Morgunblaðið - 20.02.2009, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 20.02.2009, Blaðsíða 23
Umræðan 23 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2009 ÉG MAN að margir gengu út frá því að ís- lenska ríkið styddi bankana ef þörf krefði. Ég gerði það meira að segja sjálfur til nokk- urs tíma, að hluta til ranglega, þótt ég hefði verið andvígur vil- yrðum um slíkt. Eft- irfarandi eru nokkrar staðreyndir, sem benda til þess að markaðurinn hafi almennt trúað á ríkisábyrgð. „Efasemdirnar um Ísland“ 2006 Árið 2006 komu fram efasemdir um að stærð íslensku bankanna gæti staðist. Þær snerust mikið til um það að bankarnir væru orðnir stærri en svo að íslenska ríkið hefði afl til að standa við bakið á þeim. Þetta hefði ekki verið stórmál, ef lánveit- endur hefðu ekki almennt trúað á að þessi ríkisstuðningur væri fyrir hendi. Seðlabankinn og ríkið voru gagn- rýnd fyrir að vera með of lítinn gjaldeyrisforða. Mörgum þótti óþægilegt að þessar efasemdir væru til staðar um afl ríkisins til að styðja stóra banka, og vildu þess vegna styrkja það. Bæði lánshæfismatsfyrirtækin Fitch og Moody’s gengu út frá því í skýrslum sínum að íslenska ríkið hefði vilja og getu til að verja ís- lensku bankana. Moody’s gekk svo langt árið 2007 að láta bankana fá jafn gott lánshæfismat og ríkið, með þeim rökum að ríkið myndi bjarga bönkunum. Seðlabankinn vildi ekki svara skýrt Á þessum tíma tók Seðlabankinn ekki af skarið um hvað ríkið myndi gera. Líklega vildi Seðlabankinn að markaðir tryðu á bakábyrgð rík- isins, svo að bankarnir nytu ódýrrar fjármögnunar, án þess að þurfa að standa við slíka ábyrgð ef illa færi. Seðlabankinn áréttaði mjög seint, eða ekki fyrr en árið 2007, að engar formlegar skuldbindingar væru um stuðning við bankana, en hafnaði því ekki sem lánshæf- ismatsfyrirtæki hafa gengið út frá, að ríki eða Seðlabankinn kæmu til hjálpar. Starfsemi seðlabanka með seðlaprent- unarvald víða um heim er beinlínis réttlætt með því að til staðar þurfi að vera lánveit- andi sem geti búið til nýja peninga og lánað bönkum í vanda. Óhætt er að segja að allir gengu út frá því að Seðlabanki Ís- lands myndi starfa þannig ef skortur yrði á lausu fé, enda lítur hann á það sem hlutverk sitt að veita bönkum laust fé í íslenskum krónum. Reynd- ar virðist vera að hann hafi í raun verið snemma byrjaður að búa til peninga í miklum mæli fyrir bank- ana, sem þeir skiptu í erlenda mynt og veiktu þannig krónuna. Yfirlýsingar Í lok árs 1999 kom eftirfarandi fram í frétt Morgunblaðsins af um- ræðum á Alþingi: „Sagði forsætis- ráðherra í upphafi síns máls að und- irliggjandi skilningur væri á því í samfélaginu að um banka giltu önn- ur lögmál en um aðra starfsemi á hinum frjálsa markaði. Til dæmis myndi engin ríkisstjórn láta banka- stofnun fara á höfuðið.“ Bankar í ríkiseign voru einkavæddir með þessa yfirlýsingu í farteskinu. Svo seint sem í apríl á síðasta ári sagði utanríkisráðherra, skv. frétt mbl.is: „Við myndum ekki láta þá verða gjaldþrota, eins og staðan er í dag. Ef eitthvað væri að hjá bönk- unum væri staðan kannski önnur.