Morgunblaðið - 22.03.2009, Side 29
ára. Þaðan var Ribéry hins vegar lát-
inn fara þremur árum síðar þar sem
námsárangur hans var undir vænt-
ingum. Þá er hann sagður hafa flogist
linnulítið á við félaga sína. „Það blasti
við að Franck var frábær í fótbolta en
það mátti ekki hafa augun af honum
frekar en hraðsuðupotti. Hann hafði
alist upp á götunni,“ segir einn þjálf-
aranna, José Pereira.
Ribéry sneri heim til Boulogne og
fór að starfa með föður sínum í bygg-
ingavinnu. Eigi að síður var hann
ekki reiðubúinn að gefa drauminn
upp á bátinn en það er til marks um
ístöðuleysi hans á þessum árum að
frá 2001 til 2004 lék hann með þrem-
ur smærri félögum í Frakklandi, US
Boulogne, Olympique Alès og Stade
Brestois. Síðastnefnda félagið lék í 3.
deild og þar gerði kappinn sinn fyrsta
atvinnusamning. Það mátti ekki
seinna vera enda hafði hann varla til
hnífs og skeiðar um þær mundir.
Slagsmál á diskóteki
Vegur Ribérys óx hratt hjá Brest
og árið 2004 festi fyrstudeildarlið FC
Metz kaup á honum. Minnstu munaði
þó að ferillinn færi í vaskinn eftir að-
eins tuttugu leiki því Metz úthýsti Ri-
béry eftir að hann efndi til hópslags-
mála á diskóteki í bænum. Þannig
háttalag féll ekki að gildum félagsins.
En þegar neyðin er stærst er
hjálpin næst. Tyrkneska stórliðið
Galatasaray ákvað að taka Ribéry
upp á sína arma. Allt lék í lyndi í
fyrstu og Ribéry vann sinn fyrsta titil
á ferlinum vorið 2005, tyrkneska bik-
arinn. Stuðningsmenn Galatasaray
tóku Fransmanninum líka með kost-
um og kynjum og gáfu honum nafnið
„Ferraribery“ vegna hraðans.
Svo syrti að. Galatasary hætti að
greiða leikmanninum laun og eftir
fjóra mánuði ákvað hann að rifta
samningi sínum. Það mál endaði fyrir
gerðardómi sem komst að þeirri nið-
urstöðu að Ribéry hefði verið í fullum
rétti vegna þess að félagið hefði ekki
efnt samninginn.
Gamla stórveldið Olympique de
Marseille leysti Ribéry úr hinni tyrk-
nesku prísund. Skemmst er frá því að
segja að hann féll eins og flís við rass
að l’OM-liðinu og varð þar að þeim
leikmanni sem öll heimsbyggðin
þekkir í dag.
Hann er gimsteinninn
Leiðin inn í franska landsliðið var
greið og frá og með heimsmeist-
aramótinu í Þýskalandi, þar sem
Frakkar hrepptu silfrið, hefur Ribéry
verið í hópi fremstu sparkenda þessa
heims. „Hann er gimsteinninn í
franskri knattspyrnu,“ hefur sjálfur
Zinedine Zidane sagt. Og orð hans
eru lög. Ribéry er almennt álitinn arf-
taki Zidanes í landsliðinu.
„Það er gífurlegur heiður að vera
líkt við Zinedine Zidane,“ tjáði Ri-
béry þýska blaðinu Die Welt. „Hann
er risi meðal sparkenda, ef til vill sá
besti frá upphafi. Mig dreymir um að
ná sama árangri og hann.“
Mörg stærstu félög heims fóru að
sína Ribéry áhuga eftir HM í Þýska-
landi og l’OM þótti gott að geta haldið
honum veturinn eftir. Átti hann
drjúgan þátt í því að liðið hafnaði í
öðru sæti deildarinnar vorið 2007 á
eftir hinu óvinnandi vígi, Olympique
Lyonnais, sem unnið hefur titilinn sjö
ár í röð.
Sumarið 2007 sá l’OM aftur á móti
sæng sína uppreidda. Það var bara
spurning hvort Ribéry færi til Eng-
lands eða Spánar. Það kom því mörg-
um í opna skjöldu þegar hann ritaði
undir samning við þýska stórveldið
Bayern München sem eftir slæma
sparktíð átti ekki einu sinni sæti í
Meistaradeild Evrópu. Bæjarar
greiddu metfé fyrir leikmanninn, 25
milljónir evra.
Leikmaður ársins í Þýskalandi
Ribéry tók til óspilltra málanna í
Bæjaralandi og samvinna hans við
miðherjana, Miroslav Klose og Luca
Toni, var rómuð en þeir höfðu einnig
gengið til liðs við Bayern um sumarið.
Samtals gerðu þessir þrír menn 73
mörk fyrir liðið í fyrravetur, þar af
Ribéry nítján. Varla þarf að minna
nokkurn mann á það að Bayern
München vann öruggan sigur í Bún-
deslígunni og Ribéry var valinn leik-
maður ársins í Þýskalandi.
