Morgunblaðið - 22.03.2009, Page 25
ísku stúlkurnar eru flestallar mjög
trúaðar. Glæpahringirnir múta
vúdú-prestum til að standa með sér í
að beita hótunum um að guðdómleg
öfl beiti þær konur refsingum sem
ekki standi fullkomlega við sitt.“
Að sýna sig og dyljast
Stúlkurnar lifa raunar í marg-
földum ótta. Ekki bara þurfa þær að
leggja sig í líma við að uppfylla
ströng skilyrði dólganna sem þær
standa í skuld við, því að þær þurfa í
leiðinni að forðast að lenda í klóm
yfirvalda í því landi þar sem þær
dveljast ólöglega. Það að forðast
báða þessa hramma, þar sem bæði
þarf að sýna sig og dyljast, getur
verið ansi snúin jafnvægislist.
Michelle segir að á síðari árum
hafi það stuðningsnet sem fórn-
arlömbum mansals í kynlífsþjónustu
stendur til boða stórbatnað í Dan-
mörku. Hins vegar séu dönsku inn-
flytjendalögin stóra vandamálið:
„Lögum samkvæmt eru konurnar
settar í flokk ólöglegra innflytjenda
og fá þar af leiðandi stöðu glæpa-
manna. Þær eru settar í fangelsi eða
lokaðar flóttamannabúðir. Ég heim-
sæki þær reglulega þangað.“
Michelle segir að fangavistin og
glæpastimpillinn leggist mjög þungt
á þær flestar: „Konurnar líta á
fangavistina sem gríðarlega refs-
ingu. Fangavist er jú í eðli sínu refs-
ing. Þetta hefur leitt til geðrænna
vandamála hjá sumum þeirra. Það
sem eykur á skelfingu þeirra í fanga-
vistinni er sú skömm sem því fylgir
og sú staðreynd að oft líta afrísku
konurnar á fangelsi sem harða guð-
lega refsingu og það eykur enn á ör-
vinglan þeirra. Allt bætist það ofan á
þá útskúfun sem þær hafa þegar
orðið fyrir í mansalsferlinu öllu.“
Erfitt viðfangsefni
Michelle segir að mansal sé alltaf
stórlega vanmetið að umfangi í öll-
um opinberum gögnum. Það að vega
að rótum þess sé gríðarlega stórt og
mikið verkefni. Að mati Michelle
tengist þetta því að lokum misskipt-
ingu gæða heimsins og því valda-
ójafnvægi sem hún leiðir af sér. Lítil,
fjárvana grasrótarsamtök í Kaup-
mannahöfn eiga ef til vill erfitt með
að snúa þeirri þróun við upp á eigin
spýtur. Michelle segist enn fremur
hreinlega ekki vera viss um það
hvort hin svokallaða „sænska leið“
þar sem kaup á vændi eru gerð
glæpsamleg muni leiða til betri
stöðu fórnarlamba mansals. Það
kunni að leysa ýmis vandamál en
leiði jafnframt til annarra. Í tilviki
afrísku kvennanna sem hún er í
mestum samskiptum við breyti það
þó ekki endilega öllu enda séu þær
eftir sem áður ólöglegir innflytj-
endur og þurfi því eftir sem áður að
dyljast fyrir yfirvöldum.
Mikilvægt að breyta
innflytjendalöggjöf
Það sem Michelle segir þess
vegna einkum vera aðkallandi í til-
viki fórnarlamba mansals í danska
kynlífsgeiranum er að breyta inn-
flytjendalögum þannig að þær séu
ekki meðhöndlaðar sem glæpamenn
þegar þær eru gripnar: „Í augna-
blikinu eru þessi mál til nánari
skoðunar hjá yfirvöldum. Það virð-
ist til dæmis vera að renna upp fyrir
þeim að það er mikill misskilningur
að konurnar sjálfar kjósi helst að
snúa heim aftur. Því eru konurnar
ekki þvingaðar eins oft til heim-
ferðar eins og er. Varanlegar lausn-
ir virðast hins vegar ekki vera í aug-
sýn.“
Michelle vonast til þess að geta
haldið áfram að þróa og auka faglega
þjónustu í þágu hins fjölskrúðuga
hóps þeirra viljasterku en þó rétt-
lausu kvenna sem evrópskir kúnnar
og sölumenn fólks sameinast um að
misbeita valdi sínu á: „Ég er loksins,
nú á miðjum aldri, búin að finna mér
hlutverk þar sem hæfileikar mínir
njóta sín til fullnustu. Og ég hætti
því ekki svo glatt!“
Ljósmyndir/Anja Dalhoff
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. MARS 2009
Afkoma Sameinaða lífeyrissjóðsins á árinu 2008 markast mjög af
áföllum á fjármálamörkuðum; afleiðingum af falli viðskiptabankanna
og mikilli gengislækkun verðbréfa hér á landi og erlendis. Þrátt fyrir
að markvisst hafi verið unnið að því hjá sjóðnum að draga úr vægi
innlendra og erlendra hlutabréfa á árinu 2008 og auka vægi innlendra
skuldabréfa og innlána, rýrnaði eignasafn sjóðsins við þessar óvenjulegu
aðstæður og var í árslok 90,5 milljarðar króna á móti 96,6 milljörðum
króna árið áður. Við fall bankanna urðu hlutabréf og víkjandi skuldabréf
þeirra verðlaus og mikil óvissa er enn um verðmæti annarra skuldabréfa
sem þeir gáfu út og eru í eigu sjóðsins. Þá ríkir einnig mikil óvissa
um verðmæti skuldabréfa annarra innlendra fyrirtækja sem sjóðurinn
hefur fjárfest í. Vegna þessarar óvissu voru 7.761 milljón króna færðar
í varúðarafskrift, sem rýrir eignir sjóðsins í sama mæli.
