Morgunblaðið - 22.03.2009, Page 26
26 Tengsl
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. MARS 2009
Eftir Freystein Jóhannsson
freysteinn@mbl.is
Sigrún Edda: Ég var 18 ára þegar
Ragnar fæddist. Þegar aldursmun-
urinn er svona mikill setur hann svip
sinn á sambandið, ég fékk Ragnar
eiginlega sem æfingabarn, því ég
eignaðist dóttur tveimur árum síðar
og þau urðu einsog systkini. Ragnar
var mjög stórt barn, hálfgert trölla-
barn allt frá fæðingu. Ég man að
mamma kveið alltaf fyrir því að fara
með hann í ungbarnaskoðun vegna
þess að hún var alltaf skömmuð fyrir
það hvað hann var þungur. En mér
fannst hann sætasta barn í heimi og
vorkenndi öðrum börnum á hans reki
fyrir það hvað þau voru veikluleg og
miklar píslir.
Ragnar var ægilegt matargat. Það
upphófst alltaf mikið kapphlaup þeg-
ar maður mataði hann. Það þurfti að
hafa snögg handtök að koma bitunum
nógu hratt upp í hann svo hann næði
ekki að góla. Ef eitthvað klikkaði þá
fóru tilfinningarnar með hann og hon-
um lá við köfnun af óhamingju. Til að
ljúka máltíðum þurfti að setja í hann
tappa. Sá tappi var snudda sem vætt
var í hunangi. Sú aðgerð hafði reynd-
ar þær afleiðingar að barnatennurnar
hans komu skemmdar niður. Þannig
að framan af aldri leit hann út eins og
sætt feitabolluhrekkjusvín. Hans
mesta skemmtun var að dingla í
hopprólu undir harmonikkuleik. Önn-
ur tónlist kom ekki til greina. Harm-
onikka var það hljóðfæri sem hann
hreifst fyrst af. Ég tók það oft að mér
að passa hann. Kallaði hann alltaf
Ragnar rúsínubollurass. Hann var
mjög ánægður með það viðurnefni.
En hann var ekki alveg sáttur þegar
ég hélt því einhverntíma fram að
presturinn sem skírði hann hefði ver-
ið búinn að fá sér í aðra tána og hefði
óvart sagt: „Ég skíri þig Ragnar Rús-
ínubollurass.“ Hef reyndar grun um
að viðurnefnið Rassi Prump sem var
það listamannsnafn sem hann tók sér
á yngri árum eigi sér rætur í Rús-
ínubollurassinum. Rassi Prump kom
reyndar fyrst fram opinberlega í fer-
tugsafmælinu mínu og söng frum-
samið hrokafullt lag til systur sinnar.
Rassi var og er ótrúlega fyndinn kar-
akter. Hann var alger andstæða við
þann prúða dreng sem Ragnar gaf sig
út fyrir að vera.“
Blanda af ljúflingi og skapmanni
„Ég held að við gleymum því hvor-
ugt þegar ég tók að mér að passa
hann nokkra mánuði þegar foreldrar
hans voru erlendis. Þá var ég nýút-
skrifuð leikkona. Sambúðin gekk
mjög vel, ég tók meðal annars að mér
að klippa hann. Ég hafði ofurtrú á
leikarahæfileikum mínum og var viss
um að ef ég hermdi eftir góðum klipp-
ara þá tækist mér að klippa drenginn.
Mér tókst nokkuð vel upp með topp-
inn en þegar kom að því að klippa á
honum hnakkann fór að kárna gam-
anið. Ég spurði hann þá hvort honum
fyndist í lagi að vera dálítið pönkaður
í hnakkann en hann var alls ekki á
því. Hann hvítnaði af áhyggjum og
fór að titra. Ég sá í hvað stefndi og
flýtti mér með hann til rakara og hef
ekki tekið að mér klippingar síðan.
Ragnar hefur alltaf haft ákveðnar
skoðanir varðandi hárgreiðslu að ég
nú ekki tali um klæðaburð. Það mátti
til dæmis aldrei vera blettur í föt-
unum hans. Þá var hann alveg
ómögulegur.