“ Látum liggja milli hluta þá óvenju- legu hugmynd að bankar sem ekk- ert amar að geti orðið gjaldþrota. Í sama miðli og mánuði var haft eftir ráðherranum að hann hefði í umræðum á Alþingi um gjaldeyr- isforða sagt „mikilvægt, að bank- arnir geti, ef þörf krefur, leitað eftir lausafé til Seðlabankans, sem eigi að vera lánveitandi til þrautavara.“ Ekkert af þessu var óvenjulegt. Algengt er að ríki og seðlabankar styðji banka og bjargi þeim frá gjaldþroti, sérstaklega þeim sem stórir eru. Meint ríkisábyrgð var í samræmi við það sem margir hag- fræðingar telja ranglega skyn- samlegt, að skattgreiðendur styðji við bankakerfið. Skaðinn var skeður fyrir árið 2006 Reyndar skipta allar yfirlýsingar um ríkisábyrgð eftir 2005 litlu máli. Skaðinn var skeður. Aðalatriðið er að erlendir lánveitendur trúðu að miklu leyti á stuðning íslenska rík- isins, þegar mesti vöxtur bankanna fór fram á árabilinu 2001-2005. Þannig uxu þeir of mikið. Vanda- málið var ekki of lítill gjaldeyrisforði eða að það þyrfti að stofna „þjóð- arsjóð“, eins og stungið var upp á til að ráða bót á vandanum. Þjóðarsjóð- irnir og gjaldeyrisforðarnir hefðu átt að vera til staðar inni í bönk- unum sjálfum. Þeir tefldu of djarft og lánveitendur veittu þeim of mikil lán í meintu skjóli ríkisins. Ríkið átti að taka af allan vafa um að það myndi aldrei styðja bankana. Markaðurinn trúði á ríkisábyrgð Gunnlaugur Jóns- son skrifar um efnahagsmál og hagfræði Gunnlaugur Jónsson »Ríkið átti að taka af allan vafa um að það myndi aldrei styðja bankana. Höfundur er framkvæmdastjóri. smáauglýsingar mbl.is Taktu þátt í að móta framtíðina! Nánari upplýsingar um fundina og félagsstarf Sjálfstæðisflokksins má finna á heimasíðu flokksins, www.xd.is, eða í síma 515 1700. Endurreisnarnefnd Sjálfstæðisflokksins hefur það verkefni að móta tillögur og hugmyndir að uppbyggingu íslensks efnahagslífs næstu misserin. Á næstu vikum verða fjölmargir fundir þar sem leitað verður eftir skoðunum og áliti flokksmanna og annarra sem vilja taka þátt í starfinu á þessu mikilvæga viðfangsefni. Nefndin mun standa fyrir opnum kynningarfundi þar sem Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Vilhjálmur Egilsson , formaður Endurreisnarnefndar, munu kynna starfið og opna heimasíðu nefndarinnar á föstudaginn 20. febrúar kl. 17 í Valhöll. Boðið verður upp á léttar veitingar að kynningunum loknum. Laugardaginn 21. febrúar hefst svo opinn vinnufundur klukkan 10.30 í Valhöll þar sem fundað verður í fjórum hópum eftir viðfangsefnum. Kynning á starfi Endurreisnarnefndarinnar, opnun heimasíðu og vinnufundur Forvalsnefnd Framsóknarflokksins í Reykjavík auglýsir eftir frambjóðendum á framboðslista flokksins í Reykjavíkurkjördæmum norður og suður vegna alþingiskosninganna 25. apríl 2009. Þeir sem gefa kost á sér skulu tilkynna það til forvalsnefndar fyrir kl. 12.00 miðvikudaginn 25. febrúar 2009 með tölvupósti á netfangið reykjavik@framsokn.is eða skriflega á skrifstofu Framsóknarflokksins, Hverfisgötu 33, 101 Reykjavík. Forvalsnefnd Framsóknarflokksins í Reykjavík. FRAMBOÐ Á LISTA FRAMSÓKNARMANNA Í REYKJAVÍK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.