Morgunblaðið - 22.03.2009, Page 16
16 Einkavæðing bankanna
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. MARS 2009
B
reski bankinn HSBC var
ráðinn til að veita ís-
lenskum stjórnvöldum
ráðgjöf við söluna á rík-
isbönkunum. Á meðal
verkefna hans var að vinna mat á
þeim tilkynningum um áhuga sem
Samson, Kaldbakur og S-hópurinn
höfðu sent inn. Vert er að taka
fram að ekki er um formleg tilboð
að ræða heldur einungis tilkynn-
ingar um áhuga sem voru sendar
inn án þess að bjóðendur hefðu
fengið aðgang að nokkrum upplýs-
ingum um Landsbankann utan
þess sem almennt var aðgengilegt.
Komast að „réttri“ niðurstöðu
Edward Williams hjá HSBC var
helsti ráðgjafi íslenskra stjórn-
valda í ferlinu. Í tölvupósti frá
honum sem er dagsettur 29. ágúst
2002 leggur hann fram tillögur um
hvernig ætti mögulega að meta
bjóðendurna. Þar segir Williams
frá nýlegu mati sem HSBC hafði
komið að varðandi sölu á fjár-
málastofnun. Þar hafði vægi fjár-
hagslega þáttar tilboðsins, sem er
fyrst og fremst verð, verið 40 pró-
sent en þrír aðrir þættir metnir 20
prósent hver.
Í niðurlagi póstsins frá Williams
segir síðan að „með því að skil-
greina viðmið og vega þau vand-
lega, þá er mögulegt að komast að
„réttri“ niðurstöðu við að velja
þann aðila sem þykir ákjósanleg-
astur, en á sama tíma vera með
hálf-vísindalega (semi-scientific)
réttlætingu fyrir ákvörðuninni sem
myndi standast utanaðkomandi
gagnrýni.“
Þurftu hámarks siðferði
Matið var síðan unnið á næstu
dögum á þann hátt að rætt var við
bjóðendurna sjálfa. Williams segir
frá því í tölvupósti dagsettum 6.
september að hann hafi loks náð
tali af Björgólfi Thor Björgólfssyni
þann dag til að fara yfir ákveðin
mál varðandi söluna. Athyglisvert
er að tölvupósturinn er sendur
klukkan 15:59 og í honum kemur
fram að samtalið við Björgólf Thor
hafi hafist um klukkan hálf fjögur.
Því leið tæpur hálftími frá því að
samtalið hófst og þar til að tölvu-
pósturinn var sendur út.
Williams segir síðan frá því að
hann hafi upplifað Björgólf Thor
sem alvarlegan og staðfastan fjár-
festi. Hann ræðir líka í tölvupóst-
inum að breska fjármálaeftirlitið
muni þurfa að samþykkja alla
kjölfestufjárfesta í Landsbank-
anum vegna eignar bankans í
breska Heritable-bankanum.
Williams segir frá því að hann
hafi fengið þau svör að slíkur
einstaklingur þyrfti að vera „fit
and proper.“ Að mati Williams er
slíkt mat huglægt, en byggist
helst á því að „einstaklingarnir séu
með hámarks siðferði og að þeir
hafi ekki gert neitt sem kasti rýrð
á getu þeirra til að reka banka.“
HSBC kynnir mat sitt
Tveimur dögum síðar, 8. sept-
ember, kynnti HSBC mat sitt á
bjóðendunum þremur fyrir einka-
væðingarnefnd. Í upphafi mats-
skýrslunnar kemur fram að við-
miðin sem stuðst var við og vægi
hvers þeirra væru huglæg, en að
grunnur hverrar ákvörðunar og
þær staðreyndir sem matið væri
byggt á væru sett fram til að gera
einkavæðingarnefndinni kleift að
meta hvert vægi hvers þáttar ætti
að vera. Þar kemur einnig fram að
í „hefðbundnum uppboðsferlum, þá
sé ákvörðun um að fara í einka-
viðræður ekki tekin fyrr en áreið-
anleikakönnun hefur farið fram og
fjármögnun tilboðsins kláruð
þannig að söluaðilinn sé ánægður.“
Engar staðfestingar
Alls var mat HSBC skipt upp í
fimm þætti: fjárhagslega stöðu,
verðtilboð, framtíðarsýn, þekkingu
og reynslu og fyrirvara í tilboð-
unum.
Fjárhagsleg staða bjóðendanna
var metin út frá því
sem fram hafði
komið í skrif-
legum yfirlýs-
ingum frá þeim
og öðrum al-
mennum upp-
lýsingum sem voru aðgengilegar
matsaðilanum. Engrar staðfest-
ingar var leitað á því sem sett var
fram í hinum skriflegu yfirlýs-
ingum enda yrði það stór hluti af
áreiðanleikakönnun sem hinn valdi
bjóðandi þyrfti að gangast undir.