Starfsemi
Sameinaða lífeyrissjóðsins 2008
Borgartúni 30 • 105 Reykjavík • S. 510 5000 • lifeyrir.is
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
37
24
0
Séreignardeild
1% nafnávöxtun var á skuldabréfaleið séreignarsparnaðar
sjóðsins á síðasta ári, en þar eru um 80% inneignar rétthafa
sjóðsins ávöxtuð. Vegna áhrifa fjármálakreppunnar tókst ekki að
halda raungildi séreignar á árinu og var raunávöxtun neikvæð
um 13,2%. Vert er að hafa í huga að séreignarsparnaður er
langtímasparnaður og ef horft er til síðustu 5 ára er jákvæð
raunávöxtun á skuldabréfaleið og öllum Aldursleiðum sjóðsins.
Í Innlánsleið sjóðsins býðst rétthöfum að leggja séreign sína á
verðtryggðan innlánsreikning, en innstæður slíkra reikninga eru
með ábyrgð ríkissjóðs skv. yfirlýsingu ríkisstjórnar.
Ávöxtun og tryggingafræðileg staða
Árið 2008 var nafnávöxtun Sameinaða lífeyrissjóðsins neikvæð
um 9,8% og raunávöxtun var neikvæð um 22,5%. Þetta er
verulegur viðsnúningur frá afkomu síðustu ára eins og sjá má á
meðfylgjandi töflu. Þróun erlendra verðbréfamarkaða það sem
af er árinu 2009 hefur einnig verið sjóðnum óhagstæð þar sem
verðbréf hafa lækkað og gengi erlendra gjaldmiðla hefur lækkað
gagnvart íslensku krónunni. Áfallnar skuldbindingar umfram
eignir voru 23 milljarðar króna og heildarskuldbindingar umfram
eignir voru 26,1 milljarður og var tryggingafræðileg staða
sjóðsins í lok síðasta árs samkvæmt því neikvæð um 13%.
ÁRSFUNDUR 2009
Ársfundur sjóðsins verður haldinn miðvikudaginn
27. maí nk. kl. 16.00 á Grand Hótel, Reykjavík.
Í samráði við tryggingastærðfræðing sjóðsins
hefur stjórn Sameinaða lífeyrissjóðsins ákveðið
að leggja fyrir ársfundinn tillögu um 10% lækkun
lífeyrisréttinda sjóðfélaga og lífeyrisþega.
Fundurinn verður nánar auglýstur síðar.
Stjórn sjóðsins:
Þorbjörn Guðmundsson, formaður
Haraldur Þór Ólason, varaformaður
Auður Hallgrímsdóttir
Georg Páll Skúlason
Hilmar Harðarson
Sveinbjörn Hjálmarsson
Framkvæmdastjóri:
Kristján Örn Sigurðsson
2008 2007
Heildariðgjöld ..................................................................................... 5.926 millj. kr. 5.137 millj. kr.
Heildarlífeyrisgreiðslur .................................................................... 2.710 millj. kr. 2.324 millj. kr.
Nafnávöxtun ....................................................................................... -9,8% 5,9%
Raunávöxtun ...................................................................................... -22,5% 0,0%
Raunávöxtun sl. 5 ára (árlegt meðaltal) ..................................... 0,7% 7,5%
Raunávöxtun frá stofnun sjóðsins, 1992 (árlegt meðaltal) .. 3,8% 5,8%
Rekstrarkostnaður ............................................................................. 119 millj. kr. 119 millj. kr.
Rekstrarkostnaður sem hlutfall eigna ......................................... 0,13% 0,11%
Fjárfestingartekjur ............................................................................ - 9.195 millj. kr. 5.504 millj. kr.
Hrein eign til greiðslu lífeyris ........................................................ 90.474 millj. kr. 96.573 millj. kr.
Tryggingafræðileg staða ................................................................. -13% 2,5%
Fjöldi virkra sjóðfélaga .................................................................... 12.213 12.077
Fjöldi lífeyrisþega .............................................................................. 4.610 4.421
Fjöldi stöðugilda ................................................................................ 16 16
Helstu kennitölur
0% 5% 10% 15% 20% 25% 30% 35%
2008 2007Bankainnstæður
Ríkisskuldabréf
Skuldabréf sveitarfélaga
Skráð markaðsskuldabréf
fyrirtækja
Skuldabréf fjármálafyrirtækja
Veðskuldabréf
Erlend skuldabréf
Erlend hlutabréf
Innlend hlutabréf
Eignasamsetning Sameinaða lífeyrissjóðsins í árslok 2007 og 2008
Einstakt tækifæri
fyrir 12-13 ára unglinga
CISV hefur verið starfandi á Íslandi í tæp 30 ár og sent yfir 1.000
þátttakendur út um allan heim.
Í ár erum við með unglingaskipti fyrir 12-13 ára unglinga við
jafnaldra þeirra í Trento á Ítalíu.
Unglingaskiptin eru í fjórar vikur (27. júní til 27. júlí) og fara þannig
fram að unglingarnir dvelja 2 vikur á Ítalíu inná heimilum jafnaldra
sinna og svo koma ítölsku vinir þeirra til Íslands og dvelja í tvær vik-
ur hjá fjölskyldum. Fararstjórar sjá um skipulagningu dagskrárinnar
ásamt unglingunum og foreldrum þeirra. Nánari upplýsingar má finna
á heimasíðu félagsins www.cisv.org, á netfanginu cisv@cisv.is eða í
síma 861 1122 (Ásta).