Í fyrrnefndri sambúð var ég græn-
metisæta, Ragnari til lítillar skemmt-
unar. Þegar hann hafði búið við elda-
mennsku systur sinnar, sem
samanstóð af baunum, spelti og
þrumara um nokkurt skeið þá and-
mælti hann kröftuglega þegar hann
fékk blómkál í ofni með bræddum
osti í sunnudagsmatinn. Þá tók hann
kastið. Fyrst trilluðu tár niður bollu-
kinnarnar og svo rak hann upp org,
skellti sér í gólfið og barði hnakk-
anum í parketið þangað til að ég lof-
aði því að ég skyldi fara með hann á
Pulsuvagninn. Ragnar hefur alltaf
verið þessi blanda af ljúflingi og
skapmanni. Hann var til dæmis í
ungmennahljómsveitinni Kósí sem
heillaði allar verðandi tengdamæður
upp úr skónum fyrir prúðmennsku
og svo var hin hliðin, Rassi Prump,
sem móðgaði menn hægri, vinstri
með hroka og óþægilegum sann-
indum. Fjölskyldumeðlimir voru mis-
hrifnir af því þegar hann, strax eftir
menntaskóla, varð fyrstur karl-
manna til að setjast á skólabekk í
Húsmæðraskólanum í Reykjavík.
Sumum fannst mikið á sig lagt fyrir
langan brandara, en mér fannst þetta
frábært uppátæki enda Ragnar dekr-
aður af kvenfólkinu í fjölskyldunni og
hafði aldrei þurft að elda, hvað þá þvo
af sér. Ég mætti á handavinnusýn-
ingar hjá töffaranum mínum, skoðaði
þar útsaumuð vöggusett og var
heiðruð á sunnudegi með fölskum
héra þar sem umræðuefnið var rétt
blanda hreinsiefna og nauðsyn á
heimilisbókhaldi. Ragnar hefur alltaf
verið stemningsmaður. Þegar hann
var 10 ára gamall eignaðist hann vin-
konu sem var að læra á selló. Þá fór
Ragnar að læra á fiðlu svo þau gætu
spilað saman dúett. Ég held að hann
hafi verið átta eða níu ára þegar hann
fékk laun fyrir að leika í söngleiknum
Land míns föður. Þessum aurum
eyddi hann í að bjóða stelpunni sem
hann var skotinn í út að borða. Það
eru nú ekki margir á þeim aldri sem
geta státað af annari eins sjéntil-
mennsku.
Nú er samband okkar öðruvísi.
Hann er ekki lengur barn. Við erum
vinir og jafningjar og samband okkar
mótast af því. Það er einstaklega gott
að tala við Ragnar. Við fylgjumst vel
hvort með öðru bæði persónulega og
í starfi. Hann er alltaf einlægur og
hvetjandi.“
Sorgin sigrar hamingjuna
„Mér finnst svo fallegt við Ragnar
hvað hann er trúr sjálfum sér, hann
hefur aldrei áhyggjur af því hvað öðr-
um finnst . Hann fer sínar eigin leiðir,
er óhræddur og laus við tilgerð. En
hann er ekki allra. Viðfangsefni hans
eru ögrandi og frumleg og hann hef-
ur einu sinni náð að ganga fram af
mér í óhugnaði, en heilla mig um leið.
Það tengdist mögnuðum performans
sem hann gerði undir Eyjafjöllum og
hét „Ókyrrðin mikla.“ Það var reynd-
ar þá sem ég uppgötvaði að bróðir
minn væri snilli. Ragnar er laus við
stæla, hann getur staðið við allt sem
hann gerir og leggur mikið á sig fyrir
list sína. Ég þekki fáa sem eru jafn
heilir og heiðarlegir í því sem þeir
gera. Það er einhver djúpur sársauki
í verkum hans um leið og þau eru full
af húmor. Það lá ekkert í augum uppi
að hann yrði myndlistarmaður. Hann
er fær á svo mörgum sviðum. Hann
er líka góður leikari og hæfi-
leikaríkur tónlistarmaður. Ég veit að
hann þurfti að gera upp við sig hvað
hann ætti að leggja áherzlu á og hann
valdi myndlistina. En tónlist og leik-
list eru ríkir þættir í myndlistinni
hans. Eitt af uppáhaldsverkunum
mínum eftir hann er rómantísk mynd
af konu sem situr við á. Þegar betur
er að gáð þá sér maður að handlegg-
urinn hefur verið höggvinn af henni.