Liðið hefur ekki verið eins sprækt í
vetur en er ennþá með í baráttunni
um titilinn, fjórum stigum á eftir
toppliði Herthu Berlin þegar tíu um-
ferðir eru óleiknar. Þá eru Bæjarar
til alls líklegir í Meistaradeildinni en
mergjað var að sjá þá taka Sporting
frá Lissabon til kostanna í viðureign
liðanna í sextán liða úrslitunum, 12:1
samanlagt. Glíma þeirra við Börs-
unga í næstu umferð verður raf-
mögnuð.
Franck Ribéry hefur synt á móti
straumnum. Raunar tjáði hann The
Washington Post að hann væri gang-
andi dæmi um það að allt geti gerst í
knattspyrnu. „Það er hægt að rísa úr
öskustónni og láta drauminn rætast.
Þetta hefur allt gerst mjög hratt en
núna finnst mér ég loksins vera að
lifa lífinu.“
Og lífið er rétt að byrja.
Lífsháski Ribéry er minntur á bíl-
slysið sem hann lenti í tveggja ára í
hvert sinn sem hann lítur í spegil.
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. MARS 2009
@
www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25
Stuðningshlífar
fjölbreytt úrval
Ársfundur 2009
Ársfundur sjóðsins verður haldinn þriðjudaginn 28 apríl,
kl. 17:00. Verður hann auglýstur nánar síðar.
Erfitt ár - Réttindi óbreytt!
Borgartún 29 · 105 Reykjavík · Sími 510 7400 · Fax 510 7401 · s l@sl . is · www.sl . is
Efnahagsreikningur (í flús. kr.)
Yfirlit um breytingar á hreinni eign til grei›slu lífeyris
Lífeyrisskuldbindingar skv. ni›urstö›u tryggingafræ›ings
Kennitölur
Ávöxtun séreignardeildar 2008
Sjó›félagar
15.709.032
38.183.476
2.343.348
436.342
1.235.103
19.267
57.926.568
-134.030
57.792.538
2.785.709
-753.462
278.178
-56.648
-78.339
2.175.438
55.617.100
57.792.538
658.000
1,1%
-1.792.000
-1,7%
0,3%
-13,8%
3,6%
3,7%
7.028
5.113
0,14%
75,5%
24,5%
19.923.271
32.703.798
1.796.224
396.971
801.157
21.960
55.643.381
-26.281
55.617.100
2.525.318
-637.592
3.248.848
-46.962
-66.863
5.022.749
50.594.351
55.617.100
8.267.000
16,8%
4.983.000
5,6%
6,1%
0,2%
8,7%
5.7%
7.001
4.352
0,13%
75,7%
24,3%
Ver›bréf me› breytilegum tekjum
Ver›bréf me› föstum tekjum
Ve›lán
Bankainnistæ›ur
Kröfur
A›rar eignir og rekstrarfjármunir
Skuldir
I›gjöld
Lífeyrir
Fjárfestingartekjur
Fjárfestingargjöld
Rekstrarkostna›ur
Hækkun á hreinni eign á tímabilinu
Hrein eign frá fyrra ári
Eignir umfram áfallnar skuldbindingar
Í hlutfalli af áföllnum skuldbindingum
Eignir umfram heildarskuldbindingar
Í hlutfalli af heildarskuldbindingum
Tekið er tillit til falls bankanna þ.m.t. Straums og afleiðingum þess m.a. með niðurfærslu eigna.
Nafnávöxtun
Hrein raunávöxtun
Hrein raunávöxtun 5 ára meðaltal
Hrein raunávöxtun 10 ára meðaltal
Fjöldi virkra sjóðfélaga
Fjöldi lífeyrisþega
Rekstrarkostnaður í % af eignum
Eignir í íslenskum krónum
Eignir í erlendum gjaldmiðlum
Nafnávöxtun séreignardeildarinnar var 4,3% eða -10,4% raunávöxtun. Fall bankanna og
afleiðingar þess hafa áhrif á ávöxtun beggja deilda. Í uppgjöri er færð út sannanleg töp
ásamt því að eignir eru færðar niður til að mæta mögulegum töpum framtíðar.
Heildareignir séreignardeildarinnar eru 430,7 milljónir króna í árslok 2008 og vaxa um 12%.
Sjóðurinn er ætlaður öllum launþegum og sjálfstætt starfandi mönnum sem eiga ekki
kjarasamningsbundna aðild að öðrum lífeyrissjóðum. Hann getur því verið góður kostur fyrir
ýmsa aðila sem þurfa að velja sér lífeyrissjóð. Sjóðurinn byggir á samtryggingu og séreign.
31.12.2008 31.12.2007
Í stjórn sjó›sins eru
Baldur Gu›laugsson forma›ur, Hrafn Magnússon varaforma›ur, Arnar Sigurmundsson,
Gunnar Gunnarsson, Þorbjörn Guðmundsson, fiorgeir Eyjólfsson, Þórunn Sveinbjörnsdóttir.
Framkvæmdastjóri er
Sigurbjörn Sigurbjörnsson
Traustur sjóður,
trygg framtíð