Morgunblaðið - 22.03.2009, Síða 32

Morgunblaðið - 22.03.2009, Síða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. MARS 2009 gekk þó sum okkar og önnur létu það ekki villa sér sýn. Fyrir þau verður skellurinn vonandi minni nú. Dansað kringum gullkálfinn Kreppan vekur til vitundar. Spurningar vakna um hvað sé þess virði að eftir því sé keppt, í hverju felst hamingja, verðgildi, lífsfylling, manngildi? Hefur líf okkar í góð- Klassísk gildi sem felast í að sníða sér stakk eftir vexti, una glaður við sitt eða sjá fegurð hins smáa féllu í gleymsku. Heilluð af hugarfari út- rásartímans freistuðu sum okkar þess að gera drauminn að veruleika: taka þátt í kapphlaupinu um lífs- gæðin og uppskera okkar hluta af góðærinu. Ekki skorti hvatningu eða fyrirmyndir. Lífstílsþættir í ljós- vakamiðlum og helgarkálfar með dagblöðum buðu upp á innlit, útlit, mat, drykk, ferðir, dekur, spa, heilsu, lúxus, munað, neyslu. Of mörg okkar létu sér ekki nægja að dreyma heldur hrundu draumn- um í framkvæmd. Láni var bætt við lán – bankaláni var aukið við lífslán. Heimsmynd hagvaxtarins renndi stoðum undir það mat að öllu væri óhætt. Húsnæði var stækkað, skipt var um eldhúsinnréttingu, einum bíl bætt við, keyptur jeppi, frístundahús byggt, farið á skíði, flogið í sól, bog- inn spenntur. Án þess að bera saman það sem aflað var og hitt sem var eytt – tekjur og útgjöld – voru lifnaðarhættir hins ríka smátt og smátt teknir upp án þess að hugað væri að hinu fornkveðna að betra sé að afla áður en eytt er. Greiðslukortin, yfirdrátt- urinn, neyslulánin og kaupleigan gerðu okkur mögulegt að berast á, sýnast, standast samanburð, sanna okkur í kapphlaupinu um lífsgæðin. Það var auðvelt að láta hrífast af draumsýn útrásartímans, ekki síst þegar stofnanir og ráðamenn sem við treystum drógu ekki upp rétta mynd af ástandinu. Góðærið snið- E ftir hrunið í haust hafa ágengar spurningar skotið upp kollinum og gömul spakmæli öðlast nýja merkingu. „Maður líttu þér nær“ og „maður þekktu sjálfan þig“ eru þar á meðal. Í anda þeirra viljum við sem þetta ritum þrengja sjónarhornið frá því sem verið hefur í fyrri greinum okkar og spyrja: Berum við hvert og eitt ein- hverja ábyrgð á þeirri stöðu sem upp er komin? Þegar við lítum yfir árin frá alda- mótum höfum við flest talið að hagur samfélagsins færi batnandi. Tekjur okkar og þjóðarbúsins jukust, kaup- máttur óx, velta heimila og fyr- irtækja varð stöðugt meiri. Dag hvern fræddu fjölmiðlar okkur um vísitölur sem fæst okkar vissu hvað mældu en allar fóru stighækkandi. Heimsmynd vaxtarins var haldið að okkur sem náttúrulögmáli. Furðu margir voru þeirrar skoðunar að aldrei aftur mundi kaupmáttur minnka og kjör versna, að sam- dráttur heyrði sögunni til og að aldr- ei aftur kæmi kreppa. Gengið í glansheim Við þessar aðstæður gengu mörg okkar inn í glansheiminn, héldu á vit drauma um velsæld og ríkidæmi. Glanstímaritin gáfu tóninn. Unga, fallega, ríka og fræga fólkið varð hetjurnar sem við bárum okkur sam- an við í laumi. Í samanburði við hina ríku virtust kjör hins almenna borgara annars flokks. Manngildi þess sem stóð höll- um fæti var jafnvel dregið í efa. ærinu falist í einlægri leit að þessu gildum? Eða stöndum við ef til vill uppi með þá óþægilegu tilfinningu að hafa verið höfð að ginningarfíflum þeirra sem mótuðu lífsstíl neyslu- hyggjunnar, sjálfskipuðu tískulögg- anna sem enn er víða hampað þrátt fyrir hrun þeirrar heimsmyndar sem gat þær af sér, heimsmyndar vaxtar og neyslu. Þegar augum er rennt yfir ís- lenskt samfélag síðustu ára leitar ævaforn mynd á hugann: