ● HAGSMUNASAMTÖK heimilanna fagna frumvarpi ríkisstjórnarinnar um greiðsluaðlögun, sem nú er til meðferðar hjá allsherjarnefnd Alþing- is. Samtökin leggja þó til breytingar á frumvarpinu sem miða að því að auka jafnræði fyrir þá sem komast í greiðsluvanda. Í tilkynningu frá samtökunum í til- efni af umsögn þeirra um frumvarpið segir að meginmarkmið tillagnanna sé að auka jafnræði og koma í veg fyrir að einstaklingar séu útilokaðir frá því að geta nýtt sér þessa leið. Eru breytingartillögur samtakanna í samræmi við það. gretar@mbl.is Fagna greiðsluaðlög- un en vilja jafnræði ● ÁFORM Baraks Obama, Banda- ríkjaforseta, og ríkisstjórnar hans um að verja 75 milljörðum doll- ara í aðgerðir til aðstoðar íbúða- eigendum sem eiga á hættu að missa húsnæði sitt, sem greint var frá í fyrradag, munu reynast mörgum vel en þó ekki öllum. Þetta er mat sérfræðinga, samkvæmt frétt CNN-fréttastof- unnar. Er talið að góður árangur af heild- araðgerðum stjórnvalda til að örva efnahagslífið sé algjörlega háður því hvernig til muni takast að binda enda á kreppuna á húsnæðismark- aðinum. gretar@mbl.is Vonir bundnar við að- gerðir í þágu heimila Barack Obama TÆPLEGA 150 fyrirtæki fóru í þrot á fimm vikna tímabili í upp- hafi þessa árs, eða 30 fyrirtæki í hverri viku að meðaltali. Þetta var meðal þess sem fram kom á fundi í gær þar sem upplýsingafyrirtækið Creditinfo kynnti greiningu þess og spá um þróun vanskila ís- lenskra fyrirtækja á komandi mánuðum. Samkvæmt spá Creditinfo munu tæpelga 3.500 fyrirtæki fara í þrot hér á landi á næstu 12 mánuðum. Um 70% þeirra verða á höfuðborg- arsvæðinu, um 8% á Suðurland og 7% á Reykjanesi. Segir Creditinfo að á góð- æristímabilinu frá 2004 til 2007 hafi fjöldi fyrirtækja sem fór í þrot haldist nokkuð stöðugur. Vet- urinn 2007 til 2008 hafi hins vegar farið að bera á aukningu vanskila og var sú aukning orðin sýnileg í öllum atvinnugreinum á landinu í janúarmánuði síðastliðnum. Árin 2004 til 2007 fóru að með- altali 1.150 fyrirtæki í þrot á hverju ári en árið 2008 voru þau rúmlega 1.500. Creditinfo telur að flest fyr- irtæki sem eigi á hættu að fara í þrot séu í byggingariðnaði, eða alls 647 fyrirtæki. Næst koma fyr- irtæki í verslun og þjónustu, eða 588 fyrirtæki, og 483 fyrirtæki í fasteignaviðskiptum eigi á hættu að fara í þrot á þessu ári. gretar@mbl.is Fleiri fara í þrot Um 70% á höfuðborgarsvæðinu VERIÐ er að endurskoða skipulag lóða á Skarfabakka við Sundahöfn eftir að Eimskipafélagið ákvað að skila 34 þúsund fermetra lóð á svæð- inu. Þar ætlaði félagið að reisa risa- stórt vöruhús. Skipulagsfulltrúi kynnti hug- myndir að breytingu á lóðaskipulagi á síðasta stjórnarfundi Faxaflóa- hafna, sem ráða yfir lóðinni. Gísli Gíslason, hafnarstjóri, segir að notkunarkröfum verði ekki breytt. Þarna verði rekin hafnsækin starfsemi. Hins vegar sé verið að skoða hvort rétt sé að skipta lóðinni í nokkrar smærri lóðir. Gísli segir að hingað til hafi verið mikil ásókn í lóðir í Sundahöfn. Þrátt fyrir efnahagssamdrátt sé gert ráð fyrir áframhaldandi eftirspurn. Það sé undir stjórn Faxaflóahafna komið hvert framhaldið verði. Eimskipafélagið hefur átt í mikl- um rekstrarerfiðleikum. Heiðrún Jónsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Eimskip, sagði í Morgunblaðinu í gær að hætt hefði verið við byggingu vöruhússins vegna breyttra að- stæðna í atvinnulífinu. Faxaflóahöfn greiðir lóðagjöld til baka en ekki Reykjavíkurborg eins og kom fram í gær. bjorgvin@mbl.is Skoða að skipta lóðinni Lóðir við Sunda- höfn vinsælar TÍU stærstu útlán Kaupþings námu meira en helmingi af öllum útlánum bankans. Heildarútlán Kaupþings til við- skiptavina 15. október 2008 voru tæpir 963 milljarðar króna. Samtals námu tíu stærstu útlánin 513 millj- örðum króna. Það eru rúm 53% af heildarlánum. Þetta kemur fram í skýrslu sem kynnt var kröfuhöfum í byrjun febrúar. Lánin eru flokkuð eftir landi og atvinnugrein. Ekki kemur fram hverjir stóðu að baki lántök- unni. bjorgvin@mbl.is Risalán 53% allra útlána % &  '   ("( &  <= &  < "  &  <>  &  < "  &  <' ! ?* <'  &  <@   ! &  <' A% &  <' A% &  <' A%   "  !      + - 2 , 3 0 ; / B +.         ! C6D * C6D +    1 1 C6D % , &D      1 1 E F   G  H      1 1 @8 ' ED         1 1 C6D -+3 C6D .,.    1 1 )    & -.., -..3 -..0 -..; -../        !&/01(23  4        I#! !         !"#  %&' ()&* !&*+& !$$ ,   !$"- ./0$&  7  <   ! ,#((&  !(   , &$& 1*  56$ #'$!&/023   +/ ! 23   ● ATVINNULEYSI í Svíþjóð jókst um nærri því heilt prósentustig í jan- úarmánuði síðastliðnum, í sam- anburði við sama mánuð í fyrra. Mældist atvinnuleysið 7,3% í ár en 6,4% í janúar í fyrra, samkvæmt upp- lýsingum frá hagstofu Svíþjóðar. Á sama tíma og atvinnuleysið jókst í Svíþjóð jókst verðbólgan úr 0,9% í desember í 1,3% í janúar. Seðlabanki Svíþjóðar kom flest- um sérfræðingum á óvart í síðustu viku þegar bankinn lækkaði stýrivexti sína um eitt prósentustig í 1,0%. gretar@mbl.is Atvinnuleysi og verð- bólga eykst í Svíþjóð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.