Samson með lægsta verðið
Varðandi verðtilboðið þá kemur
fram í mati HSBC að bankinn
skilji að einkavæðingarnefnd
„muni mögulega ákveða að minni-
háttar mismunur í verði á hvern
hlut væri ekki endilega aðalatriði
þegar kæmi að því að ákveða
hvaða bjóðandi yrði valinn.“ Sam-
son bauð á bilinu 3,0 til 3,9 krónur
á hvern hlut og var með lægsta til-
boðið. S-hópurinn bauð 4,10 og
Kaldbakur 4,16 á hvern hlut, en
allir höfðu þó þann fyrirvara á að
áreiðanleikakönnun á Landsbank-
anum gæti breytt verðinu. Athygl-
isvert er að í neðanmálsgrein í
mati HSBC er tiltekið að ómögu-
legt sé „á þessari stundu að dæma
um hvort að verðin sem eru gefin
til kynna séu raunveruleg tilboð
eða tilraunir til að tryggja sér
einkaviðræður, til að semja síðan
niður á síðari stigum. Þetta er
áhætta sem fylgir því að fara í
einkaviðræður svona snemma í
ferlinu.“
Í mati HSBC á framtíðarsýn
bjóðenda skoraði Samson-
hópurinn langhæst, fékk átján af
25 prósentum sem voru í boði. Til-
gangur þess að meta þennan þátt
var að athuga hversu vel áætlanir
bjóðendanna færu saman við
markmið ríkisins með sölunni.
Samson var eini hópurinn sem
lagði mikla áherslu á útrás og vöxt
í sínu tilboði, var með skýra stefnu
varðandi eignarhald og var talinn
geta unnið vel með þeim stjórn-
endum sem þegar voru í Lands-
bankanum. Fyrir vikið skoraði
hópurinn hátt varðandi framtíð-
arsýn. Í umsögn HSBC er þó tekið
fram orðrétt að „augljóslega hefur
enginn af bjóðendunum neina sér-
fræðiþekkingu á bankarekstri.“
Sambönd skipta máli
Samson-hópurinn fékk fjórtán af
20 prósentum fyrir þekkingu og
reynslu þrátt fyrir að hafa enga
reynslu af rekstri fjármálafyr-
irtækja. Í rökstuðningi er fyrst og
fremst vísað í víðtæk alþjóðleg
sambönd hópsins sem höfðu skap-
ast í gegnum viðskiptagjörninga
hans og þau talin honum til tekna.
Orðrétt segir í umfjöllun HSBC að
reynsla af alþjóðlegum fjár-
málamörkuðum sé mikilvæg þar
sem „alþjóðlegur vöxtur sé álitinn
lykil-vaxtarsvæði fyrir bankann.“
Að lokum voru hóparnir metnir
á grundvelli þeirra fyrirvara sem
þeir settu fram í tilboðum sínum. Í
umsögn HSBC kemur skýrt fram
að „mjög erfitt er að flokka bjóð-
endur samkvæmt þessum mæli-
kvarða,“ og þar vitnað til þess að
allir bjóðendurnir lögðu fram til-
boð sín með fyrirvara um nið-
urstöðu áreiðanleikakönnunar.
Þrátt fyrir að Samson-hópurinn
hafi sett fram langflesta fyrirvara í
sinni tillögu þá skoraði hópurinn
hæst í þessum flokki, fékk átta af
tíu mögulegum prósentum.
Niðurstaða HSBC
Vegna fjölda þeirra mála sem
enn átti eftir að fá skýringu og/eða
úrlausn á áður en að hægt væri að
ganga frá samningi þá mælti
HSBC með því að a) ef frétta-
tilkynning um val á bjóðanda til
einkaviðræðna yrði send út þá
væri skynsamlegt að segja frá því
að einkaviðræðurnar væru skil-
yrtar því að samningsaðilar myndu
ná saman um mörg „grundvall-
aratriði“ í tillögu Samson-manna.
Það var sagt nauðsynlegt til að
blekkja ekki markaðinn til þess að
halda að sala á bankanum væri yf-
irvofandi þegar það væri alls ekki
víst. b) Það þyrfti að semja við
hinn valda bjóðanda um nákvæma
tímaáætlun, sem fæli í sér að
einkavæðingarnefnd gæti dregið
sig út úr viðræðunum ef henni
fyndist þær ekki ganga nógu vel
og c) að lágmarksverð yrði há-
marksboð Samson, 3,90 á hlut, en
einkavæðingarnefnd
áskildi sér rétt til
að semja frekar
um verðið.
Hægt að komast að
„réttri niðurstöðu“
Fjárhagsleg Framtíðar- Þekking
Bjóðendur staða Verðtilboð sýn og reynsla Fyrirvarar Alls
(Hámark) 25% 20% 25% 20% 10% 100%
Samson 20 10-15 18 14 8 70-75
S-hópur 15 17 12 16 6 66
Kaldbakur 13 18 10 14 6 61
Mat á tilboðum í kjölfestuhlut
í Landsbanka Íslands
Glaðbeittir Björgólfsfeðgar
ásamt Jón Sveinssyni, fulltrúa ut-
anríkisráðherra í einkavæðing-
arnefnd, og Halldóri J. Krist-
jánssyni, bankastjóra
Landsbankans á gamlársdag
2002. Skömmu eftir að myndin
er tekin var skrifað undir samn-
ing um að selja feðgunum og
Magnúsi Þorsteinssyni Lands-
bankann.
M
or
gu
nb
la
ði
ð/
K
ri
st
in
n