heillað fólk, konur og karlar, ungir og gamlir, í hröðum taktföstum dansi í kringum Hrunið og einstaklingurinn – ábyrgð Eftir Ingu Rún Sigurðardóttur ingarun@mbl.is F ullyrðingin að koffín bæti skap jafnt og frammistöðu er nokkuð sem dr. Jack James, sálfræðingur og gestaprófessor við Há- skólann í Reykjavík, setur stórt spurningarmerki við. Það gerir hann með réttu því hann hefur varið síð- ustu 10-15 árum í rannsóknir á áhrif- um koffíns hvað varðar hjartaheilsu, skap og frammistöðu neytendanna. „Eftir þessar rannsóknir er orðið ljóst að næstum öll áhrifin af bættri frammistöðu og skapi vegna koff- ínneyslu er hægt að rekja að nærri öllu leyti til þess að verið er að fjar- lægja fráhvarfseinkennin og það er enginn ágóði fenginn með koffíninu sem fólk innbyrðir. Áhrifin sem fólk upplifir á hverjum degi eru því í raun blekking, mjög áhrifamikil blekking. Þetta kemur til vegna þess að fólk samþykkir að það sé eðlilegt að vakna þreyttur og slappur. Hægt er að rekja stóran hluta þessa slapp- leika til fráhvarfseinkenna frá koff- íni,“ segir prófessorinn. Margir grínast með það að vera koffínfíklar en samkvæmt James er það ekkert grín. „Það er ljóst að fólk verður líkamlega háð koffíni. Ef fólk hefur drukkið kaffi reglulega um tíma, finnur það fyrir einkennum þegar það hættir, mismiklum þó. Kannski er það ekki eins hresst og vanalega en aðrir fá mjög slæman fráhvarfshöfuðverk, sem venjuleg verkjalyf slá ekki á.“ Getur ekki betur með koffíni Hann útskýrir að þessi fráhvarfs- einkenni hverfi með fyrsta kaffiboll- anum á morgnana. „Það sem rann- sóknir okkar hafa leitt í ljós er að ef fólk er hætt að innbyrða koffín er frammistaða þess alveg jafn góð og þegar koffínneytendur eru undir áhrifum koffíns. Það eina sem koff- ínið gerir er að koma fólki í sitt venju- lega ástand vegna þess að það er orð- ið háð efninu.“ Hann segir að koffín valdi sumsé ekki betri frammistöðu heldur séu það koffínfráhvarfið sem valdi verri frammistöðu. „Skilaboðin frá fram- leiðendum eru alltaf þau að koffín láti þér líða betur og þú standir þig einn- ig betur. Þau eru allt frá því að tebolli hressi yfir í ýktari skilaboð um aukin afköst eins og í auglýsingu um orku- drykki. En í raun eru allar þessar fullyrðingar rangar, það er ekkert sem staðfestir þetta.“ En hvaða augum telur hann að sagan eigi eftir að líta koffín? Er við- horfið að breytast? „Svona hlutir finna sér alltaf leið til að koma fram í dagsljósið og fólk á eftir að átta sig á staðreyndunum. Breytingin verður ekki á einni nóttu því koffín er án efa það lyf sem mest hefur verið neytt í mannkynssögunni. Það er ekkert annað efni sem hefur náð álíka útbreiðslu, ekki einu sinni alkóhól og tóbak, langt í frá.“ Koffín er svo stór hluti hversdags- ins hjá flestum að fæstir hugsa um það sem lyf, útskýrir James. Enn- fremur er kaffidrykkja líka félagslegt fyrirbæri, rétt eins og oft er sagt um reykingar. „Reyndar eru ýmsar samlíkingar milli koffínneyslu og reykinga. Til dæmis eru viðbrögð stórfyrirtækj- anna við vísindalegum staðreyndum Morgunblaðið/Ómar Glært frekar en svart „Ég fæ mér vatnsglas í stað kaffis. Fólki finnst það skrýtið en ég get vottað að það verður al- veg eins eðlilegt að fá sér glas af vatni eins og kaffibolla,“ segir prófessorinn. Stormur í kaffibolla Hressir kaffibollinn þinn þig ekki við heldur linar aðeins fráhvarfseinkennin? Því heldur dr. Jack James, gestaprófessor við Háskólann í Reykjavík, fram en hann heldur fyrirlestur um þetta út- breiddasta lyf sögunnar í vikunni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.