Morgunblaðið - 22.03.2009, Blaðsíða 18
18 Tíska
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. MARS 2009
A
R
G
U
S
/
0
9
-0
0
4
7
Björt framtíð er góð...
Sæktu um SPRON Framtíð á spron.is,
eða í næsta útibúi SPRON.
*Til að fá mótframlag þarf að leggja inn 3.000 kr. eða meira.
Hámark tveir reikningar á hvert fermingarbarn.
Innlánsreikningurinn SPRON Framtíð er tilvalin fermingargjöf. Gjafabréf
fylgir við stofnun reiknings auk 2.000 kr. mótframlags* frá SPRON.
Fermingarbörn, sem leggja inn 30.000 kr. eða meira fyrir 5. júní nk.,
fá einnig 5.000 kr. frá SPRON og fara í lukkupott þar sem hægt
er að vinna glæsilega vinninga.
Náttúran
og norðurljós
Eftir Ingu Rún Sigurðardóttur
ingarun@mbl.is
F
atahönnuðurinn Steinunn Sig-
urðardóttir kynnti haust- og
vetrarlínu sína 2009-10 í Mílanó
fyrr í mánuðinum. Hún selur
vörur undir merkinu STEiNUNN
og er línan sú 16. sem hún kynnir undir eigin
nafni.
Hönnuðurinn er þekktur fyrir að
vinna með íslenska náttúru. Stein-
unn notar íslensk áhrif, horfir á
sögu landsins og segist sjá hana
skýrar eftir að hafa eytt löngum
tíma á erlendri grundu. Hún hefur
ennfremur lýst því hvernig ís-
lenska náttúran og veðrið móti feg-
urðarskyn okkar.
Í þetta skiptið er innblástur lín-
unnar frá norðurljósunum, þessu
töfrum gædda fyrirbæri vetrarins
sem Íslendingar ættu að þekkja
vel. Hver man ekki eftir því að
liggja í mjúkum og glitrandi snjón-
um sem barn og horfa á dansandi
norðurljós og tindrandi stjörnur?
Meðfylgjandi myndir eru allar
frá tískusýningunni í Mílanó en
sýningin var haldin í Museo della
Permanente, húsnæði sem Stein-
unn þekkir vel frá árunum hjá
Gucci og hefur áður sett upp sýn-
ingar þar.
Þess má geta að Steinunn er
einn þeirra hönnuða sem taka þátt
í Norræna tískutvíæringnum, sem
hófst í Norræna húsinu í vikunni
og stendur fram í apríl.
Í ljósaskiptunum
Þegar dagur
verður að nótt,
dökkblátt og svart
notað saman.
Tilbrigði
Steinunn
vinnur oft
með áferð
efna.
Sá litli
Litli svarti
kjóllinn er
ómissandi
í línunni.
Hressandi Blái
liturinn er skær
og frískandi.