Það er stór harmsaga á bakvið þetta
annars fallega andartak. Þessi mynd
var sýnd í tengslum við sýningu sem
hét Scandinavian pain. Þá var Ragn-
ar kominn í umboðssölu hjá galleríi
og orðinn rándýr myndlistarmaður.
Ég sagði honum að ég ætlaði að finna
leið til kaupa málverkið. En áður en
til þess kom seldi hann verkið úti í
Frakklandi frægum kvikmyndaleik-
ara. Það gladdi mig því mjög þegar
hann færði mér þessa sömu mynd í
afmælisgjöf. Hann tók sig bara til og
málaði annað eintak. Þessi mynd ber
með sér öll sterkustu höfund-
areinkenni Ragnars; trega, húmor og
heiðarleika. „Sorrow conquers happ-
iness“ söng hann í einum af sínum
flottustu gjörningum sem hann kall-
aði því látlausa nafni „Guð“. Þessi
setning finnst mér lýsa bezt lista-
manninum Ragnari Kjartanssyni.“
Tregafullur húmoristi
Morgunblaðið/Kristinn
Þau hafa alltaf haft gaman
af að leika sér. Systkinin
Ragnar Kjartansson
myndlistarmaður og
Sigrún Edda Björnsdóttir
leikkona eru trúnaðarvinir
og tala jafnt um lífið og
listina, sem í þeirra tilfelli er
oft einn og sami hluturinn.
Hann fæddist 3. febrúar 1976, sonur
leikaranna Guðrúnar Ásmunds-
dóttur og Kjartans
Ragnarssonar. Hann
gekk í Melaskóla,
Hagaskóla, MR, Hús-
stjórnarskólann og útskrif-
aðist frá Listaháskólanum
2001. Hann hefur fengizt við
ýmsa miðla; myndbönd, innsetn-
ingar, skúlptúr og málverk og
gjörningar hans þykja frumlegir og
eftirminnilegir. Hann er nú fulltrúi
Íslands á Feneyjatvíæringnum og
segir í kynningu frá Kynning-
armiðstöð íslenskrar myndlistar
að hann sé yngsti listamaður sem
hafi verið valinn á Tvíæringinn.
„Með honum teflir Ísland fram ung-
um listamanni sem hefur á skömm-
um tíma byggt upp eftirtektarvert
höfundarverk og sýn ingaferil.“
Hann er kvæntur Ásdísi Sif Gunn-
arsdóttur myndlistarmanni.
Ragnar Kjartansson
Hún fæddist 30. ágúst 1958 í
Reykjavík, dóttir Guðrúnar Ás-
mundsdóttur leikara og Björns
Björnssonar flugvirkja.
Hún útskrifaðist frá Leiklist-
arskóla Íslands 1981, starfaði hjá
Þjóðleikhúsinu 1981-1985 og 1996-
1998 og hjá Leikfélagi Reykjavíkur
1985-1996 og frá 1998. Leikari hjá
Alþýðuleikhúsinu 1982-1984. Hún
hefur einnig leikið í sjónvarpsþátt-
um, sjónvarpsleikritum, útvarps-
leikritum og kvikmyndum, hefur
leikstýrt verkum á sviði, í útvarpi
og sjónvarpi og skrifað handrit fyrir
sjónvarp og barnabækur.
Hún hefur hlotið verðlauna-
tilnefningar fyrir leik og leikstjórn
og fyrir hlutverk Láru í Degi vonar
var hún valin bezta leikkonan í aðal-
hlutverki.
Hún er tveggja barna móðir. Eig-
inmaður hennar er Axel Hallkell Jó-
hannesson leikmyndahönnuður.
Sigrún Edda Björnsdóttir